Greiðsla stöðugleikaframlaga á bið

Slitabú föllnu bankanna eru tilbúin að greiða um mörg hundruð milljarða króna í stöðugleikaframlag til ríkisins. Félagið sem á að taka við greiðslunni er hins vegar ekki tilbúið og Alþingi á enn eftir að afgreiða lagabreytingu um það.

höft bjarni Sigmundur
Auglýsing

Nauða­samn­ingar Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa all­ir verið sam­þykktir og afgreiddir af kröfu­höfum og dóm­stól­um. Stöð­ug­leika­fram­lög­in ­sem slitabú þeirra hafa sam­þykkt að greiða, og nema sam­tals um 350 millj­örð­u­m króna, eru til­búin og bíða þess að vera færð rikis­sjóði, en slík greiðsla er ­for­senda þess að kröfu­hafar búanna geti fengið greitt.

Það er ein­ungis eitt vanda­mál til stað­ar. Félagið sem á að ­taka við stöð­ug­leika­fram­lög­unum er ekki til­búið og nauð­syn­legar breyt­ingar á lögum til að heim­ila stofnun þess hafa ekki verið klárað­ar. Því er greiðsla ­stöð­ug­leika­fram­laga á bið.

Félag í eigu Seðla­bank­ans á að taka á móti greiðslum

Þann 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn lagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um ­Seðla­banka Íslands. Sú breyt­ing sem verið er að gera er í raun ekki flók­in. Með­ henni er Seðla­banka Íslands gert kleift að stofna félag sem tekur við ­stöð­ug­leika­fram­lögum föllnu bank­anna. Um er að ræða við­bót­ar­breyt­ingu á lögum við breyt­ingar sem gerðar voru sum­arið 2015, í kjöl­far þess að stjórn­völd kynnt­u ­á­ætlun sína um losun hafta.

Auglýsing

Nokkrum dögum áður en þingi var slitið í des­em­ber ­síð­ast­liðn­um, þegar slita­búin voru hvert af öðru að gera sig til­búin til að greiða stöð­ug­leika­fram­lög­in, var lagt fram frum­varp sem hefur þann til­gang að ­skýra með ítar­legri hætti heim­ildir og skyldur þeirra sem að ferl­inu koma frá­ því að stöð­ug­leika­fram­lögin eru mót­t­tekin og þar til að þau eru seld eða þeim ráð­stafað með öðrum hætti.

Sam­kvæmt því á félag í eigu Seðla­bank­ans að verða falið að „ann­ast umsýslu og að fulln­usta og selja eftir því sem við á verð­mæti sem Seðla­bank­inn tekur á móti í þeim til­gangi að ­draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregð­ast við nei­kvæðum áhrifum á stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um, í stað þess að ráð­herra sé heim­ilt að ­fela „sér­hæfðum aðila sem starfar í umboði bank­ans“ verk­efn­in.“

Umsagn­ar­að­il­ar þurfa að skila fyrir 18. jan­úar

Ekki tókst að af­greiða breyt­ing­ar­til­lög­una fyrir lok síð­asta þings en hún var tekin til­ ­fyrstu umræðu 18. des­em­ber og rædd í 50 mín­út­ur. Í kjöl­far þess gekk málið til­ efna­hags- og við­skipta­nefndar sem sendi út umsagn­ar­beiðnir um það 6. jan­úar síð­ast­lið­inn. Þeir sem vilja skila inn umsögn um breyt­ing­una hafa þangað til 18. jan­úar til­ að skila henni inn. Eftir  að efna­hags- og við­skipta­nefnd fer yfir þær umsagnir mun hún afgreiða málið til ann­arrar og ­þriðju umræðu í þing­inu. Það ætti sam­kvæmt öllum form­legum ferlum að taka nokkra daga hið minnsta.

Því er enn nokkur bið á því að slitabú föllnu bank­anna geti innt stöð­ug­leika­fram­lögin sem þau hafa sam­þykkt að greiða, og eru með til­búin til útgreiðslu, af hendi. Þeg­ar þessu ferli er lokið munu slita­búin geta greitt kröfu­höfum sínum út hlut­deild­ars­kirteini og reiðufé og breyst í venju­leg eign­ar­halds­fé­lög, líkt og nauða­samn­ingar þeirra gera ráð fyr­ir.

Lítið reiðu­fé, ­mikið af eignum

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar um frum­varp til fjár­laga, sem birt var í kjöl­far þess að fjár­lögin voru afgreidd út úr nefnd­inni til sam­þykktar nokkrum dög­um ­fyrir síð­ustu jól, kemur fram að ríkið muni tekju­færa sam­tals 348,3 millj­arða króna vegna stöð­ug­leika­fram­lag­anna. Þar munar lang­mest um 95 pró­sent hlut í Ís­lands­banka sem met­inn er á 184,7 millj­arða króna. Sam­kvæmt því verð­mati er ­bú­ist við að Íslands­banki, að með­töldum þeim fimm pró­sent hlut sem ríkið held­ur þegar á, selj­ist fyrir meira en sem nemur eigin fé hans, en það er um 193 millj­arðar króna.

Önn­ur ­stærsta eignin sem rík­inu verður afhend er 84 millj­arða króna skulda­bréf frá­ slita­búi Kaup­þings með veði í Arion banka. Það greið­ist vænt­an­lega ekki fyrr en ­bank­inn hefur verið seldur en nýir stjórn­endur Kaup­þings munu fá allt að þrjú ár til að gera það.

Svo þarf nátt­úru­lega að taka til­lit til þess að slita­búin greiða ekki leng­ur ­banka­skatt, og það mun lækka tekjur rík­is­ins um 17 millj­arða króna. Auk þess verður ríkið af vaxta­tekjum af víkj­andi lánum en fær á móti auknar arð­greiðsl­ur frá Íslands­banka og vaxta­tekjur af skulda­bréf­inu frá Kaup­þingi. Allt í allt ­lækkar þetta stöð­ug­leika­fram­lögin um 9,4 millj­arða króna. Þau verða því sam­tals 338,9 millj­arðar króna. Af þeirri upp­hæð mun 41,8 millj­arðar króna ber­ast í greiðslum þegar ofan­greitt félag, sem á að taka við stöð­ug­leika­fram­lög­un­um, verður loks til. Þ.e. bein­hörðum pen­ing­um. Afgang­ur­inn er í formi eigna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None