Söguleg samþykkt öryggisráðins gegn Íslamska ríkinu

Afleiðingar árásanna í París

VIka er liðin frá hryðjuverkunum í París.
VIka er liðin frá hryðjuverkunum í París.
Auglýsing

Það var væg­ast sagt sér­kenni­leg til­finn­ing að ganga um ell­efta hverfi Par­ís­ar­borgar morg­un­inn eftir árás­irn­ar; víg­girð­ing­ar, her­lög­reglu­menn, för eftir byssu­kúl­ur, blóð­slett­ur. Fáir á ferli, nema þá kannski heims­pressan sem var að vakna eftir eril­sama nótt, neð­an­jarð­ar­lest­arnar nán­ast tóm­ar, lítil sem engin umferð – ískaldur ótti vofði yfir öllu. Ekki sú París sem maður þekkti.

Hér hefur margt gengið á. Í sögu­legu ljósi er París eitt helsta átaka­svæði Evr­ópu. Hér hafa geisað borg­ara­stríð og bylt­ing­ar, heim­styrj­aldir og hörm­ung­ar; og borgin hefur staðið þetta allt af sér.

París er ein mesta fjöl­menn­ing­ar­borg heims og einmitt í því liggur kraftur henn­ar. Hún er opin og frjáls; hingað hafa lista­menn, hugs­uð­ir, við­skipta­jöfrar og vís­inda­menn leitað öldum saman til að vinna í friði og fá að vera þeir sjálf­ir. En það er alltaf þessi spenna. Fjöl­menn­ing er magnað en við­kvæmt fyr­ir­bæri sem auð­velt er að skemma. Hryðju­verka­menn­irnir eru fyrst og fremst að ráð­ast á sam­stöð­una um fjöl­breytn­ina. Og það sem allir ótt­ast mest þessa stund­ina er að það tak­ist að ein­hverju leyti. Múslimar eru einna hrygg­astir yfir atburðum og ótt­ast um stöðu sína í sam­fé­lag­inu. Ég spjall­aði við Par­ís­ar­búa sem er ætt­aður frá Norð­ur­-Afr­íku og hann sagði þetta:

„Ég get varla gengið niður götu án þess að fólk hlaupi í burtu eða líti á mig tor­tryggn­is­lega. Þetta er ömur­legt. Allt einu er mitt fólk orðið hryðju­verka­menn.“

Auglýsing

Bataclan-kyn­slóðin 

Dag­blaðið Libér­ation sló upp þess­ari fyr­ir­sögn í vik­unni og vís­aði til þess að árásin hefði beinst gegn ungu fólki. Þetta er kyn­slóð sem verður hér eftir stöðugt á varð­bergi, á tón­leik­um, á fót­bolta­velli, á veit­inga­stað, á bar. Það fylgir æsku og ung­dóms­árum að fá að lifa fjör­ugu og áhyggju­lausu lífi. Nú hafa hryðju­verkin ef til vill tekið það frá þess­ari kyn­slóð.

Búast má við stór­auk­inni gæslu á Evr­ópu­mót­inu í knatt­spyrnu sem fram fer næsta sumar í Frakk­landi. Nú þegar hafa FIFA og fleiri lýst því yfir að hugs­an­lega þurfi að end­ur­skoða öll örygg­is­mál á helstu knatt­spyrnu­völlum í Evr­ópu. Raunar má þakka örygg­is­gæsl­unni á Stade de France að ekki fór verr. Þar voru 80.000 manns, franski for­set­inn og þýskir ráða­menn. Við getum rétt ímyndað okkur mann­fallið hefðu árás­ar­menn­irnir kom­ist inn á leik­vang­inn eins og þeir ætl­uðu sér. Sömu­leiðis er talað um aukið eft­ir­lit á flug­völlum (eins og það hafi ekki verið nóg fyr­ir!) og á lest­ar­stöðv­um. Svo ekki sé minnst á aukið eft­ir­lit með borg­ur­unum – „for­virkar rann­sókn­ar­heim­ild­ir“, sem er annað heiti yfir per­sónunjósn­ir. Allt sem þú segir og skrifar ratar inn í ein­hvern gagna­banka leyni­þjón­ust­unn­ar.

Fyrir utan Bataclan í París. MYND: EPA Afleið­ing­arnar - stríð og aukið eft­ir­lit 

Ef það er ein­hver til­finn­ing á meðal Frakka sem er yfir­sterk­ari reið­inni, dep­urð­inni og ótt­anum yfir þessum árásum þá er það óvissan um afleið­ing­arn­ar. Hvaða afleið­ingar hefur þetta á sam­fé­lagið og lýð­veld­ið? Eða Evr­ópu alla?

Francois Hollande hefur lýst yfir neyð­ar­á­standi næstu þrjá mán­uði, sem jafn­gildir í raun her­lög­um, hann hefur boðað stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og lýst yfir stríði við Íslamska rík­ið. For­sæt­is­ráð­herrann, Manuel Valls, er jafn­vel enn djarfari í yfir­lýs­ingum sínum og talar um að hugs­an­lega eigi Frakkar von á fleiri hryðju­verk­um, jafn­vel efna­vopa­árás­um.

„Búið ykkur undir þetta, þetta verður langt og erfitt“ -  Valls varar við því að jafn­vel sjálft Schen­gen-­sam­starfið heyri sög­unni til. Krafa Frakka á neyð­ar­fundi Evr­ópu­ríkja er stór­aukið eft­ir­lit um alla Evr­ópu. Höf­uð­paur­inn í árás­un­um, Abdel Abaa­oud, virð­ist hafa haft lítið fyrir því að kom­ast í gengum alla Evr­ópu til Frakk­lands frá Sýr­landi þrátt fyrir að vera eft­ir­lýst­ur. Ef þess­ari kröfu um aukið landamæra­eft­ir­lit verður fylgt eftir þá þýðir það í raun að Schen­gen-sátt­mál­inn sé úr gildi fall­inn.   

Víga­sveitir Íslamska rík­is­ins virð­ast vera komnir á fullt skrið, ekki bara í Mið-Aust­ur­lönd­um, heldur um heim all­an. Stöðugt ber­ast fréttir af ódæð­is­verkum þeirra og í gær­kvöld lögðu Frakkar fram ályktun fyrir örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna sem var sam­þykkt - hún er í hnot­skurn þetta:

Öll ríki heims lýsa yfir stríði við Íslamska rík­ið.

Öll ríki heims ætla að leggja saman alla krafta sína til þess að leysa vand­ann í Sýr­landi og Írak. Hann sé ógn við sjálfan heims­frið­inn. Fyrsta verkið er að upp­ræta hinn sam­eig­in­lega óvin. Grípa til allra nauð­syn­legra ráða gegn Íslamska rík­inu og öðrum hryðju­verka­sam­tök­um.

Í fyrsta skipti í langan tíma tal­ast Banda­ríkja­menn og Rússar við. Kín­verjar og Rússar hafa oft beitt neit­un­ar­valdi í örygg­is­ráð­inu og hindrað ýmsar sam­ræmdar aðgerðir í Mið-Aust­ur­lönd­um, en nú eru öll ríkin sem eiga fasta­sæti í örygg­is­ráð­inu sam­stíga. Spreng­ing rúss­nesku far­þega­þot­unnar yfir Sína­ískaga, árás­irnar í París og Beirút og sömu­leiðis aftaka á kín­verskum gísl í þess­ari viku hefur leitt til þess­arar sam­stöð­u. 

Leitað að hryðjuverkamanni í Svíþjóð í vikunni. MYND:EPA

Auk­inn við­bún­aður á Norð­ur­löndum

Ástandið í Sví­þjóð hefur verið spennu­þrungið síð­ustu daga. Við­bún­að­ar­stig var hækkað í vik­unni eftir víð­tæka leit að írök­skum manni, Mutar Majid; sem er tal­inn vera með hryðju­verk í und­ir­bún­ingi. Hann er einn af þeim fjöl­mörgu sem barist hefur með Íslamska rík­inu í Sýr­landi en síðan snúið til Evr­ópu. Sænski for­sæt­is­ráð­herrann, Stefan Löf­ven, til­kynnti um við­miklar aðgerðir lög­regl­unn­ar, og líkt og Ólafur Ragnar sagði hann þjóð sína hafa lifað í barns­legri ein­feldni hvað varðar hryðju­verkaógn en hvatti fólk til þess að sýna still­ingu.

Norð­menn ætla að herða allt landamæra­eft­ir­lit eftir að grunur kom upp að hinn grun­aði hryðju­verka­maður gæti verið kom­inn til Nor­egs frá Sví­þjóð. Norð­menn ætla að taka á móti 100.000 flótta­mönnum á næst­unni, en nú hefur norska þingið ákveðið að herða á ákvæðum inn­flytj­enda­lög­gjaf­ar­inn­ar. Norð­menn virð­ast tor­tryggn­ir. Fólk er beðið að fara var­lega, fylgj­ast vel með öllu og til­kynna lög­reglu ef eitt­hvað grun­sam­legt er á seyði.

Mestu við­brögðin eru samt í Finn­landi þar sem dóms­mála­ráð­herrann, Jari Lind­stöm, hefur viðrað þá skoðun að taka upp dauða­refs­ingar fyrir hryðju­verka­menn. Þeir eigi ekki skilið nein borg­ara­leg rétt­indi. Við svona tal er mörgum brugð­ið. Dauða­refs­ingar voru aflagðar 1949 og mann­rétt­inda­sátt­máli Evr­ópu, sem Finnar eru aðilar að, leggur sér­staka áherslu á bann við dauða­refs­ing­um.

Áhrifa árásanna í París gætir því víða, þau eru mikil og marg­vís­leg og í hugum margra þeirra sem hafa alist upp við vest­ræn gildi: mann­rétt­indi, frelsi og umburð­ar­lyndi – eru við­brögðin sér­stök og kannski eilítið hættu­leg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None