Banksy málaði mynd af Steve Jobs í Calais

Steve Jobs Banksy
Auglýsing

Í bænum Cala­is er stærstu flótta­manna­búðir Frakk­lands. Þar haf­ast við um 4.500 flótta­menn í tjald­búðum og freista þess að kom­ast yfir Erma­sundið til Bret­lands. Flest­ir þeirra eru frá Sýr­landi. Á þessu svæði, sem er kallað frum­skóg­ur­inn, hefur mynd­ast neyð­ar­á­stand und­an­farna mán­uði: kuld­i, hungur og mikil örvænt­ing  hefur grip­ið um sig þegar fólk hefur reynt að ryðj­ast inn í Erma­sunds­göng­in.

Borg­ar­yf­ir­völd og ýmis félaga­sam­tök hafa reynt sitt besta til þess að veita flótta­mönnum ein­hverja lág­marks­þjón­ustu og hjálp­. Margir hafa fært þeim föt, teppi, mat og lyf í vetr­ar­kuld­an­um. Einn þeirra sem nú ­leggur þeim lið er lista­mað­ur­inn og huldu­mað­ur­inn Ban­sky. Hann hefur málað fjór­ar ­mynd á veggi í Cala­is; ein af þeim sýnir sýr­lenska flótta­mann­inn Steve Jobs.  

Arf­leið flótta­manna

Með þess­ari mynd vill Ban­sky minna á að flótta­menn eru ekki vanda­mál heldur auð­lind. Flótta­mað­ur­inn Steve Jobs stofn­aði eitt verð­mætasta fyr­ir­tæki heims, App­le,  sem skilar meira en sjö millj­örðum doll­ara árlega í banda­ríska rík­is­kass­ann. Lista­verkið er því áminn­ing til Don­ald Trump, Mar­ine le Pen og því­líkra ­stjórn­mála­manna sem vilja herða inn­flytj­enda­lög­gjöf og landamæra­eft­ir­lit..

Auglýsing

Ban­sky er einn þekkt­asti lista­maður heims þótt hann fari ávalt huldu höfði, þekktur fyr­ir­ póli­tísk og rót­tæk götu­lista­verk Flótta­menn í Calais hafa séð sér leik á borð­i við þetta upp­á­tæki hans og eru farnir að rukka inn aðgangs­eyri.  

Verk Ban­sky eru millj­óna virði þótt hann skilji þau eftir úti á götu. Borg­ar­yf­ir­völd ætl­uð­u ­sér því að skella plast­ramma eða ein­hverju yfir þessi mál­verk til þess að vernda þau, en flótta­menn­irn­ir, sem hafa tek­ið­miklu ást­fóstri við þau, hafa al­veg séð um að gæta þeirra og rukka nú inn sjö pund til þess að fá að berja þau augum með góð­fús­legu leyfi lista­manns­ins. Verkið er þeirra. Hann hef­ur ­söm­leiðis til­kynnt að allt það efni sem notað var í sýn­ing­unni Dismaland, sem var eins­konar stíl­fær­ing á Dis­neylandi, verði flutt til Calais og end­ur­unn­ið til þess að byggja skýli.Mynd af ungri stúlka horfir yfir hafið í átt til Englands.  

Grafal­var­legt ástand 

Stöð­ug­ur ­straumur flótta­manna til Calais hefur skapað mörg vanda­mál. Þeir telja grasið grænna hinum megin við sund­ið. Kannski ekki að ósekju. Margir franskir ­stjórn­mála­menn, eins og Mar­ine le Pen, hafa lýst yfir mik­illi andúð sinni á flótta­mönn­um. Flótta­menn finna sig ekki, af ein­hverjum ástæð­um, vel­komna í Frakk­landi leng­ur.

Margir íbú­ar Calais eru orðnir lang­þreyttir á ástand­inu. Upp­þot eru tíð, fólk hefur kastað ­grjóti og öðru laus­legu í átt að bíl­um. Gremja og spenna hefur verið vax­and­i. Bíla­um­ferð og lest­ar­sam­göngur hafa margoft taf­ist vegna ýmissa vanda­mála sem ­fylgja flótta­manna­búð­un­um. Fólk hefur lát­ist í átroðn­ingi þegar það hefur ruð­st inn í Erma­sunds­göngin þar sem gang­andi far­þegum er ávalt mein­aður aðgang­ur. Þeir hafa rutt niður girð­ingum og oft hefur komið til átaka við landamæra­verð­i.  

Hér má sjá endurgerð Bansky af Medúsufleka Garicault, sem er eitt frægasta málverk Louvre-safnsins í París og sýnir örvæntingarfulla skipbrotsmenn. Hér­aðs­kosn­ing­arn­ar í norð­ur­hluta lands­ins sner­ust að mestu leyti um flótta­menn­ina í Cala­is. Mar­ine le Pen var sjálf í fram­boði sem hér­aðs­stjóri og boð­aði harða stefnu í garð inn­flytj­enda. Hún hik­aði ekki við að tengja saman hryðju­verkin í París við flótta­menn og hlaut ríf­lega 40% atvæða í fyrri umferð kosn­ing­anna. Skugga­leg­ar ­nið­ur­stöður sem sýna að stór hluti almenn­ings á þessu svæði vill flótta­menn­ina burt. Í seinni umferð kosn­ing­anna drógu Sós­í­alistar sig frá og hvöttu alla til­ þess að kjósa frekar hægri banda­lag Sar­kozy og halda þar með Þjóð­fylk­ing­unn­i frá völd­um. Það tókst og Mar­ine le Pen hafði ekki erindi sem erf­iði.

En ­vanda­málið er enn óleyst. Hvað á að gera við alla þessa flótta­menn í Cala­is. ­Sem vilja ekki búa í Frakk­landi en fá heldur ekki fara til Bret­lands? Ráða­leysi ­yf­ir­valda er algjört. 

Hér er einföld en sláandi áletrun: „Peut-être que tout ceci se résoudra tout seul“ - „Kannski leysir þetta vandmál sig bara sjálft“. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None