Fegurðin í róttækri stéttabaráttu: Verjum árangurinn, berjum í brestina og sækjum fram

Þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifar í tilefni baráttudags verkamanna.

Auglýsing

Hver var staða íslensks alþýðu­fólks þegar fyrsti úti­fund­ur­inn og kröfu­gangan í til­efni 1. maí fór fram í Reykja­vík árið 1923?

  • Enn voru í gildi harð­neskju­leg fátækra­lög: fólk sem þurfti hjálp frá hinu opin­bera missti nær öll borg­ara­leg rétt­indi og gat þurft að sæta því að vera flutt nauð­ugt milli lands­hluta. Fjöl­skyldum var sundrað og lög­regla jafn­vel látin vakta hús og elta uppi þá sem flytja átti nauð­ung­ar­flutn­ingi.
  • Verka­menn þurftu að vinna myrkr­anna á milli til að hafa í sig og á.
  • Engar almennar sjúkra-, atvinnu­leys­is- og elli­trygg­ingar voru til staðar svo fólk lifði í eilífum ótta um afkomu sína.
  • Allir sem þegið höfðu fjár­hags­að­stoð frá sveit­ar­fé­lög­um, svo sem vegna atvinnu­leys­is, elli, fötl­unar eða heilsu­brests, voru úti­lok­aðir frá því að kjósa í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, kosn­inga­aldur mið­að­ist við 25 ár og það var ekki kosið utan kjör­fundar svo sjó­menn gátu fæstir kos­ið.

1. maí 1923 var virkur dagur og fólk þurfti að fara úr vinnu til að taka þátt í göng­unni, en þrátt fyrir hót­anir og kergju atvinnu­rek­enda fjöl­mennti verka­fólk á fund­inn þar sem var meðal ann­ars kallað eftir styttri vinnu­tíma, mann­sæm­andi kjörum fyrir atvinnu­lausa, við­un­andi hús­næði fyrir alla, að óhæfir menn létu af emb­ætti og komið yrði á rétt­lát­ari kjör­dæma­skip­an.

Aðal­ræðu­maður var Akur­eyr­ing­ur­inn Ólafur Frið­riks­son sem hafði kynnst jafn­að­ar­stefn­unni á náms­árum sínum í Kaup­manna­höfn, hlustað á leið­toga danskra sós­í­alde­mókrata halda ræður og æft sig í ræðu­mennsku hjá mál­funda­fé­lögum verka­manna og marx­ista. Árið 1910 sótti hann þing Alþjóða­sam­bands jafn­að­ar­manna í Kaup­manna­höfn ásamt 900 öðrum, meðal ann­ars breska sós­í­alista­for­ingj­anum Keir Hardie og hinum franska Jean Jaurès, svo ekki sé minnst á Rósu Lux­emburg, Lenín og Trot­ský.

Auglýsing

Ólafur flutti til Íslands 1914, fyrst í heimabæ sinn Akur­eyri þar sem hann stofn­aði fyrsta jafn­að­ar­manna­fé­lagið á Íslandi en svo suður til Reykja­víkur þar sem hann gerð­ist rit­stjóri Dags­brún­ar, viku­blaðs sem gefið var út af verka­lýðs­fé­lögum í Reykja­vík og Hafn­ar­firði. Á for­síðu fyrsta Dags­brún­ar­blaðs­ins árið 1915 skrif­aði hann:

Jöfn­uður sá er við viljum koma á er að all­ir, hvert ein­asta manns­barn sem fæð­ist hér á landi, hafi jafnt tæki­færi til þess að þroska og full­komna alla góða og fagra með­fædda hæfi­leika (og við viljum að allir geti það) svo að þeir geti lifað rík­ara og ham­ingju­sam­ara lífi, og hver ein­stak­lingur unnið þjóð­inni í heild sinni meira gagn. [...] Með okkur verður öll alþýða, bæði við sjó og í sveit­um. Móti okkur þeir sem hafa hag af fátækt alþýðu, þeir sem hafa hag af því að kaupið sé sem lægst eða húsa­leigan sem hæst.

Í sömu grein kall­aði hann eftir sterk­ari verka­lýðs­hreyf­ingu, útrým­ingu fátækt­ar, rétt­lát­ara skatt­kerfi, auknum félags­legum rekstri og skatt­lagn­ingu land­rentu.

Við getum lesið Þór­berg Þórð­ar­son og Tryggva Emils­son til að átta okkur á því hvers konar eymd og and­lega nið­ur­læg­ingu þorri fólks bjó við á þessum tíma. Alþýðu­fólk mátti sín lít­ils gagn­vart ofur­valdi stór­kap­ít­alista og stjórn­mála­manna sem þjón­u­st­uðu hina fáu og fjár­sterku á kostnað fjöld­ans.

Kúg­un­ar­kerfið breytt­ist ekki af sjálfu sér. Það kom í hlut verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og jafn­að­ar­manna að knýja fram breyt­ing­arnar sem við njótum enn góðs af. Þetta var bar­átta fyrir bættum kjörum en líka bar­átta fyrir lýð­ræði og frelsi. Gleymum því aldrei þegar hægri­menn reyna að eigna sínum hug­mynda­arfi þau póli­tísku og borg­ara­legu rétt­indi sem við njótum í dag. Víða var almennur kosn­inga­réttur afsprengi harka­legrar verka­lýðs­bar­áttu og sögu­lega hefur það fyrst og fremst verið verk­efni jafn­að­ar­manna og verka­lýðs­hreyf­inga í Evr­ópu að útvíkka og verja þessi rétt­indi.

Íhalds­öflin gerðu allt hvað þau gátu til að hindra breyt­ing­arnar sem verka­lýðs­hreyf­ingin og jafn­að­ar­menn börð­ust fyr­ir. Tökum nokkur dæmi frá milli­stríðs­ár­un­um:

  • Þegar Jón Bald­vins­son, fyrsti þing­maður Alþýðu­flokks­ins, lagði fram hvert þing­málið á fætur öðru um að sveita­styrk­þegar fengju kosn­inga­rétt stóðu íhalds­þing­menn eins og klettur gegn þeirri kröfu.
  • Það sama var uppi á ten­ingnum þegar Jón reyndi að fá því versta úr fátækra­lög­unum hnekkt, meðal ann­ars nauð­ung­ar­flutn­ing­um. Meiri­hluti alls­herj­ar­nefndar Alþingis taldi „óheppi­legt að hrapa fljót­lega að stór­feldum breyt­ingum á fátækra­lög­un­um“ að því er fram kom í nefnd­ar­á­liti und­ir­rit­uðu af Jóni Þor­láks­syni sem síðar varð fyrsti for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „Mun afleið­ingin verða sú, að menn almennt verða miklu stór­tæk­ari til sveit­ar­sjóð­anna en áður ef styrk­ur­inn hefir ekki lengur neinn rjett­inda­missi í för með sjer,“ skrif­aði hann.
  • Þegar Jón Bald­vins­son lagði fram frum­varp nokkrum árum síðar um að útgerð­ar­mönnum yrði skylt að tryggja muni og fatnað skip­verja sem lenda í sjáv­ar­háska var það stöðvað af meiri­hluta sjáv­ar­út­vegs­nefndar Alþingis með stór­út­gerð­ar­mann­inn Ólaf Thors, sem síðar varð einmitt líka for­sæt­is­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í broddi fylk­ing­ar.
  • Íhalds­menn vör­uðu ein­dregið við lög­unum um verka­manna­bú­staði árið 1929 og kusu gegn þeim. Þeir töldu að upp­bygg­ing félags­legs hús­næðis í Reykja­vík myndi „örva brott­flutn­ing úr sveit­un­um“. Það væri óábyrgt að „teygja fólk í kaup­stað­ina með lof­orðum um ódýrar íbúðir með öllum nútíma­þæg­ind­um“. Eins og við þekkjum var svo verka­manna­bú­staða­kerf­inu rústað í upp­hafi þess­arar aldar af rík­is­stjórn Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks.
  • Atvinnu­leys­is­trygg­ingar voru eitur í beinum stór­kap­ít­alista og full­trúa þeirra á lög­gjaf­ar­sam­kund­unni, enda átt­uðu þeir sig manna best á þeirri hættu sem slík vald­efl­ing atvinnu­leit­enda fæli í sér fyrir eig­endur fram­leiðslu­tækj­anna. „Við sjálf­stæð­is­menn leggj­u­m[st] á móti atvinnu­leys­is­trygg­ing­um,“ sagði Thor Thors, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, árið 1935. „Það er bein­línis lagt fram fé til þess að við­halda atvinnu­leys­inu með þvi að leggja fram fé til svo­kall­aðra atvinnu­leys­is­trygg­inga,“ sagði sam­flokks­maður hans. „Miðar það til þess að dreifa sjálfs­bjarg­ar­hvöt manna og þeir reyna síður að sjá sjálfum sér far­borða til hins ýtrasta,“ sagði sá þriðji.
  • Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddu atkvæði gegn lög­unum um slysa­trygg­ing­ar, sjúkra­trygg­ing­ar, elli- og örorku­trygg­ing­ar, og raunar voru alvöru atvinnu­leys­is­trygg­ingar ekki lög­festar á Íslandi fyrr en með verk­föllum og þrýst­ingi verka­lýðs­sam­taka árið 1955, en þá höfðu sós­í­alistar tólf sinnum flutt frum­varp um málið án árang­urs.

Mikið vatn hefur runnið til sjáv­ar, gríð­ar­legir sigrar unn­ist og fólk hefur það miklu betra í dag en fyrir 100 árum. Í grunn­inn snýst samt bar­átta launa­fólks og jafn­að­ar­manna enn um sömu grund­vall­ar­at­riðin og enn kemur harð­asta and­staðan frá þeim sem „hafa hag af því að kaupið sé sem lægst eða húsa­leigan sem hæst“.

Ég hef vikið hér að ýmsum átaka­málum á fyrri hluta 20. ald­ar. Kröfum um rétt­látt skatt­kerfi og rentu­skatt, styttri vinnu­viku, mann­sæm­andi hús­næði og hús­næð­is­ör­yggi, traustar almanna­trygg­ingar og bætur gegn atvinnu­leysi, jafnt vægi atkvæða, útrým­ingu fátækt­ar, lýð­ræð­isum­bæt­ur, að land­inu sé ekki stjórnað af óhæfum mönn­um, frelsi og mann­lega reisn fyrir þá sem lakast standa og margt fleira. Og enn í dag tök­umst við á um sömu mál­efn­in.

  • Íslenska tekju­skatts­kerfið er það flatasta á Norð­ur­lönd­unum og hyglar þannig hátekju- og stór­eigna­fólki á kostnað lág­tekju- og milli­tekju­fólks. Að sama skapi eru fjár­magnstekju­skattar lægri en víð­ast hvar á Vest­ur­löndum og engir heild­ar­eigna­skattar inn­heimt­ir.
  • Rentan af auð­lindum okkar rennur að veru­legu leyti til fámenns hóps á kostnað sam­fé­lags­ins. Ráð­andi stjórn­mála­öfl standa vörð um óbreytt fyr­ir­komu­lag í sjáv­ar­út­vegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir mark­aðs­verði, meiri­hlut­anum til fárra nátengdra fyr­ir­tækja sem enn eiga sína tryggu hags­muna­verði á Alþingi.
  • Stytt­ing vinnu­vik­unnar heldur áfram, þökk sé bar­áttu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og frum­kvæði Reykja­vík­ur­borg­ar.
  • Hagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög lýsa áhyggjum af félags­legri hús­næð­is­upp­bygg­ingu í Reykja­vík, við­leitni stétt­ar­fé­laga og félags­hyggju­flokka til að end­ur­reisa verka­manna­bú­staða­kerf­ið.
  • Óhæfir ráða­menn, rúnir trausti eftir að hafa verið staðnir að ótrú­leg­asta dóm­greind­ar­leysi, ósann­indum og spill­ingu, sitja sem fast­ast í emb­ætti (jafn­vel í skjóli stjórn­mála­flokka sem kenna sig við vinstri­stefn­u).
  • For­ystu­maður í rík­is­stjórn lagð­ist gegn því að atvinnu­leys­is­bætur væru hækk­aðar með sams konar rökum og for­verar hans í sama flokki, með vísan til óæski­legra hvata og að slíkt myndi valda „ákveð­inni bjög­un“. Annar ráð­herra leggst gegn útvíkkun atvinnu­leys­is­trygg­inga til náms­manna á sömu for­send­um, fúll yfir að „allir vilji fá fjár­magn fyrir að gera ekki neitt“.
  • Enn halda karlar að lang­mestu leyti um veskið í íslensku efna­hags­lífi og enn hallar veru­lega á konur í allri stefnu­mótun og for­gangs­röðun á sviði rík­is­fjár­mála.
  • Kjör­dæma­skipan helst óbreytt og alvöru lýð­ræð­isum­bætur hafa verið settar á ís. Þess er líka kyrfi­lega gætt að lýð­ræðið taki aðeins til afmark­aðra þátta þjóð­lífs­ins. Til að mynda er vinnu­staðalýð­ræði og aðkoma starfs­manna að stjórnun fyr­ir­tækja enn miklu skemur á veg komin hér­lendis en ann­ars staðar í Vest­ur­-­Evr­ópu en krafa stétt­ar­fé­laga og jafn­að­ar­manna um að þessu verði breytt verður sífellt hávær­ari.
  • Mörg af tekju­til­færslu­kerf­unum okkar eru veik­ari og skerð­ing­arnar skarp­ari en á hinum Norð­ur­lönd­un­um, enda hafa jafn­að­ar­manna­flokkar haft tals­vert meiri og var­an­legri áhrif á sam­fé­lags­gerð­ina þar en á Íslandi. Sem dæmi má nefna að með­al­tekju­fjöl­skyldan á Íslandi fær um 1/100 af barna­bótum með­al­tekju­fjöl­skyld­unnar í Dan­mörku.
  • Kjaragliðn­unin milli lág­marks­kjara líf­eyr­is­þega og launa­fólks heldur áfram ár eftir ár og bitnar harð­ast á öryrkjum og tekju­litlum eldri borg­urum sem gjarnan fest­ast í fátækt.
  • Fátækra­lögin heyra sög­unni til en þeir sem þurfa á aðstoð að halda úr opin­berum sjóðum þurfa enn að una því að brotið sé gegn borg­ara­rétt­indum þeirra. Nú tíðkast líka ann­ars konar nauð­ung­ar­flutn­ingar þar sem við­kvæmir hópar sem leita eftir alþjóð­legri vernd á Íslandi eru fluttir í óvið­un­andi aðstæður (ljótasta dæmið á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili er kannski þegar kona langt gengin með barn var neydd í 19 klukku­stunda flug­ferð þvert gegn lækn­is­ráð­i).
  • Eft­ir­lits­stofn­an­irnar okkar – sem verja okkur gegn fákeppni á mörk­uð­um, skattsvikum þeirra ósvífn­ustu og yfir­gangi þeirra stærstu og fjár­sterk­ustu – eru veiktar með kerf­is­bundnum hætti, nú síð­ast með nið­ur­lagn­ingu emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra.

1. maí er ágætis til­efni til að minna okkur á að stóru við­fangs­efni stjórn­mál­anna í dag, og þau sem skipta mestu um lífs­kjör fólks, eru hægri/vinstri spurn­ing­ar. Til dæmis þess­ar:

  • Hvernig dreifum við afrakstr­inum af vinnu og verð­mæta­sköpun sam­fé­lags­ins með sann­gjörnum hætti og hvernig viljum við að rík­is­valdið beiti sér í því verk­efni?
  • Hversu langt eru stjórn­mála­menn til­búnir að ganga til að tryggja launa­fólki aukna hlut­deild í fram­leiðni­aukn­ingu atvinnu­lífs­ins á kostnað fyr­ir­tækja­eig­enda og hvernig ætlum við að fara að?
  • Hvernig tryggjum við að þær aðgerðir sem eru nauð­syn­legar til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda bitni ekki á tekju­lágum og við­kvæmum hóp­um?
  • Hvernig viljum við beita hinu opin­bera til að skapa góð störf, auka verð­mæta­sköpun og fjölga útflutn­ings­stoðum? Ætlum við að sætta okkur við áfram­hald­andi fjölda­at­vinnu­leysi jafn­vel löngu eftir að fram­leiðsluslak­inn er far­inn úr hag­kerf­inu?
  • Hvernig verður byrð­unum skipt í hinni efna­hags­legu end­ur­reisn eftir kór­ónu­far­ald­ur­inn? Ætlum við að verja almanna­þjón­ust­una eða skera hana nið­ur? Hvernig eiga tekjur og gjöld að þróast? Viljum við beita skatt­kerf­inu til að draga úr þenslu? Hvaða stjórn­mála­öfl hafa vilj­ann og hug­rekkið til að hækka skatta á ofur­eign­ir, hæstu tekjur og auð­lind­arentu?
  • Viljum við að fjár­mála­stefna næstu ára miði öll að því að þjóð­ar­búið haldi sig innan til­tek­ins skulda­hlut­falls hins opin­bera á til­teknum tíma, eða viljum við end­ur­skoða stefn­una í takt við nýja strauma í hag­fræði og við­miða­skipti sem við sjáum víða í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um; hafna fjársvelti­stefn­unni og leggja allt kapp á að tryggja fulla nýt­ingu fram­leiðslu­þátta þannig að tekjur þjóð­ar­bús­ins vaxi á sjálf­bæran hátt næstu árin?

Eitt er víst. Til að halda áfram að ná árangri þurfum við kraft­mikla stétta­bar­áttu, bæði á vett­vangi stjórn­mála og vinnu­mark­að­ar. Sam­staða jafn­að­ar­manna og verka­lýðs­hreyf­inga mun áfram leika lyk­il­hlut­verk í að verja þann árangur sem náðst hef­ur, berja í brest­ina í sam­fé­lags­gerð­inni okkar og vinna nýja glæsta sigra.

Höf­undur er þing­fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar og MSc. í sagn­fræði og evr­ópskri stjórn­mála­hag­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar