Moranbong: Vinsælasta stúlknasveitin í Norður-Kóreu hvarf í skyndingu frá Kína

moranbong norður kórea
Auglýsing

Mor­an­bong er ein allra vin­sælasta hljóm­sveitin í Norð­ur­-Kóreu, og hún skaust á ný í sviðs­ljós vest­rænna fjöl­miðla í gær þegar sagt var frá því að fyr­ir­hug­aðri tón­leika­ferð Mor­an­bong í Kína hefði verið aflýst á síð­ustu stund­u. 

Hljóm­sveit­in, sem er ein­göngu skipuð kon­um, var mætt til Pek­ing og hafði verið þar í nokkra daga, og meðal ann­ars æft fyrir tón­leik­ana. Með í för var rík­is­kór N-Kóreu. Svo allt í einu sáust með­limir hljóm­sveit­ar­innar stíga út úr rútu á flug­velli í Pek­ing í gær, og flugu aftur til Pjongj­ang. Þetta var nokkrum klukku­stundum áður en fyrstu tón­leikar þeirra á erlendri grundu áttu að fara fram. 

Áætl­unin var að halda þrenna tón­leika í Kína í því skyni að bæta tengslin á milli ríkj­anna tveggja. Vin­áttu­tón­leikar áttu þetta að vera. Þær voru kvaddar með form­legum hætti af hátt­settum ráða­mönnum og sendi­herra Kína. 

Auglýsing

Moranbong á sviði. MYND: EPABreskir og banda­rískir fjöl­miðlar hafa kallað ferða­lagið Spice Girls alþjóða­sam­skipti, með til­vísun í bresku stúlkna­sveit­ina frægu. Rík­is­fjöl­mið­ill­inn í Norð­ur­-Kóreu, KCNA, greindi frá ferða­lagi hljóm­sveit­ar­innar og kórs­ins og sagði heim­inn nú ein­blína á heim­sókn­ina til Kína. Það var kannski helst til sterkt til orða tek­ið, en það er alveg rétt að fjöl­margir fjöl­miðlar sýndu ferða­lag­inu áhuga. 

Kína hefur löngum verið eini banda­maður Norð­ur­-Kóreu, en tengslin á milli hafa verið stirð und­an­farin ár. Ekki síst hefur það átt við eftir kjarn­orku­til­raunir Norð­ur­-Kóreu­manna und­an­farin ár. 



Þykja jafn­vel vest­rænar - og klæða sig á íhalds­sam­an, kyn­þokka­fullan hátt

Sagan segir að Kim Jong-un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu, hafi sjálfur hand­valið með­limi hljóm­sveit­ar­inn­ar. Þær spila allar á hljóð­færi, venju­lega er sveitin með 12 hljóð­færi, auk þess sem þær syngja. 

Hljóm­sveitin þykir vest­ræn að sumu leyti, að minnsta kosti í sam­an­burð­in­um. Hægt er að horfa á flesta slag­ara þeirra á Youtu­be, þær eru með Face­book-­síðu, og þær hafa spilað vest­ræna tón­list í bland við hefð­bundna kóreska tón­list og áróð­urs­söngva. Það er til að mynda frægt að þær spil­uðu þema­lagið úr Rocky á einum tón­leik­um, eins og sjá má hér að neð­an. 

Þá hafa með­lim­irnir þótt nokkuð ögrandi, með hár­greiðslur sem eru óhefð­bundnar í N-Kóreu og í stuttum pils­um. Fjöl­miðlar hafa kallað klæða­burð­inn íhalds­samt kyn­þokka­full­an. Þær eru af mörgum taldar tísku­fyr­ir­myndir í Pjongj­ang, en þessir þættir hafa hins vegar verið tón­aðir niður und­an­far­ið. 

Sögu­sagnir um hvarf 

Eins og oft í Norð­ur­-Kóreu fóru á sveim háværar sögur þegar svo virt­ist sem að stúlkna­bandið hefði horfið af yfir­borði jarðar í sum­ar. Því var velt upp hvort hljóm­sveit­in, sem Kim Jong-un hafði haldið svo mikið upp á, hefði fallið úr náð­inni. Í tvo mán­uði var mikið rætt um það hvar þær væru, og hvort þær hefðu hrein­lega verið hreins­aðar burt, teknar af lífi. Svo allt í einu, í byrjun sept­em­ber, komu þær á stórum tón­leikum í Pjongj­ang. Og þær höfðu hreint ekki fallið úr náð­inni hjá Kim, sem var mættur á tón­leika með sendi­nefnd frá Kúbu með sér. 

Kim Jong-un hlustar á hljómsveitina. MYND: EPA

Og nú hurfu þær frá Kína

Engin skýr­ing var gefin á þessum óvæntu breyt­ing­um. Tel­egraph segir að kín­verskur blaða­maður hafi velt því upp að hljóm­sveitin hafi neitað að koma fram eftir að hafa verið beðin um að breyta söng­text­um. Engin opin­ber skýr­ing er þó komin fram. DPA frétta­stofan segir að ein kenn­ingin sé að stjórn­völd í Norð­ur­-Kóreu hafi móðg­ast yfir fréttum í fjöl­miðlum um að aðal­sprautan í band­inu, Hyon Song Wol, sé fyrr­ver­andi kærasta leið­tog­ans Kim. NK News segir það ljóst að með þessu muni van­traust kín­verskra stjórn­valda í garð kollega sinna í N-Kóreu aukast. En svo er auð­vitað spurn­ingin hversu miklu máli þessi „Spice Girls alþjóða­sam­skipti“ skiptu í raun. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None