Topp 10 - Pólitískir skandalar

Þegar skandalar koma upp á stjórnmálasviðinu, þá nötrar allt og skelfur í samfélaginu. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér sögu frægra skandala.

Kristinn Haukur Guðnason
Richard Nixon
Auglýsing

Nú þegar Panama­skjölin hafa leitt í ljós eitt af stærstu hneyksl­is­málum sam­tím­ans og margir stjórn­mála­menn, þar á meðal á Ís­landi, eiga í vök að verj­ast er vert að líta yfir nokkur af stærstu mál­u­m sein­ustu ára­tuga. Hér er vita­skuld ein­ungis litið til lýð­ræð­is­ríkja þar sem sið­ferð­is­vit­und og kröfur eru mun meiri en í ein­ræð­is­ríkj­um.

10. For­sæt­is­ráð­herra ma­fí­unnar

Giulio Andreotti var stór leik­maður í ítölskum stjórn­málum um hálfrar aldar skeið. Hann gengdi ýmsum emb­ættum og ráð­herra­stöðum fyrir Kristi­lega Demókrata, þar á meðal vermdi hann for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn í þrí­gang. Maf­ían hafð­i gríð­ar­leg ítök í ítölskum stjórn­málum um miðja sein­ustu öld og allt fram á tí­unda ára­tug­inn. Þetta átti sér­stak­lega við um Sikiley þar sem stjórn­mála­menn héldu vernd­ar­hendi yfir mafíu­mönn­um. Árið 1993 var Andreotti, sem þá var á átt­ræð­is­aldri, dreg­inn fyrir dóm­stóla á Sikiley og ákærður fyrir sam­starf við ma­fí­una. Hann var sýkn­aður í það skipti en nokkrum árum seinna var hann ákærð­ur­ á­samt nokkrum öðrum mafíu­for­ingjum fyrir morð á blaða­manni árið 1979.  Andreotti var sak­felldur í hér­aði fyrir morðið og dæmdur til 24 ára fang­els­is­vist­ar. Ári seinna var hann þó sýkn­aður í hæsta­rétti. Mál Andreotti var eitt af þeim mál­u­m ­sem leiddi til falls Kristi­lega Demókrata og algerrar umturn­unar ítal­skra ­stjórn­mála árið 1994.

Mafían teygði anga sína víða.

Auglýsing

9. ­Borg­ar­stjóri á krakki

Árið 2010 var hinn lit­ríki Rob Ford kjör­inn ­borg­ar­stjóri  Toronto borgar í Kanada. Hann var mjög vin­sæll hægri­maður en þó ekki flokks­bund­inn. Hann var mjög ó­heflaður í mál­fari og átti að baki langa sögu af umdeildum og jafn­vel van­hugs­uðum ummælum sem hann þurfti iðu­lega að biðj­ast afsök­unar á. En hel­sti akki­les­ar­hæll Ford var ofdrykkja og eit­ur­lyfja­notk­un. Hann var marg­stað­inn að ofurölvun á almanna­færi með til­heyr­andi óspekt­um. Hann sást einnig í félags­skap ­með eit­ur­lyfja­sölum og öðrum glæpa­mönn­um. Árið 2014 var svo botn­inum náð þeg­ar fram kom mynd­bands­upp­taka af honum reykj­andi krakk. Það sama ár dró hann sig úr fram­boði til borg­ar­stjóra vegna veik­inda en hann var þá hrjáður af maga­krabba­meini. Hann hélt þó áfram sæti sínu í borg­ar­stjórn­ Toronto. Rob Ford lést úr meini sínu þann 22. mars síð­ast­lið­inn.

Ford reykir krakk.

8. Profumo málið

Árið 1963 var her­mála­ráð­herra Bret­lands, John Profumo, stað­inn að því að ljúga að þing­inu. Hann laug því að hafa ekki átt í kyn­ferð­is­legu sam­bandi við hina 19 ára gömlu Christine Keel­er. Fljót­lega komst þó hið sanna í ljós en málið hafði enn meiri vigt sökum þess að ást­mað­ur­ Keeler var sov­éskur njósn­ari að nafni Yev­geni Ivanov. Keeler var ákærð fyr­ir­ ­mein­særi og mað­ur­inn sem kynnti hana fyrir Profumo, Stephen Ward, var kærð­ur­ ­fyrir hór­mang. Í rétt­ar­höld­unum tók Ward sitt eigið líf. [htt­p://www.britann­ica.com/event/Profumo-affair] Profumo sagði af sér ráð­herra­emb­ætti og stjórn­mála­ferli hans var þar með lok­ið. ­Málið fékk gríð­ar­mikla umfjöllun og laskaði Íhalds­stjórn Harolds Macmill­an ­mik­ið. Macmillan sagði af sér skömmu seinna og Íhalds­flokk­ur­inn tap­aði stórt í kosn­ing­unum ári seinna. 

7. Hinn ­fal­legi leikur

Þann 27. maí 2015 voru sjö stjórn­end­ur al­þjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA hand­tekn­ir í Zürich. Þeir voru á leið­inni á þing í höf­uð­stöðv­unum þar í borg. Fleiri hand­tökur áttu sér­ ­stað á sama tíma við höf­uð­stöðvar norður amer­íska knatt­spyrnu­sam­bands­ins CONCACAF í Miami. Það hafði verið vit­að ­lengi að spill­ing grass­er­aði innan knatt­spyrnu­sam­band­anna og vegna ­upp­ljóstr­anna gátu yfir­völd loks­ins hafið aðgerð­ir. Málið sner­ist m.a. um mút­ur, pen­inga­þvætti og svik og sner­ist að miklu leyti um samn­inga við fata­fram­leið­end­ur. En einnig um mis­ferli við val á stað­setn­ing­u heims­meist­ara­móts­ins í Suður Afr­íku 2010 og for­seta­kosn­ingu FIFA 2011. Mikið af þessum brotum áttu sér stað undir stjórn for­seta CONCACAF, Jack Warner frá­ Tr­ini­dad og Tóbagó. Rann­sóknir fóru í gang um víða ver­öld og þrýst­ingur jókst á Sepp Blatter for­seta FIFA að segja af sér. Fyrr á þessu ári var Blatter loks ­bann­aður frá knatt­spyrnu í 6 ár. Rann­sókn ­máls­ins og fleiri spill­ing­ar­mála innan FIFA eru ennþá í rann­sókn.

Sepp Blatter í seðlabúnti.

6. Hinn kynóði Straus­s-Kahn

Dom­in­ique Straus­s-Kahn var einn af lyk­il­mönnum í franska Sós­í­alista­flokknum á tíunda ára­tug sein­ustu aldar og sat m.a. sem fjár­mála og iðn­að­ar­ráð­herra. Árið 2007 dró hann sig út úr lands­mál­unum og tók við stöðu for­stjóra Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðs­ins. Hann átt­i því mikil sam­skipti við íslensk stjór­völd eftir banka­hrunið 2008. Þann 15. maí árið 2011 var hann hand­tek­inn í New York og ákærður fyrir að hafa nauðg­að hót­el­þernu. Ljóst var að sam­ræði hafði átt sér stað en sak­sókn­ari dró þó á­kæruna til baka. Þetta var ekki eina kyn­ferð­is­hneykslið sem Straus­s-Kahn hef­ur ­tengst. Hann hefur verið sak­aður um kyn­ferð­is­lega áreitni við aðrar konur og ­fyrir að hafa skipu­lagt og tekið þátt í veislum þar sem vænd­is­konur vor­u við­staddar. Eft­ir hand­tök­una í New York sagði Straus­s-Kahn af sér for­stjóra­stöð­unni í Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum og hefur ekki átt aft­ur­kvæmt í heim stjórn­mál­anna síð­an.

5. For­set­i í kröppum dansi

Hinn danselski Jacob Zuma hefur ver­ið ­for­seti Suður Afr­íku síðan árið 2009. Hann situr fyrir Afríska Þjóð­ar­ráðið sem hefur verið sam­fleytt við völd síð­an að­skiln­að­ar­stefnan apartheid leið undir lok. Zuma tók við af Thabo Mbeki við vof­veif­legar aðstæður í suður afrískum ­stjórn­málum þegar þeir báðir voru bendl­aðir við spill­ing­ar­mál. Zuma hef­ur á­vallt verið afar umdeild­ur. Hann hefur verið sak­aður um mút­ur, mútu­þægni og skattaund­an­skot. Árið 2005 var hann ákærður fyrir að hafa nauðgað dótt­ur póli­tísks vinar síns en þá var Zuma vara­for­seti lands­ins. Málið var eitt mest­a hneyksl­is­mál Suður Afr­íku eftir apartheid og klauf þjóð­ina nán­ast í tvennt. Nú berst Jacob Zuma enn á ný fyrir póli­tísku lífi sínu þar sem hann er sak­aður um mis­notkun á opin­beru fé. Féð var notað til end­ur­bóta á heim­ili hans í Nkandla í Aust­ur­hluta lands­ins en flokkur hans hefur verið tregur við að draga hann til­ á­byrgðar.

4. Nauð­gar­inn Katsav

Moshe Katsav var for­seti Ísra­els á árun­um 2000-2007 fyrir Likud flokk­inn. Í Ísr­ael er emb­ætti for­seta svipað og hér á Íslandi, þ.e. ein­ungis þjóð­höfð­ing­i, en for­setar hafa þó yfir­leitt verið flokks­bundn­ir. Árið 2006 var Katsa­v grun­aður um kyn­ferð­is­lega áreitni og nauðgun á und­ir­sáta sínum þegar hann var ­ferða­mála­ráð­herra nokkrum árum fyrr. Lög­reglu­rann­sókn hófst og upp kom á dag­inn að kon­urnar sem Katsav hafði ráð­ist á voru marg­ar. Katsav bar við sak­leysi og sak­aði kon­urnar um fjár­kúg­un. Einnig sak­aði  hann fjöl­miðla um norna­veiðar gegn sér. Fáir tóku það þó alvar­lega. For­set­inn dró sig í hlé og ári seinna var hann end­an­lega ­settur af. Árið 2009 var Katsav ákærður fyrir nauðgun og önnur kyn­ferð­is­brot og t­veimur árum seinna var hann fund­inn sekur og dæmdur til 7 ára fang­els­is­vistar. Katsav afplánar nú fang­els­is­dóm sinn í borg­inni Ramla.

Katsav í fylgd lögreglu.

3. Lewin­sky ­málið

Kyn­ferð­is­sam­band Banda­ríkja­for­set­ans Bill Clinton og lær­lings­ins Mon­icu Lewin­sky komst í frétt­irnar í jan­úar árið 1998. Clinton þvertók fyrir sam­bandið í upp­hafi með hinum frægu orðum “Ég átti ekki í kyn­ferð­is­sam­bandi við þessa ­konu”. Þetta átti eftir að hund­elta hann á næstu miss­er­um.  Um sum­arið við­ur­kenndi Lewin­sky að sam­band­ið hafði átt sér stað og skömmu seinna for­set­inn sjálf­ur. Sam­band þeirra var þó ekki það sem kom honum í klandur heldur lygin og yfir­hylm­ingin sem átti sér­ ­stað í kjöl­far­ið. Þingið ákærði Clinton fyrir mein­særi og var það sam­þykkt í neðri deild þings­ins. Demókra­ta­flokkur Clint­ons var á þessum tíma í minni­hluta í báðum deildum þings­ins og því hefð­i hann hæg­lega getað misst emb­ætt­ið. Vin­sældir for­set­ans voru þó í hæstu hæðum um þetta leyti og það hefði verið mjög óvin­sælt að steypa hon­um. Það voru því nokkrir Repúblík­anar í öld­ung­ar­deild­inni sem ákváðu að sýkna Clinton árið 1999 og því slapp hann með­ skrekk­inn.

 Bill Clinton flytur tilfinningaþrungna ræðu. Mynd: EPA:

2. Bunga Bunga

Sil­vio Berlusconi hefur verið einn hel­sti ­leið­togi hægri­manna og einn áhrifa­mesti stjórn­mála­maður Ítalíu síðan í kosn­ing­unum frægu árið  1994 þeg­ar ­stokkað var upp í stjórn­mál­unum þar í landi. Hann hefur verið ákaf­lega vin­sæll og er það ekki síst vegna fjöl­miðla­veldis hans sem hann byggði upp á átt­unda ára­tugn­um. Hann hefur verið for­sæt­is­ráð­herra í þrí­gang en fer­ill hans hefur í seinni tíð verið mark­aður af ýmsum hneyksl­is­mál­um. Hann hefur m.a. ver­ið sak­aður um mút­ur, fölsun reikn­inga, emb­ætt­is­glöp og mis­beit­ingu valds. Al­var­leg­ustu ásak­an­irnar á hendur Berlusconi voru þó vegna hinna svoköll­uðu Bunga Bunga sam­kvæma sem hann hélt þar ­sem barn­ungar stúlkur gengu um naktar í fylgd mið­aldra karl­manna. Hann fékk á­kæru og var dæmdur í hér­aðs­dómi fyrir barna­vændi en eins og svo oft áður var hann sýkn­aður í áfrýj­un­ar­rétti. Berluscon­i situr nú af sér dóm í sam­fé­lags­vinnu fyrir skatt­svik. 

1. Watergate

End­ingin –gate er orðin sam­nefn­ari fyr­ir­ skandal og það ekki að ástæðu­lausu. Watergate hneykslið er það þekktasta í sög­unni. Þann 17. júní árið 1972 voru fimm inn­brots­þjófar gripnir við höf­uð­stöðvar Demókra­ta­flokks­ins í Was­hington. Það var að miklu leyti fyrir til­stilli blaða­mann­ana Bob Wood­ward og Carl Bern­stein hjá Was­hington Post dag­blað­in­u að upp komst um tengsl inn­brots­þjóf­anna og for­set­ans Ric­hards Nixon. Málið tengd­ist ekki ein­ungis Nixon sjálfum heldur einnig hátt settum mönnum í ýmsum stofn­un­um á borð við alrík­is­lög­regl­una FBI og ­leyni­þjón­ust­una CIA. Efri deild ­þings­ins hóf rann­sókn á mál­inu og krafð­ist þess að fá afhentar hljóð­upp­tökur úr hvíta hús­inu þar sem tengsl for­set­ans við inn­brotið komu ber­sýni­lega í ljós. Þann 9. ágúst árið 1974 sagði Ric­hard Nixon af sér emb­ætti for­seta en var náð­aður af arf­taka sínum Ger­ald For­d. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None