Tímamótaákvörðun framundan – Hjálpardekkin tekin af

Hvað gerist þegar Seðlabanki Bandaríkjanna byrjar að hækka vexti, eftir meira en sjö ára tímabil þar sem örvunaðgerðir hafa einkennt þróun efnahagsmála?

Bandaríkjadalur
Auglýsing

Frá miðju ári 2008 hafa stýri­vextir í Banda­ríkj­unum ver­ið 0,25 pró­sent. Grund­vall­ar­rök­semdin fyrir lágum vöxtum í þetta langan tíma, það er rúm­lega sjö ár, er sú að hag­kerfið þarf á „súr­efni“ að halda til að geta náð við­spyrnu eftir erf­ið­leik­ana sem fylgdu fjár­málakrepp­unni sem náði hámarki á ár­unum 2007 til 2009. Líkja má vaxta­stefn­unni und­an­farin ár við hjálp­ar­dekk á hjól­i, þar sem ódýrt fjár­magn og örv­un­ar­að­gerðir seðla­bank­ans hafa stutt við fjár­mála­kerfi og verð­bréfa­mark­aði í upp­bygg­ingu, eftir djúpa kreppu. Þeg­ar ­vaxta­hækk­unin á sér stað, vilja margir meina að alvara lífs­ins taki við á fjár­mála­mörk­uð­um, og þá muni koma í ljós, smátt og smátt, hversu sterk­ur al­þjóða­bú­skap­ur­inn er í reynd.

Seðla­banki Banda­ríkj­anna, með Dr. Janet Yellen ­seðla­banka­stjóra í broddi fylk­ing­ar, heldur síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­fund sinn á ár­inu dag­ana 15. til 16. des­em­ber, og mun þá skýr­ast hvort það er til­efni til­ þess að hefja vaxta­hækk­un­ar­feril eða ekki. Þessi atburður markar tíma­mót fyr­ir­ hinn alþjóða­vædda við­skipta­heim enda Banda­ríkja­dalur útbreiddasta og stærsta ­mynt heims­ins. Um mitt þetta ár var 63,8 pró­sent af heild­ar­gjald­eyr­is­forða heims­ins í Banda­ríkja­dal. Næst á eftir kemur evra en 20,5 pró­sent af gjald­eyr­is­forða þjóð­ríkja.

Auglýsing


Inn­an­lands og utan

Sjón­ar­miðin sem Seðla­banki Banda­ríkj­anna þarf að taka til­lit til eru mörg. En í grófum dráttum má skipta þeim í þau sem telj­ast til­ hag­fræði­legra þátta inn­an­lands ann­ars veg­ar, og síðan atriða sem tengj­ast þró­un efna­hags- og stjórn­mála utan Banda­ríkj­anna. Þar getur verið snúið að vega hags­muni og meta.

Við­spyrnan hafin

Alveg frá því í byrjun árs 2009, þegar Barack Obama tók við ­sem for­seti af George W. Bush, hefur stærsta verk­efni stjórn­valda ver­ið end­ur­reisn efna­hags­ins. Á skömmum tíma fór atvinnu­leysi upp í tæp­lega 10 ­pró­sent, árið 2010, og almennur slaki ein­kenndi efna­hag­inn. Frá þeim tíma hef­ur ­leiðin legið upp á við. Atvinnu­leysi er komið niður í fimm pró­sent og hag­vaxt­ar­tölur þykja góð­ar, og horfur stöðug­ar. Hag­vöxt­ur­inn verður lík­lega á bil­inu tvö til þrjú pró­sent á þessu ári, og sam­setn­ing hans þykir æski­leg.

Þjóð­ar­skuldir Banda­ríkj­anna halda þó áfram að hækka, en þær ­nema í daga 18,7 trilljónum Banda­ríkja­dala. Reglu­lega hafa sprottið upp deil­ur í Banda­ríkja­þingi vegna þess að skulda­þakið þarf að hækka, svo að rekstur hins op­in­bera geti haldið áfram. Til þessa hefur ávallt verið sam­þykkt að hækka skulda­þak­ið, þannig heldur áfram sú staða sem telja má vera eyðslu um efni fram. Opin­berar skuldir í Banda­ríkj­unum nema nú tæp­lega 75 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu.

Mikil ávöxtun á verð­bréfa­mörk­uðum

En því er ekki að leyna að lág­vaxtaum­hverfið und­an­farið ár hefur skapað um margt sér­stakar aðstæður á verð­bréfa­mörk­uð­um. Vísi­tala Nas­daq hluta­bréfa­mark­að­ar­ins hefur meira en þre­fald­ast á fimm árum, og gengi margra ein­stakra félaga hefur verið langtum betra. Sá fjár­festir sem keypti hluta­bréf ­sem tengd voru ávöxtun vísi­töl­unnar fyrir 100 millj­ónir árið 2010 á tæp­lega 330 millj­ónir í dag. Það telst góð ávöxtun á fimm árum.Sér­fræð­ingar hafa margir hverjir velt því fyrir sér, hvort hið langa lága­vaxtaum­hverfi hafi haft þau áhrif, að bóla hafi mynd­ast á hluta­bréfa­mark­að­i hér í Banda­ríkj­un­um. Ódýrt sé að taka áhættu með lán­töku, og end­ur­fjár­mögnun sé auð­veld. Þetta geti blindað mönnum sýn, þegar fjár­magns­kostn­aður byrjar að  hækka, eins og nú er stefnt að. Seðla­banki ­Banda­ríkj­anna telur þó að nægi­leg efir­spurn sé í grunn­hag­kerf­inu til þess að ­mæta þeim skamm­tíma­á­hrifum sem hækkun vaxta geti haft á fjár­mála­mark­að­i. Hefð­bunin lán­taka heim­ila, svo sem hús­næð­is­lán, bíla­lán og við­halds­lán, mun­i verði ekki dýr­ari við 0,25 pró­sent stýri­vaxta­hækk­un, nema þá í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. Frekar eru það fyr­ir­tæki, sjóðir og þjóð­ríki sem mun­u f­inna beint fyrir hækkun fjár­magns­kostn­að­ar, en óbeinu áhrifin er það sem helsta óvissan ríkir um. Hugs­an­lega gæti vaxta­hækkun stuðlað að færslu fjár­magns af hluta­bréfa­mark­aði inn á skulda­bréfa­mark­að, í ljósi hærri vaxta, en vandi er þó um slíkt að spá.

Þrýst á um að halda vöxtum niðri

Wall Street Journal, sem þekkt er fyrir vönduð skrif um gang ­mála á fjár­mála­mark­aði, segir að fjár­festar telji nær öruggt að stýri­vext­ir verði hækk­aðir úr 0,25 pró­sent í 0,5 pró­sent síðar í mán­uð­in­um. Sam­kvæmt könn­un ­blaðs­ins meðal hag­fræð­inga voru um 80 pró­sent þeirra á því að Seðla­bank­inn ­myndi skaða orð­spor sitt ef vextir yrðu ekki hækk­að­ir, í ljósi yfir­lýs­inga sem helstu stjórn­endur bank­ans, þar á meðal Yellen sjálf, hafa gefið út. Þegar hún­ ræddi við nefnd­ar­menn efna­hags­nefndar Banda­ríkja­þings, í síð­asta mán­uði, mátt­i heyra á henni að und­ir­bún­ingur vegna vaxta­hækk­unar væri langt kom­inn. Eða í það minnsta voru orð hennar túlkuð á þann veg, meðal helstu álits­gjafa og ­sér­fræð­inga á mörk­uðum hér í Banda­ríkj­un­um.

Strax í byrjun árs­ins gaf Yellen út þá yfir­lýs­ingu, á lík­lega yrðu vextir hækk­aðir á þessu ár, og gaf flest til kynna að það yrði um mitt ár. Í raun hafa hag­tölur í Banda­ríkj­unum ekki mikið breyst frá þeim tíma, nema þá til hins betra. Atvinnu­leysi minnkað og grunn­stoðir hag­kerf­is­ins styrkst.

Á meðan út í heimi

Það  sem helst hef­ur þótt snúið fyrir Seð­al­banka Banda­ríkj­anna í aðdrag­anda vaxta­hækk­un­ar­fer­ils­ins er að meta hver áhrifin verða í hinum ýmsu löndum heims­ins, sem hafa mik­illa hags­mun­i að gæta í Banda­ríkja­dal, meðal ann­ars vegna opin­bera skulda í Banda­ríkja­dal. Mörg ný­mark­aðs­ríki ganga nú í gegnum mikla erf­ið­leika, einkum olíu­fram­leiðslu­ríki og þau sem eiga mikla hags­muni undir sölu hrá­vara inn á Kína­mark­að. Olíu­verð hef­ur ­lækkað hratt á und­an­förnu áru, og fleiri hrá­vörur einnig. Þetta hefur leitt til­ efna­hags­hruns í stórum löndum eins og Bras­ilíu, með 200 millj­ónir íbúa, og Ní­ger­íu, þar sem búa 187 millj­ónir manna. Brasilía er stærsta ríki Suð­ur­-Am­er­ík­u og Nígería fjöl­menn­asta ríki Afr­íku.

Hækkun fjár­magns­kostn­aðar á skuld­bind­ingum í Banda­ríkja­dal ­getur hafta alvar­legar afleið­ingar fyrir ríki í við­kvæmri stöðu.

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur hvatt Seðla­banka ­Banda­ríkj­anna til þess að fara var­lega í vaxta­hækk­un­um, og huga vel að stöð­u ­mála í heims­bú­skapn­um, í ljósi þess að stýri­vextir séu afar áhrifa­miklir þegar kemur að flæði fjár­magns á alþjóða­mörk­uðum. Hún væri við­kvæm, meðal ann­ars vegn stríðs­átaka, óróa í stjórn­málum og vax­andi erf­ið­leika hjá mörgum hrá­vöru­stór­veld­um. Þá væri komn­ar fram vís­bend­ingar um minnk­andi eft­ir­spurn í Kína, og ef slík þróun heldur áfram þá gæti að haft mikil áhrif á þróun mála í heim­inum öll­um.

Hvað með áhrifin á Ísland?

Mitt á milli Amer­íku og Evr­ópu er Ísland að rísa upp eft­ir ­mik­inn öldu­dal í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Hag­vöxtur mæld­ist 4,6 pró­sent á fyrstu níu mán­uðumárs­ins, sem er með því mesta sem ger­ist meðal þró­aðra ríkja í augna­blik­inu, og atvinnu­leysi er með minnsta móti, eða 3,8 pró­sent. Þá mælist verð­bólga tvö pró­sent og stýri­vextir með þeim allra hæstu í heimi, 5,75 pró­sent.

Ísland hefur gert upp skuldir sínar í Banda­ríkja­dal við Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn og framundan eru aðgerðir til að losa um fjár­magns­höft, eins og kunn­ugt er.

Ákvörðun Seðla­banka Banda­ríkj­anna um að hækka vexti, hvort ­sem það ger­ist á síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­degi árs­ins eða í byrjun næsta árs, hefur lík­lega ekki bein áhrif á efna­hag Íslands. Áhrif á alþjóð­lega fjár­mála­mark­aði gæt­u verið þó nokk­ur, einkum þegar kemur að vaxta­kjörum og aðgengi ríkja að fjár­magni. Mestu áhrifin fel­ast þó lík­lega í skila­boðum um að mestu erf­ið­leik­arn­ir, sem rekja má til fjár­málakrepp­unnar á árunum 2007 til 2009, séu að baki. 

Að mörgu leyti stendur Ísland vel um þessar mundir, í sam­an­burði við aðrar þjóð­ir, og þarf ekki að kvíða því að vaxta­kostn­aður vegna skulda í Banda­ríkja­dal hækki og verði íþyngj­andi, eins og mörg önnur ríki. En eins og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur bent á, getur vaxta­hækk­unin í Banda­ríkj­unum kallað fram áhrif sem erfitt er að sjá fyr­ir. Og þar er allt alþjóða­mark­aðs­svæðið und­ir.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None