Margir jókerar í forsetakaplinum

Þingmenn, rithöfundur, fyrrverandi verkefnastjóri í Stjórnarráðinu og yfirmaður hjá einum stærsta fjölmiðli landsins halda öllu opnu um forsetaframboð. Þingforseti og Stuðmaður blása á sögusagnir. Kosningabarátta almennings er hafin á samfélagsmiðlum.

For­seta­tíðin er að ganga í garð. Eftir að Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, til­kynnti á nýj­árs­dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram í fjögur ár til við­bótar hefur tölu­verður fjöldi nýrra fram­bjóð­enda sprottið fram á sjón­ar­svið­ið. 

Það er samt hálft ár í kosn­ing­ar. Þær fara fram 25. júní næst­kom­andi, eins og lög gera ráð fyr­ir. Nú þegar hafa nokkrir til­kynnt um fram­boð: Þor­grímur Þrá­ins­son rit­höf­und­ur, Elísa­bet Jök­uls­dóttir rit­höf­und­ur, Ást­þór Magn­ús­son, for­svars­maður Friðar 2000, Hildur Þórð­ar­dóttir þjóð­fræð­ing­ur, Ari Jós­eps­son skemmti­kraftur og Sturla Jóns­son bíl­stjóri.

Vilja skapa spennu í kring um sig

Jón Gnarr, dag­skrár­stjóri 365 og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í vik­unni, að hann ætli að til­kynna hvort hann ætli í fram­boð í einum af miðlum 365 á föstu­dag­inn næst­kom­andi. Myllu­merkið #besta­staðir er komið í umferð á Twitt­er.  

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefur verið orð­aður við fram­boð, en hann hefur ekki viljað svara hvort hann sé að íhuga það.

Þá gekk sá orðrómur inni á Alþingi að Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþing­is, hafi mögu­lega áhuga á því að verða ann­ars konar for­seti, það er for­seti Íslands. Einar þver­tekur þó fyrir það í sam­tali við Kjarn­ann. Það sama gerir Jakob Frí­mann Magn­ús­son, Stuð­maður og Mið­borg­ar­stjóri, sem hefur einnig verið orð­aður við emb­ætt­ið.

Katrín JakobsdóttirMikið hefur verið rætt um þau Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna, og Andra Snæ Magna­son rit­höf­und í tengslum við emb­ætt­ið. Katrín er einn vin­sæl­asti stjórn­mála­maður lands­ins um þessar mundir og Andri Snær hefur látið mikið til sín taka í þjóð­mála­um­ræðu, einkum á sviði umhverf­is­mála. Hvor­ugt vill úti­loka fram­boð.

Stefán Jón Haf­stein seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann enn vera að hugsa mál­ið. Hann vill sjá hvort hug­myndir hans um emb­ættið fái und­ir­tektir áður en hann ákveður sig. 

Hrannar PéturssonÞá hafa þau Hrannar Pét­urs­son, fyrr­ver­andi verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og upp­lýs­inga­full­trúi Voda­fo­ne, og Halla Tóm­as­dótt­ir, athafna­kona og einn stofn­enda Auðar Capital, bæði lýst því yfir að þau séu sterk­lega að íhuga að bjóða sig fram til for­seta. Hrannar vildi ekki stað­festa fram­boð í sam­tali við Kjarn­ann, en býst við því að hann taki ákvörðun bráð­lega. Halla Tóm­as­dóttir hefur ekki látið ná í sig.

Kosn­inga­bar­átta þeirra óvilj­ugu 

Sam­fé­lags­miðl­arnir hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Sam­kvæmt laus­legri sam­an­tekt Kjarn­ans er að finna að minnsta kosti 20 Face­book-­síður þar sem skorað er á ýmsa þjóð­þekkta, og nokkra minna þekkta, ein­stak­linga til að bjóða sig fram á Bessa­staði 2016.

Stuðn­ings­síða Jóns Gnarr er með lang­flesta fylgj­end­ur, yfir 6.120, en þetta er líka lang­elsta fram­boðs­síðan á Face­book og hefur verið uppi síðan í maí 2014, í rúmt eitt og hálft ár. Á­skor­un­ar­síða helguð Ólafi Ragn­ari, Hvetjum Ólaf Ragnar til að gefa kost á sér til for­seta­kjörs 2016, er með næst-flesta fylgj­end­ur, tæpa 2.000.
 Fram­boðs­síða Höllu Tóm­as­dóttur þar sem skorað er á hana, er í þriðja sæti, með rúm 1.350 like. ­Leik­konan Hall­dóra Geir­harðs­dóttir er líka með fjöl­menna stuðn­ings­síðu, en rúm­lega 1.150 hafa líkað við hana.

Meðal ann­arra fram­boðs­síðna á Face­book, mis­fjöl­mennar þó, má nefna stuðn­ings­síður Dav­íðs Odds­son­ar, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra (tæp 1.000 like), sem ber tit­il­inn Kóng­inn á Bessa­staði, og Jóns Þórs Ólafs­sonar, fyrr­ver­andi þing­manns Pírata (tæp 480 like), Guð­rúnar Haf­steins­dóttur, fram­kvæmda­stjóra Kjörís (um 400 like), Þóru Arn­órs­dóttur, rist­jóra Kast­ljóss­ins og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­anda (tæpir 340 fylgj­end­ur), Ómars Ragn­ars­sonar fjöl­miðla­manns (um 180 like), Páls Ósk­ars Hjálmtýs­sonar tón­list­ar­manns (um 170 like), Ómars Valdi­mars­sonar, fyrr­ver­andi blaða­manns, (um 110 like), en hann var að íhuga fram­boð síð­asta sum­ar, Mar­grétar Frið­riks­dóttur, frum­kvöðla­fræð­ings og stuðn­ings­konu PEG­IDA á Íslandi, (um 105 fylgj­end­ur), Haf­liða Breið­fjörð, fram­kvæmda­stjóra Fót­bolta.­net, (um 60 fylgj­end­ur) og Eddu Andr­és­dóttur, fjöl­miðla­konu (um 30 fylgj­end­ur).

Ég drekki mér í mógröf

Fleiri síður en form­lega stuðn­ings­síðan hafa sprottið upp í kring um Ólaf Ragn­ar, mis­vin­sam­leg­ar. ­Fylgj­endur þeirra fjöl­mennust­u, Ólafur Ragnar Gríms­son - for­seti til 2016 (1.150 like) og Við viljum að Ólafur Ragnar verði áfram for­seti (um 800 með­lim­ir) vilja að hann láti af emb­ætti, þó að tit­ill þeirra síð­ar­nefndu gefi annað til kynna. Lýs­ingin á þeirri síðu er: „Hann á þennan hóp ekki skil­ið”. 

Mót­vægið við þann hóp er vænt­an­lega stuðn­ings­hóp­ur­inn Við viljum að Ólafur Ragnar verði áfram for­seti (um 240 með­lim­ir) með slag­orðið „Hann á þennan hóp skil­ið”.  Svo er einn sem ber hinn lát­lausa titil „Ég drekki mér í mógröf ef Ólafur Ragnar verður aftur for­seti" (um 120 með­lim­ir). Svo er umræðu­síð­an Hlut­verk for­seta (430 með­lim­ir) þar sem almennar hug­leið­ingar um emb­ættið eru viðr­aðar á mis­mál­efna­legan hátt.

Og nú er bara að halla sér aftur og njóta, eða hundsa, öldu­gang­inn sem á eftir að skella á íslensku þjóð­inni næsta hálfa árið eða svo. Vig­dís Finn­boga­dóttir til­kynnti sitt fram­boð í byrjun febr­úar 1980 og síð­asta kosn­inga­bar­átta Ólafs Ragn­ars fór ekki á fullt síð­ast fyrr en í mars. Nægur er tím­inn.

Forsetaframbjóðendurnir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar