Banksy málaði mynd af Steve Jobs í Calais

Steve Jobs Banksy
Auglýsing

Í bænum Cala­is er stærstu flótta­manna­búðir Frakk­lands. Þar haf­ast við um 4.500 flótta­menn í tjald­búðum og freista þess að kom­ast yfir Erma­sundið til Bret­lands. Flest­ir þeirra eru frá Sýr­landi. Á þessu svæði, sem er kallað frum­skóg­ur­inn, hefur mynd­ast neyð­ar­á­stand und­an­farna mán­uði: kuld­i, hungur og mikil örvænt­ing  hefur grip­ið um sig þegar fólk hefur reynt að ryðj­ast inn í Erma­sunds­göng­in.

Borg­ar­yf­ir­völd og ýmis félaga­sam­tök hafa reynt sitt besta til þess að veita flótta­mönnum ein­hverja lág­marks­þjón­ustu og hjálp­. Margir hafa fært þeim föt, teppi, mat og lyf í vetr­ar­kuld­an­um. Einn þeirra sem nú ­leggur þeim lið er lista­mað­ur­inn og huldu­mað­ur­inn Ban­sky. Hann hefur málað fjór­ar ­mynd á veggi í Cala­is; ein af þeim sýnir sýr­lenska flótta­mann­inn Steve Jobs.  

Arf­leið flótta­manna

Með þess­ari mynd vill Ban­sky minna á að flótta­menn eru ekki vanda­mál heldur auð­lind. Flótta­mað­ur­inn Steve Jobs stofn­aði eitt verð­mætasta fyr­ir­tæki heims, App­le,  sem skilar meira en sjö millj­örðum doll­ara árlega í banda­ríska rík­is­kass­ann. Lista­verkið er því áminn­ing til Don­ald Trump, Mar­ine le Pen og því­líkra ­stjórn­mála­manna sem vilja herða inn­flytj­enda­lög­gjöf og landamæra­eft­ir­lit..

Auglýsing

Ban­sky er einn þekkt­asti lista­maður heims þótt hann fari ávalt huldu höfði, þekktur fyr­ir­ póli­tísk og rót­tæk götu­lista­verk Flótta­menn í Calais hafa séð sér leik á borð­i við þetta upp­á­tæki hans og eru farnir að rukka inn aðgangs­eyri.  

Verk Ban­sky eru millj­óna virði þótt hann skilji þau eftir úti á götu. Borg­ar­yf­ir­völd ætl­uð­u ­sér því að skella plast­ramma eða ein­hverju yfir þessi mál­verk til þess að vernda þau, en flótta­menn­irn­ir, sem hafa tek­ið­miklu ást­fóstri við þau, hafa al­veg séð um að gæta þeirra og rukka nú inn sjö pund til þess að fá að berja þau augum með góð­fús­legu leyfi lista­manns­ins. Verkið er þeirra. Hann hef­ur ­söm­leiðis til­kynnt að allt það efni sem notað var í sýn­ing­unni Dismaland, sem var eins­konar stíl­fær­ing á Dis­neylandi, verði flutt til Calais og end­ur­unn­ið til þess að byggja skýli.Mynd af ungri stúlka horfir yfir hafið í átt til Englands.  

Grafal­var­legt ástand 

Stöð­ug­ur ­straumur flótta­manna til Calais hefur skapað mörg vanda­mál. Þeir telja grasið grænna hinum megin við sund­ið. Kannski ekki að ósekju. Margir franskir ­stjórn­mála­menn, eins og Mar­ine le Pen, hafa lýst yfir mik­illi andúð sinni á flótta­mönn­um. Flótta­menn finna sig ekki, af ein­hverjum ástæð­um, vel­komna í Frakk­landi leng­ur.

Margir íbú­ar Calais eru orðnir lang­þreyttir á ástand­inu. Upp­þot eru tíð, fólk hefur kastað ­grjóti og öðru laus­legu í átt að bíl­um. Gremja og spenna hefur verið vax­and­i. Bíla­um­ferð og lest­ar­sam­göngur hafa margoft taf­ist vegna ýmissa vanda­mála sem ­fylgja flótta­manna­búð­un­um. Fólk hefur lát­ist í átroðn­ingi þegar það hefur ruð­st inn í Erma­sunds­göngin þar sem gang­andi far­þegum er ávalt mein­aður aðgang­ur. Þeir hafa rutt niður girð­ingum og oft hefur komið til átaka við landamæra­verð­i.  

Hér má sjá endurgerð Bansky af Medúsufleka Garicault, sem er eitt frægasta málverk Louvre-safnsins í París og sýnir örvæntingarfulla skipbrotsmenn. Hér­aðs­kosn­ing­arn­ar í norð­ur­hluta lands­ins sner­ust að mestu leyti um flótta­menn­ina í Cala­is. Mar­ine le Pen var sjálf í fram­boði sem hér­aðs­stjóri og boð­aði harða stefnu í garð inn­flytj­enda. Hún hik­aði ekki við að tengja saman hryðju­verkin í París við flótta­menn og hlaut ríf­lega 40% atvæða í fyrri umferð kosn­ing­anna. Skugga­leg­ar ­nið­ur­stöður sem sýna að stór hluti almenn­ings á þessu svæði vill flótta­menn­ina burt. Í seinni umferð kosn­ing­anna drógu Sós­í­alistar sig frá og hvöttu alla til­ þess að kjósa frekar hægri banda­lag Sar­kozy og halda þar með Þjóð­fylk­ing­unn­i frá völd­um. Það tókst og Mar­ine le Pen hafði ekki erindi sem erf­iði.

En ­vanda­málið er enn óleyst. Hvað á að gera við alla þessa flótta­menn í Cala­is. ­Sem vilja ekki búa í Frakk­landi en fá heldur ekki fara til Bret­lands? Ráða­leysi ­yf­ir­valda er algjört. 

Hér er einföld en sláandi áletrun: „Peut-être que tout ceci se résoudra tout seul“ - „Kannski leysir þetta vandmál sig bara sjálft“. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None