Staða ungra barnafjölskyldna á Íslandi slæm

Efnislegur skortur barna hér á landi hefur aukist verulega samkvæmt tölum UNICEF.
Efnislegur skortur barna hér á landi hefur aukist verulega samkvæmt tölum UNICEF.
Auglýsing

Tæp­lega níu þús­und börn á Íslandi líða efn­is­legan skort þegar kemur að hús­næð­inu sem þau búa í. Þetta sýna nið­ur­stöður nýrrar rann­sóknar UNICEF á Íslandi, en rann­sóknin var kynnt í morg­un. 

Staðan á hús­næð­is­mark­að­i hefur mikil áhrif á vel­ferð barna, og UNICEF segir stöð­u ­leigj­enda hér á landi vera sér­stakt áhyggju­efni. Mikil munur er á stöð­unni eftir því hvort ­börnin búi í leigu­hús­næði for­eldra eða í eigin hús­næð­i ­for­eldra. Næstum eitt af hverjum fimm börn­um, eða 19% barna á leigu­mark­aði, liðu skort sam­kvæmt nýj­ustu töl­um, sem eru frá árinu 2014, sem er þrefalt meira en árið 2009. Ef for­eldr­arnir eiga hús­næðið er hlut­fall barna sem líða skort í hús­næð­is­málum 6,2%. Ef for­eldr­arnir leigja eru börnin jafn­framt lík­legri til að líða skort á öllum öðrum sviðum sem mæld eru. 

Þröng­býli hefur auk­ist veru­lega og er algeng­asta ástæða þess að börn búa við skort þegar kemur að hús­næði. Einnig er algengt að ekki komi næg dags­birta inn um glugga hús­næð­is­ins. 

Auglýsing

Heild­ar­skortur barna meira en tvö­faldast 

Börn telj­ast líða skort ef þau skortir tvennt eða fleira af því sem spurt er um í lífs­kjara­rann­sókn Evr­ópu­sam­bands­ins, sem Hag­stofa Íslands hefur umsjón með hér á landi. Tvær kann­anir hafa verið gerðar á lífs­kjörum barna, árið 2009 og árið 2014. Grein­ing UNICEF á þessum tölum leiðir það í ljós að 9,1% barna liðu skort árið 2014, sem er meira en tvö­falt fleiri börn en liðu skort árið 2009. 9,1% sam­svarar um 6.000 börn­um. 

Á sama tíma­bili hefur hlut­fall þeirra barna sem líða veru­legan skort hefur þre­fald­ast á sama tíma, og er nú 2,4%, eða sem sam­svarar tæp­lega 1.600 börn­um. Börn sem líða veru­legan skort skortir alla­vega þrjú atriði á list­an­um. 

Þau sjö svið sem skoðuð eru í lífs­kjara­rann­sókn­inni eru nær­ing, klæðn­að­ur, mennt­un, upp­lýs­ing­ar, hús­næði, afþrey­ing og félags­líf. 

Árið 2009 skorti 77,1% barna á Íslandi ekki neitt, en árið 2014 hafði sú tala lækkað niður í 60,6%. Þegar skoðað er hversu mikið börn á Íslandi skortir kemur í ljós að dæmi eru um að börn hér á landi líði skort í öllum sjö flokk­unum sem spurt er um. Það eru 0,2% barna, eða sem sam­svarar 147 börn­um. 

Utan hús­næðis liðu börn helst skort hvað varðar félags­líf. Talið er að um 3.400 börn hér á landi búi við slíkan skort, oft­ast vegna þess að þau geta ekki boðið vinum sínum heim til að borða eða leika við. Litlu færri börn líða skort á sviði klæðn­að­ar, en oft­ast er það vegna þess að þau eiga ekki tvenn pör af skóm sem passa á þau. Þá líða 3.200 börn á Íslandi skort á sviði afþrey­ing­ar, vegna þess að þau eiga ekki leik­tæki, leik­föng eða íþrótta­bún­að, eða bækur sem henta aldri þeirra. 



Staða for­eldr­anna skiptir öllu máli 

Nýjar grein­ing­ar­að­ferðir hjá UNICEF gera þeim nú kleift að taka inn bak­grunns­breytur og skoða gögnin út frá þeim. Í ljós kemur að mik­ill munur er á stöðu barn­anna eft­ir ­menntun for­eldra. Börn for­eldra með grunn­menntun eru lík­legri til­ að líða skort á öllum sviðum en börn háskóla­mennt­aðra. 18,2 pró­sent barna for­eldra með grunn­menntun liðu skort, 12 pró­sent þeirra sem áttu for­eldra með fram­halds- og starfs­menntun og sex pró­sent þeirra sem áttu for­eldra með háskóla­mennt­un. 

Börn ­for­eldra í lægsta tekju­fimmt­ungnum eru líka nær alltaf lík­legri til að líða skort en börn þeirra sem eru í hæsta tekju­bil­inu. UNICEF segir koma í ljós þegar rýnt sé í nið­ur­stöð­urnar með til­liti til sam­fé­lags­hópa að staða ungra barna­fjöl­skyldna á Íslandi sé slæm. „Staða barna sem eiga unga for­eldra er erf­ið og það sama má segja um pör með eitt barn. Hvað gerir að verkum að börn for­eldra með eitt barn og for­eldra sem eru yngri en 30 ára mæl­ast tals­vert lík­legri til að líða skort en önn­ur ­börn? Af hverju eykst hlut­fall þeirra barna sem líða skort í þessum hópi umfram aðra hópa á milli 2009 og 2014?“ Þessa hluti þurfi að kanna nán­ar. 

Algeng­ast er að börn líði skort ef þau eiga for­eldra sem vinna minna en 50% vinnu og niður í enga vinnu, þar með talið börn þeirra sem eru atvinnu­laus­ir. Meira en fjórð­ungur þess­ara barna líður skort. Næst þar á eftir koma börn for­eldra sem eru yngri en 30 ára og svo börn for­eldra sem eru á leigu­mark­að­i. 



Vilja frek­ari rann­sóknir

UNICEF segir að margar af nið­ur­stöð­unum af rann­sókn­inni valdi áhyggj­um. Auk­inn skortur á félags­lífi og afþr­ey­ingu sé hættu­merki og raun­veru­leg hætta á að hluti barna sé og verði félags­lega ein­angr­að­ur. Drengir mæl­ast frekar með skort heldur en stúlk­ur, sér­stak­lega hvað varðar félags­líf. „Er drengjum hætt­ara við félags­legri ein­angr­un? Hvers vegna? Til að svara þessum spurn­ingum - og öðrum sem vakna - þarf að ráð­ast í ítar­legri rann­sókn­ir.“ 

Brýnt sé jafn­framt að gögnum um þessi mál sé mark­visst safnað og þau gerð aðgengi­leg. 

UNICEF tekur þó líka sér­stak­lega fram að rann­sóknin segi ekki alla sög­una, þrátt fyrir að skýrslan sé full af upp­lýs­ingum og tölu­legum stað­reynd­um. Ekk­ert er fjallað um upp­lifun barn­anna sjálfra á skort­in­um, og ekk­ert um þörf fyrir kær­leika, góða umönnun og stuðn­ing frá for­eldrum eða for­sjárað­il­um. „Þeir þættir skipta einnig sköpum fyrir þroska og vel­ferð barna.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None