Vinsæll einræðisherra verður að þrætuepli stórveldanna

Bashar-al Assad, forseti Sýrlands, er í miðdepli hörmulegra stríðsátaka í Sýrlandi þessa dagana. Stórveldi heimsins, Bandaríkin og Rússland þar helst, deila um hvort mögulegt sé að vinna með honum. Saga Assads er óvenjuleg og margslungin.

Kristinn Haukur Guðnason
Assad
Auglýsing

Bashar al-Assad ætl­aði aldrei að verða ein­ræð­is­herra. Hann ætl­aði að verða augn­læknir og lifa rólegu lífi ásamt æsku­ást­inni sinni, hinn­i bresku Ösmu Akhras. Í dag lifir hann í hálf­gerðum fel­um, í blóð­u­gri ­borg­ara­styrj­öld sem hann sjálfur skap­aði og bíður þess að Banda­ríkja­menn, Rússar og Evr­ópu­sam­bandið komi sér saman um fram­tíð hans. 

Átti ekki að taka við

Árið 1963 var rík­is­stjórn Sýr­lands steypt af hernum og hin sós­íal­íska og þjóð­ern­is­sinn­aða Ba´­ath hreyf­ing komst til valda. Einn af for­kólf­unum í valdarán­inu var Hafez al-Assa­d, faðir Bas­hars. Hafez náði svo völdum eftir hjaðn­inga­víg innan hreyf­ing­ar­inn­ar árið 1970 og var for­seti lands­ins og ein­ræð­is­herra þar til hann lést árið 2000. Eins og oft vill verða í ein­ræð­is­ríkjum þá var ákveðið að völdin skyldu haldast innan fjöl­skyld­unn­ar. 

Upp­haf­lega átti Rifa­at, yngri bróðir for­set­ans, að taka við emb­ætt­inu að honum látn­um. En Rifaat var gerður útlægur frá Sýr­landi eft­ir mis­heppnað valda­rán árið 1983 þegar bróðir hans var þungt hald­inn eft­ir hjarta­á­fall. Eftir þetta var ljóst að Bassel, elsti sonur for­set­ans, myndi taka við. Bassel komst fljótt til met­orða innan hers­ins og var hann kynntur fyr­ir­ öllu því sem ein­ræð­is­herrar þurfa að kunna. Hann varð dáður innan Sýr­lands og ­virki­leg eft­ir­vænt­ing ríkti eftir því að hann tæki við stjórn lands­ins. En árið 1994 lést Bassel í bíls­slysi aðeins 31 árs gam­all. Þá kall­aði for­set­inn Bas­har, næst elsta son sinn, heim frá Bret­landi þar sem hann stund­aði nám í augn­lækn­ing­um. Bashar sem var þremur árum yngri en Bassel var mun hóg­vær­ari og hafði verið mun minna í sviðs­ljós­inu en bróðir sinn. Þetta var staða sem Bashar átti ekki von á og hafði aldrei ætlað sér. Hann hafði fram af þessu litla sem enga her­þjálfun (var um skamman tíma læknir í hern­um) og ekki sýnt stjórn­málum neinn áhuga. Þegar Hafez lést árið 2000 var boðað til­ ­kosn­inga og Bashar var kjör­inn með 99,7% atkvæða, en auð­vitað var eng­inn ­mót­fram­bjóð­andi.

Auglýsing



Vest­rænt nútíma­fólk

Eig­in­kona Bas­hars heitir Asma al-Assad (áður Akhras). Hún er 10 árum yngri en eig­in­maður sinn, fædd og upp­alin í Bret­landi af sýr­lenskum ­for­eldr­um. Hún nam tölv­un­ar­fræði og franskar bók­menntir við King´s Col­lege í London og vann um stund hjá J.P. Morgan fjár­fest­ing­ar­bank­an­um í New York og Par­ís. Þau kynnt­ust í London á náms­árum sínum en héldu sam­band­i sínu leyndu þar til í árs­byrjun 2001 þegar til­kynnt var að þau hefðu gifst í leyni­legri athöfn skömmu áður. 

Assad og fjölskylda. Mynd: Vogue.

Þau eiga saman þrjú börn, syn­ina Hafez og Karim og dótt­ur­ina Zein, öll fædd á árunum 2001-2004. For­seta­hjónin þykja mjög vest­ræn í fasi og í klæða­burði. Þó þau séu vell­auðug (auður Assads er met­inn á milli 70 og 200 millj­arða króna) þá er klæðn­aður þeirra og útlit yfir­leitt lát­laust. Asma ber sjaldn­ast skart­gripi, úr eða annað glingur en þykir engu að ­síður þokka­full og smekk­leg. Þeim leið­ist þó ekki sviðs­ljósið og t.a.m. hafa þau sést borða hádeg­is­mat með Hollywood-par­inu Brad Pitt og Ang­el­inu Joli­e. 

Fyr­ir­ ­stríðið var Asma mjög sýni­leg og virk í sýr­lensku sam­fé­lagi. Hún tók þátt í ýmsum góð­gerð­ar­málum og stofn­aði sam­tök til að virkja ungt fólk og sýna því fram á fram­tíð­ar­mögu­leika sína. Hún hefur einnig starfað að efl­ingu menn­ing­ar og sögu­vit­undar lands­ins. Asma fékk t.d. sér­fræð­inga frá Lou­vre safn­inu og fleiri til að skipu­leggja  safna-og forn­leifa­starf lands­ins. Sýr­land er ævafornt og stór­merki­legt menn­ing­ar­svæði þaðan sem m.a. veldi Fönik­íu­manna ­spratt fyrir rúmum 3000 árum síð­an. Assad hjónin og meira að segja börnin vor­u alla tíð fram að stríði mjög sýni­leg. Fjöl­miðlar voru not­aðir til þess að sýna fram á hversu lát­laus, venju­leg og nútíma­leg fjöl­skyldan var. Í grein sem birt var í tísku­tíma­rit­inu Vogue rétt ­fyrir ófrið­inn seg­ir: „Það er skreytt jóla­tré. Hin sjö ára Zein horfir á Tim Burton kvik­mynd­ina Alice in Wond­er­land á iMac tölvu for­set­ans. Sex ára bróðir henn­ar, Karim, býr til hákarl úr ­legókubbum og hinn níu ára Hafez pru­far nýju raf­magns­fiðl­una sína.

Tekur í gikk­inn

Í des­em­ber árið 2010 hófust mót­mæli í Norð­ur­-Afr­íku­rík­inu Tún­is. Þetta hratt af stað mót­mæla­öldu í flestum Arabaríkjum og sums staðar brut­ust út vopnuð átök. Þessi vit­und­ar­vakn­ing og mót­mæla­hrina var kölluð arab­íska vorið og barst hún til Sýr­lands þann 15. mars árið 2011. Fjöl­menn mót­mæli voru haldin í höf­uð­borg­inni Damasku­s þar sem kraf­ist var kerf­is- og lýð­ræð­isum­bóta, minni spill­ing­ar, lausn póli­tískra fanga o.fl. Ekki var þess kraf­ist að Assad for­seti eða Ba´­ath flokk­ur­inn færi frá völd­um. Í stað þess að koma til móts við mót­mæl­end­urnar beitti for­set­inn bæði lög­reglu og hernum af hörku gegn þeim og fljót­lega fóru líkin að hrann­ast upp.

Þessi við­brögð for­set­ans komu bæði mót­mæl­end­unum sjálfum og heims­byggð­inni mjög á ó­vart. Það tókst þó ekki að bæla niður mót­mælin heldur urðu þau ill­víg­ari og þá varð krafan sú að koma stjórn­inni frá með góðu eða illu. Í upp­hafi vor­u ­mót­mæl­endur nokkuð sam­heldin hópur sem víg­bjóst og hafð­ist að mestu til í borg­inni Homs norðan við Damaskus. Síðan rofn­aði sam­staðan og ýmsir víga­hópar ­börð­ust bæði við stjórn­ar­her­inn og hvorn ann­an. Í dag ríkir svo eig­in­leg ­borg­ara­styrj­öld í land­inu þar sem margir herir berj­ast sín á milli og erlend ­ríki hafa bland­ast inn í þá bar­daga, allir með sína eigin hags­muni að ­leið­ar­ljósi.

Meira en 300.000 manns hafa fallið í stríð­inu og næstum helm­ing­ur af þeim 22 millj­ónum sem búa í land­inu hafa þurft að flýja heim­ili sitt. Flækju­stigið í stríð­inu er það hátt að erfitt er að sjá fyrir end­ann á því. Helsta þrætu­epli erlendra stór­velda varð­andi stríðið í Sýr­landi er staða Assads. Vest­ur­veldin vilja hann frá en Rússar vilja hafa hann áfram. Sýr­land hefur allt frá tímum Sov­ét­ríkj­anna verið eitt helsta vina­ríki Kreml­verja í Mið­aust­ur­lönd­um og Assad fjöl­skyldan hefur reynst þeim vel. 

Rússar komu inn í stríðið undir því ­yf­ir­skini að þeir myndu herja á hina skelfi­leg­u hreyf­ingu íslamska ríkið í aust­ur­hluta lands­ins en í raun varpa þeir sprengj­u­m á alla þá sem ógna Assad að ein­hverju ráði. Staða Vest­ur­veld­anna er flókn­ari því þó að þeir vilji for­set­ann burt þá er hann sann­ar­lega skárri kostur en íslamska rík­ið. Ekki má gleyma því að í upp­hafi ­for­seta­tíðar hans höfðu Vest­ur­veldin nokkra trú á honum sem leið­toga og að hann ­myndi koma á umbótum innan Sýr­lands. Hann virt­ist ná að sam­eina landið og hélt t.a.m. vernd­ar­skildi yfir kristnum Sýr­lend­ing­um. Í Bret­landi kom til greina að ­slá hann til ridd­ara. Það er hins vegar utan­rík­is­stefna hans sem kemur illa við Vest­ur­veld­in, þá helst banda­lag hans við Rúss­land og Íran og svo mikil and­staða við Ísra­els­stjórn. Assad hefur jafn­framt verið einn dygg­asti stuðn­ings­maður bæði Hez­bollah hreyf­ing­ar­innar í Líbanon og Hamas í Palest­ínu.

Lítur út úr skel­inni

Í októ­ber síð­ast­liðnum heim­sótti Assad vin sinn Vla­dimír Pútín í Rúss­landi í fyr­ir­vara­lausri en jafn­framt opin­berri heim­sókn. Þetta var í fyrsta skipti sem hann fer út fyrir landa­mæri Sýr­lands síðan stríðið hóf­st árið 2011. Þetta gefur til kynna að sjálfs­traust for­set­ans sé að efl­ast og einnig sú trú hans að hann muni sitja áfram eftir stríðs­á­tökin. Það hefur þó ekki alltaf verið raun­in. Á sein­ustu árum hefur oft liðið lang­ur ­tími milli þess sem for­set­inn hefur sést í sýr­lenskum fjöl­miðl­um. Asma sést ekki nærri eins mikið og fyrir stríðið en engu að síður heldur hún úti Instagram ­reikn­ingi þar sem reglu­lega birt­ast myndir af henni og þó nokkrar af hjón­un­um ­sam­an. Þetta virð­ist gert til þess að halda á lofti þeirri til­finn­ingu að allt ­gangi sinn vana­gang. Börn­unum hefur þó að mestu verið haldið frá fjöl­miðl­u­m sein­ustu ár og í raun lítið vitað um þau. Fjöl­skyldan býr ekki lengur í for­seta­höll­inni sem stendur á hæð í útjaðri Damasku­s-­borgar heldur á ónefnd­um ­stað

Þó að bar­dagar fari að mestu leyti fram langt frá höf­uð­borg­inni þá er ­for­seta­höllin engu að síður álit­legt skot­mark. Það virð­ist þó eins og stríð­ið hafi ekki tekið mikið á hann. Margir stjórn­mála­menn eld­ast hratt í emb­ætti, þá ­sér­stak­lega þegar ein­hverjar meiri­háttar ham­farir eða stríð ganga yfir­. Frétta­mað­ur­inn Jer­emy Bowen sem starfar fyrir BBC í mið­aust­ur­löndum tók við­tal við for­set­ann bæði fyrir stríð­ið og nú nýver­ið. Hann sagð­ist engan mun sjá á for­set­an­um. Hann væri ennþá kurt­eis og hlýr, brosti mikið og kæmi vel fram. Hann er sjálfsör­uggur (a.m.k. gagn­vart ­fjöl­miðl­um) og virð­ist alger­lega viss um sína frá­sögn af atburðum sein­ustu ára. Hann seg­ist ekki hafa gert neitt rangt sjálfur og að mót­mæl­end­urnir í arab­íska vor­inu hafi komið stríð­inu af stað með ofbeldi. Einnig við­ur­kennir hann ekki að ­sýr­lenski stjórn­ar­her­inn hafi beitt efna­vopnum eða tunnu­sprengjum eins og kunn­gjört hefur ver­ið. Hann telur sig vera að berj­ast við hryðju­verka­menn, hvort sem það eru ISIS eða aðr­ir hópar, og að umheim­ur­inn verði að skilja það. Mest kennir hann þó Saudi Aröbum um stríð­ið. Að þeir fjár­magni hryðju­verka­menn í land­inu og að þeir boði wahabis­mann í land­inu, hina öfga­fullu súnní-­reglu. Sjálf­ur ­seg­ist for­set­inn hand­viss um að hann haldi völdum þegar stríð­inu lýkur. Það er þó alveg ljóst að það er ekki í hans hönd­um. Það er alger­lega und­ir­ stór­veld­unum komið hvort hann situr eða verður lát­inn víkja og skiptir bar­átt­an við íslamska rík­ið þar auð­vitað höf­uð­máli. 



Ef Vest­ur­veldin líta svo á að sú bar­átta skipti meira máli gætu þau unað honum að ­sitja áfram þó svo að litið væri á hann horn­auga. Hafa ber í huga að all­ri Assad fjöl­skyld­unni er mein­aður aðgangur að Evr­ópu­sam­bands­svæð­inu (að Ösmu und­an­skil­inni þar sem hún er breskur rík­is­borg­ari). Ef Rússar gefa eftir og Assad yrði fórnað yrði fjöl­skyld­unni ekki stætt á að búa áfram í land­in­u. Vafa­laust fengju þau samt hæli annað hvort í Rúss­landi eða Íran. Eins og er virð­ist fyrri kost­ur­inn lík­legri en eins og áður hefur verið sagt er flækju­stigið svo hátt í stríð­inu að erfitt er að segja hver afdrif ein­ræð­is­herr­ans og fjöl­skyldu hans verða.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None