Skiptar skoðanir þingmanna um nám: Of mikið álag eða eðlilegt áhugamál?

Háskóli Íslands
Auglýsing

Mjög skiptar skoð­anir eru um það meðal þing­manna hvort eðli­legt sé að stunda nám með­fram þing­störfum eða ekki. Þetta kemur fram í svörum við fyr­ir­spurn sem Kjarn­inn sendi á alla alþing­is­menn um það hvort þeir stundi nám með­fram þing­störfum og hvort þeim þykja nám og þing­störf fara vel sam­an. 44 þing­menn hafa svarað fyr­ir­spurn­inn­i. 

Af þessum 44 þing­mönnum eru þrír í námi, þau Silja Dögg Gunn­ars­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Róbert Mars­hall þing­maður Bjartrar fram­tíðar og Katrín Júl­í­us­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Silja er í fjar­námi við Háskól­ann á Bif­röst þar sem hún stundar nám á meist­ara­stigi í alþjóða­við­skipt­um, „sem rímar ein­stak­lega vel við störf mín á Alþingi þar sem ég á sæti í utan­rík­is­mála­nefnd. Námið er skipu­lagt fyrir fólk í fullu starfi, það er því mjög sveigj­an­legt og hentar vel með þing­störfum sem og öðrum störf­um,“ segir Silja Dögg. Hún segir námið vera hennar eina áhuga­mál, og nauð­syn­legt sé að eiga áhuga­mál til að hvíla hug­ann á póli­tík­inn­i. 

Róbert er einnig í fjar­námi, sem hann segir að sé lík­lega um 20% nám. Hann skráði sig í kúrsa Róbert Marshallí nátt­úru- og umhverf­is­fræði við Land­bún­að­ar­há­skól­ann á Hvann­eyri í haust, eftir að hann lét af þing­flokks­for­mennsku fyrir Bjarta fram­tíð. „Kúrs­arnir sem um ræðir tengj­ast með beinum hætti störfum mínum sem þing­mað­ur. Í umhverf­is­nefnd, Þing­valla­nefnd og stjórn­ar­skrár­nefnd hefur nám í sið­fræði nátt­úr­unnar og land­nýt­ingu dýpkað skiln­ing minn á við­fangs­efn­inu. Ég hef litið á þetta sem hluta af minni vinnu og þetta hefur gagn­ast mér þar.“ Hann segir að hann hafi enn sem komið er aðeins lokið einu prófi, enda hafi frí­tími hans ekki boðið upp á meira. Hann seg­ist eiga erfitt með að ímynda sér að nokkur vinnu­veit­andi geri annað en að fagna því að starfs­menn reyni að gera sig betri í starf­i. 

Auglýsing

Katrín Júl­í­us­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar er í MBA námi við Háskól­ann í Reykja­vík og hyggst ljúka því í vor. Hún segir skipu­lag náms­ins henta ágæt­lega með þing­störf­um, þar sem kennt sé aðra hverja helgi og annir séu í styttra lagi. „Þannig er skól­inn t.d. yfir­leitt búinn þegar des­em­ber- og vor­hasar­inn hefst með til­heyr­andi þing­fundum um kvöld og helg­ar. Í þau skipti sem árekstur hefur orðið hefur vinnan gengið fyrir og það mætt skiln­ingi í nám­inu. Svo læri ég á kvöldin og áður en han­inn galar á morgn­ana! Nýti sumsé drjúgan hluta frí­tíma míns í að auðga and­ann og sé ekki eftir því.“

Elsa Lára hætti vegna álags og Karl lauk meist­ara­námi með­fram þing­störf­um 

Elsa Lára Arn­ar­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins var í námi í eina önn sam­hliða þing­störf­um, „en hætti því því mér fannst þetta of mikið álag sam­hliða vinn­unn­i.“ Hún var að læra stjórnun og for­ystu í fjar­námi frá Háskól­anum á Bif­röst. Hún segir að hennar mati fari þing­störf og nám ekki vel sam­an, „þess vegna hætti ég.“ 

Vil­hjálmur Árna­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins lauk meist­ara­námi í lög­fræði í vor með­fram þing­störf­um. Hann telur að þing­mönnum geti verið það hollt að stunda nám sam­hliða þing­störf­um. 

Karl Garð­ar­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins er ekki í námi núna en lauk hins vegar ML Karl Garðarssongráðu í lög­fræði um mitt síð­asta ár frá Háskól­anum í Reykja­vík. „Slíkt nám fór vel saman við þing­störf­in, þar sem síð­asta hálfa árið var ég fyrst og fremst í rit­gerða­smíð. Lög­fræðin nýt­ist þing­mönnum afar vel, enda er laga­setn­ing hlut­verk okk­ar.“ 

Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins var einmitt leið­bein­andi Karls í meist­ara­rit­gerð­ar­skrifum hans. Brynjar er ekki í námi en er stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands. Hann segir að þing­störf og nám geti farið vel saman og sé í raun æski­legt að stundað sé nám með vinnu ef því verði við­kom­ið, þótt tak­mörk séu fyrir því. „Mér sýn­ist að þeir þing­menn sem hafa stundað nám með þing­starf­inu hafi staðið vel við sínar skyldur sem þing­menn og ekk­ert síður en aðr­ir,“ segir hann. 

Þing­störf sól­ar­hrings­starf ef vel á að vera

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir það meira en fullt starf að sinna þing­stör­f­unum „eins og ég reyni að gera sem best.“ „Ég stunda ekk­ert nám með þing­mennsk­unni enda er mér ómögu­legt að skilja hvernig það er ger­leg­t,“ seg­ir Páll Valur Björns­son þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar. Birgitta Jóns­dóttir þing­maður Pírata tekur í sama streng og segir „þing­störf hafa alltaf verið síðan ég fór á þing meira en 100% vinna.“ 

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­maður VG seg­ist telja þing­störfin taka allan hennar tíma og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Willum Þór Þórs­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist ekki geta ímyndað sér að þing­störf og nám fari vel saman „án þess að það komi niður á öðru hvoru námi eða starf­i.“ Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir þing­mennsk­una nán­ast sól­ar­hrings­starf ef vel á að vera og í sama streng tekur Krist­ján Möller flokks­bróðir henn­ar, sem segir þing­störf fullt starf „og stundum meira en það.“ 

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttir sam­flokks­kona Sig­ríðar og Krist­jáns seg­ist vita af eigin reynslu að það sé erfitt að stunda nám með annarri vinnu. Sér­stak­lega hljóti svo að vera með þing­störf, sem séu mjög tíma­frek og krefj­andi. „Ég hef þó engar athuga­semdir við það að fólk stundi nám með þing­störf­um, ef það treystir sér til, og svo fram­ar­lega sem það sinnir sinni vinnu eins og til er ætl­ast.“ 

Eng­inn hneyksl­ast á lík­ams­rækt eða fjöl­skyldu­lífi 

Í sama streng taka fleiri þing­menn, sem telja ekk­ert athuga­vert við að stunda nám eins og önnur áhuga­mál. 

Guð­mundur Stein­gríms­son þing­maður Bjartrar fram­tíðar seg­ist hafa haft meist­ara­nám sitt í hag­fræði „á pásu“ síðan hann var kjör­inn á þing. Hins vegar geti nám og þing­störf farið vel saman ef fólk er skipu­lagt. „Ég held að það sé mjög af hinu góða ef þing­menn sækja sér fróð­leik og menntun sam­hliða þing­störf­um, svo lengi sem það bitnar ekki á þing­stör­f­un­um. Held raunar að nám geti fremur bætt þau.“ 

Stein­grímur J. Sig­fús­son þing­maður VG segir að þing­mennska hafi reynst honum fullt starf. „En með því er ég ekki að for­dæma að aðrir þing­menn noti lausar stund­ir, ef þeir finna þær ein­hverjar, til að auka við menntun sína.“ 

Helgi Hrafn Gunn­ars­son þing­maður Pírata seg­ist leggja eins mikla stund á óform­legt nám og hann geti þótt hann sé ekki í neinu form­legu námi. „Þing­störf fara almennt illa með öllu,“ segir hann um það hvort nám og þing­störf fari sam­an. Þó megi haga form­legu og óform­legu námi með mjög sveigj­an­legum hætti og því sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að fólk stundi nám með­fram þing­störf­um. „Eng­inn virð­ist hneykslast á því að þing­menn geti stundað lík­ams­rækt, áhuga­mál eða fjöl­skyldu­líf með­fram þing­störfum og því átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna fólk er hneykslað yfir námi með­fram þing­störf­um, sér­stak­lega vegna þess að nám er ekki tíma­sóun heldur þekk­ingaröflun sem ég hefði haldið að myndi hjálpa til við þing­störfin heldur en hitt. Það eru mörg vanda­mál á Alþingi, en það að þing­menn eyði of miklum tíma í að leita sér þekk­ing­ar er ekki eitt af þeim.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None