Kosningabaráttunni snúið á haus

Landslag forsetakosninganna er gjörbreytt. Þrír hafa dregið framboð sitt til baka. Ólafur Jóhann Ólafsson afskrifar forsetaframboð.

Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Snær Magnason, Bæring Ólafsson, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Guðrún M. Pálsdóttir, Ástþór Magnússon, Ari Jósepsson, Sturla Jónsson, Benedikt K. Mewes, Hrannar Pétursson og Magnús Magnússon.
Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Snær Magnason, Bæring Ólafsson, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Guðrún M. Pálsdóttir, Ástþór Magnússon, Ari Jósepsson, Sturla Jónsson, Benedikt K. Mewes, Hrannar Pétursson og Magnús Magnússon.
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son ætlar sér að vera for­seti áfram, eftir 20 ára setu á Bessa­stöð­um. Með ákvörðun sinni, sem hann til­kynnti um á mánu­dag, sneri hann kosn­inga­bar­átt­unni á haus og ljóst er að hún mun hafa áhrif á þá sem hafa legið undir feld­inum fræga. Í nýrri könnun MMR sem birt var í gær kom í ljós að meiri­hluti þjóð­ar­innar er ánægður með störf hans síð­ustu vikna og það sem vakti hvað mesta athygli var að 99 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins voru ánægð­ir. 

Andri heldur áfram - þrír gef­ast upp

Tveir for­seta­fram­bjóð­endur drógu fram­boð sitt til baka sam­dæg­urs og Ólafur Ragnar til­kynnti að hann hefði skipt um skoð­un; Vig­fús Bjarni Alberts­son sjúkra­hús­prestur og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hót­el­stjóri. Heimir Örn Hólmars­son hætti við fram­boð í nótt og sagði í til­kynn­ingu að Ólafur Ragnar væri ástæð­an. Andri Snær Magna­son rit­höf­undur segir ákvörðun for­set­ans engin áhrif hafa á fram­boð sitt. 

Guðmundur Franklín Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Heimir Örn Hólmarsson.

Auglýsing

Ólafur Jóhann afskrifar fram­boð

Nokkrir mögu­legir fram­bjóð­endur hafa líka gefið út á und­an­förnum dögum að þeir ætli ekki fram; Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari, Davíð Þór Jóns­son hér­aðs­prest­ur, Linda Pét­urs­dóttir athafna­kona og Þor­grímur Þrá­ins­son rit­höf­und­ur. Berg­þór Páls­son söngv­ari til­kynnti svo í gær að hann væri hættur við. Ólafur Jóhann Ólafs­son, rit­höf­undur og aðstoð­ar­for­stjóri Time-Warn­er, segir í skrif­legu svari sínu til Kjarn­ans að hann ætli ekki í for­seta­fram­boð, en „þar sé ekki um neina sér­staka stefnu­breyt­ingu að ræða.“ 

Katrín Jak­obs­dóttir og Jón Gnarr voru lengi orðuð við fram­boð og nutu mik­ils stuðn­ings í skoð­ana­könn­un­um. Þau gáfu það út fyrr á árinu að þau hugð­ust ekki bjóða sig fram og væru ánægð í sínum núver­andi störf­um. 

Bryndís Hlöðversdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson, Þorgrímur Þráinsson, Davíð Þór Jónsson, Linda Pétursdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr.

Þrettán í dag

Flestir for­seta­fram­bjóð­endur halda þó ótrauðir áfram. Halla Tóm­as­dóttir opnar kosn­inga­skrif­stofu sína á sum­ar­dag­inn fyrsta, Elísa­bet Kristín Jök­uls­dóttir segir Ólaf Ragnar með­virkan og hræð­ist ekki að fara á móti hon­um, Hrannar Pét­urs­son segir fram­boð Ólafs hafa verið áhuga­verðan snún­ing í bar­átt­unni, Hildur Þórð­ar­dóttir segir við RÚV að gær­dag­ur­inn hafi komið á óvart en hún ætli að halda sínu striki. Ást­þór Magn­ús­son ætlar sér líka að sigra Ólaf. 

Bene­dikt Krist­ján Mewes til­kynnti nýlega um fram­boð sitt og hann ætlar að halda því til streitu. Ari Jós­eps­son ætlar að halda sínu striki, sem og Guð­rún Mar­grét Páls­dóttir. Bær­ing Ólafs­son segir að ákvörðun Ólafs hafi ekki enn haft áhrif á sitt fram­boð. Hann láti vita ef eitt­hvað breyt­ist. Magnús Ingi Magn­ús­son, kenndur við Texas­borg­ara, ætlar áfram í fram­boð. Ekki hefur náðst í Sturlu Jóns­son

Guðni, Guð­rún, Sig­rún, Eiríkur og Stefán liggja enn saman undir feldi

Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að bjóða sig fram, þó að hann segi vissu­lega að ákvörðun Ólafs hafi áhrif. Eiríkur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri, og Sig­rún Stef­áns­dóttir, for­seti hug- og félags­vís­inda­sviðs Háskól­ans á Akur­eyri, og Guð­rún Nor­dal, for­stöðu­maður Árna­stofn­un­ar, segja við RÚV að þau séu enn að hugsa mál­ið. Stefán Jón Haf­stein segir í svari til Kjarn­ans að hann hafi haft á til­finn­ing­unni að apríl yrði svipti­vinda­samur í póli­tík­inn­i. 

„Og reynd­ist sann­spár.  Ákvarð­anir úreld­ast viku­lega, svo ég ætla mér að rýna ástandið enn betur næstu 2-3 vikur áður en loka­á­kvörðun verður tek­in. Póli­tískar for­sendur kosn­inga­bar­átt­unnar til for­seta og þings hafa gjör­breyst," segir Stefán Jón. Ekki hefur náðst í Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en hún hefur verið að íhuga fram­boð. 

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, og Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, hafa báðir verið orð­aðir við fram­boð en hvor­ugur hefur gefið nokkuð út um það. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Nordal, Eiríkur Björn Björgvinsson, Sigrún Stefánsdóttir og Stefán Jón Hafstein.

Jón ekki hættur við

Ein­hverjar vanga­veltur hafa skap­ast á sam­fé­lags­miðlum hvort fólk sem hafi áður gefið út að þau ætli ekki að bjóða sig fram, hafi nú skipt um skoðun í ljósi breyttrar stöðu. Jón Gnarr var lengi orð­aður við emb­ættið en hann til­kynnti í jan­úar að hann ætl­aði sér ekki að reyna að verða for­seti. Þar hefur ekki orðið breyt­ing á. 

„Ég er mjög ham­ingju­samur í mínu lífi og sé enga ástæðu til að breyta því,” segir Jón í sam­tali við Kjarn­ann. „Það er eng­inn skortur á mið­aldra karl­mönnum í stjórn­málum á Íslandi svo ég sé ekki fram á að ég verði hold­gerv­ingur þess sem muni breyta ein­hverju.” 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None