Stjórnlaus leigumarkaður skaðar bernskuna

Formaður Samtaka leigjenda segir að oft hafi verið bent á að húsnæðiskerfið sé grunnur sem öll félagsleg kerfi byggja á. Ef húsnæðiskerfið sé valt sée hætt við að gagnsemi annarra kerfa eyðist.

Auglýsing

Frá sjón­ar­hóli barna eru flutn­ingar eitt það versta sem getur gerst. Þá þarf barnið að kveðja vin­ina og byrja nýtt líf á nýjum stað, í nýju hverfi og nýjum skóla. Það er ekki að ósekju að sagt er að börnin séu þannig rifin upp með rót­um.

Auð­vitað geta flutn­ingar verið nauð­syn­legir og nokkuð sem fjöl­skyldan kýs. Þeim fylgir hins vegar alltaf álag. En það ger­ist líka að fjöl­skyldur flytja á milli hverfa gegn vilja sín­um, fjöl­skyldur sem missa hús­næði sitt og finna ekki annað í hverf­inu sínu og neyð­ast til að flytja í annan bæj­ar­hluta eða í annað byggð­ar­lag. Þetta er raun­veru­leiki leigj­enda á hinum óhefta stjórn­lausa leigu­mark­aði á Íslandi. Þessar fjöl­skyldur ráða ekki lífi sínu, eru háðar duttl­ungum okur­mark­aðar þar sem allt aðrir hags­munir ráða för en öryggi fjöl­skyldna og barna.

Réttur barna til öruggs hús­næðis

Mik­ill skortur er á leigu­hús­næði og leigj­end­ur, þar á meðal margar fjöl­skyldur með börn, búa við mikið óör­yggi. Fyrir nokkrum árum ósk­uðu sam­tök leigj­enda eftir áliti umboðs­manns barna á því hvort ríki og sveit­ar­fé­lög væru að brjóta gegn Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna ann­ars vegar og hús­næð­is­lögum hins vegar með skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart þessum vanda.

Auglýsing
Í svari sínu skrif­aði Mar­grét María Sig­urð­ar­dótt­ir, þáver­andi umboðs­maður barna, árið 2014 að leigu­mark­að­ur­inn væri ótrygg­ur, þannig að mörg börn búa ekki við það öryggi og þann stöð­ug­leika sem þau eiga rétt, sbr. meðal ann­ars 27. gr. Barna­sátt­mál­ans og 11. gr. alþjóða­samn­ings um efna­hags­leg, félags­leg og menn­ing­ar­leg rétt­indi. Mörg dæmi eru um að fólk á leigu­mark­aði þurfi ítrekað að flytja milli hverfa eða sveit­ar­fé­laga. Slíkt getur haft veru­lega nei­kvæð áhrif á líðan og vel­ferð barna, sem þurfa þá að skipta oft um skóla, missa tengsl við vini o.s.frv.

Og hún sagði að brýnt væri að bæta hús­næð­is­málin hér á landi, meðal ann­ars með því að styrkja stöðu for­eldra á leigu­mark­aði. Yfir­völdum ber að setja hags­muni barna í for­gang og sjá til þess öll börn og fjöl­skyldur þeirra hafi tök á því að búa við aðstæður þar sem öryggi, stöð­ug­leiki og vel­ferð þeirra eru tryggð. Umboðs­maður barna benti líka á að þetta ástand stang­að­ist á við mark­mið barna­laga, laga um hús­næð­is­mál og líka ákvæði stjórn­ar­skrá um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem vel­ferð þeirra krefst.

Ástandið grefur undan mark­miðum skóla­náms

Við þetta má bæta að í aðal­námskrá grunn­skóla segir að menntun og vel­ferð nem­enda sé ­sam­eig­in­legt verk­efni heim­ila og skóla og að sam­starfið þurfi að byggj­ast á gagn­kvæmri virð­ingu, trausti, og upp­lýs­inga­miðlun beggja aðila, sam­eig­in­legum ákvörð­unum og sam­á­byrgð. Jafn­framt að mesta áherslu beri að leggja á sam­starf heim­ila og skóla um hvern ein­stak­ling, nám hans og vel­ferð og að bæði heim­ili og skóli sé vett­vangur mennt­un­ar. 

Hvernig á þetta að geta gengið upp þegar börnin eru rifin upp reglu­lega og flutt milli hverfa? Börn sem eru á flandri fá ekki við­un­andi stuðn­ing innan skól­ans, svo ekki sé minnst á börn með sér­þarf­ir. Sífelldir flutn­ingar rjúfa tengsl við skól­ann, kennar­ann og vin­ina og hafa nei­kvæð áhrif á náms­ár­angur barna en líka sjálfs­mynd þeirra og almenna lífs­á­nægju. 

Ekki verður séð að við núver­andi aðstæður hús­næð­is­mála tak­ist það að tryggja öllum börnum við­un­andi náms­að­stæður með traustum tengslum heim­ilis og skóla.

Það hefur oft verið bent á hús­næð­is­kerfið sé grunnur sem öll félags­leg kerfi byggja á. Ef hús­næð­is­kerfið er valt er hætt við að gagn­semi ann­arra kerfa eyð­ist. Það á svo sann­ar­lega við um mark­mið aðal­námskrár. Þau ná til barna sem búa við öryggi, en ekki þeirra sem lifa flökku­lífi vegna ótryggs leigu­mark­að­ar.

Af hverju erum við alltaf bara tvö ár á hverjum stað?

Í nýlegri rann­sókn Her­varar Ölmu Árna­dóttur og Soffíu Hjör­dísar Ólafs­dóttur á fátækt barna á Íslandi bentu þær á að þegar fátæk börn lýstu aðstæðum sínum höfðu þau einna mestar áhyggjur að hús­næð­is­vanda fjöl­skyld­unn­ar, en öllu bjuggu þau í leigu­hús­næði eða hjá skyld­menn­um. Börnin sögð­ust þurfa að flytja oft og stundum að búa langt frá sínum skóla. Fyrir þessar fátæku fjöl­skyldur virk­aði hinn almenni leigu­mark­aður ekki og gat ekki tryggt börnum nægi­legt félags­legt öryggi til að blómstra í námi. 

Börnin voru meðal ann­ars spurð að því hversu oft þau hefðu flutt. Í mörgum svörum mátti sjá þreyt­una og von­leysið sem fylgir eilífum flutn­ing­um: „Mjög oft sem við skiptum alveg um stað. Ég spurði af hverju erum við alltaf bara tvö ár á hverjum stað og pabbi sagði bara, það er ekki satt, stundum erum við hálft ár og stundum eitt ár og stundum þrjú ár. Eins og það breyti ein­hverju!”

Ég er félagi í Sam­tökum leigj­enda og hvet aðra leigj­endur til að ganga í sam­tökin og berj­ast með okkur fyrir rétt­læti. Það er hægt að skrá sig í sam­tökin á leigj­enda­sam­tok­in.is.

Höf­undur er for­maður Sam­taka leigj­enda á Íslandi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar