#alþingi #stjórnmál #kosningar2016

Þingmaðurinn segir „já“

Stormasamt kjörtímabil virðist ekki hafa blásið viljann úr sitjandi þingmönnum til að gefa kost á sér áfram í komandi Alþingiskosningum. Flestir segjast vilja halda áfram, þó að margir séu enn óákveðnir. Kjarninn kannaði afstöðu allra þingmanna fyrir kosningarnar.

Mik­ill meiri­hluti núver­andi þing­manna ætla að freista gæf­unnar og gefa kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um. Kjarn­inn leit­aði svara hjá öllum sitj­andi þing­mönnum og fékk svör frá flest­um. Nokkrir reynd­ust óákveðn­ir, en eins og áður seg­ir, eru lang­flestir sem ætla sér að halda áfram. Svör þing­manna má sjá hér fyrir neð­an. 

„Eins og staðan er í dag, að óbreytt­u…”

Rétt er að taka fram að margir þing­menn voru örlítið tví­stíg­andi í afstöðu sinni. Sögðu margir hverjir að í hinu póli­tíska umróti síð­ustu vikna hafi ekki gef­ist mik­ill tími til að velta fyrir sér fram­tíð­inni - menn hafi ein­ungis verið að skipu­leggja dag frá degi. Enda gerð­ust hlut­irnir hratt. Margir bentu á að enn væri þó ein­hver tími til kosn­inga, sem óvíst er hvenær verða, og margt geti gerst í milli­tíð­inn­i. 

„Eins og staðan er í dag, að óbreyttu, þá ætla ég að gefa kost á mér áfram,” og „ef flokk­ur­inn veitir mér braut­ar­gengi og eft­ir­spurn verður eftir mér, þá já,” voru nokkuð algeng svör. Fjöl­margir voru þó gall­harðir í afstöðu sinni til áfram­halds. Þess ber þá að geta að svör þing­manna til Kjarn­ans eru ekki bind­andi og fólki er frjálst að skipta um skoð­un, eins og sann­ast hefur í vik­unn­i. 

Veit ekki annað en Sig­mundur ætli að halda áfram

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, fór í frí í byrjun síð­ustu viku. Hjálmar Bogi Haf­liða­son, fyrsti vara­þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, tók sæti hans. Hjálmar segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi átt að koma inn í þrjár vik­ur, þá frá mánu­deg­inum 11. apríl til mánu­dags­ins 2. maí. Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mund­ar, seg­ist ekki hafa heyrt neitt um að Sig­mundur ætli að hætta. Hann hafi þó ekki náð í Sig­mund, sem sé í ferða­lagi erlendis með fjöl­skyldu sinn­i. 

Utan­rík­is­ráð­herra óákveð­inn 

Sumir þing­menn voru ekki búnir að ákveða hvort þeir hygð­ust halda áfram í póli­tík á næsta kjör­tíma­bili. Má þar nefna Ragn­heiði Rík­harðs­dóttur og Brynjar Níels­son, þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og helm­ing þing­manna Bjartrar fram­tíð­ar; Guð­mund Stein­gríms­son, Róbert Mars­hall og Bryn­hildi Pét­urs­dótt­ur. Lilja Alfreðs­dótt­ir, nýi utan­þingsutan­rík­is­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur heldur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni bjóða sig fram til þing­mennsku í haust. 

Þing­menn og báðir utan­þings­ráð­herr­arnir voru spurðir hvort þeir hygð­ust bjóða sig fram í kom­andi kosn­ingum og má sjá svör þeirra hér fyrir neð­an. 

Árni Páll Árnason
Suðvesturkjördæmi
Ásmundur Einar Daðason
Norðvesturkjördæmi
Ásmundur Friðriksson
Suðurkjördæmi
Ásta Guðrún Helgadóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
Birgir Ármannsson Óákveðin/n
Reykjavíkurkjördæmi norður
Birgitta Jónsdóttir
Suðvesturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Óákveðin/n
Norðausturkjördæmi
Bjarni Benediktsson
Suðvesturkjördæmi
Björt Ólafsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi norður
Brynhildur Pétursdóttir Óákveðin/n
Norðausturkjördæmi
Brynjar Níelsson Óákveðin/n
Reykjavíkurkjördæmi norður
Einar K. Guðfinnsson Nei
Norðvesturkjördæmi
Elín Hirst
Suðvesturkjördæmi
Elsa Lára Arnardóttir
Norðvesturkjördæmi
Eygló Harðardóttir
Suðvesturkjördæmi
Frosti Sigurjónsson
Reykjavíkurkjördæmi norður
Guðlaugur Þór Þórðarson
Reykjavíkurkjördæmi suður
Guðmundur Steingrímsson Óákveðin/n
Suðvesturkjördæmi
Gunnar Bragi Sveinsson
Norðvesturkjördæmi
Haraldur Benediktsson
Norðvesturkjördæmi
Haraldur Einarsson Vill ekki svara
Suðurkjördæmi
Helgi Hrafn Gunnarsson
Reykjavíkurkjördæmi norður
Helgi Hjörvar
Reykjavíkurkjördæmi suður
Höskuldur Þórhallsson
Norðausturkjördæmi
Jón Gunnarsson
Suðvesturkjördæmi
Karl Garðarson Óákveðin/n
Reykjavíkurkjördæmi suður
Katrín Jakobsdóttir Vill ekki svara
Reykjavíkurkjördæmi norður
Katrin Júlíusdóttir Nei
Suðvesturkjördæmi
Kristján Þór Júlíusson
Norðausturkjördæmi
Kristján L. Möller Vill ekki svara
Norðausturkjördæmi
Lilja Alfreðsdóttir Óákveðin/n
Utan þings
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Norðvesturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir
Norðausturkjördæmi
Oddný G. Harðardóttir
Suðurkjördæmi
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Norðvesturkjördæmi
Ólöf Nordal
Utan þings
Óttarr Proppé
Reykjavíkurkjördæmi suður
Páll Jóhann Pálsson Nei
Suðurkjördæmi
Páll Valur Björnsson
Suðurkjördæmi
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Óákveðin/n
Suðvesturkjördæmi
Róbert Marshall Óákveðin/n
Reykjavíkurkjördæmi suður
Sigríður Á. Andersen
Reykjavíkurkjördæmi suður
Sigrún Magnúsdóttir Nei
Reykjavíkurkjördæmi norður
Sigurður Ingi Jóhannsson
Suðurkjördæmi
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Suðurkjördæmi
Steingrímur J. Sigfússon
Norðausturkjördæmi
Steinunn Þóra Árnadóttir
Reykjavíkurkjördæmi norður
Svandís Svavarsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
Unnur Brá Konráðsdóttir
Suðurkjördæmi
Valgerður Bjarnadóttir
Reykjavíkurkjördæmi norður
Valgerður Gunnarsdóttir
Norðausturkjördæmi
Vilhjálmur Árnason
Suðurkjördæmi
Vilhjálmur Bjarnason Vill ekki svara
Suðvesturkjördæmi
Willum Þór Þórsson
Suðvesturkjördæmi
Þorsteinn Sæmundsson
Suðvesturkjördæmi
Þórunn Egilsdóttir
Norðausturkjördæmi
Ögmundur Jónasson Vill ekki svara
Suðvesturkjördæmi
Össur Skarphéðinsson Vill ekki svara
Reykjavíkurkjördæmi norður

Tæp­lega 70 pró­sent vilja vera áfram 

Svör feng­ust frá 57 þing­mönnum og báðum utan­þings­ráð­herr­un­um, Lilju Alfreðs­dóttur og Ólöfu Nor­dal. Rúm­lega 65 pró­sent svar­enda, eða 39 manns, 38 þing­menn og inn­an­rík­is­ráð­herra sem situr utan þings, segj­ast ætla að gefa áfram kost á sér á næsta kjör­tíma­bili. Fjórir þing­menn ætla að hætta og níu eru óákveðn­ir. 

For­seti, ráð­herra og vara­for­maður að hætta

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Einar K. Guð­finns­son, for­seti Alþingis og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Katrín Júl­í­us­dótt­ir, vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Páll Jóhann Páls­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætla öll að yfir­gefa þingið eftir kjör­tíma­bil­ið. 

Sig­rún segir að vissu­lega sé sterk löngun hjá henni að fram­fylgja sjálf málum Fram­sókn­ar­flokks­ins. „En ég held að aldur og fyrri störf segi mér að nú sé komið gott." 

Ein­ar segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til þing­mennsku áfram í sam­ráði við fjöl­skyldu sína, en hann hefur setið í 25 ár á Alþingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. „Nú er komið að tíma­­mótum í lífi mínu. Beinni þátt­­töku minni í stjórn­­­málum lýkur senn. Við tekur nýtt tíma­bil sem ég veit ekki hvað muni bera í skauti sínu. Það leiðir tím­inn einn ljós,“ sagði Einar á Face­book síðu sinni. Einar er odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og í vik­unni gaf þing­mað­ur­inn Har­aldur Bene­dikts­son það út við Skessu­horn að hann ætl­aði að sækj­ast eftir sæt­inu.  

Páll Jóhann segir að mótæla­aldan og óánægjan í sam­fé­lag­inu hafi haft þau áhrif að hann ætli að hætta á þingi eftir kjör­tíma­bil­ið. „Ég ætla ekki að láta grýta mér oftar út úr þing­hús­in­u,” segir hann í sam­tali við Kjarn­ann. „Það var meira að segja mót­mælt við þing­setn­ing­una.” 

Katrín Júl­í­us­dótt­ir, vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, til­kynnti fyrr í vetur að hún ætl­aði að hætta á þingi eftir þetta kjör­tíma­bil. Ákvörð­unin hafi verið per­sónu­leg og tími sé kom­inn til að snúa sér að öðru. 

Ekki feng­ust við­brögð frá Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, Ill­uga Gunn­ars­syni, Jóhönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur, Ragn­heiði Elínu Árna­dótt­ur, Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni og Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur. Vig­dís Hauks­dóttir vildi ekki velja einn af fjórum mögu­leikum og óskaði eftir því að það kæmi fram að hún „væri ekk­ert byrjuð að pæla í fram­boð­i." 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar