Le Terrorisme - Saga hryðjuverka í Frakklandi

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur þræddi sig í gegnum blóði drifna sögu hryðjuverka í Frakklandi.

Kristinn Haukur Guðnason
Hryðjuverk.
Auglýsing

Hryðju­verka­árás­irnar þann 13. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn eru mann­skæðust­u ­fjöldamorð sem framin hafa verið í Frakk­landi síðan í seinni heims­styrj­öld­inn­i. Þetta fyrrum heims­veldi er þó ekki ókunn­ugt hryðju­verkum og þá sér­stak­lega ekki Par­ís­ar­borg sem oft hefur verið skot­mark slíkra árása. Ástæð­urnar hafa ver­ið margar og mis­mun­andi. Hér eru raktar nokkrar af alvar­leg­ustu árás­un­um.

Stríð í Alsír

Alsír var frönsk nýlenda frá miðri 19. öld til árs­ins 1962 þegar landið fékk fullt sjálf­stæði. Afný­lendu­væð­ing lands­ins var þó mun erf­ið­ari og blóð­ugri en ann­arra franskra nýlendna vegna þess hversu margir franskir land­nemar bjuggu þar. Á árunum 1954 til 1962 geys­aði mikið stríð í land­inu milli sjálf­stæð­is­hreyf­ing­ar­innar FLN, franska stjórn­ar­hers­ins og hreyf­ingar land­nem­anna OAS sem vildu halda Alsír innan franska heims­veld­is­ins. Þó að á­tökin hafi að lang­mestu farið fram í Alsír þá bár­ust þau að ein­hverju leyt­i til Frakk­lands. 

Þann 18. júní árið 1961 var framið mann­skæð­asta hryðju­verk Frakk­lands þar til núOAS-lið­ar, ósáttir við við­leitni Charles De Gaulle for­seta til að ræða við FLN um sjálf­stæði Alsír, sprengdu hrað­lest sem var á leið frá Stras­bo­urg til­ Par­ís­ar. Sprengj­urnar voru tengdar við lestar­teina sem höfðu einnig ver­ið ­skemmd­ir. Lestin fór út af spor­inu, 28 manns lét­ust og yfir 100 særð­ust. OAS frömdu fleiri hryðju­verk inn­an­ landamæra Frakk­lands en ekk­ert nærri jafn alvar­legt og þetta. Franska lög­reglan olli þó mesta mann­fall­inu þegar hún réð­ist gegn alsírskum mót­mæl­endum þann 17. októ­ber 1961 í mið­borg Par­ís­ar. Deilt hefur verið um hversu margir féllu en ­ljóst er að þeir skiptu tugum.

Auglýsing

Borg­ara­styrj­öld braust út í Alsír árið 1991 eftir að al­sírski her­inn rændi völdum í kjöl­far kosn­inga­sig­urs isla­mista. Skæru­liða­hreyf­ing­ar ­spruttu upp en fyrrum nýlendu­herr­arnir Frakkar studdu stjórn­ina sem leidd var af áður­nefndum FLN. Ein af þessum hreyf­ingum kall­að­ist GIA og liðs­menn þeirra færðu átökin yfir til Frakk­lands um miðjan tíunda ára­tug­inn með nokkrum árás­um. Á aðfanga­dag árið 1994 rændu GIA-lið­ar­ far­þega­flug­vél frá Air France og hugð­ust sprengja hana yfir Par­ís. Franski her­inn náði þó vél­inni á sitt vald á flug­vell­inum í Marseille. Sjö manns létu­st í árásinn­i. GIA stóðu að fjöl­mörg­um ­sprengju­árásum í Par­ís, meðal ann­ars í lest­ar­kerfi borg­ar­innar og við hinn fræga Sig­ur­boga. Sam­an­lagt lét­ust tugir í þessum árásum og hund­ruðir særð­ust. ­Borg­ara­styrj­öld­inni í Alsír lauk árið 2002 með samn­ing­um.



Car­los sjakali

Ramírez Sánchez

Ramírez Sánchez, betur þekktur sem Car­los sjakali, var og er ­senni­lega þekkt­asti hryðju­verka­maður 20. ald­ar­inn­ar. Hann er fæddur í Venes­ú­ela en hefur aðal­lega verið tengdur marxísku hryðju­verka­sam­tök­unum PFLP frá Palest­ínu. Hann hefur einnig verið bendl­aður við leyni­þjón­ustur á borð við KGB í Sov­ét­ríkj­unum og Stasi í Aust­ur-Þýska­landi. Car­los framdi voða­verk víða um heim þar til hann var hand­samaður í Súdan af frönsku leyni­þjón­ust­unni árið 1994. Hann gerði tvær árás­ar­hrinur á Frakk­land með 7 ára hléi. Þann 15. sept­em­ber 1974 sprengdi hann ­upp kaffi­húsið Drug­store Saint Germa­in. Tveir lét­ust og tugir særð­ust. 

Sjakal­inn skipu­lagði í kjöl­farið árás á ísra­elska far­þega­flug­vél á Orly flug­velli í jan­úar 1975. Hryðju­verka­menn­irnir skutu á vél­ina með basúku og fleygðu hand­sprengjum að vél­inni en hæfðu ekki. Þá tóku þeir gísla á flug­vell­inum og börð­ust við lög­regl­una. Car­los lét svo myrða tvo lög­reglu­menn sem rann­sök­uðu árás­ina og þátt hans í henni. Eftir þessa hrinu flosn­aði upp úr sam­bandi Car­losar við PFLP og hann fór að starfa að mestu sjálf­stætt. Eftir að Frakk­ar hand­söm­uðu eig­in­konu Car­losar, hina þýsku Magda­lenu Kopp, hóf hann seinn­i hrin­una sem var mun blóð­ugri. Hún hófst í mars árið 1982 með spreng­ingu í hrað­lest sem fór milli Par­ísar og Tou­lou­se. 

Skot­markið var senni­lega ­borg­ar­stjóri Par­ísar (og seinna for­seti ) Jacques Chirac sem átti að vera í lest­inni en hafði taf­ist og misst af henni. 5 manns lét­ust og nærri 30 særðust í spreng­ing­unni. Um mán­uði seinna sprakk bíla­sprengja fyrir utan höf­uð­stöðv­ar ­ar­ab­ísks dag­blaðs og á gaml­árs­dag 1983 voru bæði lest og lest­ar­stöð sprengd í Marseille. Ólíkt mörg­um hryðju­verka­mönnum þá hefur Car­los sjakali aldrei stært sig af hryðju­verk­um sínum og hann neitar þeim flest­um. Erfitt er að segja til um hvort hann hafi komið að fleiri hryðju­verkum í Frakk­landi en ljóst er að minnsta kosti 16 manns hafa lát­ist og hund­ruðir særst í árásum hans þar. Car­los afplánar nú lífs­tíð­ar­dóm í Frakk­landi.

Armenskir þjóð­ern­is­sinnar

Armensku hryðju­verka­sam­tökin ASALA voru mjög virk á átt­unda og níunda ára­tug sein­ustu ald­ar, eða þar til Sov­ét­ríkin lið­uð­ust í sundur og Armenía varð að sjálf­stæðu ríki. Árásum ASALA var þó aðal­lega beint gegn Tyrkj­um. Tyrkir frömdu þjóð­ar­morð á Armenum árið 1915 og flæmdu þá úr Ottómana­veld­inu. ASALA kröfð­ust við­ur­kenn­ing­ar Tyrkja á ódæð­inu og einnig land­svæðis fyrir eigið ríki Armena í aust­ur­hluta Tyrk­lands. Sam­tökin störf­uðu út um allan heim og voru sér­stak­lega virk í Frakk­landi. Þeir réð­ust á og drápu marga tyrk­neska ræð­is-og emb­ætt­is­menn, þar á meðal sendi­herr­ann Ismail Erez árið 1975. 

Einnig sprengdu þeir ýmsa staði, svo ­sem kaffi­hús og ferða­skrif­stof­ur, sem voru í eigu Tyrkja. En þann 15. júlí árið 1983 komust ASALA í heims­frétt­irn­ar ­fyrir stór­fellda hryðju­verka­árás á Orly flug­velli í Par­ís. Öflug eldsprengja ­sprakk í ferða­tösku við inn­rit­un­ar­borð Tur­k­ish Air­lines sem olli því að 8 manns létu­st  og 55 slös­uð­ust og brennd­ust illa. Þrír  voru hand­tekn­ir, þ.m.t. ­for­sprakk­inn Varou­jan Gara­bedian sem fékk lífs­tíð­ar­dóm fyrir ódæð­ið. Hryðju­verkið á Orly flug­velli var þó mis­heppnað því að sprengjan átti að ­springa innan í far­þega­flug­vél á leið til Ist­an­bul. 

Mann­fallið hefði þá vita­skuld orðið mun meira. Auk þess voru ein­ungis tvö af fórn­ar­lömbum árás­ar­innar tyrk­neskir borg­ar­ar. Engu að síður varð Gara­bedian dáður í heima­landi sínu. Þar söfn­uð­ust yfir ein milljón und­ir­skrifta til stuðn­ings þess að Gara­bedian yrði sleppt úr fang­elsi  en í Armeníu búa aðeins um 3 millj­ónir manna. Honum var loks ­sleppt árið 2001 gegn því að hann færi beina leið til Armeníu og kæmi aldrei aftur til Frakk­lands. For­sæt­is­ráð­herra Armeníu tók á móti honum við heim­kom­una.

Le ter­r­orisme

Íslenska orðið hryðju­verk nær ekki alveg utan um hug­takið le ter­r­oris­me, sem einmitt fædd­ist í París í frönsku bylt­ing­unni þegar tug­þús­und­ir­ end­uðu í fal­l­öx­inni. Ógn og ótti er það sem hug­takið gengur út á. Írski ­þing­mað­ur­inn og heim­spek­ing­ur­inn Edmund Burke bein­þýddi hug­takið yfir á enska ­tungu og hefur því verið beitt í ýmsum til­gangi æ síðan. Það sem rakið hefur verið hér að ofan er aðeins brot af því sem Frakkar hafa mátt þola sein­ustu ára­tugi. Fjöl­margir hópar hafa framið hryðju­verk af ann­að hvort þjóð­ern­is­legum (Baskar, Kor­síku­menn, Bretón­ar) eða hug­mynda­fræði­leg­um (komm­ún­istar, anar­kistar, fas­istar, isla­mistar) ástæð­um. Frakk­land var áður heims­veldi sem tók og tek­ur enn þátt í mörgum af helstu átökum ver­ald­ar. Sem stórir leik­menn á al­þjóða­vett­vangi með mikil tengsl við flestar þjóðir hafa þeir einnig dreg­ist inn í átök sem koma þeim mis­mikið við. Því er ekki und­ar­legt að hryðju­verka­menn hafi í gegnum tíð­ina beitt sér þar og þá sér­stak­lega í Par­ís­ar­borg sem er ­tákn­mynd bæði fyrir franska heims­veldið og menn­ingu og einnig vest­ræna frels­is-, lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­hug­sjón. 

Hafa ber þó í huga að Frakk­land hefur slopp­ið betur en mörg önnur ríki. Í nágranna­rík­inu Ítalíu hafa um helm­ingi fleiri farist í hryðju­verka­árásum, aðal­lega komm­ún­ista og fas­ista, síðan í seinni heims­styrj­öld. ­Sam­an­lagður fjöldi fórn­ar­lamba í Frakk­landi nær heldur ekki 10% af þeim fjölda ­sem lést í árás­unum á Tví­bura­t­urn­ana 11. sept­em­ber 2001. Lang­flest hryðju­verk eru svo framin í þriðja heim­in­um, aðal­lega Afr­íku og Asíu, og þar er mann­fall­ið marg­fallt meira. En það er ekki endi­lega mann­fallið og skemmd­irnar sem skipta ­mestu máli. Við­brögð heims­ins við hryðju­verk­unum nú sýna glöggt hversu miklu ­máli þessar tákn­myndir skipta okk­ur. Árás á París er ekki ein­ungis árás á fólk, heldur árás á hug­sjón.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None