Ríkisstjórnin lagði fram færri frumvörp en gert hefur verið síðustu 20 ár

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar lagði fram miklu færri mál á þessu lög­gjaf­ar­þingi heldur en árin á und­an, og miklu færri mál heldur en nokkur rík­is­stjórn síð­ustu tutt­ugu ár hefur verið búin að leggja fram þann 8. apríl á hverju þing­i. 

Rík­is­stjórnin sem starf­aði þar til á fimmtu­dag­inn lagði fram 85 frum­vörp á yfir­stand­andi þingi. Það er fimmtán frum­vörpum færra en árið 2005, þegar 100 frum­vörp höfðu verið lögð fram á þessum tíma. Lengst af á þessu tutt­ugu ára tíma­bili var þing ekki sett fyrr en 1. októ­ber. Þing­setn­ingin var færð fram um nokkrar vik­ur, fram í sept­em­ber, haustið 2012. 

Auglýsing
34 frum­vörp rík­is­stjórn­ar­innar hafa orðið að lögum á þessu þingi. Tvö frum­vörp bíða þriðju og síð­ustu umræðu, 20 eru í nefndum þings­ins, og 29 eru ekki enn komin á dag­skrá Alþing­is. 

Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra hefur lagt fram flest frum­vörp, 24 tals­ins, og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kemur þar á eftir mað 19 frum­vörp. Sig­rún Magn­ús­dóttir umhverf­is­ráð­herra hefur lagt fram 11 frum­vörp, Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra sjö frum­vörp og Sig­urður Ingi Jóhanns­son lagði fram sex frum­vörp sem sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Eygló Harð­ar­dóttir félags­mála­ráð­herra og Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra hafa komið fram með fimm frum­vörp hvort og Ragn­heiður Elín Árna­dóttir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra hefur lagt fram fjögur frum­vörp. Gunnar Bragi Sveins­son lagði fram tvö frum­vörp sem utan­rík­is­ráð­herra, en mörg mál­anna sem utan­rík­is­ráð­herra kemur með inn í þingið eru þings­á­lykt­un­ar­til­lögur vegna EES mála. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son kom fram með tvö frum­vörp á þessu þingi sem for­sæt­is­ráð­herra. 

Gagn­rýnt strax í haust 

Þing­menn bæði í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu vöktu athygli á því strax í haust að skortur væri á þing­málum frá rík­is­stjórn­inni. Bryn­hildur Pét­urs­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, vakti athygli á þessu í þing­inu þann 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Hún benti á að þing­nefndir hefðu af þessum sökum lítið að gera og þing­störfin væru í upp­námi. Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók undir með henni, og flokks­systir hennar Heiða Kristín Helga­dóttir líka. „Hér er fullt af fólki sem er til­búið að vinna og það er miður að málin komi svo inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur og þá séu þau afgreidd á ein­hverju hunda­vað­i,“ sagði hún. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­maður VG, benti á að tveir mán­uðir væru liðnir af þing­inu og þrír ráð­herrar hefðu ekki skilað einu ein­asta þing­máli inn. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, lagði til að nefndir væru í verk­fall þangað til mál kæmu inn í þær. „Ég tek undir þá hvatn­ingu til ráð­herra að fara að koma fleiri málum hérna inn svo að við í þing­inu getum tekið það hlut­verk okkar alvar­lega að vinna að málum vel,“ sagði Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins við umræð­urn­ar. 

Seinkun á afgreiðslu fjár­laga

Þrátt fyrir að færri mál hafi komið inn í þingið fyrir jól en síð­ustu ára­tug­ina þar á undan varð seinkun á afgreiðslu fjár­laga. Ástæðan var sú að rík­is­stjórnin afgreiddi ekki sínar til­lögur að breyt­ingum á fjár­lögum fyrr en of seint til að halda starfs­á­ætlun þings­ins. Þar með varð seinkun á umfjöllun fjár­laga­nefndar og málið allt tafð­ist. 

Tíð­rætt um að klára stóru málin fyrir kosn­ing­ar 

Rík­is­stjórn­inni hefur verið tíð­rætt um að klára þurfi mörg stór mál fyrir kosn­ingar í haust. Frestur til þess að leggja fram ný þing­mál á Alþingi rann út þann fyrsta apríl síð­ast­lið­inn. Mál sem koma fram eftir þann frest þurfa því að vera sam­þykkt inn á dag­skrá þings­ins með afbrigð­um. Rík­is­stjórnin ætl­aði sam­kvæmt þing­mála­skrá að leggja fram rúm­lega 140 frum­vörp á þessu þing­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None