Greiðsla stöðugleikaframlaga á bið

Slitabú föllnu bankanna eru tilbúin að greiða um mörg hundruð milljarða króna í stöðugleikaframlag til ríkisins. Félagið sem á að taka við greiðslunni er hins vegar ekki tilbúið og Alþingi á enn eftir að afgreiða lagabreytingu um það.

höft bjarni Sigmundur
Auglýsing

Nauða­samn­ingar Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa all­ir verið sam­þykktir og afgreiddir af kröfu­höfum og dóm­stól­um. Stöð­ug­leika­fram­lög­in ­sem slitabú þeirra hafa sam­þykkt að greiða, og nema sam­tals um 350 millj­örð­u­m króna, eru til­búin og bíða þess að vera færð rikis­sjóði, en slík greiðsla er ­for­senda þess að kröfu­hafar búanna geti fengið greitt.

Það er ein­ungis eitt vanda­mál til stað­ar. Félagið sem á að ­taka við stöð­ug­leika­fram­lög­unum er ekki til­búið og nauð­syn­legar breyt­ingar á lögum til að heim­ila stofnun þess hafa ekki verið klárað­ar. Því er greiðsla ­stöð­ug­leika­fram­laga á bið.

Félag í eigu Seðla­bank­ans á að taka á móti greiðslum

Þann 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn lagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um ­Seðla­banka Íslands. Sú breyt­ing sem verið er að gera er í raun ekki flók­in. Með­ henni er Seðla­banka Íslands gert kleift að stofna félag sem tekur við ­stöð­ug­leika­fram­lögum föllnu bank­anna. Um er að ræða við­bót­ar­breyt­ingu á lögum við breyt­ingar sem gerðar voru sum­arið 2015, í kjöl­far þess að stjórn­völd kynnt­u ­á­ætlun sína um losun hafta.

Auglýsing

Nokkrum dögum áður en þingi var slitið í des­em­ber ­síð­ast­liðn­um, þegar slita­búin voru hvert af öðru að gera sig til­búin til að greiða stöð­ug­leika­fram­lög­in, var lagt fram frum­varp sem hefur þann til­gang að ­skýra með ítar­legri hætti heim­ildir og skyldur þeirra sem að ferl­inu koma frá­ því að stöð­ug­leika­fram­lögin eru mót­t­tekin og þar til að þau eru seld eða þeim ráð­stafað með öðrum hætti.

Sam­kvæmt því á félag í eigu Seðla­bank­ans að verða falið að „ann­ast umsýslu og að fulln­usta og selja eftir því sem við á verð­mæti sem Seðla­bank­inn tekur á móti í þeim til­gangi að ­draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregð­ast við nei­kvæðum áhrifum á stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um, í stað þess að ráð­herra sé heim­ilt að ­fela „sér­hæfðum aðila sem starfar í umboði bank­ans“ verk­efn­in.“

Umsagn­ar­að­il­ar þurfa að skila fyrir 18. jan­úar

Ekki tókst að af­greiða breyt­ing­ar­til­lög­una fyrir lok síð­asta þings en hún var tekin til­ ­fyrstu umræðu 18. des­em­ber og rædd í 50 mín­út­ur. Í kjöl­far þess gekk málið til­ efna­hags- og við­skipta­nefndar sem sendi út umsagn­ar­beiðnir um það 6. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þeir sem vilja skila inn umsögn um breyt­ing­una hafa þangað til 18. jan­úar til­ að skila henni inn. Eftir  að efna­hags- og við­skipta­nefnd fer yfir þær umsagnir mun hún afgreiða málið til ann­arrar og ­þriðju umræðu í þing­inu. Það ætti sam­kvæmt öllum form­legum ferlum að taka nokkra daga hið minnsta.

Því er enn nokkur bið á því að slitabú föllnu bank­anna geti innt stöð­ug­leika­fram­lögin sem þau hafa sam­þykkt að greiða, og eru með til­búin til útgreiðslu, af hendi. Þeg­ar þessu ferli er lokið munu slita­búin geta greitt kröfu­höfum sínum út hlut­deild­ars­kirteini og reiðufé og breyst í venju­leg eign­ar­halds­fé­lög, líkt og nauða­samn­ingar þeirra gera ráð fyr­ir.

Lítið reiðu­fé, ­mikið af eignum

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar um frum­varp til fjár­laga, sem birt var í kjöl­far þess að fjár­lögin voru afgreidd út úr nefnd­inni til sam­þykktar nokkrum dög­um ­fyrir síð­ustu jól, kemur fram að ríkið muni tekju­færa sam­tals 348,3 millj­arða króna vegna stöð­ug­leika­fram­lag­anna. Þar munar lang­mest um 95 pró­sent hlut í Ís­lands­banka sem met­inn er á 184,7 millj­arða króna. Sam­kvæmt því verð­mati er ­bú­ist við að Íslands­banki, að með­töldum þeim fimm pró­sent hlut sem ríkið held­ur þegar á, selj­ist fyrir meira en sem nemur eigin fé hans, en það er um 193 millj­arðar króna.

Önn­ur ­stærsta eignin sem rík­inu verður afhend er 84 millj­arða króna skulda­bréf frá­ slita­búi Kaup­þings með veði í Arion banka. Það greið­ist vænt­an­lega ekki fyrr en ­bank­inn hefur verið seldur en nýir stjórn­endur Kaup­þings munu fá allt að þrjú ár til að gera það.

Svo þarf nátt­úru­lega að taka til­lit til þess að slita­búin greiða ekki leng­ur ­banka­skatt, og það mun lækka tekjur rík­is­ins um 17 millj­arða króna. Auk þess verður ríkið af vaxta­tekjum af víkj­andi lánum en fær á móti auknar arð­greiðsl­ur frá Íslands­banka og vaxta­tekjur af skulda­bréf­inu frá Kaup­þingi. Allt í allt ­lækkar þetta stöð­ug­leika­fram­lögin um 9,4 millj­arða króna. Þau verða því sam­tals 338,9 millj­arðar króna. Af þeirri upp­hæð mun 41,8 millj­arðar króna ber­ast í greiðslum þegar ofan­greitt félag, sem á að taka við stöð­ug­leika­fram­lög­un­um, verður loks til. Þ.e. bein­hörðum pen­ing­um. Afgang­ur­inn er í formi eigna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None