François Hollande.
François Hollande.
Auglýsing

François Hollande er óvin­sæl­asti for­set­inn í sögu Frakk­lands. Kannski er það að ein­hverju ­leyti ósann­gjarnt. Því hann hefur svo sem ekki gert nein meiri­háttar glappa­skot (­þrátt fyrir ýmsar óvæntar upp­á­komur í einka­líf­inu) - bara svona siglt sinn ­sjó. En honum hefur ekki tek­ist að leysa efna­hags­vand­ann eða minn­ka at­vinnu­leysið eins og hann lof­aði fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Hollande virð­is­t við­kunna­legur náungi, sagð­ist ætla að vera venju­legur for­seti eftir síðust­u ­kosn­ingar þegar almenn­ingur var búinn að fá nóg af spað­alátum fyr­ir­renn­ara hans, S­ar­kozy. En svo gerð­ist ekk­ert. Hollande virt­ist of var­kár. Í skoð­ana­könn­un­um ­sögð­ust ein­ungis 15% lands­manna treysta hon­um.

En lengi skal mann­inn ­reyna

En svo gekk árið 2015 í garð með miklum lát­um. Það byrj­aði með Charlie Hebdo árás­unum og ­síðan tók við eitt og annað og svo loks við­bjóð­ur­inn föstu­dag­inn 13. nóv­em­ber. Þetta hefur verið erf­ið­asta ár í lífi for­set­ans og eitt­hvert hrylli­leg­asta ár franska lýð­veld­is­ins á síð­ari tím­um.  

Á einni viku flaug Hollande um allan heim og ræddi við helstu þjóð­ar­leið­toga jarðar til þess að sam­ræma aðgerðir gegn Íslamska rík­inu. Og það tókst. Hann kom ­sögu­legri sam­þykkt í gegn hjá Örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna til þess að ráð­ast gegn þess­ari vá og nú leikur hann  lyk­il­hlut­verk á mik­il­væg­asta fundi mann­kyns­sög­unn­ar, Loft­lags­ráð­stefn­unni í Par­ís. 

Auglýsing

Á tveim­ur vikum hefur þessi maður tekið ham­skipt­um, breyst úr lit­lausum og óvin­sæl­u­m ­for­seta í mik­il­væg­asta stjórn­mála­mann heims. Enda hafa óvin­sældir hans tek­ið al­gjörum stakka­skipt­um. Um helm­ingur lands­manna seg­ist nú treysta Hollande – hér sann­ast hið marg­kveðna: ein vika í póli­tík er langur tími. Í nýrri skoð­ana­könn­un ­segj­ast um 50% treysta honum til að glíma við flókin verk­efni og 27% aðspurðra eru mjög ánægð með störf ­for­set­ans. Sem er 20 pró­sentu­stiga aukn­ing. Allt á upp­leið.

Hörð við­brögð gegn hryðju­verkum 

For­set­inn var sjálfur við­staddur á Stade de France þegar fyrsta speng­ingin sprakk 13. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Hann var sam­stundis mættur á vett­vang, við Bataclan tón­leika­stað­inn, rétt eftir að árás­unum linnti og við­brögðin voru hörð og af­drátt­ar­laus:

 „Þetta er stríð – Frakk­land er komið í stríð við hryðju­verka­menn og Íslamska ríkið og við munum vinna þetta stríð.“

Það er næstum því eins og Charles de Gaulle sé vakn­aður til lífs­ins á ný – aðrir benda á að þetta séu meira og minna sömu við­brögðin og hjá George W. Bush eft­ir hryðju­verka­árás­irnar 11. sept­em­ber í New York. 

Sagan hefur sýnt að það sem á eftir fylgdi voru röð mis­taka. Loft­árásir í Sýr­landi, stríð og enn meira stríð sé því ekki endi­lega rétta leiðin til þess að kljást við litla og hættu­lega hryðju­verka­hópa og stilla til friðar í Frakk­landi. Til­gang­ur hryðju­verka­mann­anna hafi einmitt verið sá að ginna Frakka til frekar átaka í Sýr­landi til þess að geta vakið upp meiri glund­roða, hatur og ótta. En al­menn­ingur virð­ist sáttur með þessi við­brögð for­set­ans. Hann lýsti yfir­ ­neyð­ar­á­standi og miklum aðgerðum inn­an­lands til þess að kljást við hryðjverkaógn­ina. Frakk­ar, þrátt fyrir allar lýð­veld­is­hug­sjónir sín­ar, virð­ast laðast að sterkum og kjaft­forum leið­tog­um.

Hér­aðs­kosn­ingar í Frakk­landi 

Þótt vin­sældir Hollande og hans helsta sam­starfs­manns, hins víg­móða for­sæt­is­ráð­herra Manuel Valls, rjúki upp í skoð­ana­könn­unum er samt óvíst hvaða áhrif það hefur á gengi Sós­í­alista­flokks­ins í kom­andi hér­aðs­kosn­ingum sem fara fram þessa helgi og þá næstu. Vin­sældir Hollande tóku líka svona kipp eftir Charlie Hebdo árás­irn­ar en byrj­uðu svo fljótt að dala aft­ur. Og það er í raun fátt sem bendir til þess að sós­í­alistar ríði feitum hesti frá þeirri viður­eign.   

Vinsældir Hollande ruku einnig upp í kjölfar árásanna á skrifstofur Charlie Hebdo, en döluðu þá fljótt aftur.Frakk­land­i eru skipt upp í tutt­ugu og tvö héröð; fyrir dyrum stendur sam­ein­ing og fækkun á héröð­um, niður í tólf til þess að minnka og ein­falda hið dýra og flókna ­stjórn­kerfi lands­ins.

Það eru alltaf tvö­faldar kosn­ingar í Frakk­landi til þess að tryggja meiri­hluta í stjórn­. Þær breyt­ingar komu með nýrri stjórn­ar­skrá 1958 þegar nýtt lýð­veldi var stofn­að eftir mik­inn glund­roða og stjórn­ar­krepp­ur. Það er í raun hinu tvö­falda kosn­inga­kerf­i að þakka að Þjóð­fylk­ing­unni (Front National) hefur verið hald­ið frá völdum síð­ast­liðin ár. Hægri menn kjósa vinstri menn og á víxl til þess að hleypa ekki öfga­fólki að valda­stól­um. Þetta kann þó að vera að breyt­ast.

Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum hefur Þjóð­fylk­ing­in verið á miklu flugi, sér í lagi í norð­ur­hluta lands­ins þar sem þeir virðast ætla að ná hreinum meiri­hluta. Almenn­ingur virð­ist vera halla sér til hægri þegar þjóðar­ör­yggi og stríð eru í fyr­ir­rúmi. UMP – hægri banda­lagið hefur ver­ið lagt niður og nýr hægri flokk­ur, Les Répu­blicans, breið sam­fylk­ing hægri ­manna undir hand­leiðslu Nicolas Sar­kozy hefur litið dags­ins ljós og virð­ist ver­a á mik­illi sigl­ingu í þessum kom­andi hér­aðs­kosn­ing­um. Úrslitin gætu síðan ver­ið ­vísir að því sem ger­ist í for­seta- og alþing­is­kosn­ingum á þar næsta ári.

Breytt stjórn­ar­skrá 

François Hollande ætlar að breyta stjórn­ar­skrá lands­ins til þess að geta fram­leng­t ­neyð­ar­á­stand­inu sem ríkt hefur síðan 16. nóv­em­ber í sex mán­uð­i. Stjórn­ar­skráin gerir ekki ráð fyrir neyð­ar­lögum lengur en í þrjá mán­uð­i. Þetta er gert til þess að takast á við hryðju­verka­menn. Lög­reglan og leyni­þjón­ustan hef­ur ­meiri umsvif og heim­ildir til þess að fylgj­ast með og hand­taka fólk og halda því gæslu­varð­hald­i. 

Til þess að gera þetta þarf hann að sann­færa rík­is­stjórn sína, en ekki síst þingið sem þarf að sam­þykkja þessar til­lög­ur. Eins og stað­an er núna þá virð­ist Hollande vera með allan þann stuðn­ing sem hann þarf; þjóð­ina, ­þingið og rík­is­stjórn­ina.

En neyð­ar­lög er ekk­ert venju­legt ástand. Er ásýnd hins opna og frjálsa Frakk­lands að breytast? Hollande hefur þá þegar sagt að fórna verði frels­inu á kostnað örygg­is­ins.

Þrem­ur moskum hefur verið lokað í Frakk­landi. Hugs­an­lega verður fleiri lokað á næst­unni. Bæna­her­bergjum og sam­komu­stöðum múslima þar sem talið er að öfga­fullar skoð­anir og inn­ræt­ingar þrí­fist hefur sömu­leiðis verið lok­að.

Þeim sem predika hatur verður ekki sýnd nein mis­kunn“, er haft eftir inn­an­rík­is­ráð­herra Frakk­lands, Bern­ard Cazeneu­ve. Hann talar því á svip­uðum nótum og yfir­maður sinn Hollande, sem virð­ist vera vakn­aður til lífs á ný við öll átökin og hryll­ing­inn.    

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None