skíði skíðað
Auglýsing

Skíða­tíma­bilið er í hámarki í Evr­ópu um þessar mundir og fólk út um allan heim flykk­ist á skíði, dvelur á skíða­hót­elum og nýtur lífs­ins til fulls á fjöll­um. Skíða­brans­inn í Evr­ópu veltir millj­örðum evra árlega en það getur brugðið til beggja vona því þetta er áhættu­söm ferða­mennska sem er bæði háð veðri og vindum og svipt­ingum í efna­hags­líf­inu. Það eru miklir hags­munir í húfi, störf og fjár­mun­ir, og því hefur hið opin­bera eins og sveit­ar­fé­lög gert æði margt til þess að halda uppi og hlífa þess­ari atvinnu­starf­semi.

Aust­ur­ríki, Frakk­land, Sviss og Ítalía eru helstu áfanga­staðir skíða­fólks í Evr­ópu. Háklassa hótel og veit­inga­stað­ir, heilsu­lind­ir, spila­víti og ýmis­konar þjón­usta hefur verið byggð upp í kringum vin­sæl skíða­svæði. Þessi starf­semi skilar gríð­ar­miklum tekjum fyrir við­kom­andi ríki og sveit­ar­fé­lög þegar vel til tekst, en það eru mörg ljón í veg­in­um, sér­stak­lega veð­ur­far­ið. Skíða­brans­inn er 100% háður veðr­inu. Enda er gjarnan við­kvæðið hjá fólki sem býr og starfar í kringum Alpana og vin­sæl­ustu skíða­svæð­in: 

„Á þessum slóðum er snjór verð­mæt­i.“

Auglýsing

Skíða­brans­inn í Frakk­landi

Frakk­land er einn vin­sæl­asti áfanga­staður ferða­manna í heim­inum og eitt af því sem dregur fólk þangað er skíði. Vin­sæl­asti áfanga­staður ferða­manna í Frakk­landi, á eftir Par­ís, eru skíða­svæðin í kringum fjöllin stóru. Millj­ónir ferða­manna heim­sækja Alpana, Júra­fjöllin og Pýrenea­fjöllin ár hvert og náði Frakk­land þeim ágæta árangri á síð­asta ári að skjót­ast fram úr Banda­ríkj­unum sem vin­sæl­asti áfanga­staður skíða­ferða­manna. Skíða­brans­inn einn og sér skilar um tveimur millj­örðum evra þráð­beint í franska þjóð­ar­búið árlega eða um 300 millj­örðum króna. 

Um 8% Frakka stunda skíði reglu­lega og um 120.000 manns starfa við skíða­ferða­mennsku. Skíða­brans­inn er sagður hafa mikið vægi í frönsku þjóð­lífi og tókst meira að segja að færa til vetr­ar­frí grunn­skóla­barna til þess að aðlaga það betur að skíða­ver­tíð­inni. Á þessum árs­tíma eru fluttar sér­stakar skíða-veð­ur­fréttir í sjón­varps­frétta­tímum rík­is­stöðv­anna. Allt er gert til þess að reka fólk á skíð­i. 

Gróð­ur­húsa­á­hrifin hafa sett mark sitt á skíða­ferða­mennsku  um allan heim en þrátt fyrir efna­hag­skreppu og hlýn­andi veð­ur­far hefur skíða­brans­inn í Frakk­landi verið að eflast, öfugt við önnur lönd. Árangur í skíða­ferða­mennsku er tal­inn í skíða­dögum – eða hversu margir ein­stak­lingar skíða dag­lega. Skíða­dagar í Frakk­landi töld­ust 57,9 milljón á síð­asta tíma­bili, sem er aukn­ing um 4,9% á ári. Í Banda­ríkj­unum voru skíða­dagar um 56,9 millj­ónir á síð­asta ári. Aust­ur­ríki er síðan í þriðja sæti yfir vin­sæl­ustu skíða­lönd heims.  

Frakk­land þykir bjóða upp á meira spenn­andi ferð­ir, betri hót­el, og betri mat. Frakkar hafa í marga ára­tugi mjög með­vitað byggt upp þessa ferða­mennsku og hafa því mikla reynslu á þessu sviði. Það sem virð­ist ráða vin­sældum er að hafa hót­elin nálægt brekk­un­um, en það sem ræður auð­vitað mestu eru prís­arn­ir. Ódýr­ast er að skíða í Frakk­landi, en þjóðin á nú í miklu verð­stríði við ýmis Aust­ur-­Evr­ópu­lönd sem eru farin að ryðj­ast inn á mark­að­inn með betri verð. 

Gróð­ur­húsa­á­hrif

Ein helsta ógnin er hlýn­un. Jóla­ver­tíðin fór um þúfur enn eitt árið í Ölp­unum í Frakk­landi, Sviss og Ítalíu vegna þess að veðrið í des­em­ber var alltof hlýtt, sól og eng­inn snjór. Tjónið veltur á millj­ónum evra. Það eru um 600 skíða­svæði í Ölp­unum og um 10.000 skíða­lyft­ur. Þetta eru gríð­ar­miklar fjár­fest­ingar sem skila litlu þegar með­al­hit­inn er um 10-15 gráð­ur, eins og í des­em­ber síð­ast­lið­inn, sem er óvenju mik­ill hiti. Hlýnun á þessu svæði hefur verið þrisvar sinnum meiri en ann­ars staðar í heim­inum sem hefur haft afar slæmar afleið­ingar fyrir marga skíða­bænd­ur. Af þessum sökum hafa skíða­svæðin og lyft­urnar sífellt verið að fær­ast ofar í brekk­urn­ar. Það getur reynst áhættu­samt vegna snjó­flóða, grjót­hruns og hvass­viðr­is.   

Jökl­arnir í Ölp­unum hafa hopað hratt und­an­farin ár vegna hlýn­andi veð­ur­fars sem hefur haft umtals­verð áhrif á vetr­ar­í­þróttir og skíða­brans­ann í Evr­ópu. Mörg fyr­ir­tæki hafa farið illa vegna þess­ara veð­ur­breyt­inga. Þrátt fyrir að áhugi og eft­ir­spurn sé sífellt að aukast, þá fer eng­inn á skíði ef eng­inn er snjór­inn. 

Hlýn­andi veð­ur­far hefur til að mynda haft þau áhrif að snjó­flóð eru tíð­ari. Þetta hefur einnig haft mikil áhrif á ásýnd og hæð Mont Blanc; jök­ul­tind­ur­inn hefur lækk­að, gljúfur hafa opn­ast og grjót­hrun auk­ist umtals­vert hin síð­ari ár. Oft er minnt á þá stað­reynd að fjallið er einn hættu­leg­asti staður Evr­ópu og með þessum sífelldu breyt­ingum getur hann orðið enn hættu­legri. 

Mont Blanc er einn vin­sæl­asti ferða­manna­staður heims. Flestir kjósa að skoða fjallið úr fjar­lægð, margir fara á skíðum um brekkur þess og um 20.000 manns reyna við tind­inn ár hvert. Hægt er að fara með fjallakláfi nær alla leið og rölta síðan upp síð­ustu þús­und metrana. Mont Blanc er ekki talið „erfitt“ í fjall­göngu­fræð­unum (þótt vissu­lega sé hægt að finna mjög erf­iðar leið­ir); flestir sem eru í sæmi­legu formi ættu að geta klifið fjall­ið, en það er einmitt það sem gerir það svo hættu­legt. Það er nefni­lega oft van­metið og þar af leið­andi lúm­skt. Fjöl­margt óvant fjalla­fólk leggur leið sína á fjallið og þess vegna eru slysin svona tíð. 

Frá 1990 til 2011 lét­ust 74 manns á fjall­inu og alls 256 slys voru skráð á þessum tíma. Á hverju ári deyr ein­hver á Mont Blanc. Það er mikið að gera hjá björg­un­ar­sveitum allt árið um kring, sér í lagi á þessum árs­tíma, sem er aðal­ferða­manna­tím­inn.  

Snjór­inn bæði gefur og tek­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None