Verbúðin er saga tímans sem var og er

Þingmaður Viðreisnar segir að póli­tískar átaka­línur um sjávarútvegsmál séu alveg skýr­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri Græn standi saman um að verja óbreytt ástand.

Auglýsing

Lands­menn sitja nú límdir við sjón­varpið á sunnu­dags­kvöldum og fylgj­ast með líf­inu í Ver­búð­inni. Ver­búðin er enda frá­bær­lega vel gerð og í takt við tíð­ar­anda Ver­búð­ar­innar að fylgj­ast með þátt­unum í línu­legri dag­skrá. Tölu­verð umræða hefur skap­ast um tíð­ar­and­ann, þá mynd sem dregin er upp af íslensku sam­fé­lagi, um reyk­ing­arnar og fatn­að­inn og auð­vitað lífið í ver­búð­inni. Þetta er saga tím­ans sem var. Sagan um veið­arn­ar, ver­búð­ina og lífið í kringum fisk­inn.

70 millj­arðar í arð en 35 millj­arðar í veiði­gjöld

Kvóta­kerfið var sett á vegna slæms ástands fiski­stofna við land­ið. Ákvarð­anir um veiðar eru í kjöl­farið teknar út frá vís­inda­legum for­send­um. Fram­leiðni, hag­ræð­ing og verð­mæta­sköpun hefur auk­ist. Það er í þágu þjóð­fé­lags­ins alls. Á hinum póli­tíska vett­vangi og af hálfu hags­muna­að­ila er hins vegar stunduð ákveðin gas­lýs­ing þegar látið er að því liggja að sárið hjá þjóð­inni snú­ist um hvernig fyr­ir­komu­lag veið­anna á að vera. Ágrein­ing­ur­inn snýst alls ekki um það heldur um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerð­inni aðgang að þjóð­ar­eign­inni sem sjáv­ar­auð­lindin er. Það vita þeir auð­vitað sem stunda gas­lýs­ing­una.

Auglýsing
Árið 2022 hefur hvorki náðst fram rétt­læti né sátt um sjáv­ar­auð­lind­ina. Sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun Gallup vilja um 77% þjóð­ar­­inn­ar að út­­gerðir lands­ins greiði mark­aðs­gjald fyr­ir af­not af fisk­veiði­auð­lind­inni. Um fá mál er þjóðin jafn ein­huga. Sam­­kvæmt sömu könn­un er 7,1% þjóð­ar­­inn­ar á móti því að út­­gerð­irn­ar greiði mark­aðs­gjald. Leiðin sem valin er þrátt fyrir það leiðin sem hinn fá­­menn­i minn­i­hluti styð­ur.

Ver­búðin er saga tím­ans sem var en hún er því miður líka saga dags­ins í dag. Arð­greiðslur út úr sjáv­ar­út­vegi frá 2016 til 2020 nema meira en 70 millj­örðum króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 millj­arða í veiði­gjöld. Veiði­gjöldin eru sem sagt helm­ingur þess sem eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna fengu í arð. Hagn­aður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 millj­arð­ar. Á sama tíma greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn tæp­lega 30% í skatta, opin­ber gjöld og veiði­gjöld.

Það sem öllu máli skiptir

Póli­tískar átaka­línur um þetta mál eru skýr­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri Græn standa saman um  að verja óbreytt ástand. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír standa þannig í vegi fyrir rétt­látum breyt­ing­um. Það var til dæmis skýrt þegar unnið var að auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá á síð­asta kjör­tíma­bil­i. Frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra um auð­linda­á­kvæði fór algjör­lega gegn því mark­miði að verja auð­lind­ina með þeim hætti sem kallað hefur verið eft­ir. Í frum­varpi for­sæt­is­ráð­herra var talað um þjóð­ar­eign en þess vand­lega gætt að gefa orð­inu enga raun­veru­lega merk­ingu. Bara orðin tóm.  Orðið þjóð­ar­eign hefur ekki raun­veru­lega merk­ingu nema það komi fram með skýrum hætti fram í stjórn­ar­skrá að nýt­ing á sam­eig­in­legri auð­lind sé gerð með tíma­bundnum samn­ingum og að greiða skuli eðli­legt gjald fyrir þessa nýt­ing­u. Og með­ því að verja þjóð­ar­eign­ina í stjórn­ar­skrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd á hverjum tíma því rík­is­stjórnin væri bundin af stjórn­ar­skrá um að réttur til að nýta sam­eig­in­lega auð­lind væri alltaf tíma­bund­inn. Þetta er því það atriði sem öllu máli skiptir í hinu póli­tíska sam­hengi.

Sáttin sem sár­lega vantar

Stefna Við­reisnar er að greitt verði eðli­legt mark­aðs­gjald fyrir aðgang að fiski­mið­un­um. Það er hin skyn­sama leið, það er hin rétt­láta leið og það er hin trú­verð­uga leið sem getur skapað sátt um sjáv­ar­auð­lind­ina. Sátt sem svo sár­lega vant­ar. Þetta er sann­gjörn leið fyrir þjóð­ina, fyrir sjó­menn og felur jafn­framt í sér sann­gjarnar leik­reglur fyrir útveg­inn.

Við viljum að ákveð­inn hluti kvót­ans fari á markað á hverju ári. Þannig fæst mark­aðstengt gjald fyrir aðgang að fiski­mið­unum sem mun skila íslensku þjóð­ar­búi umtals­vert hærri tekjum en nú er. Stefna Við­reisnar er jafn­framt að setja auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá um að afnot af þjóð­ar­eign­inni verði tíma­bundin og að fyrir afnot skuli greiða eðli­legt mark­aðs­gjald.

Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu póli­tíska sam­hengi. Í því sam­hengi má einmitt nefna að ­tíma­bind­ing rétt­inda er rauð­i ­þráð­ur­inn í laga­setn­ingu þegar stjórn­völd úthluta tak­mörk­uðum gæðum til nýt­ingar á öðrum nátt­úru­auð­lindum í þjóð­ar­eign. Ein­hverra hluta vegna gildir önnur regla um sjáv­ar­auð­lind­ina. Þegar við horfum á Ver­búð­ina hljótum við að spyrja hvers vegna farin er önnur leið um fiski­miðin en um aðrar nátt­úru­auð­lind­ir. 

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar