Nú eru 20 liðin ár frá árás Al Qaeda á World Trade Center. Þessi árás markaði upphaf stríðs gegn hryðjuverkum - stríðs gegn öfgasamtökum Islamskrar hugmyndafræði. Mér er þessi glæpur í fersku minni enda fylgdist ég með farþegaflugvélunum lenda á tvíburaturnunum í beinni útsendingu - eins og nánast heimsbyggðin öll. Mér er það einnig minnistætt hvað fór í gegnum huga minn í kjölfarið. Að nú myndu Bandaríkin stíga í gildru öfgasamtakanna og bregðast við með umfangsmiklum hernaðaraðgerðum og innrásum í stað þess augljósa – að elta uppi þá einstaklinga sem að þessum hryðjuverkum stóðu og draga til ábyrgðar. Bandaríkin höfðu sannarlega getu til að finna alla þá sem tengdust skipulagningu hryðjuverkanna ef vilji hefði verið fyrir hendi að fara þá leið. En slíkt var ekki gert fyrr en seint og um síðir. Síðan hefur heimsbyggðin mátt fylgjast með hörmulegum afleiðingum styrjalda í Írak, Afganistan, Sýrlandi og Líbýu. Styrjöldum sem var ætlað að uppræta öfgasamtök sem sækja kenningar sínar í hugmyndafræði sem dreifir sér nú hraðar en nokkru sinni fyrr um heimsbyggðina. Styrjöldum sem í raun áorka litlu meira en að valda tjóni á þjóðfélagskerfum og fólki á sama tíma og rót vandans, öfgatúlkun hugmyndafræðinnar, færist í aukana.
Hver er afstaða Íslendinga til Islam?
Vert er að taka fram, að svarendur í Gallup könnuninni eru Íslendingar á öllum aldri og af misjöfnum trúarbrögðum, þ.m.t. Kristni og Islam - en einnig þeir sem aðhyllast enga trú. Svörin endurspegla því viðhorf Íslendinga, óháð uppruna, kyni, stöðu, stjórnmálaskoðun, efnahag, menntun eða trú.
Spurt var:
Hversu hlynnt(ur) eða andvígur ertu útbreiðslu Islamtrúar á heimsvísu?
Hvað kaustu í alþingiskosningunum 28. október 2017?
Hversu hlynnt(ur) eða andvígur ertu útbreiðslu Islamtrúar á Íslandi?
Hvað kaustu í alþingiskosningunum 28. október 2017?
Niðurstaðan er afgerandi. Mikill meirihluti svarenda er andvígur Islam og lítill minnihluti er hlynntur Islam. Viðhorf milli andvígra og hlynntra er nánast tífaldur.
Hvað veldur? Eru menningarheimar trúarbragðanna, Kristni og Islam svo ólíkir að þeir geti ekki aðlagast?
Snúa viðhorf Íslendinga í könnuninni um vernd og tryggð við Kristna trú? Um verndun tjáningarfrelsisins? Um verndun lýðræðisins? Um verndun á réttindum kvenna og virðingu fyrir þeim? Um verndun á réttindum stúlkna til jafns drengja? Um verndun á litlum drengjum gagnvart umskurn? Um verndun réttinda hinsegin fólks? Um verndun dýra? Um varúð gegn pólitískum og réttarfarslegum áhrifum sharia laga gegn um trúarbrögð?
Hver er reynsla annarra þjóða?
Hér er mörgum spurningum ósvarað og þess vegna mikilvægt að almenningur og stjórnmálafólk hafi kjark til að taka þátt í opinni fordómalausri umræðu um málefni sem þjóðin hefur jafn sterka skoðun á. Til þess var könnunin gerð og um þetta snýst lýðræðið og tjáningarfrelsið.
Ef til vill hefur þessi afgerandi niðurstaða hér heima eitthvað með sögu okkar og menningu að gera. En íslensk þjóð tók friðsamlega upp kristna trú fyrir rúmlega þúsund árum síðan og hefur því verið kristin frá landnámi eða því sem næst. Kristni er því samofin þeirri þjóðfélagsgerð sem við búum við í dag og flestu fólki líkar við.
Þegar heimsbyggðin horfir til þeirra samfélaga sem til fyrirmyndar teljast í lífskjörum, s.s. tekjujöfnuði, réttarkerfi, réttindum hinsegin fólks, jafnrétti kvenna og karla, réttindum stúlkna og drengja, velferð dýra, jöfnum aðgangi að heilbrigðisþjónustu og menntun, tjáningarfrelsi og lýðræði, er gjarnan bent á Norðurlöndin sem fyrirmyndir annara þjóðríkja. Af hverju? Hvað er það sem einkennir þessar þjóðir? Jú, þessar þjóðir grundvalla þjóðfélagsskipan sína á friði og mannhelgi – setja heilsu og velferð einstaklinga og fjölskyldna í forgrunn. Það er því ekki tilviljun að Norðurlöndin öll; Ísland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland undirstriki menningarlegar rætur sínar með því að heiðra tákn kristninnar, sjálfan krossinn í þjóðfánum sínum.
Nú skal áréttað, að könnun þessi hefur ekkert með viðhorf Íslendinga til innflytjenda eða flóttamanna af ýmsum trúabrögðum að gera, heldur viðhorf til hugmyndafræði trúarbragða og menningarlegra áhrifa þeirra. Könnunin leggur heldur ekkert mat á afstöðu höfundar, né hvor menningarheimurinn er betri eða síðri; núverandi menning Íslendinga eða Islam. Heldur hvorn menningarheiminn Íslendingar kjósa sem sinn, eða öllu heldur EKKI sem sinn.
Í aðdraganda kosninganna 25. September 2021
Lýðræði byggir á frjálsu vali almennings til málefna gegnum stjórnmálaflokka á fjögurra ára fresti. Þegar skoðað er viðhorf almennings til þessa tiltekna málefnis með tilvísun í stjórnmálaskoðanir, má draga þá ályktun að valkostir kjósenda séu nokkuð skýrir: Kjósi fólk vinstri flokkana; Samfylkingu, VG, eða Viðreisn (ekki vinstri flokkur), mun það kjósa flokka sem eru MINNST andvígir áhrifum trúarbragða Islam á íslenska menningu.
En kjósi fólk hægri flokka; Sjálfstæðisflokk (xD) og miðjuflokkana; Framsókn og Miðflokk ásamt Flokk fólksins, mun fólk kjósa stjórnmálaflokka sem eru MEST ANDVÍGIR áhrifum trúarbragða Islam á íslenska menningu.
Höfundur, (sem kostaði könnun þessa), er óflokksbundinn áhugamaður um tjáningarfrelsi, virkt lýðræði, Kristna trú og betra líf svo fátt eitt sé nefnt.