Verbúðin, kvótakerfið og lögin frá 1990

Ásgeir Daníelsson hagfræðingur segir að lögin um framsal aflaheimilda sem tóku gildi 1991 hafi ekki valdið þeim straumhvörfum sem þau gera í sjónvarpsþáttunum Verbúðinni.

Auglýsing

Sjón­varps­þætt­irnir Ver­búðin fjöll­uðu á dramat­ískan hátt um kvóta­kerf­ið, mál­efni sem hefur lengi brunnið á þjóð­inni og gerir enn þótt vægi sjáv­ar­út­vegs­ins í íslensku efna­hags­lífi sé mikið minna nú en á níunda ára­tugnum þegar mest af útflutn­ingi frá land­inu voru sjáv­ar­af­urðir og stjórn efna­hags­mála réðst af gengi sjáv­ar­út­vegs­ins. Sagan í Ver­búð­inni er gerð dramat­ísk með því að láta breyt­ingar á kvóta­kerf­inu sem vinstri stjórn Stein­gríms Her­manns­sonar kom í gegn á árinu 1990 og tóku gildi á árinu 1991 færa útgerð­unum var­an­leg yfir­ráð yfir þeim afla­hlut­deildum sem skráð eru á skip þeirra og það, ásamt því að heim­ila fram­sal á kvót­un­um, hafi fært þeim mik­inn auð. Úr verður mjög góð saga sem end­ur­speglar vel tíð­ar­and­ann, hags­muna­á­tökin og tengsl stjórn­mála og atvinnu­lífs. En eins og í mörgum góðum sögum hefur stað­reyndum verið hag­rætt nokk­uð. Hér á eftir verður sýnt að lögin frá 1990 ollu ekki þeim straum­hvörfum sem þau gera í Ver­búð­inni. Að benda á þetta finnst mér ekki skemma fyrir Ver­búð­ar­þátt­un­um. 

Helstu breyt­ing­arnar 1990

Í fyrstu lög­unum um kvóta­kerfið í botn­fisk­veið­un­um, lög nr. 82/1983, stóð að þau giltu bara á árinu 1984. Senni­lega var það að ein­hverju leyti vegna þess að á þeim tíma var mikil and­staða við var­an­legar skerð­ingar á frelsi fólks til að stunda útgerð. Björn Jóns­son fyrrum skip­stjóri og síðar umsjón­ar­maður kvóta­mark­aðar á vegum Lands­sam­bands Íslenskra Útvegs­manna (LÍÚ) kemur inn á þetta í útvarps­þætti RÚV, Með Ver­búð­ina á heil­anum (nr. 7), reyndar í sam­bandi við inn­leið­ingu á kvóta­kerfi í loðnu­veiðum sem kom til fram­kvæmda árið 1980 nokkrum árum áður en kerfið var inn­leitt í botn­fisk­veið­un­um. Það var hægt að fá útgerð­ar­menn og sjó­menn til að sam­þykkja tíma­bundnar ráð­staf­anir vegna slæms ástands fiski­stofna (t.d. þorsk­stofns­ins 1984) en helst vildu menn að sjó­sókn væri frjáls eins og hún hafði alltaf ver­ið. Ef grannt er skoðað er senni­lega hægt að finna marga sem í dag eru ríkir í krafti verð­mætis kvót­ans en voru harðir and­stæð­ingar þess á árinu 1984 að kvóta­kerfið yrði var­an­legt.

Næstu lög voru einnig tíma­bundin en á árinu 1990 voru sam­þykkt Lög nr. 38/1990 þar sem ekki var til­greint hvenær lögin hættu að gilda, sem þýðir að þau gilda þar til þeim er breytt eða þau afnumin með lögum frá Alþingi. Að þessu leyti voru yfir­ráð útgerð­ar­manna yfir kvót­anum gerð var­an­leg.

Auglýsing
Aflahlutdeildum ein­staka útgerða, þ.e. hlut­deild þeirra í úthlut­uðum heild­ar­kvóta í ein­staka teg­und­um, var hins vegar lítið breytt. Þær ákvörð­uð­ust mest af lögum og reglu­gerð sem tóku gildi á árinu 1984. Þar var að mestu byggt á veiði­reynslu á 36 mán­aða tíma­bili sem end­aði 31. októ­ber 1983. Það var þá sem ein­hverjir fengu „skip­stjóra­kvóta“ og það skipti máli frá hvaða lands­hluta menn gerðu út. Það var á þessum tíma sem mestu hags­muna­á­tökin áttu sér stað.

Annað atriði sem breytt var með lögum nr. 38/1990 var að hægt var að fram­selja (þ.e. selja) sér­stak­lega afla­hlut­deild sem skráð var á til­tekið fiski­skip. Allar götur frá árinu 1984 var heim­ilt að fram­selja afla­mark (kvóta árs­ins), með vissum tak­mörk­unum þó. Í umræð­unni um Ver­búð­ina hefur gætt mis­skiln­ings varð­andi þetta atriði, kannski mest vegna þess að umræðan í sam­fé­lag­inu hefur mest snú­ist um fram­sal á afla­marki. Það var reyndar líka hægt að fram­selja afla­hlut­deildir (var­an­lega kvót­ann) frá 1984, en ein­ungis ef fiski­skip sem þær voru skráðar á fylgdi með í kaup­un­um. Útgerð­ar­menn sem áttu mörg fiski­skip gátu líka fært afla­hlut­deildir á milli skipa sem þeir áttu. Þannig var hægt að selja afla­hlut­deildir sér fyrir árið 1991 en það var flókn­ara og ógegn­særra en það varð með nýju lög­un­um. Salan á ísfisk­tog­ar­anum Þor­björg­inni í Ver­búð­ar­þátt­unum þar sem skipið fylgdi með afla­heim­ild­unum hefði verið leyfi­leg allt frá árinu 1984 eins og reyndar líka salan á fyr­ir­mynd­inni, frysti­tog­ar­anum Guð­björg­inni ÍS-46, á árinu 1997, en sú sala var í formi sam­ein­ingar tveggja útgerð­ar­fé­laga.

Verð­mæti skips með afla­heim­ildum

Með til­komu kvóta­kerf­is­ins árið 1984 breytt­ist verð­lagn­ing á skip­um. Skip með mikið af afla­heim­ildum varð mikið dýr­ara en skip með litlar afla­heim­ild­ir. En þótt kaup­endur og selj­endur hafi auð­vitað áætlað verð skips og afla­heim­ilda sitt í hvoru lagi var verð­mætið ekki sund­ur­greint í reikn­ingum fyr­ir­tækj­anna. Heild­ar­verð­mætið var bara fært sem skip og afskrifað um 8% á ári. Það er ekki fyrr en á árinu 1990 sem ákveðið var að skylda fyr­ir­tæki að bók­færa verð­mæti keyptra afla­heim­ilda sér og ekki fyrr en árið 1999 sem útgerð­ar­mönnum er óheim­ilt að afskrifa keyptar afla­hlut­deildir.

Ef skip var notað sem veð á þessum árum og mikið af verð­mæti skips­ins var fólgið í verð­mæti afla­heim­ild­anna sem á það voru skráðar var auð­vitað verið að veð­setja afla­heim­ild­irn­ar. Það bara sást ekki nema þegar upp kom ágrein­ingur vegna þess að útgerð­ar­maður hafði flutt afla­heim­ildir frá veð­settu skipi. 

Jókst verð­mæti útgerð­ar­fyr­ir­tækja mikið strax eftir 1990?

Það er ekki auð­velt að svara þess­ari spurn­ingu. Það er ekki hægt að bera saman verð­mæti afla­hlut­deilda fyrir og eftir gild­is­töku laga nr. 38/1990 vegna þess að Það skortir gögn um verð­mæti þeirra fyrir árið 1991. Það er heldur ekki hægt að bera saman verð­mæti hluta­fjár í útgerð­ar­fyr­ir­tækjum af því að íslenskur hluta­fjár­mark­aður er að verða til á fyrstu árum tíunda ára­tug­ar­ins. Við vitum þó að afkoma sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja var í járnum á þessum árum þrátt fyrir að rík­is­stjórn Stein­gríms Her­manns­sonar léti sam­þykkja lög um að heim­ila Verð­jöfn­un­ar­sjóði fisk­iðn­að­ar­ins að taka lán til að greiða verð­bætur á útfluttan fisk og kom á fót Atvinnu­trygg­ing­ar­sjóði útflutn­ings­greina með fjár­hags­lega burði uppá allt að 5 ma.kr. (1,3% af VLF árs­ins 1990 og 6,9% af verð­mæti útfluttra sjáv­ar­af­urða á sama ári) og Hag­ræð­ing­ar­sjóði sjáv­ar­út­vegs­ins

Á árinu 1991 var verð á sjáv­ar­af­urðum mjög hátt og fyr­ir­tækin greiddu inn í nýstofn­aðan Verð­jöfn­un­ar­sjóð sjáv­ar­út­vegs­ins. Á sama tíma dregst afli veru­lega saman og áhyggjur af stöðu þorsk­stofns­ins fara vax­andi. Öll þessi atriði ættu að hafa áhrif á verð á afla­heim­ild­um. Mynd 1 sýnir verð á afla­heim­ildum fyrir þorsk frá 1991/92 þ.e. eftir að lög nr. 38/1990 hafa tekið gildi.

Mynd 1.

Myndin sýnir bæði verð á afla­hlut­deildum í kr/kg af þeim kvóta sem þær gáfu rétt á árinu þegar kaupin eiga sér stað. Þannig hafa afla­hlut­deildir í botn­fisk­teg­undum verið verð­lagð­ar. En það sem menn eru að kaupa er ekki réttur á kvóta árs­ins heldur réttur á til­teknu hlut­falli af úthlut­uðum kvóta. Græna línan í mynd 1 sýnir verð á afla­hlut­deildum í millj. kr. á 1% af úthlut­uðum heild­ar­kvóta.

Verð á afla­marki er allan tím­ann mjög hátt miðað við arð­semi útgerð­ar­innar og þannig hefur það verið allan tím­ann frá inn­leið­ingu kvóta­kerf­is­ins. Verðið lækkar aðeins á fyrstu árunum sem sýnd eru í mynd­inni en hækkar svo mikið á árinu 1994. Verð á afla­hlut­deildum lækkar einnig á fyrstu árunum en byrjar svo að hækka á árinu 1994.

Hlut­fall verðs á afla­hlut­deild og afla­marki gefur vís­bend­ingu um trú útgerð­ar­manna á var­an­leika kerf­is­ins. Ef trúin á var­an­leika kerf­is­ins er lítil ætti hlut­fallið að vera lágt. Mynd 2 sýnir þetta hlut­fall fyrir þorsk.

Mynd 2.

Hlut­fallið var lægst á árinu 1994 þegar það er um 3. Hlut­fall upp á 3-5 gefur ekki vís­bend­ingu um að útgerð­ar­menn hafi haft háar hug­myndir um var­an­leika kerf­is­ins þótt nokkur ár væru liðin frá sam­þykkt laga um ótíma­bundin rétt­indi. Hlut­fallið hækkar þegar líður nær alda­mót­un­um. Sú þróun á sér sjálf­sagt margar orsakir, sumar póli­tískar og aðrar tengdar fisk­veiði­stjórn­un, tækni­þró­un, afla­brögðum og afkomu í grein­inni. Þetta hlut­fall hélt áfram að hækka eftir alda­mót­in.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sá um sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­mál hjá Þjóð­hags­­stofnun á árunum 1989-2002 og vann fyrir nefndir sem fjöll­uðu um fyr­ir­komu­lag fisk­veið­i­­­stjórn­­un­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar