Banksy málaði mynd af Steve Jobs í Calais

Steve Jobs Banksy
Auglýsing

Í bænum Cala­is er stærstu flótta­manna­búðir Frakk­lands. Þar haf­ast við um 4.500 flótta­menn í tjald­búðum og freista þess að kom­ast yfir Erma­sundið til Bret­lands. Flest­ir þeirra eru frá Sýr­landi. Á þessu svæði, sem er kallað frum­skóg­ur­inn, hefur mynd­ast neyð­ar­á­stand und­an­farna mán­uði: kuld­i, hungur og mikil örvænt­ing  hefur grip­ið um sig þegar fólk hefur reynt að ryðj­ast inn í Erma­sunds­göng­in.

Borg­ar­yf­ir­völd og ýmis félaga­sam­tök hafa reynt sitt besta til þess að veita flótta­mönnum ein­hverja lág­marks­þjón­ustu og hjálp­. Margir hafa fært þeim föt, teppi, mat og lyf í vetr­ar­kuld­an­um. Einn þeirra sem nú ­leggur þeim lið er lista­mað­ur­inn og huldu­mað­ur­inn Ban­sky. Hann hefur málað fjór­ar ­mynd á veggi í Cala­is; ein af þeim sýnir sýr­lenska flótta­mann­inn Steve Jobs.  

Arf­leið flótta­manna

Með þess­ari mynd vill Ban­sky minna á að flótta­menn eru ekki vanda­mál heldur auð­lind. Flótta­mað­ur­inn Steve Jobs stofn­aði eitt verð­mætasta fyr­ir­tæki heims, App­le,  sem skilar meira en sjö millj­örðum doll­ara árlega í banda­ríska rík­is­kass­ann. Lista­verkið er því áminn­ing til Don­ald Trump, Mar­ine le Pen og því­líkra ­stjórn­mála­manna sem vilja herða inn­flytj­enda­lög­gjöf og landamæra­eft­ir­lit..

Auglýsing

Ban­sky er einn þekkt­asti lista­maður heims þótt hann fari ávalt huldu höfði, þekktur fyr­ir­ póli­tísk og rót­tæk götu­lista­verk Flótta­menn í Calais hafa séð sér leik á borð­i við þetta upp­á­tæki hans og eru farnir að rukka inn aðgangs­eyri.  

Verk Ban­sky eru millj­óna virði þótt hann skilji þau eftir úti á götu. Borg­ar­yf­ir­völd ætl­uð­u ­sér því að skella plast­ramma eða ein­hverju yfir þessi mál­verk til þess að vernda þau, en flótta­menn­irn­ir, sem hafa tek­ið­miklu ást­fóstri við þau, hafa al­veg séð um að gæta þeirra og rukka nú inn sjö pund til þess að fá að berja þau augum með góð­fús­legu leyfi lista­manns­ins. Verkið er þeirra. Hann hef­ur ­söm­leiðis til­kynnt að allt það efni sem notað var í sýn­ing­unni Dismaland, sem var eins­konar stíl­fær­ing á Dis­neylandi, verði flutt til Calais og end­ur­unn­ið til þess að byggja skýli.Mynd af ungri stúlka horfir yfir hafið í átt til Englands.  

Grafal­var­legt ástand 

Stöð­ug­ur ­straumur flótta­manna til Calais hefur skapað mörg vanda­mál. Þeir telja grasið grænna hinum megin við sund­ið. Kannski ekki að ósekju. Margir franskir ­stjórn­mála­menn, eins og Mar­ine le Pen, hafa lýst yfir mik­illi andúð sinni á flótta­mönn­um. Flótta­menn finna sig ekki, af ein­hverjum ástæð­um, vel­komna í Frakk­landi leng­ur.

Margir íbú­ar Calais eru orðnir lang­þreyttir á ástand­inu. Upp­þot eru tíð, fólk hefur kastað ­grjóti og öðru laus­legu í átt að bíl­um. Gremja og spenna hefur verið vax­and­i. Bíla­um­ferð og lest­ar­sam­göngur hafa margoft taf­ist vegna ýmissa vanda­mála sem ­fylgja flótta­manna­búð­un­um. Fólk hefur lát­ist í átroðn­ingi þegar það hefur ruð­st inn í Erma­sunds­göngin þar sem gang­andi far­þegum er ávalt mein­aður aðgang­ur. Þeir hafa rutt niður girð­ingum og oft hefur komið til átaka við landamæra­verð­i.  

Hér má sjá endurgerð Bansky af Medúsufleka Garicault, sem er eitt frægasta málverk Louvre-safnsins í París og sýnir örvæntingarfulla skipbrotsmenn. Hér­aðs­kosn­ing­arn­ar í norð­ur­hluta lands­ins sner­ust að mestu leyti um flótta­menn­ina í Cala­is. Mar­ine le Pen var sjálf í fram­boði sem hér­aðs­stjóri og boð­aði harða stefnu í garð inn­flytj­enda. Hún hik­aði ekki við að tengja saman hryðju­verkin í París við flótta­menn og hlaut ríf­lega 40% atvæða í fyrri umferð kosn­ing­anna. Skugga­leg­ar ­nið­ur­stöður sem sýna að stór hluti almenn­ings á þessu svæði vill flótta­menn­ina burt. Í seinni umferð kosn­ing­anna drógu Sós­í­alistar sig frá og hvöttu alla til­ þess að kjósa frekar hægri banda­lag Sar­kozy og halda þar með Þjóð­fylk­ing­unn­i frá völd­um. Það tókst og Mar­ine le Pen hafði ekki erindi sem erf­iði.

En ­vanda­málið er enn óleyst. Hvað á að gera við alla þessa flótta­menn í Cala­is. ­Sem vilja ekki búa í Frakk­landi en fá heldur ekki fara til Bret­lands? Ráða­leysi ­yf­ir­valda er algjört. 

Hér er einföld en sláandi áletrun: „Peut-être que tout ceci se résoudra tout seul“ - „Kannski leysir þetta vandmál sig bara sjálft“. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None