- Super Tuesday, eða ofur-þriðjudagurinn, er óformlegt nafn á þeim degi þar sem flest ríki í Bandaríkjunum halda forvöl fyrir forsetakosningarnar. Þessi þriðjudagur er ýmist í febrúar eða mars það ár sem gengið er til forsetakosninga. 2016 er hann 1. mars.
- Ríkin sem taka þátt í ofur-þriðjudeginum eru ekki alltaf þau sömu. Ástæðan er sú að hvert ríki um sig ákveður ferlið þar. Sums staðar eru haldnir kjörfundir, annars staðar eru forkosningar eða forval. Forval er iðulega ákveðið af ríkinu sjálfu á meðan kjörfundir eru yfirleitt skipulagðir af flokkunum í hverju ríki.
- Í ár fer forval fram hjá báðum flokkum í Alabama, Arkansas, Georgíu, Massachusetts, Minnesota, Oklahoma, Tennessee, Texas, Vermont og Virginíu. Repúblikanar halda að auki kjörfund í Alaska og demókratar í Colorado, auk þess sem demókratar í Bandaríska Samóa, sem er eyjaklasi í Kyrrahafi undir bandarískri stjórn, halda sitt forval.
Auglýsing - Fleiri kjörmenn er hægt að vinna á ofur-þriðjudegi en nokkurn annan dag í þessu langa forvali hjá Bandaríkjamönnum. Hjá repúblikönum eru 595 kjörmenn í boði, af 1.237 alls, á meðan demókratar berjast um 865 af 2.383.
- Ofur-þriðjudagurinn er ákveðið mótvægi við Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram, en ríkið er ekki mjög dæmigert. Það er lítið ríki þar sem frambjóðendur hafa oft varið miklum tíma. Ofur-þriðjudagurinn er þannig fyrsta prófið á landsvísu fyrir frambjóðendur, og iðulega er það svo að sá frambjóðandi sem nær mestum árangri þennan dag endar sem forsetaframbjóðandi síns flokks.
- Texas er stærsta ríkið og jafnframt það sem hefur flesta kjörmenn hjá báðum flokkum. Þess vegna hafa frambjóðendur varið miklum tíma og kröftum þar.
- Samkvæmt nýrri könnun á landsvísu er Donald Trump með mikið forskot og fengi 49% atkvæða. Hillary Clinton mælist líka með mikið forskot á Bernie Sanders, með 55% á móti 38% Sanders. Í einstaka ríkjum eru þó annarra niðurstaða vænst. Hjá repúblikönum gæti orðið mjög stutt á milli Trump og Ted Cruz í Texas. Demókratamegin er Sanders með mikið forskot í heimaríkinu Vermont, auk þess sem hann mælist með örlítið forskot í Massachusetts og Oklahoma.
- Repúblikanar hafa sett reglur um að í þeim ríkjum sem halda forvöl sín fyrir 15. mars verði að útdeila kjörmönnum hlutfallslega, þannig að það sé ekki þannig að sigurvegarinn á hverjum stað fái alla kjörmennina. Þetta breytist hins vegar eftir 15. mars og þá koma inn nokkur stór ríki þar sem sigurvegarinn fær alla kjörmenn.
- Hjá demókrötum er kjörmönnum alls staðar deilt hlutfallslega, ef ofurkjörmennirnir eru teknir út fyrir sviga.
- Búist er við því að úrslitin á morgun muni geta haft áhrif á áframhaldið hjá einhverjum frambjóðendum, að minnsta kosti hjá repúblikönum. Ben Carson er talinn líklegur til að geta látið gott heita ef honum gengur áfram illa.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar