Leigukynslóðin borgar leigu sem er ígildi 100 prósent íbúðaláns

Hús
Auglýsing

Fyrstu kaupendur að íbúð á Íslandi eru að meðaltali 29 ára gamlir og vilja helst búa í Reykjavík. Fyrstu kaupendum fjölgaði um 25 prósent í fyrra og þeir voru þá 23 prósent af öllum fasteignakaupendum á landinu. 

Margir leigjendur eru þó í eiginfjárvanda, sem gerir þeim erfitt fyrir að eignast húsnæði, vegna hárrar húsaleigu. Þ.e. þeir eiga í erfiðleikum með að safna saman fyrir útborgun fyrir húsnæði þar sem lánastofnanir lána að jafnaði einungis fyrir 80 prósent af kaupverði þeirra. Leigukynslóðin sem upp er komin á Íslandi er nefnilega oft á tíðum að standa undir leigugreiðslum sem eru ígildi 100 prósent íbúðaláns. Það þýðir að ef leigjandinn keypti íbúðina sem hann býr í og myndi fá allt kaupverðið lánað þá væri hann að borga að jafnaði það sama í af láninum og hann greiðir í leigu.  Við slíkar aðstæður er afar erfitt að leggja fyrir fyrir til íbúðakaupa.

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Magnúsar Árna Skúlasonar hagfræðings um stöðu á húsnæðismarkaði sem Íbúðalánasjóður stóð fyrir í dag. Hægt er að lesa glærur Magnúsar Árna af fundinum hér.

Auglýsing

Raunverð hækkað um 26 prósent á fimm árum

Í erindi Magnúsar Árna kom fram að velta þinglýsta kaupsamninga með húsnæði á landinu öllu hafi vaxið um 22 prósent í fyrra, á föstu verðlagi, og hún jókst í öllum landshlutum. Mestur var vösturinn á Norðvesturlandi þar sem veltan tvöfaldaðist. Fjöldi kaupsamninga jókst enn fremur  um 20 prósent á sama tíma. Innan höfuðborgarsvæðisins jókst veltan mest í Garðabæ, eða um 58 prósent, en minnst á Seltjarnarnesi, um tvö prósent.

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,7 prósent og frá desember 2010 hefur það hækkað um rúmlega 26 prósent. Mest varð hækkunin á því tímabili árið 2014, þegar raunverðið hækkaði um 8,8 prósent.

Um 80 prósent allra kaupsamninga um fjölbýli eru á höfuðborgarsvæðinu en 56 prósent kaupsamninga þar sem sérbýli eru keypt eru utan þess.

Íslendingar sólgnir í 40 ára lánin

Magnús Árni fór yfir tölur sem sýndu að efitrspurn eftir húsnæði eykst hratt á sama tíma og framboðið þokast hægt upp ávið. Fullgerðum íbúðum fer og hægt fjölgandi og þær hafa enn ekki náð meðaltali síðustu áratuga. Óumflýjanlega leiðir slík umframeftirspurn til hækkunar á eignarverði.

Hann benti þó á að fyrstu kaupendur væru ört vaxandi hópur og að ýmislegt benti til þess að staða þeirra færi batnandi, til minna atvinnuleysi, aukin kaupmáttur, fleiri lánamöguleikar og ráðstöfun séreignarsparnaðar til íbúðakaupa.

Þótt þeim sem búa í eigin húsnæði fari hlutfallslega fækkandi á Íslandi er hlutfall þeirra enn afar hátt í alþjóðlegum samanburði. Alls búa um 80 prósent landsmanna í eigin húsnæði. Aðeins tæplega helmingur Dana búa í eigin húsnæði og 20 prósent Þjóðverja. Einungis á Spáni, Írland, Grikklandi og Noregi er eignarhald á íbúðahúsnæði hærra en hér.

Þrátt fyrir miklar umræður á árunum eftir hrun um lengd íslenskra íbúðalána og vaxtakjör þeirra þá aukast vinsældir 40 ára íbúðalána ár frá ári. Þau eru langvinsælustu húsnæðislánin sem tekin eru á Íslandi. Ástæður þess eru fremur einfaldar: þau gera fleirum kleift að standast greiðslumat og mánaðarlegar afborganir eru mun lægri en á öðrum tegundum lána.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None