elfa úr
Auglýsing

 1. Super Tues­day, eða ofur-­þriðju­dag­ur­inn, er óform­legt nafn á þeim degi þar sem flest ríki í Banda­ríkj­unum halda for­völ fyrir for­seta­kosn­ing­arn­ar. Þessi þriðju­dagur er ýmist í febr­úar eða mars það ár sem gengið er til for­seta­kosn­inga. 2016 er hann 1. mar­s.  2. Ríkin sem taka þátt í ofur-­þriðju­deg­inum eru ekki alltaf þau sömu. Ástæðan er sú að hvert ríki um sig ákveður ferlið þar. Sums staðar eru haldnir kjör­fund­ir, ann­ars staðar eru for­kosn­ingar eða for­val. For­val er iðu­lega ákveðið af rík­inu sjálfu á meðan kjör­fundir eru yfir­leitt skipu­lagðir af flokk­unum í hverju rík­i.  3. Í ár fer for­val fram hjá báðum flokkum í Ala­bama, Arkansas, Georg­íu, Massachu­setts, Minnesota, Okla­homa, Tenn­essee, Texas, Vermont og Virg­in­íu. Repúblikanar halda að auki kjör­fund í Alaska og demókratar í Colora­do, auk þess sem demókratar í Banda­ríska Samóa, sem er eyja­klasi í Kyrra­hafi undir banda­rískri stjórn, halda sitt for­val. 

  Auglýsing
 4. Fleiri kjör­menn er hægt að vinna á ofur-­þriðju­degi en nokkurn annan dag í þessu langa for­vali hjá Banda­ríkja­mönn­um. Hjá repúblikönum eru 595 kjör­menn í boði, af 1.237 alls, á meðan demókratar berj­ast um 865 af 2.383.  5. Ofur-­þriðju­dag­ur­inn er ákveðið mót­vægi við Iowa, þar sem fyrsta for­valið fer fram, en ríkið er ekki mjög dæmi­gert. Það er lítið ríki þar sem fram­bjóð­endur hafa oft varið miklum tíma. Ofur-­þriðju­dag­ur­inn er þannig fyrsta prófið á lands­vísu fyrir fram­bjóð­end­ur, og iðu­lega er það svo að sá fram­bjóð­andi sem nær mestum árangri þennan dag endar sem for­seta­fram­bjóð­andi síns flokks.  6. Texas er stærsta ríkið og jafn­framt það sem hefur flesta kjör­menn hjá báðum flokk­um. Þess vegna hafa fram­bjóð­endur varið miklum tíma og kröftum þar.  7. Sam­kvæmt nýrri könnun á lands­vísu er Don­ald Trump með mikið for­skot og fengi 49% atkvæða. Hill­ary Clinton mælist líka með mikið for­skot á Bernie Sand­ers, með 55% á móti 38% Sand­ers. Í ein­staka ríkjum eru þó ann­arra nið­ur­staða vænst. Hjá repúblikönum gæti orðið mjög stutt á milli Trump og Ted Cruz í Texas. Demókrata­megin er Sand­ers með mikið for­skot í heima­rík­inu Vermont, auk þess sem hann mælist með örlítið for­skot í Massachu­setts og Okla­hom­a.  8. Repúblikanar hafa sett reglur um að í þeim ríkjum sem halda for­völ sín fyrir 15. mars verði að útdeila kjör­mönnum hlut­falls­lega, þannig að það sé ekki þannig að sig­ur­veg­ar­inn á hverjum stað fái alla kjör­menn­ina. Þetta breyt­ist hins vegar eftir 15. mars og þá koma inn nokkur stór ríki þar sem sig­ur­veg­ar­inn fær alla kjör­menn.  9. Hjá demókrötum er kjör­mönnum alls staðar deilt hlut­falls­lega, ef ofur­kjör­menn­irnir eru teknir út fyrir sviga. 10. Búist er við því að úrslitin á morgun muni geta haft áhrif á áfram­haldið hjá ein­hverjum fram­bjóð­end­um, að minnsta kosti hjá repúblikön­um. Ben Car­son er tal­inn lík­legur til að geta látið gott heita ef honum gengur áfram illa. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None