Snjallborgin sem býr til heimili framtíðarinnar

Mikil framþróun á sér nú stað þegar kemur að orkunýtingu heimila. Stafangur í Noregi er hálfgerð tilraunastofa í þessum efnum, en þar býr Herdís Sigurgrímsdóttir og fylgist grannt með gangi mála.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Rafmagn
Auglýsing

Stafangur og nágrenni er þessa dag­ana risa­stór til­rauna­stofa fyr­ir­ ­snjall­lausnir sem spara raf­orku, stytta ferða­tíma, draga úr útblæstri og bæta að­hlynn­ingu aldr­aðra, auk ann­arra sam­fé­lags­verk­efna. Risa­vaxið ljós­leið­ara­net og snjall­heilar í raf­magns­töfl­unni eru lyk­ill­inn að heim­ilum fram­tíð­ar­inn­ar. Á snjall­heim­il­u­m Stafang­urs er app í snjall­sím­anum allt í senn: lyk­ill­inn að útidyra­hurð­inni, fjar­stýr­ingin að sjón­varp­inu, termosta­tið á ofn­inum og ­slökkvar­inn fyrir öll ljós heim­il­is­ins.

Snjall­heil­i heim­il­is­ins er líka bein­tengdur dreifi­kerfi raf­orku, fær skila­boð um það hvenær sól­ar­hrings­ins raf­magn er ódýr­ast og setur þá þvotta­vél­ina í gang og hleður raf­bíl­inn. Þá er hægt að tengja hann við þjófa- og bruna­varn­ar­kerfi sem hringir beint í slökkvi­liðið ef reyk­skynj­ar­inn fer í gang. Þannig má spara ­dýr­mætar mín­út­ur. Einnig er verið að þróa snjall­lausnir sem geta ger­bylt umönn­un aldr­aðra.

Nýsköp­un­ar­borg­in Stafangur

Stafangur er ein af níu nýsköp­un­ar­borgum sem taka þátt í risa­vöxnu þró­un­ar­verk­efn­i ­Evr­ópu­sam­bands­ins fyrir snjall­borgir (smarter cities and comm­unities). Á næstu fimm árum munu Stafang­ur, í nánu sam­starfi við Eind­hoven og Manchester, prófa urmul snjall­lausna í borg­ar­skipu­lagi og hús­rekstri. Bestu lausn­irnar verða síðan teknar upp í þrem­ur öðrum evr­ópskum borg­um, Prag, Leipzig og Sabadell á Spáni.

Auglýsing



Það eru ekki bara snjall­hús á list­an­um, þó þau verk­efni hljóti mest­a ­at­hygli. Það er í sjálfu sér ekki nýtt að það sé hægt að opna úti­dyrnar með­ appi, kveikja og slökkva ljós og stjórna kynd­ingu heim­il­is­ins með sím­an­um. Það er ekki mörg heim­ili sem eru útbúin með þeirri tækni enn­þá, en það hefur ver­ið ­gert.

Heild­stæð hugsun í raforku­stjórnun

Nýj­ung­arnar liggja hins vegar í heild­stæðri og kerf­is­bund­inni hugsun um það hvernig maður geti bundið snjall­lausnir saman og fengið fram marg­feld­is­á­hrif sem stuðla að betri borg­ar­sam­fé­lagi. Með mark­vissri notkun á snjall­lausn­unum er hægt að spara um 20% af raf­magns­reikn­ingi heim­il­is­ins. Ef nógu margir taka upp snjall­ari raf­magns­notk­un, þá getur þetta þýtt miklu betri nýt­ingu á öllum innvið­um.

Dreifi­kerfið er byggt til að þola stóra toppa í raf­notkun á morgn­ana og um kvöld­mat­ar­leyt­ið, en liggur að sama skapi og mallar í hæga­gangi á nótt­unn­i. Eftir því sem allt kerf­ið, heim­ilin og vinnu­staðir verða snjall­ari, er bæð­i hægt að koma í veg fyrir óþarfa raf­magns­eyðslu og líka jafna álagið á dreifi­kerf­ið, sem þarf þá ekki heldur að vera jafn­viða­mik­ið.

Nýskap­andi raf­orku­fram­leið­andi

Fyr­ir­tækið Lyse er hér í lyk­il­hlut­verki. Lyse rekur upp­haf sitt til­ vatns­afls­virkj­ana innst í snar­bröttum Lyse-­firð­in­um, austan við Stafang­ur, og er enn umsvifa­mik­ill raf­orku­fram­leið­andi. Fyr­ir­tækið rekur einnig eitt stærsta ­ljós­leið­ara­net í Nor­egi og selur í dag net­þjón­ust­u og sjón­varp til rúm­lega 400.000 við­skipta­vina. Und­an­farin ár hef­ur ­fyr­ir­tækið einnig rekið öfl­ugt nýsköp­un­ar­starf til að þróa snjall­lausnir fyr­ir­ heim­ili og vinnu­staði til að spara raf­magn og dreifa álagi á kerf­ið. Í dag hugsar fyr­ir­tækið enn lengra og vinnur með snjall­lausnir fyrir heima­þjón­ustu og að­hlynn­ingu aldr­aðra, svo dæmi séu tek­in.

Núna er verið að prófa þetta í smáum skala en plönin eru stór. Á næst­u ­þremur árum mun Lyse setja upp sjálf­virka raf­magns­mæla hjá 140.000 við­skipta­vinum sín­um, sem lesa sjálf­krafa af og ­senda gögn til Lyse á klukku­tíma fresti. Þessir mælar tengj­ast lít­illi tölvu sem er í raun heil­inn í snjall­heim­il­inu.



Þar að auki er nú verið að besta lausn­irn­ar. Upp­setn­ing á snjall­lausnum á heim­ilum hefur hingað til kostað mikla vinnu, hugsun og und­ir­bún­ing fyr­ir­ hvert og eitt til­felli. Það hefur hingað til verið algengt að for­ritun á hverju ­snjall­heim­ili fyrir sig hafi tekið um 200 tíma. Lyse er hins vegar búið að þró­a ­staðl­aða snjall­húsa­lausn, sem tekur aðeins tvo tíma að for­rita.

En snilldin við snjall­húsa­kerfið er að maður þarf ekki að hugsa svo ­mikið út í það. Nú þegar er hægt að fá allra handa snjöll tæki og tól, öpp og ­vél­menni sem létta manni lífið á heim­il­inu. Guar­dian birti í vik­unni ágæta ­sam­an­tekt yfir áhuga­verð heim­il­is­tæki sem fást nú þegar eða eru á leið­inni. En hvað er unnið með því að fá mörg tæki sem létta manni líf­ið, ef maður notar tím­ann sem sparast, og vel það, í að læra á tæk­in, for­rita, fikta í still­ing­un­um, hringja í við­gerð­ar­mann og leita að ábyrgð­ar­skír­tein­unum fyrir hvert tæki fyrir sig?

Hvað eru snjall­ar ­borgir?

Hið sama gild­ir um borg­irn­ar. Þær eru sam­býli margra ólíkra afla og aðila. Til þess að þróa rót­tækar og gagn­gerar breyt­ingar á innviðum sam­fé­lags­ins, verða allir að leggj­ast á eitt. “Það er hægt að fylla borg­irnar með tækni svo út úr fló­ir, en ef tækni­lausn­irnar eru ekki tengdar og að vinna sam­an, eða ef við náum ekki að teikna þær inn í heild­ar­skipu­lag­ið, þá missum við af mörgum tæki­færum til að bæta þjón­ust­una við í­bú­ana,” segir Ellen Våland Mauritzen hjá Stafang­urs­borg.

Það er að mörgu leyti það sem stóra snjall­borga­verk­efnið snýst um: að ­sam­eina snjall­lausnir og fá þær til að vinna sam­an. „Þetta verk­efni varir jú bara í fimm ár. Í raun­inni fer mjög lít­ill hluti þessa verk­efnis í að finna upp á nýrri tækni; margt af þessu er nú þegar til. Þannig að það er ekk­ert margt á list­anum sem fær fólk til að segja: ‘vá! Hugs­aðu þér! Í fram­tíð­inni verður þetta hægt!’ Þetta er miklu frekar nýsköp­un­ar­verk­efni, þar sem við próf­um ­tækni­lausnir í nýju sam­hengi eða í stærri skala, með það fyrir augum að ná betri nýt­ingu á orku, plássi, sam­göng­um; eða í öðrum til­gang­i,” bætir kolleg­i hennar við: Gerd Seehuu­sen, sem stýrir verk­efn­inu fyrir hönd Stafang­urs­borg­ar.

„Þegar ég hugsa um nýsköpun og snjall­lausnir, þá dettur mér alltaf í hug ­Ge­org gír­lausi og fugla­húsið sem hann sat með á hausnum til að finna upp á hlut­u­m,” segir Gerd. „Það sem við erum að gera hér er í raun­inni að setja svona ­upp­finn­inga­hatt á heila borg og reyna að fá marga aðila til að þróa lausnir ­saman og hugsa heild­stætt.”

Sam­vinna milli geira ­nauð­syn­leg

Ein af lyk­ilá­stæð­unum fyrir því að Stafangur fékk að taka þátt í ein­u viða­mesta nýsköp­un­ar­verk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins á þessu sviði, þrátt fyrir að Nor­egur sé ekki í ESB, er sú að hér fara saman kraft­mikil nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, há­skólaum­hverfi sem er í góðum tengslum við atvinnu­lífið og sveit­ar­fé­lög sem ­leggja mikið upp úr að styðja við bakið á nýsköp­un.

„Í Stafangri er löng hefð fyrir náinni sam­vinnu milli háskól­ans, at­vinnu­lífs­ins og sveit­ar­fé­lag­anna. Ætli það megi ekki rekja það til­ ol­íu­iðn­að­ar­ins,” segir Gerd Seehuus, verk­efn­is­stjóri hjá Stafang­urs­borg. Stafangur hefur lengi verið mið­punktur norska olíu­iðn­að­ar­ins. „Hér er  mikil hefð fyrir nýsköp­un; að hafa alltaf augun opin fyrir nýjum lausnum og styðja nýjar og lof­andi hug­mynd­ir.”

Tæki­færin í krepp­unni

Stafangur hefur fengið að kenna á lækk­andi olíu­verði, enda mið­punkt­ur norska olíu­iðn­að­ar­ins. Þó að ástandið sé langt frá að geta jafn­ast á við fjár­málakrepp­una á Íslandi, þá hafa fjölda­upp­sagnir og vax­andi atvinnu­leysi verið fastir liðir í fréttum frá Stafangri þetta árið og lítil von á snögg­um bata.

Gerd segir þetta hins vegar hafa góð áhrif á nýsköp­un­ar­um­hverf­ið, í það minnsta fyrir þetta verk­efni. Nú neyð­ist fólk til að víkka ­sjón­deild­ar­hring­inn. Það hefur verið mik­ill fókus á olíu­iðn­að­inn fram að þessu en nú er fólk allt í einu farið að hafa meiri áhuga á verk­efnum eins og þessu.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None