Skiptar skoðanir þingmanna um nám: Of mikið álag eða eðlilegt áhugamál?

Háskóli Íslands
Auglýsing

Mjög skiptar skoð­anir eru um það meðal þing­manna hvort eðli­legt sé að stunda nám með­fram þing­störfum eða ekki. Þetta kemur fram í svörum við fyr­ir­spurn sem Kjarn­inn sendi á alla alþing­is­menn um það hvort þeir stundi nám með­fram þing­störfum og hvort þeim þykja nám og þing­störf fara vel sam­an. 44 þing­menn hafa svarað fyr­ir­spurn­inn­i. 

Af þessum 44 þing­mönnum eru þrír í námi, þau Silja Dögg Gunn­ars­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Róbert Mars­hall þing­maður Bjartrar fram­tíðar og Katrín Júl­í­us­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Silja er í fjar­námi við Háskól­ann á Bif­röst þar sem hún stundar nám á meist­ara­stigi í alþjóða­við­skipt­um, „sem rímar ein­stak­lega vel við störf mín á Alþingi þar sem ég á sæti í utan­rík­is­mála­nefnd. Námið er skipu­lagt fyrir fólk í fullu starfi, það er því mjög sveigj­an­legt og hentar vel með þing­störfum sem og öðrum störf­um,“ segir Silja Dögg. Hún segir námið vera hennar eina áhuga­mál, og nauð­syn­legt sé að eiga áhuga­mál til að hvíla hug­ann á póli­tík­inn­i. 

Róbert er einnig í fjar­námi, sem hann segir að sé lík­lega um 20% nám. Hann skráði sig í kúrsa Róbert Marshallí nátt­úru- og umhverf­is­fræði við Land­bún­að­ar­há­skól­ann á Hvann­eyri í haust, eftir að hann lét af þing­flokks­for­mennsku fyrir Bjarta fram­tíð. „Kúrs­arnir sem um ræðir tengj­ast með beinum hætti störfum mínum sem þing­mað­ur. Í umhverf­is­nefnd, Þing­valla­nefnd og stjórn­ar­skrár­nefnd hefur nám í sið­fræði nátt­úr­unnar og land­nýt­ingu dýpkað skiln­ing minn á við­fangs­efn­inu. Ég hef litið á þetta sem hluta af minni vinnu og þetta hefur gagn­ast mér þar.“ Hann segir að hann hafi enn sem komið er aðeins lokið einu prófi, enda hafi frí­tími hans ekki boðið upp á meira. Hann seg­ist eiga erfitt með að ímynda sér að nokkur vinnu­veit­andi geri annað en að fagna því að starfs­menn reyni að gera sig betri í starf­i. 

Auglýsing

Katrín Júl­í­us­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar er í MBA námi við Háskól­ann í Reykja­vík og hyggst ljúka því í vor. Hún segir skipu­lag náms­ins henta ágæt­lega með þing­störf­um, þar sem kennt sé aðra hverja helgi og annir séu í styttra lagi. „Þannig er skól­inn t.d. yfir­leitt búinn þegar des­em­ber- og vor­hasar­inn hefst með til­heyr­andi þing­fundum um kvöld og helg­ar. Í þau skipti sem árekstur hefur orðið hefur vinnan gengið fyrir og það mætt skiln­ingi í nám­inu. Svo læri ég á kvöldin og áður en han­inn galar á morgn­ana! Nýti sumsé drjúgan hluta frí­tíma míns í að auðga and­ann og sé ekki eftir því.“

Elsa Lára hætti vegna álags og Karl lauk meist­ara­námi með­fram þing­störf­um 

Elsa Lára Arn­ar­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins var í námi í eina önn sam­hliða þing­störf­um, „en hætti því því mér fannst þetta of mikið álag sam­hliða vinn­unn­i.“ Hún var að læra stjórnun og for­ystu í fjar­námi frá Háskól­anum á Bif­röst. Hún segir að hennar mati fari þing­störf og nám ekki vel sam­an, „þess vegna hætti ég.“ 

Vil­hjálmur Árna­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins lauk meist­ara­námi í lög­fræði í vor með­fram þing­störf­um. Hann telur að þing­mönnum geti verið það hollt að stunda nám sam­hliða þing­störf­um. 

Karl Garð­ar­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins er ekki í námi núna en lauk hins vegar ML Karl Garðarssongráðu í lög­fræði um mitt síð­asta ár frá Háskól­anum í Reykja­vík. „Slíkt nám fór vel saman við þing­störf­in, þar sem síð­asta hálfa árið var ég fyrst og fremst í rit­gerða­smíð. Lög­fræðin nýt­ist þing­mönnum afar vel, enda er laga­setn­ing hlut­verk okk­ar.“ 

Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins var einmitt leið­bein­andi Karls í meist­ara­rit­gerð­ar­skrifum hans. Brynjar er ekki í námi en er stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands. Hann segir að þing­störf og nám geti farið vel saman og sé í raun æski­legt að stundað sé nám með vinnu ef því verði við­kom­ið, þótt tak­mörk séu fyrir því. „Mér sýn­ist að þeir þing­menn sem hafa stundað nám með þing­starf­inu hafi staðið vel við sínar skyldur sem þing­menn og ekk­ert síður en aðr­ir,“ segir hann. 

Þing­störf sól­ar­hrings­starf ef vel á að vera

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir það meira en fullt starf að sinna þing­stör­f­unum „eins og ég reyni að gera sem best.“ „Ég stunda ekk­ert nám með þing­mennsk­unni enda er mér ómögu­legt að skilja hvernig það er ger­leg­t,“ seg­ir Páll Valur Björns­son þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar. Birgitta Jóns­dóttir þing­maður Pírata tekur í sama streng og segir „þing­störf hafa alltaf verið síðan ég fór á þing meira en 100% vinna.“ 

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­maður VG seg­ist telja þing­störfin taka allan hennar tíma og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Willum Þór Þórs­son þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist ekki geta ímyndað sér að þing­störf og nám fari vel saman „án þess að það komi niður á öðru hvoru námi eða starf­i.“ Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar segir þing­mennsk­una nán­ast sól­ar­hrings­starf ef vel á að vera og í sama streng tekur Krist­ján Möller flokks­bróðir henn­ar, sem segir þing­störf fullt starf „og stundum meira en það.“ 

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttir sam­flokks­kona Sig­ríðar og Krist­jáns seg­ist vita af eigin reynslu að það sé erfitt að stunda nám með annarri vinnu. Sér­stak­lega hljóti svo að vera með þing­störf, sem séu mjög tíma­frek og krefj­andi. „Ég hef þó engar athuga­semdir við það að fólk stundi nám með þing­störf­um, ef það treystir sér til, og svo fram­ar­lega sem það sinnir sinni vinnu eins og til er ætl­ast.“ 

Eng­inn hneyksl­ast á lík­ams­rækt eða fjöl­skyldu­lífi 

Í sama streng taka fleiri þing­menn, sem telja ekk­ert athuga­vert við að stunda nám eins og önnur áhuga­mál. 

Guð­mundur Stein­gríms­son þing­maður Bjartrar fram­tíðar seg­ist hafa haft meist­ara­nám sitt í hag­fræði „á pásu“ síðan hann var kjör­inn á þing. Hins vegar geti nám og þing­störf farið vel saman ef fólk er skipu­lagt. „Ég held að það sé mjög af hinu góða ef þing­menn sækja sér fróð­leik og menntun sam­hliða þing­störf­um, svo lengi sem það bitnar ekki á þing­stör­f­un­um. Held raunar að nám geti fremur bætt þau.“ 

Stein­grímur J. Sig­fús­son þing­maður VG segir að þing­mennska hafi reynst honum fullt starf. „En með því er ég ekki að for­dæma að aðrir þing­menn noti lausar stund­ir, ef þeir finna þær ein­hverjar, til að auka við menntun sína.“ 

Helgi Hrafn Gunn­ars­son þing­maður Pírata seg­ist leggja eins mikla stund á óform­legt nám og hann geti þótt hann sé ekki í neinu form­legu námi. „Þing­störf fara almennt illa með öllu,“ segir hann um það hvort nám og þing­störf fari sam­an. Þó megi haga form­legu og óform­legu námi með mjög sveigj­an­legum hætti og því sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að fólk stundi nám með­fram þing­störf­um. „Eng­inn virð­ist hneykslast á því að þing­menn geti stundað lík­ams­rækt, áhuga­mál eða fjöl­skyldu­líf með­fram þing­störfum og því átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna fólk er hneykslað yfir námi með­fram þing­störf­um, sér­stak­lega vegna þess að nám er ekki tíma­sóun heldur þekk­ingaröflun sem ég hefði haldið að myndi hjálpa til við þing­störfin heldur en hitt. Það eru mörg vanda­mál á Alþingi, en það að þing­menn eyði of miklum tíma í að leita sér þekk­ing­ar er ekki eitt af þeim.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None