Verbúðin er saga tímans sem var og er

Þingmaður Viðreisnar segir að póli­tískar átaka­línur um sjávarútvegsmál séu alveg skýr­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri Græn standi saman um að verja óbreytt ástand.

Auglýsing

Lands­menn sitja nú límdir við sjón­varpið á sunnu­dags­kvöldum og fylgj­ast með líf­inu í Ver­búð­inni. Ver­búðin er enda frá­bær­lega vel gerð og í takt við tíð­ar­anda Ver­búð­ar­innar að fylgj­ast með þátt­unum í línu­legri dag­skrá. Tölu­verð umræða hefur skap­ast um tíð­ar­and­ann, þá mynd sem dregin er upp af íslensku sam­fé­lagi, um reyk­ing­arnar og fatn­að­inn og auð­vitað lífið í ver­búð­inni. Þetta er saga tím­ans sem var. Sagan um veið­arn­ar, ver­búð­ina og lífið í kringum fisk­inn.

70 millj­arðar í arð en 35 millj­arðar í veiði­gjöld

Kvóta­kerfið var sett á vegna slæms ástands fiski­stofna við land­ið. Ákvarð­anir um veiðar eru í kjöl­farið teknar út frá vís­inda­legum for­send­um. Fram­leiðni, hag­ræð­ing og verð­mæta­sköpun hefur auk­ist. Það er í þágu þjóð­fé­lags­ins alls. Á hinum póli­tíska vett­vangi og af hálfu hags­muna­að­ila er hins vegar stunduð ákveðin gas­lýs­ing þegar látið er að því liggja að sárið hjá þjóð­inni snú­ist um hvernig fyr­ir­komu­lag veið­anna á að vera. Ágrein­ing­ur­inn snýst alls ekki um það heldur um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerð­inni aðgang að þjóð­ar­eign­inni sem sjáv­ar­auð­lindin er. Það vita þeir auð­vitað sem stunda gas­lýs­ing­una.

Auglýsing
Árið 2022 hefur hvorki náðst fram rétt­læti né sátt um sjáv­ar­auð­lind­ina. Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun Gallup vilja um 77% þjóð­ar­­inn­ar að út­­gerðir lands­ins greiði mark­aðs­gjald fyr­ir af­not af fisk­veiði­auð­lind­inni. Um fá mál er þjóðin jafn ein­huga. Sam­­kvæmt sömu könn­un er 7,1% þjóð­ar­­inn­ar á móti því að út­­gerð­irn­ar greiði mark­aðs­gjald. Leiðin sem valin er þrátt fyrir það leiðin sem hinn fá­­menn­i minn­i­hluti styð­ur.

Ver­búðin er saga tím­ans sem var en hún er því miður líka saga dags­ins í dag. Arð­greiðslur út úr sjáv­ar­út­vegi frá 2016 til 2020 nema meira en 70 millj­örðum króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 millj­arða í veiði­gjöld. Veiði­gjöldin eru sem sagt helm­ingur þess sem eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna fengu í arð. Hagn­aður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 millj­arð­ar. Á sama tíma greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn tæp­lega 30% í skatta, opin­ber gjöld og veiði­gjöld.

Það sem öllu máli skiptir

Póli­tískar átaka­línur um þetta mál eru skýr­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri Græn standa saman um  að verja óbreytt ástand. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír standa þannig í vegi fyrir rétt­látum breyt­ing­um. Það var til dæmis skýrt þegar unnið var að auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um auð­linda­á­kvæði fór algjör­lega gegn því mark­miði að verja auð­lind­ina með þeim hætti sem kallað hefur verið eft­ir. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra var talað um þjóð­ar­eign en þess vand­lega gætt að gefa orð­inu enga raun­veru­lega merk­ingu. Bara orðin tóm.  Orðið þjóð­ar­eign hefur ekki raun­veru­lega merk­ingu nema það komi fram með skýrum hætti fram í stjórn­ar­skrá að nýt­ing á sam­eig­in­legri auð­lind sé gerð með tíma­bundnum samn­ingum og að greiða skuli eðli­legt gjald fyrir þessa nýt­ing­u. Og með­ því að verja þjóð­ar­eign­ina í stjórn­ar­skrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd á hverjum tíma því rík­is­stjórnin væri bundin af stjórn­ar­skrá um að réttur til að nýta sam­eig­in­lega auð­lind væri alltaf tíma­bund­inn. Þetta er því það atriði sem öllu máli skiptir í hinu póli­tíska sam­hengi.

Sáttin sem sár­lega vantar

Stefna Við­reisnar er að greitt verði eðli­legt mark­aðs­gjald fyrir aðgang að fiski­mið­un­um. Það er hin skyn­sama leið, það er hin rétt­láta leið og það er hin trú­verð­uga leið sem getur skapað sátt um sjáv­ar­auð­lind­ina. Sátt sem svo sár­lega vant­ar. Þetta er sann­gjörn leið fyrir þjóð­ina, fyrir sjó­menn og felur jafn­framt í sér sann­gjarnar leik­reglur fyrir útveg­inn.

Við viljum að ákveð­inn hluti kvót­ans fari á markað á hverju ári. Þannig fæst mark­aðstengt gjald fyrir aðgang að fiski­mið­unum sem mun skila íslensku þjóð­ar­búi umtals­vert hærri tekjum en nú er. Stefna Við­reisnar er jafn­framt að setja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá um að afnot af þjóð­ar­eign­inni verði tíma­bundin og að fyrir afnot skuli greiða eðli­legt mark­aðs­gjald.

Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu póli­tíska sam­hengi. Í því sam­hengi má einmitt nefna að ­tíma­bind­ing rétt­inda er rauð­i ­þráð­ur­inn í laga­setn­ingu þegar stjórn­völd úthluta tak­mörk­uðum gæðum til nýt­ingar á öðrum nátt­úru­auð­lindum í þjóð­ar­eign. Ein­hverra hluta vegna gildir önnur regla um sjáv­ar­auð­lind­ina. Þegar við horfum á Ver­búð­ina hljótum við að spyrja hvers vegna farin er önnur leið um fiski­miðin en um aðrar nátt­úru­auð­lind­ir. 

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar