Voru ofurdeildarpeningarnir nauðsynlegir?

Deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka skrifar um meinta nauðsyn lokaðrar ofurdeildar evrópskra knattspyrnuliða.

Auglýsing

„Ég vil búa til nýja deild. Þátt­tökuliðin verða 20-24 tals­ins, flest með fast sæt­i.“ Þetta sagði Gianni Infantino, for­seti alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA fyrir ein­ungis einu ári síð­an. Þetta kann að hljóma nokkuð falskt í ljósi þess hve ein­dregið hann virt­ist leggj­ast gegn áformum um stofnun svo­kall­aðrar ofur­deildar Evr­ópu á dög­un­um. En Infantino var ekki að tala um Evr­ópu. Þetta sagði hann á ráð­stefnu í Marokkó og vís­aði þar til hug­mynda um ofur­deild Afr­íku.

Hefur hann skipt um skoð­un? Er ofur­deild ekki lengur í lagi nú þegar hávær mót­mæli heyr­ast eða er þetta ef til vill dæmi um hve knatt­spyrnu­hreyf­ingin virð­ist í sífellu líta niður á Afr­íku­þjóð­ir? Það má svo sem vel vera en þær áskor­anir sem íþróttin stendur frammi fyrir í álf­unum tveimur eru svo ólíkar að nálg­ast þarf þær með gjör­ó­líkum hætti. Það má vel færa rök fyrir því að þörf sé á stofnun sterkrar og mark­aðsvænnar knatt­spyrnu­deildar þvert yfir Afr­íku. Bestu leik­menn álf­unnar kepp­ast við að kom­ast til Evr­ópu við fyrsta tæki­færi og þar hefur aldrei tek­ist að byggja upp sterk lið eða deildir þrátt fyrir ofgnótt hæfi­leik­a­ríkra leikmanna.

Auglýsing

En hlut­unum er öfugt farið í Evr­ópu. Þar er ég ekki svo viss um að þörf sé fyrir að laga nokkurn skap­aðan hlut, nema mögu­lega til­burði og þanka­gang á borð við þann sem end­ur­spegl­ast í áformum um evr­ópskra ofur­deild. Með stofnun deild­ar­innar átti að freista þess að auka tekjur þátt­tökulið­anna en algjört hrun þeirrar til­raunar og orð­spors þeirra sem fyrir henni stóðu gefa okkur nú til­efni til að velta fyrir okkur hlut­verki og stöðu grein­ar­innar í fjár­hags­legu ljósi.

Staðan eftir kór­ónu­krepp­una

Hug­myndin um evr­ópska ofur­deild er aldeilis ekki ný af nál­inni. Henni hefur verið varpað fram sem hótun í við­ræðum valda­mestu félaga álf­unnar og evr­ópska knatt­spyrnu­sam­bands­ins UEFA um langa hríð. Stærstu félögin telja sig eiga rétt á stærri sneið kök­unnar sem þau rétti­lega segj­ast einkum bera ábyrgð á að hafi stækkað eins og raun ber vitni und­an­farin ár. Láti UEFA ekki undan setji félögin ein­fald­lega á fót sína eigin keppni. Skyndi­lega, illa skipu­lagða og fljót­færn­is­lega útfærða stofnun deild­ar­innar má þó vænt­an­lega frekar rekja til þeirra fjár­hags­vand­ræða sem fylgt hafa COVID-19 far­aldr­inum en að eftir ára­langan und­ir­bún­ing hafi nú verið tíma­bært að taka í gikk­inn.

Það skal ekki gera lítið úr þeim erf­ið­leikum sem knatt­spyrnu­lið út um allan heim hafa glímt við að und­an­förnu. Þó áætl­anir séu á reiki er ljóst að tjónið er umtals­vert. FIFA hefur áætlað að tap íþrótt­ar­innar á síð­asta ári hafi verið í námunda við 2.000 millj­arða króna, sem er um þriðj­ungur árlegrar veltu og segir Andrea Agn­elli, for­seti Juventus á Ítalíu og einn for­svars­manna hinnar mislukk­uðu ofur­deild­ar, að stærstu félög álf­unnar hafi orðið af um 1.000 millj­örðum króna frá því far­ald­ur­inn sendi áhorf­endur heim í stofu í byrjun síð­asta árs. Er þetta mun meira en sam­tök evr­ópskra knatt­spyrnu­liða áætl­uðu síð­ast­liðið haust þegar talið var að sam­an­lagt tap allra knatt­spyrnu­liða álf­unnar á yfir­stand­andi og liðnu tíma­bili væri um 600 millj­arðar króna. Hver svo sem hin rétta tala er er ljóst að allir hafa tap­að. Því fer þó fjarri að stofn­fé­lög ofur­deild­ar­innar geti dregið sig sjálf út fyrir sviga og sagt kór­ónu­krepp­una rétt­læta neyð­ar­björgun með stofnun deildar sem í sömu svipan getur dregið úr tæki­færum ann­arra til að rétta af rekst­ur­inn þegar bolt­inn fer aftur að rúlla með hefð­bundnum hætti.

Að krepp­unni yfir­stað­inni verður aðstöðu­munur bestu félaga álf­unnar og ann­arra sá hinn sami og þau bjuggu við í aðdrag­anda henn­ar. Þó svo fjár­hags­staða allra verði verri vegna krepp­unnar og félög hafi þurft að ganga á lausafé og auka skuld­setn­ingu koma félögin tólf sem um ræðir og örfá til við­bótar til með að hafa aðgengi að fjár­magni sem öðrum bjóð­ast ekki í sama mæli. Slíkt gefur þeim færi á að vaxa hraðar en sam­keppnin og rétta fyrr úr kútn­um, ef rétt er haldið á spil­un­um. Meðal félag­anna tólf er staðan misslæm. Mílanó­fé­lögin tvö (sem vænta má að hafi mestan hag af stofnun nýrrar deild­ar) og spænsku stór­liðin Real og Barcelona eru vænt­an­lega í við­kvæm­astri stöðu og liggur Barcelona þar mest á þar sem stór hluti him­in­hárra skulda félags­ins eru skamm­tíma­skuldir við lána­stofn­an­ir. Við­kvæm staða þeirra hefur sann­ar­lega versnað vegna veirunnar en hún var slæm fyrir og engum öðrum er um að kenna en félög­unum sjálf­um, eða nánar til­tekið for­svars­mönnum þeirra. Sú rök­semda­færsla að mik­il­vægt sé að auka með þessum hætti tekjur vegna efna­hags­legra áhrifa veirunnar heldur ekki vatni. Rekstur félag­anna er ein­fald­lega of dýr og tekj­urnar hafa ein­ungis dreg­ist saman tíma­bund­ið. Sé skyn­sam­lega staðið að rekstri félag­anna er engin ástæða til að ætla annað en að þau geti haldið áfram að skemmta stuðn­ings­mönnum sínum út um allan heim, þótt sum þurfi ef til vill að draga saman seglin tíma­bund­ið. Þetta snýst ekki um óvenju­leg við­brögð við ein­staka áhrifum kór­ónu­veirunn­ar. Nei, raun­veru­leg ástæða stofn­unar ofur­deild­ar­innar sál­ugu mættum við kalla þrí­þætta:

  • Að bjarga félög­unum tólf úr skamm­tíma­þreng­ingum með inn­spýt­ingu fjár­magns
  • Að fela félög­unum yfir­ráð yfir reglum og tekju­skipt­ingu móts­ins
  • Að tryggja félög­unum stöðugar tekjur til lengri tíma

Hefðu áformin náð fram að ganga hefði fram­an­greint haft í för með sér yfir­burði þátt­tökulið­anna í evr­ópskri knatt­spyrnu til lang­frama. Þó svo nákvæmar útfærslur hafi vantað var reiknað með að tekjur þeirra 20 liða sem í heild sinni mættu til leiks næmu um 1.000 millj­örðum íslenskra króna fyrsta árið og færu jafn­vel vax­andi. Um er að ræða tvö­faldar tekjur Meist­ara­deildar Evr­ópu og hvort sem fyr­ir­ætl­anir stjórn­enda lið­anna hljómi trú­verð­ugar eða ekki er ljóst að hefðu þær ekki verið flaut­aðar af áður en leikur hófst hefði bilið milli þeirra stærstu og allra hinna auk­ist meira en nokkru sinni fyrr.

Þarf fót­bolti að vaxa?

Flor­entino Pérez, for­seti Real Madrid, gagn­rýndi for­ystu UEFA harð­lega þegar hann varði stofnun ofur­deild­ar­innar með kjafti og klóm. Hann sagði sam­band­inu ekki treystandi fyrir því mik­il­væga verk­efni að auka tekjur knatt­spyrn­unnar og aðdrátt­ar­afl hennar sömu­leið­is, einkum meðal yngstu mark­hópanna. En er slíkt nauð­syn­legt? Er fót­bolti eins og hag­kerfi sem þarf heil­brigðan hag­vöxt svo hægt verði að bæta lífs­kjör íbú­anna og fjár­magna nýsköpun sem gerir líf þeirra betra?

Með auknum tekjum grein­ar­innar í heild sinni hefur vissu­lega orðið til fjár­magn sem nýta hefur mátt í upp­bygg­ingu knatt­spyrnu­legra inn­viða víða um heim. Aðstaða til æfinga og keppni er betri, fjöl­margir hafa getað gert íþrótt­ina að lifi­brauði sínu og þó lítið hafi verið um slíkt hafa hænu­skref verið stigin til að efla kvennaknatt­spyrnu. Sums staðar hafa stærstu félög Evr­ópu fjár­fest í nærum­hverfi sínu og ein­staka leik­menn hafa getað nýtt him­in­háar tekjur sínar og áhrif til góðs. Það má sann­ar­lega finna upp­byggi­legar og gagn­legar leiðir til að verja miklum tekju­vexti en getur verið að nei­kvæðu áhrifin vegi þyngra?

Meðal eig­enda félag­anna tólf má finna fáa stuðn­ings­menn. Eign­ar­hald er mis­jafnt milli landa og innan þeirra en bættur rekstur stærstu félag­anna hefur að und­an­förnu vakið áhuga fjár­festa sem ekk­ert mark­mið hafa annað en heil­brigðan hagn­að, rétt eins og í hverjum öðrum rekstri. Í atvinnu­líf­inu er gott að eig­endur vilji hagn­að, leggi áherslu á hag­kvæman rekst­ur, vöxt og nýsköpun sem stutt getur við þann vöxt. En í fót­bolta getur slíkt orðið til þess að slíta félögin frá því sem ég (og les­andi von­andi sömu­leið­is) tel hlut­verk félag­anna. Rai­son d‘être allra fót­boltaliða, ástæða þess að þau eiga sér til­veru­rétt, er að skemmta stuðn­ings­mönnum og það má gera með ýmsum hætti. Góður árangur gleður flesta, skemmti­legur heima­völlur sömu­leiðis og auð­vitað spenn­andi sam­keppni. En vöxtur sem slíkur og hagn­aður sem feng­inn er með því að tefla fjár­hags­legri fram­tíð ann­arra í hættu, rukka stuðn­ings­menn himinháar fjár­hæðir fyrir aðgöngu­miða og draga úr sér­kennum félag­anna er of dýru verði keypt­ur.

Kenn­ingin sem þetta virð­ist í raun allt byggja á er að fót­bolti sé bil­aður og hann þurfi að laga. Í stað þess að bæta hann með því að auka sam­keppni, rækta minni félög, bik­ar­keppnir og ein­kenni ólíkra liða skal öllu steypt í sama mót og hið aðkallandi vanda­mál er að rík­ustu lið­in, sem komu sér í bull­andi vand­ræði sjálf, þurfa meiri tekjur og stöðugan sess meðal þeirra bestu.

Stofnun ofur­deildar þurfti ekki til þess að auka tekjur knatt­spyrn­unn­ar. Þær munu til fram­tíðar aukast sam­hliða því að það fjölgar í hinni alþjóð­legu milli­stétt, einkum í Asíu og fleiri hafa færi á að verja sparifé í áhuga­málin sín. Þar hafa þessi sömu félög for­skot og munu selja meira, eign­ast fleiri stuðn­ings­menn og gefa aug­lýsendum sínum aðgang að gjöf­ulli mörk­uð­um. Fót­bolti þarf ekki að vaxa en hann gerir það nú samt. Að beina þeim vexti í enn rík­ari mæli til félag­anna sem þegar halda á öllum tromp­unum býður þó hætt­unni heim, verður ekki til þess að efla íþrótt­ina í heild sinni eða gleðja áhuga­fólk.

Eig­endur og for­svars­menn félag­anna kepp­ast nú við að kreista fram tárin og biðj­ast afsök­un­ar. Höfum það þó á hreinu að þeir eru að gráta 1.000 tap­aða millj­arða, ekki að átta sig á að raun­veru­lega hafi þeir gert mis­tök og hafi nú skipt um skoð­un.

Greinin birt­ist fyrst í 16. tölu­blaði Vís­bend­ingar á föstu­dag­inn. Hægt er að ger­ast áskrif­andi að blað­inu með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar