Vegabréfaskoðun Svía eins og vera sendur á byrjunarreit í Lúdó

vegabrefaeftirlit vegabref syrland irak svíþjóð
Auglýsing

Þann 4. jan­úar næst­kom­andi verður tekin upp vega­bréfa­skoðun við landa­mæri Sví­þjóð­ar. Sænsk stjórn­völd segja þetta nauð­syn­legt til að stemma stigu við straumi flótta­fólks til lands­ins. Búast má við að lestar­ferð frá Kaup­manna­höfn til Malmö taki þá eina og hálfa klukku­stund í stað hálf­tíma. Þús­undir Dana og Svía fara dag­lega fram og til baka um Eyr­ar­sunds­brúna vegna vinnu. „Ára­tuga­skref aftur á bak, eins og vera sendur á byrj­un­ar­reit í Lúdó“ segir danskur vinnu­mark­aðs­sér­fræð­ing­ur.

Sænsk stjórn­völd vita ekki sitt rjúk­andi ráð og standa nán­ast ráð­þrota gagn­vart straumi flótta­fólks til lands­ins. Tala þeirra flótta­manna sem komið hafa til Sví­þjóðar á þessu ári, og sótt um hæli, nálg­ast nú tvö hund­ruð þús­und. Fyrir nokkrum vikum sagði sænski for­sæt­is­ráð­herr­ann Stefan Löf­vén eitt­hvað á þá leið að til Sví­þjóðar væru allir vel­komn­ir, líka fólk í neyð. Lík­lega hefur hann þá ekki rennt grun í að svo margir sem raun ber vitni myndu sjá Sví­þjóð fyrir sér sem hið fyr­ir­heitna land. Fyrir skömmu kom for­sæt­is­ráð­herr­ann fram í sjón­varpi, beygður nokk­uð, og sagði að flótta­manna­straum­ur­inn væri miklu meiri en nokkurn hefði getað grunað og frá lokum síð­ari heims­styrj­aldar hefði Evr­ópa ekki staðið frammi fyrir öðrum eins vanda. Sér þætti afar leitt að til­kynna að Svíar réðu ein­fald­lega ekki við að taka á móti öllum þessum fjölda. Hann sagði einnig að Svíar væru ekki að skor­ast undan ábyrgð en aðrar þjóðir yrðu að leggja sitt af mörk­um. Þótt sænski for­sæt­is­ráð­herr­ann væri kurt­eis í tali duld­ist engum hvert hann beindi orðum sín­um. Aðrir sænskir ráð­herrar sögðu umbúða­laust að Danir reyndu með öllum ráðum að vera „stikk­frí“ og ýta vand­anum frá sér, yfir Eyr­ar­sund. 

Létu ekki sitja við orðin tóm

Svíar létu ekki sitja við orðin tóm. Brátt var fjöl­mennt lið lög­reglu við störf á Hyllie stöð­inni, fyrsta við­komu­stað lest­anna sem koma frá Kastr­up, síð­asta við­komu­stað Dan­merk­ur­meg­in. Hlut­verk lög­reglu­þjón­anna var að skoða per­sónu­skil­ríki far­þeg­anna en stór hluti flótta­fólks­ins (um 80%) hefur enga slíka papp­íra eða neitar að fram­vísa þeim. Algeng svör þegar spurt var um áfanga­stað voru að það væri Nor­egur eða Finn­land en margir ósk­uðu líka eftir hæli í Sví­þjóð. 

Auglýsing

Lítið hefur dregið úr straumnum

Margir bjugg­ust við að þegar vet­ur­inn legð­ist að myndi draga úr straumn­um. Það hefur ekki gerst. Fólk streymir áfram til Þýska­lands, þeir sem ekki hyggj­ast dvelja þar halda til Dan­merkur og stærstur hluti þess hóps áfram til Sví­þjóð­ar. 

Vega­bréfa­skoðun frá og með 4. jan­úar 2016

Fyrir nokkrum dögum til­kynnti ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Sví­þjóð, Morgan Johans­son, að alls­herjar vega­bréfa­skoðun yrði tekin upp við sænsku landa­mærin frá og með 21. des­em­ber. Varla hafði ráð­herr­ann sleppt orð­inu þegar hann til­kynnti um nýja dag­setn­ingu, 4. jan­úar 2016. Frum­varp þessa efnis var jafn­framt lagt fram í sænska þing­inu. Ráð­herr­ann greindi jafn­framt frá því að fyr­ir­tækjum sem flytja fólk til Sví­þjóðar verði gert skylt að ganga úr skugga um að allir far­þegar hafi full­gild per­sónu­skil­ríki áður en komið verður að sænsku landa­mær­un­um. Þannig verður starfs­fólk dönsku járn­braut­anna, DSB, að skoða öll skil­ríki á járn­braut­ar­stöð­inni á Kastrup flug­velli og þeim sem ekki geta sannað á sér deili verður snúið við. Sama gildir um ferjur og rút­ur, þar verða skil­ríki skoðuð áður en farið er yfir landa­mær­in. Sænsk stjórn­völd hafa líka íhugað þann mögu­leika að loka Eyr­ar­sunds­brúnni fyrir umferð, þegar nauð­syn kref­ur, eins og kom­ist var að orði. Sá mögu­leiki verður þó að telj­ast fremur ólík­leg­ur.

Vegabréf frá Sýrlandi og Írak, sem þarf að sýna til að komast til Svíþjóðar.

Hvað þýðir þetta fyrir Dan­mörku? 

Þess­ari spurn­ingu beindi danskur blaða­maður til Inger Støjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála í Dan­mörku á frétta­manna­fundi í ráðu­neyt­inu. „Það vitum við ekki“ svar­aði ráð­herr­ann „en teljum lík­legt að þetta auki þrýst­ing­inn hér í Dan­mörku.“ Inger Støjberg upp­lýsti jafn­framt að hún hefði rætt við þýska inn­an­rík­is­ráð­herr­ann um fyr­ir­ætl­anir Svía og hvað það gæti haft í för með sér fyrir Dani og Þjóð­verja.

Danir bregða kannski á sama ráð og Svíar

Á áður­nefndum frétta­manna­fundi sagði Inger Støjberg að vel kynni svo að fara að Danir yrðu að fara sömu leið og Sví­ar, að taka upp vega­bréfa- og skil­ríkja­skoðun við dönsku landa­mær­in, Þýska­lands­meg­in. Til þess þyrfti að sjálf­sögðu sam­þykki þýskra stjórn­valda. Dönsku járn­braut­irnar hafa bent á að slík skoðun útheimti margt fólk og jafn­vel breyt­ingar á lest­ar­stöðv­un­um. Líka hefur vaknað sú spurn­ing hvort starfs­menn dönsku járn­braut­anna hafi heim­ild til að krefja fólk um skil­ríki og enn­fremur hvort vísa eigi skil­ríkja­lausum börnum úr lest­inni og skilja þau eftir á braut­ar­pall­in­um. Danskir blaða­menn vöktu athygli ráð­herr­ans á því að hér í Dan­mörku er stræt­is­vagna­bíl­stjórum, að við­lagðri refs­ingu, bannað að skilja börn eftir á ólýstum sveita­veg­um. 

Athygli Dana og Svía bein­ist mest að sam­göngum yfir Eyr­ar­sund

Hér í Dan­mörku bein­ist athygli vegna landamæra­eft­ir­lits Svía fyrst og fremst að Eyr­ar­sunds­brúnni og sam­göngum um hana. Það er skilj­an­legt í ljósi þess að þús­undir Svía og Dana fara dag­lega til vinnu yfir sund­ið, Sví­arnir sem sækja til Dan­merkur mun fleiri. Fyrir þetta fólk skiptir ferða­tím­inn miklu máli, og tími er pen­ing­ar. Allt frá því að Eyr­ar­sunds­brúin var tekin í notkun fyrir fimmtán árum hefur verið unnið að því að stytta ferða­tím­ann yfir sund­ið. Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar sagð­ist, í blaða­við­tali, skilja áhyggjur Svía en jafn­framt von­ast til að aðeins yrði um tíma­bundið ástand að ræða. Carsten Wedel, rúm­lega sex­tugur Svíi, sem býr í Malmö en vinnur í Kaup­manna­höfn hefur farið dag­lega yfir sundið til vinnu í rúm tutt­ugu ár. „Eyr­ar­sunds­brúin breytti öllu fyrir mig“ sagði hann „klukku­tími til við­bótar á leið heim úr vinnu minnir óneit­an­lega á liðna tíð og flug­bát­ana sem sigldu yfir sund­ið. Ég verð kannski bara að kaupa mér bíl í fyrsta skipti á ævinn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None