Topp 10 - Jólamyndir

Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur er mikill áhugamaður um kvikmyndir og tók saman lista yfir bestu jólamyndirnar. Þær eru fjölbreyttar og klassískar.

Die Hard
Auglýsing

Það er ómissandi þáttur á mörgum heim­ilum að horfa á jóla­kvik­mynd. Margar eru orðnar sígildar og eru sýndar í sjón­varpi  á hverjum ein­ustu jól­um. Flestar eru gam­an­samar barna eða fjöl­skyldu­myndir þar sem ákveðin boð­skapur eða gildi eru á­ber­andi. Það er þó ekki algilt og í raun er eina skil­yrðið til þess að ­kvik­mynd geti talist jóla­mynd að hún ger­ist í kringum hátíð­arnar og að þær séu í vissum for­grunni. Hér eru nokkrar af þeim allra bestu.

10. Joyeux Noel – 2005

Franska kvik­myndin Joyeux Noel (Gleði­leg jól) fjallar um einn merkasta atburð í sögu hern­að­ar­, jóla­vopna­hléið árið 1914 í fyrri heims­styrj­öld­inni. Þá tóku dát­arnir það upp á sitt eins­dæmi að hætta að berj­ast um stund og í stað þess gáfu þeir hvor­um öðrum gjafir, sungu og spil­uðu knatt­spyrnu. Þetta gerð­ist víða á hinni löng­u vest­ur­víg­línu í Frakk­landi og Belg­íu. Her­for­ingj­arnir voru aftur á móti ekki á­nægðir með upp­á­tæk­ið. Her­mönnum voru mörgum hverjum refsað fyrir athæfið og komið var í veg fyrir að þetta end­ur­tæki sig ári seinna. Í mynd­inni eru sýnd ­þrjú mis­mun­andi sjón­ar­horn, þ.e. franskt, breskt og þýskt og því er hún á þremur tungu­mál­um. Myndin daðrar við það að vera helst til of væmin en ­boð­skap­ur­inn kemst þó til skila. Hún sýnir raun­veru­legan sam­ein­ing­ar­mátt jól­anna.

Auglýsing


9. Edwar­d Sc­iss­or­hands – 1990

Hinn got­neski stíll kvik­mynda­gerð­ar­manns­ins Tim Burton minnir mann frekar á hrekkja­vök­una en jól­in. Engu að síður gerði hann þrjár jóla­myndir í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins: The Night­mare Before Christmas, Bat­man Ret­urns og Edward Sciss­or­hands. Ed­ward (Johnny Depp) er drengur sem búinn er til af öldnum upp­finn­inga­mann­i líkt og í sög­unni af Gosa. Upp­finn­inga­mað­ur­inn deyr þó áður en hann nær að klára að búa til dreng­inn og því hefur hann ein­ungis skæri í stað handa. Tim Burton og Johnny Depp hafa unnið saman að sjö kvik­myndum og er sam­band þeirra fyrir löngu orð­ið ­fyr­ir­sjá­an­legt og leiði­gjarnt. Edwar­d Sc­iss­or­hands var hins vegar fyrsta myndin sem þeir gerðu saman og stend­ur enn tím­ans tönn. Það sem stendur upp úr er feg­urð leik­mynd­ar­inn­ar, þá ­sér­stak­lega ísskúlp­t­úr­arnir sem Edward býr til fyrir ást­ina sína Kim (Winona Ryder).8. The Shop Around the Corner – 1940

It´s a Wond­erful Life er þekktasta jóla­myndin sem stór­leik­ar­inn James Stewart lék í en The Shop Around the Corner er gim­steinn ­sem oft er litið fram hjá. Þetta er krútt­leg ást­ar­saga byggð á ung­versku ­leik­riti sem ger­ist að mestu leyti í lít­illi verslun í Búda­pest. Tveim­ur ­starfs­mönnum í versl­un­inni, Alfred (Stewart)og Klöru (Maureen O´Sulla­van), kemur illa saman en þau vita þó ekki að þau eru í raun penna­vin­ir. Sem penna­vinir verða þau svo ást­fangin þó að þau haldi að þau hafi aldrei hist. ­Myndin ger­ist í aðdrag­anda jól­anna og jóla­ösin í versl­un­inni er stór partur af henni. Myndin endar svo á aðfanga­degi þar sem Alfred og Klara fella loks hug­i ­sam­an. Myndin var leik­stýrð af þýska stór­leik­stjór­anum Ernst Lubitsch sem tald­i hana vera sína bestu mynd á ferl­inum.7. Emil í Lönneberga – 1971

Kvik­mynd­irnar um Emil í Katt­holti eru ekki ein heild heldur sam­an­safn af vignettum rétt eins og bæk­urnar alkunnu sem Astrid Lind­gren skrif­aði. Hver vignetta er saga af ein­hverju skammar­striki Emils. Hápunktur fyrstu kvik­mynd­ar­innar eru jólin og hvernig Emil eyði­leggur jóla­boð fjöl­skyld­unnar með því að bjóða öll­u­m ­fá­tæk­ling­unum í sveit­inni upp á veislu­mat­inn sem bjóða átti frænd­fólki hans. Hvort þetta er eig­in­legt skammar­strik er þó umdeil­an­legt því hér kemur hinn sanni jóla­andi fram.  Emil lýsir því yfir­ að „á jól­unum verður allt lif­andi að fá að borða“ að „mat­ur­inn eigi að vera þar ­sem hann gerir gagn“. Upp­taln­ingin og lýs­ingin á öllum jólamatnum er lík­a eft­ir­minni­leg og þá sér­stak­lega af þeim ótal teg­undum af pylsum sem étnar vor­u í Smá­lönd­unum í upp­hafi sein­ustu ald­ar. Myndin er því góð heim­ild um jóla­hald ­fyrr á tím­um.6. Greml­ins – 1984

Greml­ins skaut­ar milli þess að vera gam­an­mynd, hryll­ings­mynd og ævin­týra­mynd sem jafn­fram­t ­ger­ist á jól­un­um. Í mynd­inni fær ung­lings­pilt­ur­inn Billy Peltzer und­ar­lega veru í jóla­gjöf sem faðir hans keypti af gömlum Kín­verja. Veran sem Kín­verj­inn kall­ar Mogwai en Peltzer feðgar nefna Gizmo á svo eftir að valda gríð­ar­legum usla þegar hún kemst í kynni við vatn. Myndin sló ræki­lega í gegn og Gizmo varð svo vin­sæll og þótti svo krútt­legur að ennþá eru seldir bangsar og önnur leik­föng í hans líki. Fram­halds­myndin Greml­ins 2: The New Batch frá árinu 1990, sem ekki var jóla­mynd og hafði allt ann­að and­rúms­loft, þótti aftur á móti alger­lega mis­heppn­uð. Ser­ían er þó ekki dauð úr öllum æðum því á kom­andi árum munum við fá að sjá þriðja inn­legg­ið.5. Die Hard – 1988

Ein ein­kenni­leg­asta jóla­mynd allra tíma hlýtur að vera Die Hard. Spennu­mynd sem fjallar um gísla­töku í háhýsi og löggu sem brýst inn í það til að bjarga eig­in­konu sinn­i. Hríð­skota­byss­ur, spreng­ing­ar, blóð og einn­ar-lín­u-frasar ein­kenna mynd­ina. ­Myndin gerði til að mynda setn­ing­una: „Yippi­e-ki-yay, motherfucker!“ heims­þekkta. Engu að síður er þetta jóla­mynd og ein af þeim allra bestu. Hún ger­ist öll á að­fanga­dag jóla, jóla­skraut sést alls staðar í mynd­inni og það sem kannski ­mestu máli skiptir þá er tón­listin að miklu leyti jólatón­list. Það er þó ekki alltaf hefð­bundin jólatón­list sem heyr­ist í mynd­inni því t.a.m. má heyra rappslagarann Christmas in Hollis með­ hljóm­sveit­inni Run D.M.C.  Fram­halds­myndin Die Hard 2 sem kom út tveimur árum seinna ger­ist einmitt líka á jól­un­um.4. Fanny och A­lex­ander – 1982

Eitt mesta meist­ara­verk sænska snill­ings­ins Ing­mars Berg­man er fjöl­skyldusagan Fanny og Alex­ander. Myndin sem séð er frá sjón­ar­horni systk­ina frá Upp­sölum skömmu eftir alda­mót­in 1900 hefur reyndar bæði verið gefin út sem bíó­mynd og sem þátta­röð. Myndin hefst í jóla­boði hjá Ekdahl fjöl­skyld­unni og það er eft­ir­minni­leg­asti hlut­i ­mynd­ar­inn­ar.  Fjöldi manns er sam­an­kom­in og allsnægt­ir, fjör og ham­ingja svífa yfir öllu, sér­stak­lega hjá börn­un­um. ­Myndin tekur þó skarpa beygju þegar fjöl­skyldu­fað­ir­inn deyr og móð­irin gift­ist bisk­upi sem er bæði strangur og grimm­ur. Í mynd­inni reyndi Berg­man að end­ur­ger­a þau jól sem hann mundi eftir sem barn í Upp­sölum. Hún er því mjög per­sónu­legt verk og hans hinsta bíó­mynd í fullri lengd. Mynd­in hlaut fern ósk­arsverð­laun m.a. fyrir kvik­mynda­töku. En að henni stóð hinn mikli ­meist­ari Sven Nykvist.3. The Miracle on 34th Street – 1947

Myndin er ein af þessum sígildu amer­ísku jóla­myndum sem ­sýndar eru á hverju ári í sjón­varpi þar ytra. Hún fjallar um jóla­svein­inn sem kemur til New York og fær vinnu hjá Macy´s stór­versl­un­inni. Hann er ­góð­hjart­aður og snjall en jafn­framt heið­ar­legur og þrjósk­ur. Sveinki lend­ir bæði inn á geð­deild og í rétt­ar­sal þar sem hann þarf að sýna fram á það að hann sé í raun og veru jóla­sveinn­inn þar sem fæstir nema þá börnin trúa hon­um. En eins og tit­ill­inn gefur til kynna þá fjallar myndin aðal­lega um trúnna á eitt­hvað yfir­nátt­úru­leg­t.Annað gam­al­kunn­ugt jóla­þema kemur einnig við sög­u, þ.e. græðgin. Galdur mynd­ar­innar er þó aðal­lega fólg­inn í breska leik­ar­an­um Ed­mund Gwenn sem leikur sveinka af stakri snilld. Svo vel reyndar að hann fékk ósk­arsverð­laun fyrir vikið fyrir leik í auka­hlut­verki.2. Home Alone – 1990

Home Alone er ein af vin­sæl­ustu kvik­myndum allra tíma. Þetta er gam­an­söm fjöl­skyldu­mynd úr smiðju John Hug­hes sem gerði hinn 10 ára gamla Macauley Culkin að heims­frægri barna­stjörnu. Fyrri helm­ingur mynd­ar­innar minn­ir um margt dönsku barna­bók­ina Palli var einn í heim­inum, þ.e. ungur drengur óskar sér þess að fjöl­skylda hans hverfi og það ger­ist. Það hefur ýmsa kosti að vera aleinn og eft­ir­lits­laus heima hjá sér en það er aftur á móti ein­mana­legt að vera aleinn um jól­in. ­Seinni helm­ingur mynd­ar­inn­ar, þegar inn­brots­þjófar brjót­ast inn í hús­ið, er eins og svæsnasti Tomma og Jenna þáttur þar sem ofbeldið verður nán­ast yfir­gengi­legt en á kómískan hátt þó. Vin­sæl fram­halds­mynd var gerð tveimur árum seinna með sömu leik­urum og nokk­urn ­veg­inn sömu for­múl­unni.1. Scrooged – 1988

Jóla­saga var ­skrifuð af Charles Dic­kens árið 1843 og hefur verið marg­kvik­mynduð í gegn­um ­tíð­ina. Í Scrooged er sagan þó sett í nú­tíma­bún­ing og gerð mun gam­an­sam­ari. Bill Murray leikur aðal­hlut­verk­ið, ­kald­rifj­aða sjón­varps­fram­leið­and­ann Frank Cross (byggður á Eben­ezer Scrooge), ­sem þrælar starfs­fólki sínu út á jól­un­um. En í sjón­varps­ver­inu er einmitt ver­ið að setja upp Jóla­sögu Dic­kens. Rétt eins og í Jóla­sögu er hann heim­sótt­ur af draugi for­vera síns og svo þremur draugum sem sýna honum hina baga­legu for­tíð, nú­tíð og fram­tíð. Inn í þetta er svo tvinnuð ást­ar­saga hjá Cross og fyrr­ver­and­i kær­ustu hans, sem leikin er af Karen Allen. Auð­vitað endar þetta allt vel og all­ir ­syngja og dansa saman í lokin við Annie Lennox lagið Put a Little Love in Your Heart.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None