Villtar hugmyndir Sjálfstæðismanna í lífeyrismálum

Stefán Ólafsson segir að tillögur Sjálfstæðismanna í lífeyrismálum valdi miklum vonbrigðum, þó yfirlýst markmið þeirra sé ágætt.

Auglýsing

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna reif­aði Bjarni Bene­dikts­son for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í við­tali á Bylgj­unni að þörf væri á upp­stokkun í líf­eyr­is­málum eldri borg­ara. Við­ur­kenna þyrfti að sumir hefðu ekki náð að safna nægum rétt­indum í líf­eyr­is­sjóðum og finna þyrfti leiðir til að bæta það upp. Best væri að stefna að upp­stokkun kerf­is­ins. Vil­hjálmur Egils­son kynnti skömmu síðar á vett­vangi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hug­myndir að slíkri upp­stokk­un.

Vand­inn sem við er að glíma

Undir það má taka að ekki eru allir enn með næga upp­söfnun rétt­inda í líf­eyr­is­sjóð­um, af ýmsum ástæð­um. Mest munar um það að þeir sem hafa starfað á almennum mark­aði allan starfs­feril sinn hafa búið við lak­ari rétt­indi en opin­berir starfs­menn. Þeir hafa ein­ungis átt rétt til 56% af með­al­ævi­tekjum sínum á meðan opin­berir starfs­menn fá 76%. Þar munar miklu.

Á árunum 2016 til 2018 voru iðgjöld starfs­fólks á almennum mark­aði hækkuð til að jafna þennan rétt­inda­mun, en það mun því miður taka rúm 35 ár til við­bótar að sú rétt­inda­jöfnun skili sér til fulls. Það verður því ekki fyrr en eftir 2050 að þeir sem hafa unnið allan sinn feril á almennum mark­aði fái meira en 70% af með­al­ævi­tekjum sínum í líf­eyri frá líf­eyr­is­sjóði sín­um.

Auglýsing

Í því þriggja stoða líf­eyr­is­kerfi sem við búum við, og sem alþjóð­legar efna­hags­stofn­anir hæla sem besta fyr­ir­komu­lagi líf­eyr­is­mála, kemur það í hlut almanna­trygg­inga (TR) að greiða upp­bót á líf­eyr­inn frá líf­eyr­is­sjóðum ef hann er of lág­ur. Því minna sem menn hafa úr líf­eyr­is­sjóðum þeim mun meira eiga þeir að fá úr almanna­trygg­ing­um. Þannig á kerfið að virka. Í Dan­mörku er sams­konar skipan líf­eyr­is­mála og þar tryggja almanna­trygg­ingar öllum við­un­andi líf­eyri þegar réttur í líf­eyr­is­sjóðum er ófull­nægj­andi.

Vand­inn sem við er að glíma á Íslandi er sá að þessi upp­bót frá TR er of lítil og hefur lengi ver­ið. Fyrir því eru einkum tvær ástæð­ur:

  • Upp­hæðir líf­eyris TR eru of lág­ar.
  • Skerð­ingar líf­eyris TR eru alltof miklar, byrja við of lágar tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum (eða úr öðrum átt­um) og skerð­ast því of hratt þó tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum séu enn mjög lág­ar.

Þetta hefur komið til á löngum tíma, með því að ríkið hefur gengið sífellt lengra í skerð­ingum og jafn­framt treg­ast við að láta líf­eyri TR fylgja lág­marks­launum á vinnu­mark­aði að fullu (raunar ætti hann að vera heldur hærri en lág­marks­laun).

Allt var þetta gert til að spara rík­is­út­gjöld til almanna­trygg­inga og end­ur­spegl­ast það nú í því að útgjöld íslenska rík­is­ins vegna líf­eyr­is­greiðslna eru ein þau allra lægstu í hópi OECD-­ríkj­anna (sjá um þetta í nýrri skýrslu minni og Stef­áns Andra Stef­áns­sonar fjár­mála­hag­fræð­ings um Kjör líf­eyr­is­þega www.lif­eyr­is­kerfid.is). Í Dan­mörku leggur almanna­trygg­inga­kerfið mun stærri hlut ofan á tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum en hér er gert.

Afleið­ingin af þessu er sú, að heild­ar­tekjur líf­eyr­is­þega á Íslandi eru of lágar fyrir marga og um þriðj­ungur líf­eyr­is­þega glímir við tals­verðan lág­tekju­vanda. Auknar tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum skila sér ekki nægi­lega vel í bættum ráð­stöf­un­ar­tekjum vegna ofur­skerð­inga hjá TR og síðan leggst til­tölu­lega hár tekju­skattur á líf­eyr­inn. Skerð­ingar og skattur sam­tals nema allt að 70-80% af við­bót­ar­tekjum frá líf­eyr­is­sjóðum á þeim tekju­bilum þar sem flestir líf­eyr­is­þegar eru. Skilj­an­lega er við­var­andi óánægja og jafn­vel gremja meðal líf­eyr­is­þega um stöðu mála, ekki síst í ljósi síend­ur­tek­inna lof­orða um úrbætur sem svo hafa ekki skilað sér.

Það er sem sé almanna­trygg­inga­kerfið sem ríkið rekur og ber ábyrgð á sem er bil­aði hlut­inn í líf­eyr­is­kerf­inu og skilar ekki sínu. Líf­eyr­is­sjóðir skila fólki líf­eyri í hlut­falli við iðgjöld sem greidd hafa verið í sjóð­ina af launum á starfsæv­inni. Vegna þess að iðgjöld voru of lág framan af og vegna lak­ari rétt­inda á almennum mark­aði, sem nefnd voru hér að ofan, þá eru margir enn sem komið er að fá mjög lágar upp­hæðir úr líf­eyr­is­sjóð­um. Til dæmis er um helm­ingur elli­líf­eyr­is­þega TR með innan við 165 þús­und krónur á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóð­um.

Ein­falda leiðin til að laga þessa bilun er að draga úr skerð­ingum og hækka grunn líf­eyr­is­ins hjá TR. Það er best gert með hækkun frí­tekju­marka, sér­stak­lega gagn­vart greiðslum úr líf­eyr­is­sjóð­um. Að draga úr skerð­ingum vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna skiptir flesta líf­eyr­is­þega mestu máli og bætir hag­inn mest, bæði í lægri og milli tekju­hópa líf­eyr­is­þega.

Einnig væri sjálf­sagt að hækka veru­lega frí­tekju­mark gagn­vart atvinnu­tekj­um, enda kostar það ríkið lítið sem ekk­ert því á móti koma auknar skatt­tekjur vegna auk­innar atvinnu­þátt­töku og hærri atvinnu­tekna sem myndu fylgja því að úr skerð­ingum vegna þeirra væri dreg­ið.

Málið er því til­tölu­lega ein­falt. Laga þarf það sem bilað er í almanna­trygg­inga­kerf­inu, með ein­földum laga­breyt­ing­um. Vilji stjórn­valda er allt sem þarf. En vilj­ann hefur lengst af skort hjá stjórn­völd­um. Í stað­inn hafa menn farið í búta­saum og brellur til að friða líf­eyr­is­þega, sem oft­ast hafa virkað þannig að bætt hefur verið úr á einu sviði en skert enn meira á öðru. Nettó útkoman hefur svo gjarnan verið að lítið hefur breyst í kjörum líf­eyr­is­þega.

Nú er fram komin enn ein slík brellu-­til­lagan, að þessu sinni frá Vil­hjálmi Egils­syni, sem unnin er fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hann leggur til eins konar fjalla­baks­leið að þessu mark­miði að bæta kjör elli­líf­eyr­is­þega, sem skautar fram­hjá rótum vand­ans og bætir við tveimur stórum flækju­ferlum, ann­ars vegar við starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna og hins vegar í skatt­kerf­inu. Engin þörf er á slíkum nýjum flækju­stigum eða kerf­is­loft­fim­leik­um.

Þá er sá löstur á til­lögum Vil­hjálms að þær færa tekju­lægri helm­ingi elli­líf­eyr­is­þega litlar sem engar kjara­bætur en þeir sem geta aflað sér umtals­verðra atvinnu­tekna sam­hliða líf­eyr­i­s­töku fá mest, en það eru tekju­hæstu líf­eyr­is­þeg­arnir sem helst njóta þess. Skoðum til­lög­urnar nán­ar.

Til­lögur Vil­hjálms Egils­sonar

Vil­hjálmur lýsir til­lögum sínum með eft­ir­far­andi hætti á sam­fé­lags­miðl­um:

„Leiðin fyrir elli­líf­eyr­is­þega felst í því að jafna sér­stak­lega vanda vegna lágra rétt­inda úr líf­eyr­is­sjóðum með sér­stakri líf­eyr­is­upp­bót en með henni greiðir rík­is­sjóður fyrir upp­bót á rétt­indi í líf­eyr­is­sjóð­um. Líf­eyr­is­upp­bótin verður eins og hver önnur rétt­indi til elli­líf­eyris í líf­eyr­is­sjóðum sem skerð­ist ekki vegna ann­arra tekna. Þar til við­bótar vegna lágra sam­tíma­tekna er tekin upp sér­stök skatt­frjáls greiðsla (nei­kvæður tekju­skatt­ur) til að styðja við aldr­aða. Greiðslur frá TR falla niður en líf­eyr­is­upp­bótin kemur frá líf­eyr­is­sjóðum og skatt­frjálsa greiðslan er tengd við skatt­kerf­ið. Nýja leiðin kemur betur út fyrir alla en sér­stak­lega fyrir þá sem hafa við­bót­ar­tekjur vegna þess að líf­eyr­is­greiðslur eru ekki skertar eins og áður. Hvat­inn til að vinna verður því miklu meiri.“

Frek­ari útfærslu er að finna á glærum sem Vil­hjálmur hefur einnig dreift og kynnt á fundum í flokks­starf­inu og kosn­inga­bar­átt­unni og er umfjöll­unin hér byggð á þessum gögn­um.

Stóra hug­myndin þarna er sem sagt sú, að í stað þess að ríkið lagi bil­un­ina í almanna­trygg­inga­kerf­inu þá verði greiðslur elli­líf­eyris þar aflagðar og í stað­inn greiði ríkið fé til líf­eyr­is­sjóð­anna sem greiði það fé svo út sem upp­bót á líf­eyri líf­eyr­is­sjóð­anna. Sam­hliða því yrðu allar tekju­teng­ingar vegna atvinnu­tekna aflagðar fyrir þá upp­hæð.

Í stað núver­andi upp­bótar frá almanna­trygg­ingum komi upp­bót frá líf­eyr­is­sjóð­unum sem fjár­mögnuð sé af rík­inu. Hversu há verður sú upp­bót, í sam­an­burði við núver­andi upp­bót frá TR? Hver yrði kjara­bót­in? Á glæru nr. 9 segir Vil­hjálmur eft­ir­far­andi:

  • „Elli­líf­eyr­is­þegi sem ekki er með neinar greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum fengi t.d. rétt­indi sem svara til 225 þús. kr. á mán­uði í líf­eyr­is­upp­bót. Fjár­hæðin er svo þrepuð niður eftir því sem rétt­indi úr líf­eyr­is­sjóðum aukast og upp­bót ekki greidd við t.d. um 500 þús. kr. frá líf­eyr­is­sjóði. Töl­urnar byggja á vinnu­dæmi.
  • Líf­eyr­is­upp­bót er aldrei tekju­tengd vegna sam­tíma­tekna.“

Fyrir elli­líf­eyr­is­þega í sam­búð sem ekk­ert fær frá líf­eyr­is­sjóðum kæmi sem sagt upp­bót að fjár­hæð 225.000 kr. á mán­uði skv. til­lögu Vil­hjálms. Hvernig er þetta nú hjá TR?

Í dag fengi elli­líf­eyr­is­þegi í sam­búð 266.033 kr. á mán­uði fyrir skatt og 233.158 eftir skatt. Ein­hleypur elli­líf­eyr­is­þegi sem býr einn fengi 333.258 kr. fyrir skatt og 279.240 kr. eftir skatt. Ekki kemur skýr­lega fram hvort Vil­hjálmur er að tala um upp­bót fyrir eða eftir skatt. En í öllum til­vikum eru elli­líf­eyr­is­þegar nú að fá tals­vert meira frá TR en yrði sam­kvæmt til­lögum Vil­hjálms.

Síðan segir Vil­hjálmur að líf­eyr­is­upp­bótin sem ríkið milli­færir til líf­eyr­is­sjóð­anna verði aldrei tekju­tengd vegna sam­tíma­tekna. Það er mjög vill­andi. Upp­bótin er tekju­tengd gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­tekj­um, byrjar Í 225.000 á mán. fyrir þá sem ekk­ert hafa frá líf­eyr­is­sjóði og fjarar út við 500.000 kr. frá líf­eyr­is­sjóði á mán. Þetta er tekju­teng­ing. Í dag fjarar upp­bótin frá TR reyndar út við um 600.000 kr. á mán­uði, þannig að þarna er líka aft­ur­för. Þegar Vil­hjálmur segir að upp­bótin sé ekki tekju­tengd þá á hann við gagn­vart atvinnu­tekjum og fjár­magnstekj­um. Hún er tekju­tengd við líf­eyr­is­sjóðs­tekjur (sbr. glæra nr. 10 í kynn­ingu Vil­hjálms).

Vil­hjálmur gerir síðan ráð fyrir að einnig komi til sér­stakur per­sónu­af­sláttur fyrir elli­líf­eyr­is­þega sem verði útgreið­an­legur og þannig muni hagur líf­eyr­is­þega batna umfram það sem nú er. Það vegur vænt­an­lega á móti lægri upp­hæð upp­bót­ar­innar en nú kemur frá TR. Á glæru 15 sýnir Vil­hjálmur heild­ar­nið­ur­stöður sínar fyrir elli­líf­eyr­is­þega í sam­búð sem er með 200.000 kr. á mán. frá líf­eyr­is­sjóði og 100.000 kr. í atvinnu­tekj­ur. Sá fengi innan við 5.000 krónur í nettó kjara­bætur af öllu sam­an. Það kemur vænt­an­lega mest af skatta­lækk­un­inni.

Nú er það svo varð­andi þetta dæmi að það eru ein­ungis tekju­hæstu 40% elli­líf­eyr­is­þega sem eru með 200.000 eða meira á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóði. Hin 60% líf­eyr­is­þega fengju vænt­an­lega minna en þessar tæpu 5.000 krónur úr þessu reikni­dæmi (það er ekki sýnt á glærum Vil­hjálms). Það yrði snaut­leg útkoma úr mik­illi kerf­is­breyt­ingu.

Hin leiðin

Það er ágætt mark­mið hjá Vil­hjálmi að leggja til afnám skerð­inga vegna atvinnu­tekna og að veita líf­eyr­is­þegum sér­stakan skatta­af­slátt. Í Sví­þjóð og Nor­egi eru engar skerð­ingar á líf­eyri vegna atvinnu­tekna en í Dan­mörku eru mun minni skerð­ingar vegna atvinnu­tekna en hér. Sér­stök skatt­fríð­indi til líf­eyr­is­þega er að finna í meiri­hluta OECD-­ríkja (sjá um þetta í skýrsl­unni Kjör líf­eyr­is­þega www.lif­eyr­is­kerfid.is). Þannig að þetta eru lög­mæt mark­mið.

Hins vegar er ekki nokkur þörf á að fara þessar leiðir sem Vil­hjálmur útfærir til að ná slíkum mark­mið­um. Ein­falda leiðin til að auka hvata til atvinnu­þátt­töku er að afnema skerð­ingar vegna atvinnu­tekna í almanna­trygg­inga­kerf­inu eða draga veru­lega úr þeim. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lof­aði að vísu í kosn­inga­bar­átt­unni að hann myndi aðeins tvö­falda frí­tekju­markið vegna atvinnu­tekna, úr 100.000 í 200.000, en tal­aði ekk­ert um að afnema alveg skerð­ingar vegna atvinnu­tekna. Kannski stóð ekk­ert til að fara eftir til­lögum Vil­hjálms?

Hvernig snýr þetta svo að líf­eyr­is­sjóð­un­um? Hvers vegna ættu líf­eyr­is­sjóð­irnir að taka við þessum pakka frá rík­inu og setja upp tekju­teng­inga-og-skerð­inga deildir vegna útgreiðslu þess­arar upp­bótar frá rík­inu? Vegna þess að upp­bótin á að ráð­ast af upp­hæð líf­eyr­is­sjóðs­tekna þá verður að við­hafa tekju­teng­ingar og skerð­ingar í líf­eyr­is­sjóð­unum til að ákvarða upp­hæð upp­bót­ar­inn­ar, rétt eins og nú er hjá TR (en atvinnu­tekjur yrðu þó und­an­skild­ar). Skerð­inga-bixið flytt­ist ein­fald­lega til líf­eyr­is­sjóð­anna með öllum þeim óvin­sældum sem slíku fylgja. Og kerfið í heild væri komið inn á nýtt stig flækju og ógagn­sæ­is. Trygg­inga­stofnun sæti eftir sem eins konar fátækra­að­stoð og starfs­getu­mats-­skrif­stofa fyrir öryrkja.

Þetta nýja hlut­verk líf­eyr­is­sjóð­anna við útgreiðslu upp­bótar Vil­hjálms myndi auka rekstr­ar­kostnað líf­eyr­is­sjóð­anna, en hann er nú fyrir miklu meiri en rekstr­ar­kostn­aður TR. TR má raunar eiga það að rekstr­ar­kostn­aður almanna­trygg­inga er afar lít­ill miðað við líf­eyr­is­sjóð­ina og einnig miðað við almanna­trygg­ingar á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Það er því ekki hag­kvæmt að sundra TR og dreifa verk­efnum hennar til líf­eyr­is­sjóða og skatts­ins.

Já, hvers vegna skyldu líf­eyr­is­sjóð­irnir og verka­lýðs­hreyf­ingin sam­þykkja að taka við slíkri send­ingu? Þetta yrði úr takti við virkni og starf­semi líf­eyr­is­sjóð­anna og myndi virka eins og krabba­mein utan á þeim hvað almenn­ings­á­litið varð­ar, vegna óvin­sælda skerð­ing­ar­reglna.

Það eina jákvæða sem gæti komið út úr þessum til­lögum Vil­hjálms er að leggja af skerð­ingar vegna atvinnu­tekna, en ein­faldasta leiðin til að gera það er að hækka frí­tekju­markið í almanna­trygg­ingum eða afnema þar skerð­ingar vegna þeirra alveg. Það kallar bara á ein­falda breyt­ingu á laga­grein eða reglu­gerð.

En hins vegar er ekk­ert í til­lögum Vil­hjálms um að draga úr skerð­ingum vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna sem er það sem myndi skila flestum líf­eyr­is­þegum raun­veru­legum kjara­bót­um, ekki síst þeim tæpa helm­ingi líf­eyr­is­þega sem hafa minna en 400.000 krónur í heild­ar­tekjur fyrir skatt í dag. Það myndi kosta rík­is­sjóð nokk­uð, enda er það svo að raun­veru­legar kjara­bætur verða ekki á þessu sviði nema þær megi kosta eitt­hvað. Menn eiga alltaf að hafa fyr­ir­vara á til­lögum um kjara­bætur sem kosta ekk­ert, eins og til­lögur Vil­hjálms.

Sam­tök elli­líf­eyr­is­þega (LEB og FEB) og ÖBÍ hafa kallað eftir því að frí­tekju­mark vegna líf­eyr­is­sjóðs­tekna verði hækkað úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mán. Það er verð­ugt mark­mið sem myndi koma líf­eyr­is­kerf­inu í þokka­legt lag.

Sér­stakur auk­inn per­sónu­af­slátt­ur, eins og Vil­hjálmur leggur til, væri til bóta. En hann er hægt að fram­kvæma á miklu ein­fald­ari og ódýr­ari hátt. Leið Vil­hjálms virð­ist krefj­ast þess að hjá skatt­inum verði sett á stofn greiðslu­stofa (líkt og TR er með núna) sem greiddi útgreið­an­lega afslátt­inn til rétt­haf­andi líf­eyr­is­þega í hverjum mán­uði. Einnig þyrfti að inn­leiða þar tekju­teng­ing­ar-­reglur vegna atvinnu­tekna (eins og Vil­hjálmur segir sjálfur á glær­unum - sem raunar er í ósam­ræmi við annað í kynn­ing­unn­i!). Þá væri skerð­inga-bixið frá TR komið inn á skatt­inn líka. Væri það til bóta? Væri það til að ein­falda skatt­kerf­ið?

Í stað þess að fara slíka fjalla­baks­leið hjá skatt­inum væri miklu ein­fald­ara að færa líf­eyr­is­þegum á til­teknu tekju­bili "við­bótar per­sónu­af­slátt" sem myndi skila því að minna yrði dregið af líf­eyr­is­þeg­unum í stað­greiðsl­unni í hverjum mán­uði. Enga greiðslu­stofu þyrfti til að greiða út per­sónu­af­slátt­inn. Þetta félli ein­fald­lega að venju­legri virkni álagn­ing­ar­inn­ar.

Önnur og enn ein­fald­ari leið væri sú sem farin var í tengslum við Lífs­kjara­samn­ing­inn, að inn­leiða enn lægri almenna álagn­ingu á lægstu tekjur en nú er, með frek­ari lækkun fyrsta álagn­ing­ar­þreps­ins. Það myndi líka gagn­ast lág­launa­fólki á vinnu­mark­aði og yki ekk­ert flækju­stig.

Nið­ur­staða

Þessar til­lögur Sjálf­stæð­is­manna í líf­eyr­is­málum valda þannig miklum von­brigð­um, þó yfir­lýst mark­mið þeirra sé ágætt. Mark­miðið felur í öllu falli í sér við­ur­kenn­ingu á vand­anum sem fyrir er. Kjara­bæt­urnar sem boð­aðar eru koma hins vegar fyrst og fremst til þeirra tekju­hærri í hópum elli­líf­eyr­is­þega og þá sér­stak­lega til þeirra sem geta og vilja afla sér mik­illa atvinnu­tekna sam­hliða töku elli­líf­eyr­is. Lág­tekju-líf­eyr­is­þegar og raunar allur þorri elli­líf­eyr­is­þega fengi afar lítið út úr þessu.

Stærsti gall­inn er þó sá að í stað þess að laga það sem aflaga er hjá TR þá er hug­myndin að fara í mikla kerf­is­breyt­ingu sem fyrst og fremst skilar nýju flækju­stigi og myndi skaða líf­eyr­is­sjóð­ina. Til­lög­urnar um skatta­af­slátt væri sömu­leiðis hægt að fram­kvæma á miklu ein­fald­ari og ódýr­ari hátt.

Loks vekur athygli að þessar til­lögur eru fyrst og fremst mið­aðar við kjör elli­líf­eyr­is­þega en öryrkjar sitja hjá. Í til­lögum sem sér­stak­lega eru mið­aðar við öryrkja er fyrst og fremst um að ræða til­boð um tíma­bund­inn vinnu­hvata eða umbun fyrir end­ur­komu á vinnu­mark­að­inn. Það gæti verið til bóta fyrir suma sem hafa vinnu­getu, en öryrkja almennt vantar sár­lega betri líf­eyr­is­kjör. Öryrkjar búa við enn meiri skerð­ingar og meiri lág­tekju­vanda en elli­líf­eyr­is­þeg­ar. En hvað þetta snertir er skilað auðu í til­lögum Sjálf­stæð­is­manna gagn­vart þeim líf­eyr­is­þegum sem við verstu kjörin búa, bæði elli- og örorku­líf­eyr­is­þeg­um.

Danir eru með svip­aða upp­bygg­ingu líf­eyr­is­kerfis og við, með líf­eyr­is­sjóði og almanna­trygg­ingar sem meg­in­stoðir stoð­ir, en án þeirra ofur­skerð­inga og þeirra stóru galla sem við höfum fengið yfir okk­ur. Við eigum auð­vitað að laga það sem bilað er í almanna­trygg­ingum nú og halda hinni róm­uðu upp­bygg­ingu kerf­is­ins að öðru leyti. Danir væru ágæt fyr­ir­mynd að slíkri veg­ferð.

Ég vara því við hug­myndum Sjálf­stæð­is­manna um slíka óvissu­ferð á fjalla­baks­leið. Ein­falda leið­in, Þjóð­vegur 1, er bæði styttri og greið­fær­ari. Ofur­skerð­ing­arnar í almanna­trygg­ing­unum eru eins og ein­breiðar brýr á þjóð­veg­in­um. Þær á ein­fald­lega að laga og þá verður veg­ur­inn góð­ur.

Ég held að ábyrgir hægri menn á hinum Norð­ur­lönd­unum myndu ekki láta sér detta í hug að leggja niður almanna­trygg­ingar fyrir nei­kvæðan tekju­skatt í anda Miltons Fried­mans, né að taka upp víð­tækt milli­færslu­kerfi frá rík­inu til líf­eyr­is­sjóða einka­geirans þar sem stjórn­un­ar­kostn­aður er mun meiri en í opin­bera kerf­inu.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar