25 stjórnarfrumvörp komin fram á þingi - hafa aldrei verið færri á þessari öld

Tveir ráðherrar hafa ekki lagt fram frumvarp það sem af er þingi.
Tveir ráðherrar hafa ekki lagt fram frumvarp það sem af er þingi.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur aðeins lagt fram 25 frum­vörp það sem af er þessu þing­i. Á þess­ari öld hafa alltaf verið komin fram fleiri frum­vörp á þessum tíma árs, jafn­vel þótt lengst af á tíma­bil­inu hafi þing ekki verið sett fyrr en 1. októ­ber. Þing­setn­ingin var færð fram um nokkrar vik­ur, fram í sept­em­ber, haustið 2012. 



Þrjú þess­ara 25 frum­varpa sem rík­is­stjórnin hefur lagt fram á þing­inu það sem af er hafa verið kláruð og eru orðin að lög­um. Sextán frum­varpanna eru í nefnd eftir fyrstu umræðu, þrjú þeirra bíða ann­arrar umræðu og þrjú bíða þriðju og síð­ustu umræð­u. 

Auglýsing

Af þessum 25 frum­vörpum eru fimmtán þeirra end­ur­flutt frá fyrri þing­um. Þrjú þess­ara end­ur­fluttu frum­varpa eru einnig inn­leið­ingar á EES reglum og eitt þeirra er samn­ing­ur ­Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. ­Tíu frum­varpanna eru því ný frum­vörp, og þar af eru þrjú sem tengj­ast fjár­lög­unum og eitt sem er inn­leið­ing á við­auka við Mann­rétt­inda­sátt­mál­ann. 



Frum­vörpin sex sem eftir standa eru frum­vörp Ólafar Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra um verk­efni Land­helg­is­gæslu Íslands erlend­is, fulln­ustu refs­inga, um brott­fall laga um þriðju kyn­slóð far­síma og um fram­leng­ingu starfs­leyfa í happ­drættum og talna­get­raun­um. Auk þess frum­vörp Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra um skyldu­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­semi líf­eyr­is­sjóða og um nauða­samn­inga­gerð slita­búa föllnu bank­anna. 

Tveir ráð­herrar hafa ekki ennþá lagt fram frum­varp. Það eru þær Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, og Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra. 

Hafa gagn­rýnt mála­þurrð­ina



Þing­menn bæði í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu hafa vakið athygli á því að skortur sé á þing­málum frá rík­is­stjórn­inni. Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, vakti athygli á þessu í þing­inu þann 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Hún benti á að þing­nefndir hefðu af þessum sökum lítið að gera og þing­störfin væru í upp­námi. Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók undir með henni, og flokks­systir hennar Heiða Kristín Helga­dóttir líka. „Hér er fullt af fólki sem er til­búið að vinna og það er miður að málin komi svo inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur og þá séu þau afgreidd á ein­hverju hunda­vað­i,“ sagði hún. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­maður VG, benti á að tveir mán­uðir væru liðnir af þing­inu og þrír ráð­herrar hefðu ekki skilað einu ein­asta þing­máli inn. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, lagði til að nefndir væru í verk­fall þangað til mál kæmu inn í þær. „Ég tek undir þá hvatn­ingu til ráð­herra að fara að koma fleiri málum hérna inn svo að við í þing­inu getum tekið það hlut­verk okkar alvar­lega að vinna að málum vel,“ sagði Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins við umræð­urn­ar. Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, sem er einn þeirra ráð­herra sem ekk­ert mál hefur lagt fram, sagð­ist taka hvatn­ing­una og gagn­rýn­ina til sín. 

Seinkun komin á afgreiðslu fjár­laga

Þrátt fyrir að málin sem fram hafa komið það sem af er þingi séu fá er þegar fyr­ir­séð að seinkun verður á afgreiðslu fjár­laga. Sam­kvæmt starfs­á­ætlun Alþingis átti að hefja aðra umræðu um fjár­lögin næst­kom­andi fimmtu­dag, og þriðja umræða átti að hefj­ast viku seinna, eða þann 3. des­em­ber. Nú er orðið ljóst að þetta mun riðlast, þar sem að fjár­laga­nefnd hóf umfjöllun sína um fjár­lögin aðeins í morg­un. 

Ástæðan er sú að rík­is­stjórnin afgreiddi ekki sínar til­lögur fyrir aðra umræðu fjár­laga fyrr en á föstu­dags­eft­ir­mið­dag. Fjár­laga­nefnd hafði verið boðuð til fundar klukkan 14 á föstu­dag­inn til að hefja sína umfjöllun um til­lögur rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en fresta þurfti fund­inum þar til í morgun vegna þess að klukkan 14 var rík­is­stjórn­ar­fund­inum ekki lok­ið. Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, sagði við Kjarn­ann á föstu­dag að fyr­ir­séð væri að seinkun væri orðin á afgreiðslu fjár­laga, en hún sagð­ist „al­gjör­lega óstressuð yfir því.“ Hún gæti lofað því að fjár­lögin verði afgreidd fyrir ára­mót. 

Ell­efu þing­funda­dagar eru eftir af þing­inu fram að jólum sam­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins, en það á að ljúka störfum 11. des­em­ber næst­kom­andi. Það mun vænt­an­lega hjálpa þing­inu við að fara ekki of langt fram úr áætlun að fá önnur mál eru til­búin til afgreiðslu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None