Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál

Árni Jensson skrifar um könnun Gallup um trúmál og segir að kjósi fólk hægri flokka þá kjósi það stjórnmálaflokka sem séu mest andvígir áhrifum trúarbragða Islam á íslenska menningu.

Auglýsing

Nú eru 20 liðin ár frá árás Al Qaeda á World Trade Cent­er. Þessi árás mark­aði upp­haf stríðs gegn hryðju­verkum - stríðs gegn öfga­sam­tökum Islamskrar hug­mynda­fræði. Mér er þessi glæpur í fersku minni enda fylgd­ist ég með far­þega­flug­vél­unum lenda á tví­bura­t­urn­unum í beinni útsend­ingu - eins og nán­ast heims­byggðin öll. Mér er það einnig minnistætt hvað fór í gegnum huga minn í kjöl­far­ið. Að nú myndu Banda­ríkin stíga í gildru öfga­sam­tak­anna og bregð­ast við með umfangs­miklum hern­að­ar­að­gerðum og inn­rásum í stað þess aug­ljósa – að elta uppi þá ein­stak­linga sem að þessum hryðju­verkum stóðu og draga til ábyrgð­ar. Banda­ríkin höfðu sann­ar­lega getu til að finna alla þá sem tengd­ust skipu­lagn­ingu hryðju­verk­anna ef vilji hefði verið fyrir hendi að fara þá leið. En slíkt var ekki gert fyrr en seint og um síð­ir. Síðan hefur heims­byggðin mátt fylgj­ast með hörmu­legum afleið­ingum styrj­alda í Írak, Afganistan, Sýr­landi og Líbýu. Styrj­öldum sem var ætlað að upp­ræta öfga­sam­tök sem sækja kenn­ingar sínar í hug­mynda­fræði sem dreifir sér nú hraðar en nokkru sinni fyrr um heims­byggð­ina. Styrj­öldum sem í raun áorka litlu meira en að valda tjóni á þjóð­fé­lags­kerfum og fólki á sama tíma og rót vand­ans, öfga­túlkun hug­mynda­fræð­inn­ar, fær­ist í auk­ana.

Hver er afstaða Íslend­inga til Islam?

Auglýsing
Gallup var falið að vinna könnun grund­vall­aða á hlut­lausri aðferða­fræði um við­horf Íslend­inga til trú­mála og útbreiðslu Islam. Könn­unin fór fram 27. ágúst – 6. sept­em­ber 2021. Úrtakið var 1624 manns af öllu land­inu, 18 ára og eldri, handa­hófs­valdir úr við­horfa­hópi Gallup. Nið­ur­staða þess­arar könn­unar varpar ljósi á mik­il­vægi henn­ar.

Vert er að taka fram, að svar­endur í Gallup könn­un­inni eru Íslend­ingar á öllum aldri og af mis­jöfnum trú­ar­brögð­um, þ.m.t. Kristni og Islam - en einnig þeir sem aðhyll­ast enga trú. Svörin end­ur­spegla því við­horf Íslend­inga, óháð upp­runa, kyni, stöðu, stjórn­mála­skoð­un, efna­hag, menntun eða trú.

Spurt var:

Hversu hlynnt(­ur) eða and­vígur ertu útbreiðslu Islam­trúar á heims­vísu?

Spurning 4.

Hvað kaustu í alþing­is­kosn­ing­unum 28. októ­ber 2017?

Spurning 4.

Hversu hlynnt(­ur) eða and­vígur ertu útbreiðslu Islam­trúar á Íslandi?

Spurning 6.

Hvað kaustu í alþing­is­kosn­ing­unum 28. októ­ber 2017?

Spurning 6.

Nið­ur­staðan er afger­andi. Mik­ill meiri­hluti svar­enda er and­vígur Islam og lít­ill minni­hluti er hlynntur Islam. Við­horf milli and­vígra og hlynntra er nán­ast tífald­ur. 

Hvað veld­ur? Eru menn­ing­ar­heimar trú­ar­bragð­anna, Kristni og Islam svo ólíkir að þeir geti ekki aðlagast? 

Snúa við­horf Íslend­inga í könn­un­inni um vernd og tryggð við Kristna trú? Um verndun tján­ing­ar­frels­is­ins? Um verndun lýð­ræð­is­ins? Um verndun á rétt­indum kvenna og virð­ingu fyrir þeim? Um verndun á rétt­indum stúlkna til jafns drengja? Um verndun á litlum drengjum gagn­vart umskurn? Um verndun rétt­inda hinsegin fólks? Um verndun dýra? Um varúð gegn póli­tískum og rétt­ar­fars­legum áhrifum sharia laga gegn um trú­ar­brögð?

Hver er reynsla ann­arra þjóða?

Hér er mörgum spurn­ingum ósvarað og þess vegna mik­il­vægt að almenn­ingur og stjórn­mála­fólk hafi kjark til að taka þátt í opinni for­dóma­lausri umræðu um mál­efni sem þjóðin hefur jafn sterka skoðun á. Til þess var könn­unin gerð og um þetta snýst lýð­ræðið og tján­ing­ar­frels­ið. 

Ef til vill hefur þessi afger­andi nið­ur­staða hér heima eitt­hvað með sögu okkar og menn­ingu að gera. En íslensk þjóð tók frið­sam­lega upp kristna trú fyrir rúm­lega þús­und árum síðan og hefur því verið kristin frá land­námi eða því sem næst. Kristni er því sam­ofin þeirri þjóð­fé­lags­gerð sem við búum við í dag og flestu fólki líkar við.

Þegar heims­byggðin horfir til þeirra sam­fé­laga sem til fyr­ir­myndar telj­ast í lífs­kjörum, s.s. tekju­jöfn­uði, rétt­ar­kerfi, rétt­indum hinsegin fólks, jafn­rétti kvenna og karla, rétt­indum stúlkna og drengja, vel­ferð dýra, jöfnum aðgangi að heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­un, tján­ing­ar­frelsi og lýð­ræði, er gjarnan bent á Norð­ur­löndin sem fyr­ir­myndir ann­ara þjóð­ríkja.  Af hverju? Hvað er það sem ein­kennir þessar þjóð­ir? Jú, þessar þjóðir grund­valla þjóð­fé­lags­skipan sína á friði og mann­helgi – setja heilsu og vel­ferð ein­stak­linga og fjöl­skyldna í for­grunn. Það er því ekki til­viljun að Norð­ur­löndin öll; Ísland, Nor­eg­ur, Sví­þjóð, Dan­mörk og Finn­land und­ir­striki menn­ing­ar­legar rætur sínar með því að heiðra tákn kristn­inn­ar, sjálfan kross­inn í þjóð­fánum sín­um.

Mynd 1.

Nú skal árétt­að, að könnun þessi hefur ekk­ert með við­horf Íslend­inga til inn­flytj­enda eða flótta­manna af ýmsum trúa­brögðum að gera, heldur við­horf til hug­mynda­fræði trú­ar­bragða og menn­ing­ar­legra áhrifa þeirra. Könn­unin leggur heldur ekk­ert mat á afstöðu höf­und­ar, né hvor menn­ing­ar­heim­ur­inn er betri eða síð­ri; núver­andi menn­ing Íslend­inga eða Islam. Heldur hvorn menn­ing­ar­heim­inn Íslend­ingar kjósa sem sinn, eða öllu heldur EKKI sem sinn.

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna 25. Sept­em­ber 2021

Lýð­ræði byggir á frjálsu vali almenn­ings til mál­efna gegnum stjórn­mála­flokka á fjög­urra ára fresti. Þegar skoðað er við­horf almenn­ings til þessa til­tekna mál­efnis með til­vísun í stjórn­mála­skoð­an­ir, má draga þá ályktun að val­kostir kjós­enda séu nokkuð skýr­ir: Kjósi fólk vinstri flokk­ana; Sam­fylk­ingu, VG, eða Við­reisn (ekki vinstri flokk­ur), mun það kjósa flokka sem eru MINNST and­vígir áhrifum trú­ar­bragða Islam á íslenska menn­ing­u. 

En kjósi fólk hægri flokka; Sjálf­stæð­is­flokk (xD) og miðju­flokk­ana; Fram­sókn og Mið­flokk ásamt Flokk fólks­ins, mun fólk kjósa stjórn­mála­flokka sem eru MEST AND­VÍGIR áhrifum trú­ar­bragða Islam á íslenska menn­ingu.

Höf­und­ur, (sem kost­aði könnun þessa), er óflokks­bund­inn áhuga­maður um tján­ing­ar­frelsi, virkt lýð­ræði, Kristna trú og betra líf svo fátt eitt sé nefnt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar