Kosningabaráttunni snúið á haus

Landslag forsetakosninganna er gjörbreytt. Þrír hafa dregið framboð sitt til baka. Ólafur Jóhann Ólafsson afskrifar forsetaframboð.

Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Snær Magnason, Bæring Ólafsson, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Guðrún M. Pálsdóttir, Ástþór Magnússon, Ari Jósepsson, Sturla Jónsson, Benedikt K. Mewes, Hrannar Pétursson og Magnús Magnússon.
Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Snær Magnason, Bæring Ólafsson, Halla Tómasdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Guðrún M. Pálsdóttir, Ástþór Magnússon, Ari Jósepsson, Sturla Jónsson, Benedikt K. Mewes, Hrannar Pétursson og Magnús Magnússon.
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son ætlar sér að vera for­seti áfram, eftir 20 ára setu á Bessa­stöð­um. Með ákvörðun sinni, sem hann til­kynnti um á mánu­dag, sneri hann kosn­inga­bar­átt­unni á haus og ljóst er að hún mun hafa áhrif á þá sem hafa legið undir feld­inum fræga. Í nýrri könnun MMR sem birt var í gær kom í ljós að meiri­hluti þjóð­ar­innar er ánægður með störf hans síð­ustu vikna og það sem vakti hvað mesta athygli var að 99 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins voru ánægð­ir. 

Andri heldur áfram - þrír gef­ast upp

Tveir for­seta­fram­bjóð­endur drógu fram­boð sitt til baka sam­dæg­urs og Ólafur Ragnar til­kynnti að hann hefði skipt um skoð­un; Vig­fús Bjarni Alberts­son sjúkra­hús­prestur og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hót­el­stjóri. Heimir Örn Hólmars­son hætti við fram­boð í nótt og sagði í til­kynn­ingu að Ólafur Ragnar væri ástæð­an. Andri Snær Magna­son rit­höf­undur segir ákvörðun for­set­ans engin áhrif hafa á fram­boð sitt. 

Guðmundur Franklín Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Heimir Örn Hólmarsson.

Auglýsing

Ólafur Jóhann afskrifar fram­boð

Nokkrir mögu­legir fram­bjóð­endur hafa líka gefið út á und­an­förnum dögum að þeir ætli ekki fram; Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari, Davíð Þór Jóns­son hér­aðs­prest­ur, Linda Pét­urs­dóttir athafna­kona og Þor­grímur Þrá­ins­son rit­höf­und­ur. Berg­þór Páls­son söngv­ari til­kynnti svo í gær að hann væri hættur við. Ólafur Jóhann Ólafs­son, rit­höf­undur og aðstoð­ar­for­stjóri Time-Warn­er, segir í skrif­legu svari sínu til Kjarn­ans að hann ætli ekki í for­seta­fram­boð, en „þar sé ekki um neina sér­staka stefnu­breyt­ingu að ræða.“ 

Katrín Jak­obs­dóttir og Jón Gnarr voru lengi orðuð við fram­boð og nutu mik­ils stuðn­ings í skoð­ana­könn­un­um. Þau gáfu það út fyrr á árinu að þau hugð­ust ekki bjóða sig fram og væru ánægð í sínum núver­andi störf­um. 

Bryndís Hlöðversdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson, Þorgrímur Þráinsson, Davíð Þór Jónsson, Linda Pétursdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr.

Þrettán í dag

Flestir for­seta­fram­bjóð­endur halda þó ótrauðir áfram. Halla Tóm­as­dóttir opnar kosn­inga­skrif­stofu sína á sum­ar­dag­inn fyrsta, Elísa­bet Kristín Jök­uls­dóttir segir Ólaf Ragnar með­virkan og hræð­ist ekki að fara á móti hon­um, Hrannar Pét­urs­son segir fram­boð Ólafs hafa verið áhuga­verðan snún­ing í bar­átt­unni, Hildur Þórð­ar­dóttir segir við RÚV að gær­dag­ur­inn hafi komið á óvart en hún ætli að halda sínu striki. Ást­þór Magn­ús­son ætlar sér líka að sigra Ólaf. 

Bene­dikt Krist­ján Mewes til­kynnti nýlega um fram­boð sitt og hann ætlar að halda því til streitu. Ari Jós­eps­son ætlar að halda sínu striki, sem og Guð­rún Mar­grét Páls­dóttir. Bær­ing Ólafs­son segir að ákvörðun Ólafs hafi ekki enn haft áhrif á sitt fram­boð. Hann láti vita ef eitt­hvað breyt­ist. Magnús Ingi Magn­ús­son, kenndur við Texas­borg­ara, ætlar áfram í fram­boð. Ekki hefur náðst í Sturlu Jóns­son

Guðni, Guð­rún, Sig­rún, Eiríkur og Stefán liggja enn saman undir feldi

Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að bjóða sig fram, þó að hann segi vissu­lega að ákvörðun Ólafs hafi áhrif. Eiríkur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri, og Sig­rún Stef­áns­dóttir, for­seti hug- og félags­vís­inda­sviðs Háskól­ans á Akur­eyri, og Guð­rún Nor­dal, for­stöðu­maður Árna­stofn­un­ar, segja við RÚV að þau séu enn að hugsa mál­ið. Stefán Jón Haf­stein segir í svari til Kjarn­ans að hann hafi haft á til­finn­ing­unni að apríl yrði svipti­vinda­samur í póli­tík­inn­i. 

„Og reynd­ist sann­spár.  Ákvarð­anir úreld­ast viku­lega, svo ég ætla mér að rýna ástandið enn betur næstu 2-3 vikur áður en loka­á­kvörðun verður tek­in. Póli­tískar for­sendur kosn­inga­bar­átt­unnar til for­seta og þings hafa gjör­breyst," segir Stefán Jón. Ekki hefur náðst í Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en hún hefur verið að íhuga fram­boð. 

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, og Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, hafa báðir verið orð­aðir við fram­boð en hvor­ugur hefur gefið nokkuð út um það. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Nordal, Eiríkur Björn Björgvinsson, Sigrún Stefánsdóttir og Stefán Jón Hafstein.

Jón ekki hættur við

Ein­hverjar vanga­veltur hafa skap­ast á sam­fé­lags­miðlum hvort fólk sem hafi áður gefið út að þau ætli ekki að bjóða sig fram, hafi nú skipt um skoðun í ljósi breyttrar stöðu. Jón Gnarr var lengi orð­aður við emb­ættið en hann til­kynnti í jan­úar að hann ætl­aði sér ekki að reyna að verða for­seti. Þar hefur ekki orðið breyt­ing á. 

„Ég er mjög ham­ingju­samur í mínu lífi og sé enga ástæðu til að breyta því,” segir Jón í sam­tali við Kjarn­ann. „Það er eng­inn skortur á mið­aldra karl­mönnum í stjórn­málum á Íslandi svo ég sé ekki fram á að ég verði hold­gerv­ingur þess sem muni breyta ein­hverju.” 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None