Fréttaskýring#Efnahagsmál#Stjórnmál

Þjóð sem þolir ekki verðtryggingu tekur nær eingöngu verðtryggð lán

Átta af hverjum tíu Íslendingum hafa sagst vera hlynntir afnámi verðtryggingar. Samt taka Íslendingar nánast einvörðungu verðtryggð lán þótt aðrir lánakostir séu í boði. Og ásóknin í verðtryggðu lánin er bara að aukast.

Þórður Snær Júlíusson8. mars 2016
Mynd: Birgir Þór

Eftir verð­bólgu­skot eft­ir­hrunsáranna, eilífar deilur um rétt­mæti leið­rétt­inga á ætl­uðum for­sendu­brestum vegna þeirra og mik­inn sam­fé­lags­legan og póli­tískan þrýst­ing um afnám verð­trygg­ingar mætti ætla að Íslend­ingar hefðu í hrönnum yfir­gefið það umdeilda lána­form sem verð­tryggð hús­næð­is­lán eru. Sér­stak­lega í ljósi þess að bæði við­skipta­bankar og líf­eyr­is­sjóðir hafa nú um nokkuð langt skeið boðið upp á ýmsar útfærslur af óverð­tryggðum lán­um. Könnun sem Capacent gerði fyrir Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, sem barist hafa hart fyrir afnámi verð­trygg­ing­ar, í nóv­em­ber 2011 sýndi að 80 pró­sent svar­enda var hlynnt því að afnema hana. Stuðn­ing­ur­inn við þær kröfur sam­tak­anna var þverpóli­tísk­ur.

Vanda­málið við óverð­tryggðu lánin er auð­vitað það að þá hækka mán­að­ar­legar afborg­an­ir, enda vextir mun hærri en á verð­tryggðum lán­um. Vanda­málið við verð­tryggðu lánin er síðan það að þegar verð­bólga hækkar á Íslandi, sem hún hefur sögu­lega alltaf gert nokkuð skarpt á nokk­urra ára bili, þá hækkar höf­uð­stóll lána þeirra sem eru með verð­tryggð lán í takti við þá hækk­un. Tíma­bundið tap­ast ætluð eign í fast­eign með því að greiðslum vegna verð­bólgu­skots­ins er dreift yfir lána­tíma­bil­ið.

Verð­trygg­ing þýðir enda að fjár­hags­legar skuld­bind­ing­ar, bæði sparifé og láns­fé, halda verð­gildi sínu þrátt fyrir breyt­ingar á verð­lagi. Með öðrum orðum er sá sem leggur inn eða lánar pen­inga að tryggja það að hann fái jafn­gildi fjárs­ins til baka.

En hafa Íslend­ingar tekið önnur lána­form fram yfir verð­tryggðu lán­in? Stutta svarið er nei. Þvert á móti virð­ast þeir mun fremur velja þennan gamla óvin til að fjár­magna hús­næð­is­kaup sín en aðrar lána­teg­undir sem eru í boði. Um 82 pró­sent allra hús­næð­is­lána sem stærstu hús­næð­is­lán­veit­endur Íslands veita eru nefni­lega verð­tryggð.

82 pró­sent hús­næð­is­lána verð­tryggð

Kjarn­inn kall­aði eftir upp­lýs­ingum frá öllum við­skipta­bönk­unum þrem­ur: Lands­bank­an­um, Íslands­banka og Arion banka um hvernig hús­næð­is­lán þeirra skipt­ast eftir lána­form­um. Hús­næð­is­lán Lands­bank­ans voru 217 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og höfðu vaxið mikið á árinu 2015, en þau voru 169 millj­arðar króna í byrjun þess árs. Ný og end­ur­fjár­mögnuð lán hjá bank­anum voru 70 millj­arðar króna í fyrra og þar af voru 48 millj­arðar króna vegna nýrra lána. Af þeim nýju lánum voru 63 pró­sent verð­tryggð en 37 pró­sent óverð­tryggð. Alls er skipt­ing hús­næð­is­lána­safns Lands­bank­ans þannig að 144 millj­arðar króna, eða 66 pró­sent, eru verð­tryggð lán. Óverð­tryggð lán eru 73 millj­arðar króna, eða 34 pró­sent af hús­næð­is­lánum bank­ans. 

Íslands­banki á íbúða­lán upp á 197,3 millj­arða króna. Þau hækk­uðu um tæpa þrettán millj­arða króna í fyrra. Skipt­ing hús­næð­is­lána­safns­ins er þannig að 66 pró­sent þess eru verð­tryggð lán en 34 pró­sent óverð­tryggð lán. 

Arion banki á síðan stærsta safn hús­næð­is­lána af öllum við­skipta­bönk­un­um. Alls nema hús­næð­is­lán bank­ans 268 millj­örðum króna. Það minnk­aði um fjóra millj­arða króna á árinu 2015 og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Arion banka er sú lækkun aðal­lega til­komin vegna leið­rétt­ingar rík­is­stjórn­ar­innar sem greiddi upp ell­efu millj­arða króna af lánum hjá bank­anum á árinu. Í árs­lok var skipt­ing hús­næð­is­lána Arion banka þannig að 73 pró­sent þeirra voru verð­tryggð en 27 pró­sent óverð­tryggð. 

Stærsti hús­næð­is­lán­veit­andi lands­ins er enn Íbúða­lána­sjóð­ur, þótt hann hafi vart verið þátt­tak­andi í nýjum útlánum á und­an­förnum árum. Hann lánar ein­ungis verð­tryggt og hús­næð­is­lán hans til ein­stak­linga námu 560,4 millj­örðum króna í lok síð­asta árs.

Sam­kvæmt ofan­greindum tölum nema heild­ar­út­lán við­skipta­bank­anna þriggja og Íbúða­lána­sjóðs til hús­næð­is­kaupa því um 1.200,5 millj­örðum króna. Þar af voru verð­tryggð hús­næð­is­lán 988 millj­arðar króna. Því voru 82 pró­sent allra hús­næð­is­lána aðil­anna verð­tryggð.

Verð­bólga sögu­lega lág

Það skiptir auð­vitað miklu máli þegar þessar tölur eru skoð­aðar að verð­bólga hefur verið sögu­lega lág í mjög langan tíma á Íslandi. Hún hefur raunar verið undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands, sem er 2,5 pró­sent, í tvö ár, eða frá því í febr­úar 2014. Það er met. 

Ástæður þessa eru marg­þætt­ar. Þrátt fyrir aukna þenslu í íslenska hag­kerf­inu vegna hag­sæld­ar, auk­ins kaup­máttar , launa­hækk­anna, fjár­fest­inga og hækk­andi fast­eigna­verðs hafi skapað tölu­verða inn­lenda verð­bólgu þá hafa aðrir utan­að­kom­andi þættir togað á móti og haldið verð­bólg­unni niðri. Þar ber helst að nefna hríð­lækk­andi heims­mark­aðs­verð á hrá­vöru, aðal­lega olíu, og styrk­ingu krón­unn­ar, en Seðla­bank­inn hefur haft mjög sterka stjórn á gengi hennar vegna þeirra fjár­magns­hafta sem hafa verið hér­lendis frá haustinu 2008. Nú stendur hins vegar til að losa um höftin og það hefur margoft sýnt sig að heims­mark­aðs­verð á hrá­vöru getur sveifl­ast nokkuð hratt í báðar átt­ir. Því gæti verð­bólga rokið upp til­tölu­lega hratt á Íslandi ef ytri aðstæður breyt­ast. Og það mun hafa mikil áhrif þá þús­und millj­arða króna sem lána­stofn­anir hafa lánað af verð­tryggðum lán­um.

Sitj­andi rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks brást við síð­asta stóra verð­bólgu­skoti, sem varð í kjöl­far hruns­ins, með því að greiða hluta þeirra Íslend­inga sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 svo­kall­aða leið­rétt­ingu á lánum sín­um. Sú greiðsla var greidd úr rík­is­sjóði sem hefur sótt sér aukið rekstr­arfé til fjár­mála­fyr­ir­tækja með við­bót­ar­skatt­lagn­ingu á und­an­förnum árum, meðal ann­ars til að fjár­magna leið­rétt­ing­una. Því er komið for­dæmi fyrir því að rík­is­sjóður greiði skaða­bætur til þeirra sem eru með verð­tryggð lán ef verð­bólgu­skot á sér stað. 

Lof­uðu afnámi verð­trygg­ingar

Til­urð verð­trygg­ingar er mikið hita­mál í íslenskum stjórn­mál­um. Fram­sókn­ar­flokk­urin ræddi til að mynda mikið um afnám hennar í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga og lof­aði að það yrði að veru­leika kæm­ist flokk­ur­inn til valda. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks fjallað nokkuð mikið um verð­trygg­ingu. Þar kom meðal ann­ars fram að leið­rétta ætti verð­tryggð lán sem hefðu orðið fyrir verð­bólgu­skoti og að sam­hliða þeirri skulda­leið­rétt­ingu ætti að „breyta sem flestum verð­tryggðum lánum í óverð­tryggð“. Strax eftir kosn­ingar var skipuð sér­fræð­inga­nefnd um afnám verð­trygg­ingar sem skil­aði af sér í byrjun árs 2014. Hún lagði til að 40 ára verð­tryggð jafn­greiðslu­lán, svokölluð Íslands­lán, yrðu tekin af mark­aði. Síðan þá hefur verið unnið að frum­varpi um breyt­ingar á verð­tryggðum lánum í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Hug­myndin var að fara með lengstu verðtryggðu lánin niður í 25 ár. 

Í febr­úar fór hins vegar fram sér­stök umræða um verð­trygg­inu á Alþingi og þá var komið annað hljóð í rík­is­stjórn­ar­skrokk­inn. Þar kom fram í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að 40 pró­sent þeirra sem taka verð­tryggð jafn­greiðslu­lán, svokölluð Íslands­lán, myndi ekki stand­ast greiðslu­mat­fyrir styttri lán. Þetta hefði komið fram í mjög mark­tækum gögnum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefði fengið um mál­ið. 

Bjarni sagði á þingi að málið væri nokkuð flókið við­fangs. Ef 40 ára lánin verða afnumin gæti þurft að auka stuðn­ing­inn við þennan hóp með ein­hverjum hætti, og Bjarni spurði hvort það væri æski­legt. Mögu­legt væri að halda inni val­kost­inum á 40 ára lánum fyrir allra lægstu tekju­hópana. Aðgerðir í þessum málum verði að vera þannig að ekki sé þrengt að þeim hópum sem minnst hafa milli hand­anna og hafa verið að nota þennan val­kost. 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Mynd: Birgir Þór

Hag­fræð­ing­ur­inn Magnús Árni Skúla­son hélt erindi um stöðu hús­næð­is­mark­að­ar­ins í síð­ustu viku. Þar kom m.a. fram að vin­sældir 40 ára lána færu vax­andi ár frá ári. Þau væru lang­vin­sæl­ustu hús­næð­is­lánin sem tekin eru á Íslandi. Ástæður þess eru fremur ein­fald­ar: þau gera fleirum kleift að stand­ast greiðslu­mat og mán­að­ar­legar afborg­anir eru mun lægri en á öðrum teg­undum lána.

Sér verð­trygg­ingu fyrir sér í þjóð­ar­at­kvæði

Umræðan um afnám verð­trygg­ingar á Alþingi, sem vísað er í hér að ofan, fór fram mán­uði eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafði sagt að hann sjái fyrir sér að hægt yrði að setja verð­trygg­ingu lána í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu

Nokkrum dögum síðar lögðu tveir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar, Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir og Helgi Hjörvar, fram frum­varp um bann við verð­trygg­ingu á nýjum neyt­enda­lánum á Alþingi. Ekki var ein­hugur um frum­varpið innan flokks­ins og var for­maður hans, Árni Páll Árna­son, og vara­for­mað­ur, Katrín Júl­í­us­dótt­ir, meðal ann­arra á móti því.

Erlendu lánin fyrir ríka fólkið

Ljóst er að stutt verður í að völdum hópi Íslend­inga muni bjóð­ast ný teg­und lána. Ef frum­varp sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur lagt fram um erlend lán verður að lögum munu þeir sem stand­ast greiðslu­mat geta fengið slík lán á ný. Það verður ein­ungis efnað fólk sem mun þá geta yfir­gefið krónu­hag­kerfið og fengið lægri vexti á sín neyt­enda­lán en afgangur þjóð­ar­inn­ar. Þ.e. hópur ein­stak­linga sem hefur svo miklar tekjur í krónum talið að hann getur tekið á sig væntar sveiflur á íslenska gjald­miðl­inum án þess að lenda í van­skil­u­m. 

Frum­varpið er til­komið vegna þess að Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) hefur lýst því yfir að bann íslenskra laga við geng­is­trygg­ingu sam­rým­ist ekki meg­in­reglu EES-­samn­ings­ins um frjálst fjár­magns­flæði. Auk þess reisa lög um vexti og verð­trygg­ingu ekki skorður við lán­veit­ingum í erlendum gjald­miðl­u­m. 

Líkt og flestir muna þá voru lán til ein­stak­linga í erlendum gjald­miðl­um, aðal­lega til hús­næð­is- eða bíla­kaupa, mjög vin­sælt lána­form fyrir banka­hrun. Í lok sept­em­ber 2008 námu slík lán um 320 millj­örðum króna og voru þau þá um 17 pró­sent af heild­ar­skuldum ein­stak­linga. 

Skyndi­leg lækkun íslensku krón­unnar á árinu 2008 bitn­aði harka­lega á efna­hag þess­arra lán­taka sem ekki voru varðir fyrir geng­is­sveifl­um. Í lok árs 2008 voru tæp­lega 50 pró­sent heim­ila með lán tengd erlendum gjald­miðlum með nei­kvæða eig­in­fjár­stöðu í hús­næði en hlut­fallið var rúm­lega 20 pró­sent hjá heim­ilum sem ein­göngu voru með lán í íslenskum krónum sem ekki voru geng­is­tryggð, þrátt fyrir að bank­arnir hafi yfir­leitt miðað við lægra veð­hlut­fall vegna erlendra lána. 

Mörg geng­is­lán­anna voru hins vegar dæmd ólög­mæt af Hæsta­rétti og í kjöl­farið voru þau færð niður um á annan hund­rað millj­arða króna. 

Með end­ur­lög­leið­ingu erlendra lána verður aftur til tvö­falt kerfi þar sem ríkt fólk hefur aðgengi að neyt­enda­lánum á betri vaxta­kjörum en launa­fólk lands­ins. Sá hópur mun annað hvort áfram þurfa að taka verð­tryggð lán, með þeirri áhættu sem því fylgir, eða óverð­tryggð lán á svim­andi háum vöxt­um, með þeim til­kostn­aði sem því fylg­ir. 

Eina sem er víst að óánægjan með lána­mögu­leika almenn­ings er ekk­ert að fara að hverfa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar