Auglýsing

Frels­is­hug­takið skýtur stundum upp koll­inum í opin­berri umræðu um skipu­lags­mál á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Er þá gjarnan talað um frelsið sem einka­bíll­inn færir fólki til að bruna um á milli staða í borg­inni, þegar því hent­ar, frá dyrum að dyr­um. Frelsið til að keyra um allt, óhindr­að­ur, helst án þess að stoppa. Frjálst flæði, er það stundum kall­að.

Sjaldnar er hins vegar rætt um fylgi­fiska þess að einka­bíll­inn hafi eða fái ótak­markað frelsi og hvernig frelsi einka­bíls­ins og sú upp­bygg­ing borg­ar­svæð­is­ins sem það óhjá­kvæmi­lega krefst dregur úr frelsi allra sem í borg­inni og nágranna­sveit­ar­fé­lögum hennar búa.

Mis­skilið frelsi vara­borg­ar­full­trúa

Nýlega birt­ist grein á vef­miðl­inum Vísi eftir Baldur Borg­þórs­son vara­borg­ar­full­trúa, sem nýlega sagði skilið við Mið­flokk­inn og gekk í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Grein hans kjarn­aði ágæt­lega ákveð­inn mis­skiln­ing sem oft gætir um einka­bíl­inn og frelsi. Undir fyr­ir­sögn­inni To bíl or not to bíl setti vara­borg­ar­full­trú­inn upp „lítið dæmi“ til þess að krist­alla mun­inn á flokk­unum sem nú starfa saman í meiri­hluta í Reykja­vík­ur­borg og hans nýju félögum í Sjálf­stæð­is­flokknum með til­liti til skipu­lags- og sam­göngu­mála.

Dæm­ið, eins og Baldur setti það upp, snýst um „for­ræð­is­hyggju“ meiri­hlut­ans og „frelsi“ sem hann segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn bjóða upp á í þessum mál­um. Frelsi, sam­kvæmt Baldri, er að þú ákveðir hvar þú vilt búa, hvernig hús­næði þú vilt búa í, hvenær þú vilt ferð­ast milli staða og með hvaða hætti.

Þessu stillti vara­borg­ar­full­trú­inn upp gegn meintri for­ræð­is­hyggju meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Fólkið sem þar sit­ur, full­yrti Bald­ur, vill ákveða hvar fólk býr, hvernig hús­næði það megi búa í, hvenær það ferð­ist á milli staða og með hvaða hætti. „Þegar gengið verður til borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga þann 14. maí næst­kom­andi verða val­kostir kjós­enda afar skýr­ir: Frelsi eða for­ræð­is­hyggja,“ skrif­aði Bald­ur.

Alvöru frelsi í sam­göngum er ekki til staðar

Það sem vara­borg­ar­full­trú­inn hins vegar minnt­ist ekki á í grein sinni er það hvernig raun­veru­legt frelsi fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að velja sér ferða­máta er í dag veru­lega skert, vegna ákvarð­ana sem teknar hafa verið um upp­bygg­ingu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Í Reykja­vík í dag ferð­ast til dæmis mjög margir með öðrum hætti en þeir helst myndu vilja, eða með einka­bíln­um, sem yfir­völd hafa, með skipu­lags­á­kvörð­un­um, ákveðið að þau skuli þurfa til þess að sinna sínum dag­legu erind­um. Þetta hefur verið stað­fest ár eftir ár eftir ár í ferða­venjukönn­unum sem Mask­ína hefur fram­kvæmt fyrir Reykja­vík­ur­borg.

Í þeirri sem var gerð árið 2021 sögð­ust tæp 75 pró­sent borg­ar­búa yfir 18 ára aldri oft­ast fara á einka­bílnum til vinnu, á meðan ein­ungis 46 pró­sent sögð­ust helst vilja fara keyr­andi til og frá vinnu. Í sam­bæri­legri könnun árið 2020 sögð­ust rúm 63 pró­sent keyra á sínum einka­bíl í vinn­una, en bara 36 pró­sent borg­ar­búa sögðu að það væri sitt fyrsta val.

Það er því nokkuð stórt bil á milli vilja fólks og þeirra aðstæðna sem þeim er boðið upp á í borg­ar­um­hverf­inu. Svör borg­ar­búa í þessum könn­unum und­an­far­inna ára bera það glögg­lega með sér að hæpið er að tala um að raun­veru­legt val á milli ólíkra ferða­máta sé til staðar í dag fyrir allan þorra almenn­ings á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Fyrir flest fólk er þjón­usta almenn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag of tíma­frek, óskil­virk og heft­andi til þess að dag­legt líf gangi upp með því að reiða sig á hana. Almenn­ings­sam­göng­urnar eru með öllu ósam­keppn­is­hæfar við einka­bíl­inn og flestir þurfa að hliðra nokkuð til í dag­legu lífi sínu til að láta notkun þeirra ganga upp.

Ástæðan fyrir því er svo sú að almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa ára­tugum saman fyrst og fremst verið hugs­aðar sem ein­hvers­konar þrauta­vara­úr­ræði fyrir fólk sem annað hvort hefur ekki efni á að reka bíl eða hefur ekki aldur eða getu til þess að keyra bíl.

Fólkið sem tekur ákvarð­anir um hvernig almenn­ings­sam­göngu­kerfið skuli fjár­magnað og rek­ið, á þingi og í sveit­ar­stjórn­um, til­heyrir flest ekki þeim hópum og getur eflaust fæst hugsað sér að taka stræt­is­vagn í sínum dag­legu ferðum um höf­uð­borg­ar­svæðið í dag.

Bíl­hæði, slig­andi kostn­aður og biðraðir

Á und­an­förnum ára­tugum hafa verið stigin skref í skipu­lags­málum í Reykja­vík og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu, sem hafa aukið þörf þeirra sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að eiga og reka sinn eigin bíl. Fjar­lægðir á milli fólks hafa verið auknar með upp­bygg­ingu þjón­ustu­lágra úthverfa hér og þar í jaðri byggð­ar­inn­ar, með rang­hölum og botn­löngum sem gera það að verkum að ótrú­lega óhag­kvæmt verður að þjón­usta hverfin með öfl­ugum almenn­ings­sam­göng­um.

Ákvarð­anir hafa að auki verið teknar um að hrúga upp sér­stökum stór­versl­un­ar­hverfum með risa­vöxnum versl­un­ar­skemm­um, sem flest eiga það sam­eig­in­legt að án einka­bíls­ins er erfitt að kom­ast þangað og á stundum bein­línis hættu­legt að feta sig um þau fót­gang­andi eða hjólandi, yfir enda­laus bíla­stæða­flæmi. Þessi hverfi hafa svo sogað þjón­ustu út úr nærum­hverfi fólks, enda hag­kvæmara fyrir versl­un­ar­menn að reka eina risa­vaxna búð en nokkrar litlar innan hverfa.

Hér má nefna versl­un­ar­kla­s­ann á Fiski­slóð í Reykja­vík, Kaup­túnið í Garðabæ og Linda­hverfið í Kópa­vogi, auk að sjálf­sögðu Skeif­unn­ar. Sleppum Korpu­torgi í þess­ari upp­taln­ingu, því þaðan hefur nær öll þjón­usta horfið á und­an­förnum árum þrátt fyrir að þar hafi þús­undir fer­metra verið mal­bik­aðir undir einka­bíl­inn.

Þús­undir þurfa að leggja leið sína á ofan­greinda staði og fleiri svip­aða á hverjum ein­asta degi, til að sækja sér þjón­ustu. Vegna skipu­lags­á­kvarð­ana hins opin­bera er lang­besta leiðin til þess að kom­ast á þessa staði með einka­bíl.

Auglýsing

Þessar skipu­lags­á­kvarð­anir allar saman hafa, hvernig sem maður horfir á það, hálf­part­inn neytt íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til þess að reka bíl, að minnsta kosti einn á hverja fjöl­skyldu, jafn­vel tvo, með til­heyr­andi kostn­aði. Sam­kvæmt síð­asta mati Félags íslenskra bif­reiða­eig­enda á rekstr­ar­kostn­aði nýrra bif­reiða nemur hann á bil­inu 1,2-2,3 millj­ónum á ári. Það munar um minna.

Því má svo ekki gleyma að bíl­arnir í borg­inni hefta svo í reynd frelsi hvors ann­ars og rað­ast upp í kíló­metra langar biðraðir á morgn­ana og síð­deg­is, öllum til mæðu. Þá fara að heyr­ast köll þess efnis að nú þurfi að gera meira fyrir einka­bíl­inn, mal­bika meira land og byggja brýr og slaufur svo umferðin gangi smurt fyrir sig. En það eykur bara á vand­ann til langs tíma lit­ið, þar sem slík upp­bygg­ing gerir almenn­ings­sam­göng­ur, hjól­reiðar og göngu óhjá­kvæmi­lega að enn lak­ari sam­göngu­kostum sökum þeirra áhrifa sem mann­virki undir einka­bíl­inn hafa á umhverf­ið.

Stundum er sagt að það sé ein­kenni þroskaðra borg­ar­sam­fé­laga að í þeim kjósi efnað fólk almenn­ings­sam­göngur sem sinn ferða­máta. Í minna þroskuðum borgum eru almenn­ings­sam­göngur á móti fyrst og fremst álitnar sem þjón­usta við þá sem hafa ekki efni á að reka bíl. Stór-Reykja­vík fellur því miður enn í síð­ari hóp­inn.

Strætó þarf að vera sam­keppn­is­hæfur

Það sem þarf að gera, til að breyta þess­ari stöðu, er að gera almenn­ings­sam­göngur að betri val­kosti. Það þarf að geta verið þægi­legra og jafn­vel fljót­leg­ara á háanna­tím­um, en ekki bara ódýr­ara, að ferð­ast með stræt­is­vagni á milli staða en einka­bíln­um. Til þess að almenn­ings­sam­göngur hafi ein­hvern mögu­leika á að verða fljót­legri og betri val­kostur en einka­bíll­inn þurfa almenn­ings­vagnar að geta ferð­ast um óháð því hversu margir einka­bílar eru að streyma um göt­urnar á sama tíma. Þær þurfa sitt sér­rými.

Bless­un­ar­lega virð­ast stjórn­mála­menn í flestum flokkum á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vera búnir að kveikja á þessu fyrir all­nokkru síð­an. Á síð­asta ára­tug hefur verið mörkuð sam­eig­in­leg stefna sveit­ar­fé­lag­anna í þá átt að þróa borg­ar­svæðið inn á við, stytta fjar­lægðir með þétt­ingu byggðar á þeim svæðum sem liggja best við almenn­ings­sam­göngum og gera fólki kleift að hafa raun­veru­legt val um ferða­máta.

Þannig er stefnt að því að veita fólki frelsi til þess að fækka bílum úr heim­il­is­bók­hald­inu, hvort sem það er úr þremur niður í tvo, úr tveimur niður í einn eða úr einum niður í núll. Þetta er það sem stóra myndin í borg­ar­línu­verk­efn­inu snýst um.

Að fjölga tæki­færum fólks til þess að velja annað en einka­bíl­inn með því að byggja upp öfl­ugt og aðlað­andi almenn­ings­sam­göngu­kerfi og örugga hjóla­stíga.

Að bjóða íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins upp á þann val­kost að sam­býl­is­fólk geti auð­veld­lega hagað lífi sínu þannig að það þurfi bara í mesta lagi á einum einka­bíl að halda til að sinna dag­legum ferða­þörfum fjöl­skyld­unn­ar.

Að hægt sé að sleppa því að skutla börnum í tóm­stund­ir, þar sem þeirra bíði áreið­an­legur val­kostur almenn­ings­sam­gangna eða öruggt borg­ar­um­hverfi til að ferð­ast í hjólandi eða gang­andi.

Að þjón­ustan sem fólk þarf að sækja sér sé fremur í nærum­hverf­inu innan hverfa, en síður í óað­gengi­legum bíla­eyði­mörk­um.

Frelsið til þess að eiga bíl og fara flestra sinna ferða á bíl um höf­uð­borg­ar­svæðið verður svo sann­ar­lega áfram til staðar þrátt fyrir upp­bygg­ingu hágæða almenn­ings­sam­göngu­kerfis og áfram­hald­andi upp­bygg­ingu hjóla­stíga fyrir alla sem þá kjósa, þrátt fyrir stöku upp­hróp­anir um ann­að.

Með upp­bygg­ingu Borg­ar­línu og þétt­ingu byggð­ar­innar umhverfis legu hennar er ein­fald­lega verið að bæta við val­kosti fólks og minnka ófrelsið sem ára­tugir af upp­bygg­ingu og borg­ar­þróun í þágu einka­bíls­ins hafa lagt á íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari