Obama gefur tóninn í síðasta sinn

Barack Obama talaði í síðustu stefnuræðu sinni fyrir samstöðu og að Bandaríkin væru innflytjendaríki. Magnús Halldórsson fylgdist með síðustu stefnuræðu forsetans, og umræðum um hana.

obama1.jpg
Auglýsing

Þegar Barack Obama tók við sem for­seti Banda­ríkj­anna, í nóv­em­ber 2008, var skuggi yfir banda­rísku hag­kerfi og djúp kreppa á fjár­mála­mörk­uð­u­m. Hank Paul­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hefur lýst stöðu mála á þessum tíma, í bók sinni On The Brink, sem afar við­kvæmri. Raun­veru­leg hætta hefði verið á því að hjól­in á fjár­mála­mark­aði stöðv­uð­ust alveg, með til­heyr­andi tug­pró­senta atvinnu­leysi og r­ingul­reið. Aðstæð­urnar úr Krepp­unni miklu, í kringum 1930, hefðu get­að teikn­ast upp með 30 pró­sent atvinnu­leysi og alls­herjaróvssu.

Skipti sköpum

Inn­grip Seðla­banka Banda­ríkj­anna, með Ben Bern­anke ­seðla­banka­stjóra í broddi fylk­ing­ar, skipti sköp­um, en eftir að sam­þykkt ­Banda­ríkja­þings lá fyr­ir, tókst að koma í veg fyrir stöðvun hjól­anna á fjár­mála­mark­aði með 700 millj­arða Banda­ríkja­dala inn­spýt­ingu rík­is­ins. Þessi inn­spýt­ing gaf stjórn­völdum tíma til þess að ná tökum á stöð­unni, segir Bern­anke í nýlega út­kominni bók sinni, The Courage To Act.

En þó verstu sviðs­mynd­inni hafi verið afstýrt, var stað­an grafal­var­leg. Atvinnu­leysi fór í tæp­lega tíu pró­sent í Banda­ríkj­unum fljót­lega eftir að Obama tók við, stjórn­völd voru með mikla hags­muni í bílaið­anði, eft­ir ­neyð­ar­lán­veit­ingar rík­is­stjórnar George W. Bush, einnig í trygg­inga­fé­lögum og á fjár­mála­mark­aði. Stýra þurfti þessum málum í þann far­veg að almanna­hags­mun­ir yrðu varð­ir. Á sama tíma þurfti að skapa aðstæður fyrir hag­vöxt og við­spyrnu.

Auglýsing



Þegar horft er yfir þetta rúm­lega sjö ára tíma­bil, er ekki hægt að segja annað en að Obama hafi náð miklum árangri í því að end­ur­reisa ­banda­rískan efna­hag. Hann lætur af emb­ætti í nóv­em­ber þegar nýr for­seti tekur við.



Eitt af því sem stendur upp úr til þessa, að mati margra ­sem skrifa um for­seta­tíð Obama hér vestra, er að þetta end­ur­reisn­ar­starf fór fram sam­hliða miklum tækni­breyt­ingum í heim­in­um, með til­komu breyttra sam­skipta ­fólks í gegnum sam­fé­lags­miðla. Þetta eru djúp­stæð­ari breyt­ingar en margir ger­a ­sér grein fyr­ir, og það má segja Obama það til hróss að hann, og hans nánasta bakland í stjórn­mál­um, átt­aði sig fljótt á þess­ari stöðu og tókst að búa til­ tal­sam­band við almenn­ing með nokkuð áhrifa­miklum hætti.

Rækt­aði tal­sam­bandið

Þetta styrkti Obama sem leið­toga á heims­vísu, og hjálp­að­i til við að efla til­trú almenn­ings á fyrsta svarta for­seta Banda­ríkj­anna. Það eitt og sér mark­aði sögu­leg tíð­indi í stjórn­mála­sögu Banda­ríkj­anna, og ekki síst þess vegna var mik­il­vægt að ná góðu tal­sam­bandi við fólkið í þessu fjöl­breytta ­sam­fé­lagi sem Banda­ríkin eru.

Nú þegar siglt er í inn í síð­asta árið í emb­ætti hefur stóra ­myndin í efna­hagnum gjör­breyst til hins betra í Banda­ríkj­un­um, frá því sem var í byrj­un. Atvinnu­leysi er komið niður fyrir fimm pró­sent, hag­vöxtur er við­var­andi tvö til þrjú pró­sent á ári og fjöldi nýrra starfa í hverjum mán­uð­i er nálægt sögu­legu hámarki, 272 þús­und störf á lands­vísu í des­em­ber­mán­uð­i. 

Helsta við­ur­kenn­ing á því að Obama hafi tek­ist að stýra þjóð­ar­skút­inni í rétta átt þykir vera sú stað­reynd að Seðla­banki Banda­ríkj­anna er byrj­aður að hækk­a ­stýri­vexti. Á síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­degi árs­ins, 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn, voru vextir hækk­aðir úr 0,25 pró­sent í 0,5 pró­sent. Vöxt­unum hafði verið hald­ið í 0,25 pró­sentum í meira en sjö ár, þar sem nauð­syn­legt þurfti að vera með lág­t ­vaxta­stig til að örva hag­kerf­ið. Nú er hins vegar það versta að baki, og tím­i á­fram­hald­andi fram­þró­unar í efna­hags­líf­inu framund­an. Á því byggir ákvörð­unin um að hefja vaxta­hækk­un­ar­fer­il, sem er stór­mál fyrir heims­bú­skap­inn enda meira en 60 pró­sent af gjald­eyr­is­vara­forða heims­ins í Banda­ríkja­dal.



Marg­vís­legir erf­ið­leik­arnir

En þó hag­tölur líti vel út um þessar mund­ir, og sýni árang­ur frá því Obama tók við stjórn­ar­taumun­um, þá hefur for­seta­tíð hans ver­ið rús­sí­ban­areið. Erf­ið­leikar við að breyta heil­brigð­is­kerf­inu, marka skýra ut­an­rík­is­stefnu, ekki síst í mál­efnum landa fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs – jafn­vel þó Osama Bin Laden hafi verið drep­inn – og koma mik­il­vægum málum í gegn­um ­þing­ið, meðal ann­ars fjár­lög­unum á hveru ári, hafa lýst um veik­leik­ana í stjórn­ hans. Áfram­hald­andi halla­rekstur rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna, sem hefur ver­ið við­var­andi í ára­tugi, hefur einnig verið mikið til umfjöll­unar í tíð Obama, enda þjóð­ar­skuldir Banda­ríkj­anna orðnar ískyggi­lega háar, 18,7 trilljón­ir ­Banda­ríkja­dala.

Ótt­ast ekki að heim­styrj­öld sé að brjót­ast út

Obama sagði enga ástæðu til þess að ótt­­ast þriðju heim­styrj­­öld­ina, þó illa skipu­lagðir víga­menn á pall­bílum væru að valda ófriði og beita ofbeld­i. „En þeir eru ekki ógn við til­­veru okk­ar sem þjóð­ar,“ sagði Obama.

Banda­­ríkja­her leiðir alþjóð­legt hern­að­ar­sam­­starf sem beit­ir sér gegn Ríki íslams með loft­áárás­um á þeirra helstu vígi í Sýr­landi og Írak og koma einnig að þjálf­un íra­skra land­­göngu­liða. Obama hef­ur ýjað að því að senda sér­­sveit­ir á vett­vang til þess að aðstoða sér­­sveit­ir Sýr­­lend­inga og Kúrda við að ná yf­ir­ráðum í Raqqa á nýj­an leik. 

Eins veit­ir leyni­þjón­usta Banda­­ríkj­anna sam­herj­­um sín­um við að fylgj­­ast með áform­um öfga­­sinna um að fremja hryðju­verk í Líb­­íu, Sómal­­íu, Jem­en, Af­gan­ist­an og í evr­­ópsk­um borg­­um. En Obama hefur sagt, að hann ætli ekki að feta í fót­spor George W. Bush, og senda stór hóp her­manna í land­hern­að.

Mórölsk skila­boð

Í síð­ustu stefnu­ræðu sinni í gær vék hann að mórölskum skila­boðum sem hann hefur ítrekað nefnt á und­an­förnum mán­uð­um. Það er ­sam­stöð­unni fyrir jafn­rétti óháð lit­ar­hætti, trú og upp­runa. „Það er horft til­ ­Banda­ríkj­anna sem fyr­ir­mynd­ar,“ sagði Obama, og lagði áherslu á orð sín. Banda­ríkin væru inn­flytj­enda­ríki að grunni til, og virð­ing fyrir inn­flytj­endum væri Banda­ríkja­mönnum í blóð bor­in. 

Minnt­ist hann á það, að ekki væri hægt að taka múslima fyr­ir­ ­sér­stak­lega og gera lítið úr þeim eða úti­loka þá. Það væri ekki hægt frekar en að gera grín að barni fyrir hvernig það lítur út. Upp­skar hann lófa­klapp allra ­þing­manna, Demókrata jafnt sem Repúblik­ana. Aug­ljóst var að hann beindi spjót­u­m sínum að Don­ald Trump og þeim mál­flutn­ingi sem hann staðið fyr­ir, meðal ann­ar­s að reka múslima frá Banda­ríkj­unum og koma í veg fyrir að þeir geti komið til­ lands­ins.

Und­an­farna mán­uði hefur Obama lagt mikla áherslu á það í starfi sínu, að gera mál að umtals­efni sem hann telur að banda­rísk stjórn­völd þurfi að taka fast­ari tök­um, eftir að hann lætur af emb­ætt­i. 

Má þar nefna fang­els­is­mál, og síðan byssu­glæpi, en það síð­ar­nefnda hefur verið honum mikið hjart­ans mál. Hann vinnur nú að því að hrinda í fram­kvæmd áætlun sinni um að herða reglur um bak­grunns­at­hug­anir þeirra sem kaupa skot­vopn og koma á virkum geð­rann­sóknum hjá þeim sem eiga byss­ur. Ástæðan fyrir þessu er aug­ljós. Töl­urnar yfir byssu­glæpi eru ógn­vekj­andi í sam­an­burði við önnur þróuð ríki, en á síð­asta ári lét­ust rúm­lega 35 þús­und manns vegna byssu­glæpa, eða sem nemur 95 á hverjum ein­asta degi. Það eru litlu fleiri en sem lét­ust vegna bílslysa í Banda­ríkj­unum öll­um, sem segir fólki eflaust mikla sögu. Lík­legt verður að telj­ast að sam­fé­lags­leg umræða um byssu­glæpi væri mikil á Ísland ef það myndu fimmtán til tutt­ugu manns deyja á hverju ári vegna þeirra.



Venju­legt fólk skipti máli

Obama sagði það vera kjarn­ann í lýð­ræð­inu, þegar venju­leg­t ­fólk teldi sig geta komið hlutum til leiðar sam­fé­lag­inu til góðs. Það væri ein­hvers virði. „Þetta eru grund­vall­ar­at­riðin í lýð­ræð­is­sam­fé­lag­i,“ sagði Obama, og lagði áherslu á að nauð­syn­legt væri hlusta eftir þörfum fjöl­skyldna. „Ef fólk ­finnur fyrir því, að ef það er ábyrgt í sínum störf­um, og fer eftir regl­u­m ­sam­fé­lags­ins, þá upp­skeri það í sam­ræmi við það. Þá erum við á réttri leið,“ ­sagði Obama.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None