Var þanþolið rofið?

Þröstur Ólafsson segir að þótt svigrúm sé til sumstaðar í hagkerfinu þá sé ekki nóg af öllu allstaðar. Ef ekki verði breytt um grunnstærðir gæti afleiðingin orðið fjármagns- og hugvitsflótti og innri stöðnun samfara aukinni ríkisaðstoð við atvinnulífið.

Auglýsing

Þegar litið er á ferlið frá síð­ustu kjara­samn­ingum virð­ist sem góður árangur hafi náðst. Gildir það um flestar starfs­grein­ar. Vinnu­vikan hefur verið stytt umtals­vert og launa­taxtar hafa hækk­að. Það er svo undir hag­stjórn­inni komið hvernig kaup­mátt­ur­inn þró­ast. Rúm­ast þessar kaup­hækk­anir innan þessa marg­um­rædda svig­rúms atvinnu­rek­enda eða er nóg til skipt­anna eins og ASÍ seg­ir? Spurn­ingin er: hver borgar þessar kaup­hækk­anir þegar upp er stað­ið?

Krónan er svikráð

Það fer naum­ast fram hjá neinum sem kaupir mat­vörur reglu­lega að verð­lag hefur hækkað bæði á inn­fluttum sem inn­lendum vör­u­m. Því hlýtur annað af tvennu að valda. Gengi krón­unnar hafi sigið eða kostn­aður við fram­leiðslu og dreif­ingu vör­unnar erlendis sem heima hafi auk­ist án áhrifa geng­is. Gengi lít­illa þjóð­legra gjald­miðla ræðst bæði af fram­boði og eft­ir­spurn á gjald­eyr­is­mark­aði, hruni inn­viða sem og af þrýst­ingi vegna kostn­að­ar­hækk­ana inn­an­lands og sagt til leið­rétt­ingar á sam­keppn­is­stöðu gagn­vart útlönd­um.

Auglýsing
Alþjóðlegir gjald­miðlar lúta ekki þess­ari „leið­rétt­ing­ar­þörf”. Launa­greið­endur geta þar ekki vænst leið­rétt­inga hafi þeir samið af sér. Ald­ar­gömul saga íslensku krón­unnar kennir okkur að henni hafi verið beitt stöðugt og oft ótæpi­lega í eft­ir­mála kjara­samn­inga, ýmist í for­varn­ar­skyni eða sem afleið­ing. Samn­ings­að­ilar vissu að ef þeir færu of langt yrði krónan felld eða henni leyft að síga. Krón­unni var leyft að síga eftir síð­ustu kjara­samn­inga um ca. 7% en hefur síðan end­ur­heimt fyrri styrk, enda í þetta sinn mik­ill gjald­eyr­is­vara­sjóður til stað­ar. Lægra gengi er ávísun á að laun­þegar borgi sjálfir launa­hækk­an­irnar a.m.k. að hluta. Aðeins stöð­ugur gjald­mið­ill og óbreytt verð­lag eru trygg­ing fyrir kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

Gjald­mið­ill­inn þarf að virka sem varn­ar­veggur almenn­ings og traustur bak­hjarl stöð­ug­leika. Það þarf að vera hlut­verk gjald­mið­ils­ins að aga aðila vinnu­mark­aðs­ins og aðra þá sem bera ábyrgð á þjóð­hags­legum kostn­aði og skylda þá til að bera ábyrgð. Vegna smæðar sinnar og innra mis­gengi atvinnu­vega megnar íslenska krónan hvorki að sinna þessu né flestu af því sem prýða traustan gjald­mið­il.

Reynsla síð­ustu ára­tuga

Krónan hríð­féll í aðdrag­anda og eft­ir­málum Hruns­ins, en opnað hafði verið fyrir alfrjálsa og óhefta fjár­magns­flutn­inga fáum árum fyrr. Hafta­leysið lauk einnig upp leið fyrir fjár­magns­flótta í skatta­skjól. Meira að segja opin­berir björg­un­ar­pen­ingar end­uðu á kar­ab­ískum tortól­um. Þeir sem þessa pen­inga áttu eða hirtu, komu sínum efnum í skjól, hinir sem lentu í geng­is­hrun­inu misstu sitt. Síðan þegar erlendir ferða­menn tóku að streyma hingað til að sjá eld­fjalla eyj­una frægu var sveigj­an­leika krón­unnar að ósekju, þökkuð upp­sveifl­an. Fæst­ir ­sögðu frá þeim byrðum sem lagðar voru á almenn­ing.

Hvergi lék Hrunið almenn­ing verr en hér­lend­is. Til að bæta gráu ofan á svart var tortóluf­urst­unum þökkuð fyr­ir­hyggjan með því að búa til fyrir þá sér­stakt gengi svo þeir gætu beint pen­ingum sínum aftur upp á eyj­una hvítu með umtals­verðum óskatt­lögðum hagn­aði. Segið svo að þjóð­leg yfir­ráð yfir gjald­miðl­inum sé ekki þarfa­þing og útvöldum mik­ils­verður búhnykk­ur. Þetta yfir­lit er lær­dóms­ríkt því það segir okkur að krónan muni aldrei geta verið alfrjáls gjald­mið­ill, heldur muni þurfa að setja höft á fjár­magns­flutn­inga í ein­hverri mynd. Um þessar mundir eru líf­eyr­is­sjóð­irnir látnir axla þessar byrgð­ar.

Stöð­ugur gjald­mið­ill er for­gangs­mál

Þessi tvö dæmi, geng­is­sig og gjald­eyr­is­flótt­i, ­sýna að krón­una má mis­brúka (man­ipúlera) og beita jafn­hendis af áhættu­fjár­fest­um, auð­ráðs­mönnum sem og stjórn­mála­mönnum í aðskilj­an­legum til­gangi. Vegna smæðar sinnar í sér­hag­muna­stýrðu hag­kerfi, er krónan ekki eins og hver annar gjald­mið­ill, heldur er hún frekar efna­hags­legt valda­tæki. Af hverju áttum við heims­met í flótta til kar­ab­ísku skatta­skjól­anna? Stjórn­mála­menn vilja ekki með nokkru móti sleppa henni úr efna­hags­legu vopna­búri sínu.

For­svars­menn sam­taka alþýðu verða að átta sig á því að almanna­hagur er stöð­ugur alþjóð­legur gjald­mið­ill. Nokkrar heila­afl­raunir þarf til að geta sann­fært sig um að sjá krón­una geta til lengdar upp­fyllt það. Ef laun­þega­hreyf­ing­in vill varð­veita árangur sinn í kjara­bar­átt­unni þarf hún að gera stöðugan gjald­miðil að for­gangs­máli og/eða knýja á um lækkun á nauð­þurftum s.s. hús­næði og land­bún­að­ar­vör­um. Það er auð­velt að benda á að íslensk laun séu ekki of há ef þau eru borin saman við verð­lag á svoköll­uðum nauð­synj­um. Ef alþjóð­leg sam­keppn­is­hæfni íslenskra atvinnu­vega þolir ekki hærri laun þá verður að lækka fram­færslu­kostnað heim­il­anna. Reynsla þeirra Norð­ur­landa­þjóða sem tekið hafa þátt í ríkja­sam­bandi ESB bendir ein­dregið til þess að þetta hafi tek­ist þar með ágæt­um. Ódýr­ari mat­vara er lyk­il­at­riði.

Að und­an­förnu hefur geng­inu verið haldið nokkuð stöð­ugu. Það dregur þó ekki hug­ann frá því að erlendir fjár­festar hafa hljóð­lega verið að taka saman fjár­mála­föggur sín­ar, pakka þeim niður og flytja þær úr landi. Góð­æri pen­inga­flæð­is­ins mun vara fram að kosn­ing­um. Þá verður kúr­s­inn tek­inn að nýju. Verða tekin ný erlend lán til að styrkja krón­una og við­halda kaup­mætti ; verður gripið til aðhalds­að­gerða í opin­berum fjár­málum eða mun gosið bjarga ferða­manna­iðn­að­inu og draga hlassið að landi að nýju? 

Hið opin­bera er orð­inn stærsti atvinnu­rek­and­inn

Hinn áhrifa­valdur kaup­máttar er verð­hækk­anir vegna auk­ins kostn­aðar launa­greið­enda. Kaup­hækk­an­ir hafa líka áhrif á fram­boð og gæði opin­berrar sem einka­veittrar þjón­ustu. Hækkuð laun geta valdið verð­hækk­unum þar sem svig­rúm til að kok­gleyma kostn­að­ar­hækk­an­ir er lítið eða ekk­ert. Hefð­bundin slag­orð stétta­bar­átt­unnar ættuð frá Karli gamla Marx, frá miðri og ofan­verði nítj­ándu öld, urðu til i afar ein­hæfum iðn­að­ar­þjóð­fé­lögum án telj­andi opin­berrar þjón­ustu. Kaup­kröfum var því eðli­lega beint til „arð­ræn­andi kap­ít­alista” sem áttu og ráku iðn­fyr­ir­tæk­in.

Eftir að áhrifa sós­í­alde­mókrata fór að gæta og ríkið var smám saman gild­ari þátt­tak­andi í atvinnu- og þjón­ustu­líf­inu, breytt­ist staða verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og eðli stétta­bar­átt­unn­ar. Ríki og sveit­ar­fé­lög urðu að stór atvinnu­rek­end­um. Uppi­staða tekna þeirra voru skattar almenn­ings. Hnatt­væð­ing­in jók enn á flækju­stig­ið. Þjóð­leg fyr­ir­tæki urðu alþjóð­leg. Launa­stigið heima fyrir gat valdið því að fyr­ir­tækin fluttu aðsetur sitt og léku kjara­lega sem skatta­lega lausum hala. ­Staða hins opin­ber­a varð enn tví­eggj­aðri eftir að ­kröfur nýfrjáls­hyggj­unnar um skatt­linku eða skatt­leysi tekna af hvers konar auði og auð­lindum urðu ráð­andi hug­mynda­fræði hér. Enn er langt í land með, að þeir sem nýta sér auð­lindir í hagn­að­ar­skyni greiði sann­gjarnt afgjald fyrir lög­vernd­aðan nýt­ing­ar­rétt. Þetta á við fiski­mið, sjáv­ar­eldi, vind­orku og fall­vötn.

Sum­staðar þrengir að

Það er þess virði að skoða nánar hver áhrif til­tölu­lega stöðugar krónu hefur á efna­hags­kerf­ið. Launa­hækk­anir sem áður hefðu verið þurrk­aðar út og gerðar óvirkar með geng­is­lækkun verða rekstr­ar­að­ilar nú að bera. Sé svig­rúm ekki til staðar verða úrræði þeirra ýmist hækk­un verðs eða sam­dráttur í þjón­ustu. Harð­ast bitnar þetta á opin­berri þjón­ustu eða einka­rek­inni þjón­ustu á heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­sviði. Þangað þarf að veita auknu opin­beru fé og/eða hækka dval­ar- og með­ferð­ar­gjöld svo ekki sé minnst á lækkað þjón­ustu­stig.

Talið er að þar muni vanta marga, ­jafn­vel tugi millj­arða króna árlega til að geta haldið óbreyttu þjón­ustu­stigi. Í þessum til­fellum borgar almenn­ingur sjálfur launa­hækk­anir starfs­fólks­ins, því ekki má sækja fé í hendur þeirra rík­ustu hvað þá inn­heimta leigufé af auð­linda­nýt­ingu. Margt bendir til að síðust­u ­kaup­hækk­an­irnar hafi rofið þan­þol hluta hag­kerf­is­ins. Þótt svig­rúm sé til staðar sum­staðar þá er ekki nóg til af öllu alls stað­ar, nema breytt sé um grunn­stærð­ir. Að þeim óbreyttum gæti afleið­ingin orðið fjár­magns- og hug­vits­flótti og innri stöðnun sam­fara auk­inni rík­is­að­stoð við atvinnu­líf­ið.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar