Væri ekki bara best að fjárfesta í flutningskerfinu?

Eiríkur Ragnarsson fjallar um flutningskerfi raforku á Íslandi en hann vann nýverið skýrslu fyrir Landsnet um efnahagsleg áhrif takmarkana í því kerfi.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum buðum við hjónin tengda­for­eldrum mínum í heim­sókn til Íslands. Ferðin var mjög sér­stök, gömlu þýsku umhverf­is­hipp­arnir fljúga almennt ekki en gerðu und­an­tekn­ingu í þessu til­felli til að sjá heima­haga tengda­son­ar­ins.

Tengdapabbi minn er að mörgu leyti mjög þýskur, þ.e. þýskur græn­ingi. Á einu af sínum ferða­lögum á átt­unda ára­tugnum um meg­in­landið hitti hann ein­hverja danska hippa sem voru að setja upp vind­myllu og úr varð della. Hann skrif­aði nokkrar bækur um það hvernig ætti að spara orku og not­færa sér end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Einnig stofn­aði hann ásamt öðrum fram­kvæmda­sömum Þjóð­verjum fyr­ir­tæki sem sér­hæfði sig í að beisla orku sól­ar­inn­ar. Líf­speki hans er ein­föld: gerðu það sem þú getur og gerðu eins mikið af því og þú get­ur.

Mest allt líf hans hefur því fyrst og fremst snú­ist um það hvernig hann gæti lág­markað eigin notkun á kol­um, olíu, gasi og úran­íum sem og að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama.

Auglýsing

Það var því veisla að ferð­ast um landið með kall­inn. Ef hann sá orku­ver, þó það væri ekki nema lækj­ar­spræna sem fram­leiddi ein­hverjar kWst á ári, þá varð að stoppa og taka mynd­ir. Hann gerði sér sér­staka ferð upp á Hell­is­heiði til að lesa allt sem hann gat um jarð­varma­orku­verið sem þar er. Hann var ein­fald­lega gagn­tek­inn af þeirri hug­mynd að á þessu landi var nán­ast öll raf­orka fram­leidd með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.

Einn dag­inn vorum við að ræða flutn­ings­kerf­ið, sem er full­lestað á Íslandi eins og í Þýska­landi. Ég sagði honum frá því að upp­bygg­ing í kerf­inu væri ansi hæg og flutn­ings­fyr­ir­tækið mætti mik­illi and­stöðu við upp­bygg­ingu nýrra lína. Og karl­inn skildi það ein­fald­lega ekki. Af hverju er fólk á móti því að tengja end­ur­nýj­an­lega orku við not­end­ur?

Það kostar að fjár­festa ekki í upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins

Fyrir stuttu kom út skýrsla sem ég vann fyrir Lands­net þar sem ég skoða efna­hags­leg áhrif tak­mark­ana í flutn­ings­kerf­inu. Lands­net gegnir því hlut­verki að byggja upp flutn­ings­kerfi raf­magns á Íslandi, meðal ann­ars lín­urnar sem þið sjáið þegar þið brunið eftir þjóð­vegum lands­ins. Staðan á þessu kerfi er í dag því miður þannig að það er ekki í stakk búið til að flytja meira að segja þá orku sem nú þegar er hægt að fram­leiða í orku­verum lands­ins. Sam­kvæmt mati Lands­virkj­unar hefði verið hægt að fram­leiða 500 GWst til við­bótar af raf­magni árið 2021 hefði flutn­ings­kerfið ráðið við að flytja það.

Ég veit, hvað þýðir 500 GWst? Segjum bara að það sé um 2,5% af raf­orku­notkun Íslend­inga. Með smá ein­földun má segja að sölu­verð­mæti þess­ara orku séu í kringum 2,5 millj­arðar króna.

Þetta ástand gerir einnig það að verkum að ekki er ráð­legt að ráð­ast í fram­kvæmdir á nýjum orku­verum enda ekki til neins að fram­leiða orku sem maður getur ekki afhent. Þeim seinkar vegna tak­mark­ana í flutn­ings­kerf­inu og á meðan við drögum hæl­ana verður þessi orka ekki til.

Aug­ljós kostn­aður sam­fé­lags­ins vegna þess er auð­vitað tap­aðar tekjur orku­fram­leið­enda – sem eru að mestu í opin­berri eigu – en þessi kostn­aður er þó eflaust minnsti hluti þess raun­veru­lega kostn­aðar sem tafir upp­bygg­ingar skapa. Alla jafna skap­ast mestu verð­mætin nefni­lega í starf­sem­inni sem nýtir raf­ork­una.

Raf­magn sem ekki er hægt að flytja er heldur ekki hægt að nota

Lands­net vinnur sam­kvæmt raf­orku­lögum og ber að tengja þá við kerfið sem kerf­inu vilja tengj­ast svo lengi sem það er tækni­legur mögu­leiki. Á und­an­förnum árum hefur Lands­net neyðst til þess að hafna tíma­bundið tugum verk­efna sem lík­leg eru til þess að verða að veru­leika. Ástæðan er einmitt sú að ekki er tækni­legur mögu­leiki að tengja þessa not­end­ur, það er ein­fald­lega ekki pláss í kerf­inu til að flytja meira raf­magn frá virkj­unum til not­enda.

Í skýrsl­unni sem ég vann fyrir Lands­net eru skoðuð tvö slík dæmi.

Fyrra dæmið hefur að gera með fyr­ir­tæki í nýsköp­un. Fyr­ir­tækið rekur í dag verk­smiðju á Reykja­nesi og er um þessar mundir að fjár­festa í fram­leiðslu­getu sinni. Ef marka má áætl­anir félags­ins mun stækk­unin skapa 40 ný og góð störf, bæði fyrir sér­fræð­inga og sér­þjálf­aða almenna starfs­menn. Einnig reiknar félagið með því að stækk­unin muni skapa útflutn­ings­tekjur upp á um 3,5 millj­arða króna, ár hvert.

Því miður hefur Lands­net enn ekki getað lofað þessu fyr­ir­tæki teng­ingu við flutn­ings­kerf­ið. Það er nefni­lega ekki víst hvenær nægi­legt pláss verði í kerf­inu til að hægt sé að lofa félag­inu öruggri afhend­ingu raf­orku.

Auglýsing

Þetta félag getur því valið á milli þess að seinka gang­setn­ingu nýju verk­smiðj­unn­ar, kross­leggja fing­urna eða að kaupa sér dísel­raf­stöð og brenna rán­dýru jarð­efna­elds­neyti með til­heyr­andi meng­un. Slík fjár­fest­ing mundi brenna næstum allan hagnað fram­leiðsl­unnar og inn­flutt olía kæmi til með að draga úr nettó-­út­flutn­ings­tekj­um. Það er væg­ast sagt slæmur díll þegar raf­orka fer til spillis í lónum raf­orku­fram­leið­enda.

Hitt dæmið sem tekið er hefur með fram­leiðslu á grænu vetni að gera. Grænt vetni er vara sem þessa dag­ana er hægt en örugg­lega að slíta barns­skón­um. Grænt vetni er eitt­hvað Harry Potter stöff í mínum huga. Maður tekur vatn og setur í það raf­magn og úr verður gas sem hægt er að nota í iðn­að­ar­fram­leiðslu í stað kolefn­islos­andi gas­teg­unda. Þó enda galdra­brögðin ekki þar. Með galdra­þul­unni Fischer-Tropcsh er hægt að umbreyta þessu gasi í dísel. Dísel sem er kolefna­hlut­laus. Þ.e.a.s. hægt er að brenna elds­neytið án þess að auka magn kolefna í loft­inu.

Það er gott að setja sér mark­mið en betra að ná þeim

Ísland hefur rétti­lega sett sér há mark­mið í lofslags­mál­um. Mark­mið rík­i­s­tjórn­ar­innar er að Ísland nái kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 og verði alfarið laust við allt jarð­efna­elds­neyti árið 2050. Minni mengun jafn­gildir betra lofti á Íslandi. Minni mengun jafn­gildir líka lægra fram­lagi Íslands til lofslags­breyt­inga. Minni mengun jafn­gildir einnig minni inn­flutn­ingi á olíu. Þó bara ef gengur upp að raf­væða sam­göngur og fram­leiða grænt elds­neyti á vélar sem seint, ef ein­hvern tíma, munu raf­væð­ast.

Ef fram­leiða á grænt vetni er þó nauð­syn­legt að not­ast við græna orku. Ef notuð eru kol til orku­fram­leiðslu sem svo er notuð í fram­leiðslu vetnis þá er vetnið aug­ljós­lega ekki lengur grænt. Ísland býr við ein­stakar aðstæð­ur. Hér er raf­orku­kerfið allt grænt. Þannig er hægt að tengja fram­leið­endur græns vetnis beint við raf­orku­kerfið og dúndra út grænu vetni eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn. Á því munu lungu lands­manna og jarð­ar­innar græða á sama tíma og við spörum okkur tugi millj­arða af gjald­eyri og búum til spenn­andi og góð störf í glæ­nýjum iðn­aði.

Þeim mun fyrr sem við hefj­umst handa við upp­bygg­ingu þessa iðn­að­ar, þeim mun fyrr munum við losna við jarð­efna­elds­neytið og þeim mun lík­legra er að rík­i­s­tjórnin nái þeim mark­miðum sem hún setur sér. Þó mun þetta ekki ger­ast ef ekk­ert pláss er í flutn­ings­kerf­inu. Svo lengi sem kerfið er ekki styrkt – og ef ekki er unnið mark­visst að því að ganga úr skugga um að þeir sem skapa vilja verð­mæti og draga úr mengun – sóum við mik­il­vægum verð­mætum og mengum meira en ann­ars.

Höf­undur starfar sem ráð­gjafi hjá Frontier Economics.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar