Star Wars: Leyndin aldrei meiri fyrir frumsýningu

Star Wars
Auglýsing

Vanga­veltur um sögu­þráð nýju Star Wars mynd­ar­innar „The ­Force Awa­kens“ hafa tröll­riðið ýmsum net­miðlum und­an­farna daga og vik­ur. Enda hefur lík­lega aldrei í sög­unni verið jafn­þéttur leynd­ar­hjúpur um efni nokk­urr­ar stór­mynd­ar. Allir sem komu að gerð mynd­ar­innar þurftu að skrifa und­ir­ ­dýra þagn­að­areiða, jafn­vel mán­uðum áður en vinna þeirra hófst.  Sumir af leik­urum mynd­ar­innar hafa ekki séð hana ennþá og fram­leið­end­urnir ákváðu að sleppa hefð­und­inni for­sýn­ingu fyr­ir­ ­blaða­menn. Í lok slíkra for­sýn­inga hefur við­stöddum blaða­mönnum einatt gef­ist tæki­færi til að ræða við helstu stjörn­u­rn­ar. Ekki núna og engin af þeim ­leik­urum sem fram koma í mynd­inni hafa feng­ist til að ræða um hvað ger­ist í mynd­inni, hugs­an­lega er Harri­son Ford und­an­tekn­ing á því.

Eng­inn vissi neitt

Í umfjöllun á Reuters kemur m.a. fram að leyndin hafi ver­ið svo mikil að þegar leik­konan Lupita Nyong´o mætti í fyrsta sinn á töku­stað vissu fáir þar hvað hún vildi upp á dekk. „Ég var í tökum á atriðum þar sem ­sam­leik­arar mínir höfðu enga umhug­mynd um hver ég væri eða hvaða hlut­verk ég væri að leika,“ segir Nyong´o en hún fer með hlut­verk píratans Maz Kanata.

Nýlið­inn , Daisy Rid­ley, sem leikur lyk­il­hlut­verkið í mynd­inn­i ­sem skransal­inn Rey, var látin und­ir­rita þagn­að­areið um þremur mán­uðum áður en hún fékk hlut­verk­ið. Síðan hefur hún ekki einu sinni svarað ein­föld­um ­spurn­ingum um hlut­verk sitt og hvort hún bregði ljósasverði eða ekki í mynd­inni. „Við verðum bara að bíða og sjá til,“ segir leik­kon­an. Leik­ar­inn Adam Dri­ver sem fer með hlut­verk Kylo Ren, ein­hver útgáfa af Svart­höfða, sagð­i ný­lega að hann myndi ekki eftir því hvort per­sóna hans í mynd­inni hefð­i ­sér­stakt tón­list­ar­stef eða ekki. Leik­stjór­inn J.J. Abrams stað­festi síðar að svo væri raun­in.

Auglýsing

Hvar er Logi geim­geng­ill?

Það sem nokkurn veg­inn er vitað um sögu­þráð „The Force Awa­kens“ er að myndin ger­ist um 30 árum eftir að fyrsta myndin Star Wars kom ­fyrir augu áhorf­enda. Til staðar eru þrjár helstu per­sónur fyrstu mynd­ar­inn­ar að sögn fram­leið­enda, þau Logi geim­geng­ill (leik­inn af Mark Hamill), Lei­a prinsessa (leikin af Carrie Fis­her) og ólík­inda­tólið Han Solo (leik­inn af Harri­son For­d).

Vanga­veltur á net­miðlum hafa að hluta til snú­ist um ­spurn­ing­una hvar Logi Geim­geng­ill sé og hvað hann muni gera í mynd­inni. Bent hefur verið á að Mark Hamill hefur hvergi verið að finna í þeim sýn­is­hornum sem birt hafa verið úr mynd­inni. Né er and­lit hans að finna á öllum þeim ­vegg­spjöldum sem gefin hafa verið út í tengslum við kom­andi frum­sýn­ingu. Þetta hefur vakið upp þær spurn­ingar hvort Logi geim­geng­ill muni deyja í mynd­inni eða það sem verra er heill­ast af skugga­hlið „krafts­ins“ eins og faðir hans. Harri­son Ford var spurður um þessa „fjar­veru“ Loga geim­geng­ils og lét Ford hafa það eftir sér að „rétt­mæt ástæða“ lægi þar að baki. Þetta túlka sumir sem svo að Logi muni feta í fót­spor föð­urs síns.



Ævin­týri skransal­ans

Annað sem vitað er um sögu­þráð­inn er að stormsveit­ar­mað­ur­inn F­inn, leik­inn af John Boyega, hittir skransal­ann Rey á plánetu hennar Jukku. Þau tvö, ásamt vél­menn­inu BB-B halda, síðan á vit ævin­týr­anna. Eitt sem vak­ið hefur vanga­veltur er að Rey hef­ur, hingað til, ekk­ert eft­ir­nafn. Þetta þyk­ir ­sönnum Star Wars aðdá­endum vera merki um eitt af tvennu, annað hvort er hún­ ­barn Loga geim­geng­ils eða dóttir þeirra Leiu prinsessu og Han Solo. Boyega hefur svarað spurn­ingum blaða­manna um hlut­verk sitt og mynd­ina í heild á þann hátt að áhorf­endur muni verða glaðir þegar upp er staðið að vita ekki meir en orðið er um sögu­þráð mynd­ar­inn­ar. „Ég vil ekki spilla neinu fyrir áhorf­end­ur,“ ­segir Bou­ega. „Þeir munu þakka mér síð­ar.“ Leik­stjór­inn Abrams tekur í sama ­streng og leik­ar­inn og segir að aðstand­endur mynd­ar­innar vilji að upp­lifun á­hrorf­enda á mynd­inni komi þeim á óvart.

Ný dauða­stjarna?

Á sam­fé­lagsvefnum You Tube má finna mikið af „Star War­s ­sér­fræð­ing­um“ sem hafa farið í saumana á þeim sýn­is­hornum sem gefin ghafa ver­ið út. Ein pæl­ingin er sú að þau Rey og Finn ásamt gamla þrí­eyk­inu þurfi að glíma við ein­hvers­konar nýja útgáfu af dauða­stjörn­unni. Í einu mynd­brot­anna sést Kylo Ren nefni­lega fylgj­ast með ein­hverjum rauð­um, að því er virð­ist, dauða­geisla.

En allar þessar vanga­veltur munu heyra sög­unni til­ þann 14. des­em­ber þegar Star Wars: The Force Awa­kens verður frum­sýnd ytra. Hér­ heima verður myndin frum­sýnd þann 17. des­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None