Samsett mynd

Panamafélagið Guru Invest fjármagnaði verkefni í Bretlandi og á Íslandi

Félag sem skráð er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og er með heimilisfesti í Panama, hefur fjármagnað fjöldamörg verkefni í Bretlandi og á Íslandi eftir hrun. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, var skráður með prókúru í félaginu og tengist mörgum verkefnanna sem það hefur fjármagnað.

skrifar úr Panamaskjölunum
skrifar úr Panamaskjölunum

Hjónin Jón Ásgeir Jóhann­es­son og Ingi­björg Stef­anía Pálma­dóttir hafa verið fyr­ir­ferða­mikil í íslensku við­skipta­lífi und­an­farna ára­tugi. Jón Ásgeir var í for­grunni þess sem kall­að­ist á ein­földu máli íslenska útrás­in. Hann fór um heim­inn og keypti upp fyr­ir­tæki í skuld­settum yfir­tökum og safn­aði undir sig gríð­ar­legu magni eigna, skulda og valda. 

Eignir hans á Íslandi voru ekki síður umfangs­mikl­ar. Hann rak stærsta smá­sölu­veldi lands­ins og nær ómögu­legt var fyrir nokkurn lands­mann að vera ekki í neinum við­skiptum við Jón Ásgeir. Félög sem hann stýrði áttu auk þess ráð­andi hluti í fjár­fest­ing­aris­anum FL Group og ásamt helstu við­skipta­fé­lögum sínum hafði Jón Ásgeir tögl og hagldir í Glitni banka fyrir banka­hrun.

Þegar efna­hags­legur hvirf­il­bylur reið yfir haustið 2008 var ljóst að það myndi hafa mikil áhrif á stöðu Jóns Ásgeirs. Þrátt fyrir mikla bar­áttu fyrir því að halda eignum sínum varð hvert félagið sem hann átti hlut í á fætur öðru gjald­þrota og kröfu­hafaröðin sem á eftir honum gekk lengd­ist í sífellu. Sam­an­lagðar skuldir félag­anna sem Jón Ásgeir kom að námu á annað þús­und millj­arða króna. Á móti voru ein­hverjar eign­ir, en í til­fellum margra þeirra voru þær ekki mikl­ar. Til að mynda er gert ráð fyrir að sjö millj­arðar króna fáist upp í alls 240 millj­arða króna kröfur í þrotabú fjár­fest­inga­fé­lags­ins Baugs Group, sem Jón Ásgeir stýrði.

Baugur var að mestu í eigu Fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums, sem var að mestu í eigu Jóns Ásgeirs (hann átti 41 pró­sent hlut), systur hans og for­eldra. Gaumur var gefið upp til gjald­þrota­skipta í sept­em­ber 2013, þótt að legið hefði fyrir árum saman að félagið ætti enga mögu­leika á að lifa af. Hvað tafði það gjald­þrot í nær fimm ár eftir banka­hrun er erfitt að full­yrða um. Ein­hvern hag taldi fjöl­skyldan sig þó hafa af því að halda yfir­ráðum yfir Gaumi. Þegar skiptum lauk í síð­asta mán­uði kom í ljós að 14,8 millj­ónir króna feng­ust upp í almennar kröfur í búið, sem námu 38,7 millj­örðum króna. Alls feng­ust því 0,067 pró­sent upp í almennar kröfur í búið. Stærstu kröfu­haf­arnir voru þrotabú gamla Lands­banka Íslands, þrotabú Kaup­þings og þrotabú Baugs, og allir voru kröfu­haf­arnir álíka stór­ir. Nýlega var einnig greint frá því að BG-fast­eign­ir, sem hafði verið í eigu Baugs Group, hefði verið gert upp. Þar námu kröf­urnar 17 millj­örðum króna en um ein milljón króna fékkst upp í þær.

Þetta eru ein­ungis þrjú dæmi af mörgum um afleið­ingar fyr­ir­tækja­rekstrar Jóns Ásgeirs. Skulda­slóðin lá víða eftir hann og kröfu­hafar reyndu hvað þeir gátu til að kom­ast yfir ein­hverjar eignir til að tak­marka tap sitt. Slita­stjórn Glitnis fékk meira að segja í gegn að allar þekktar eignir hans voru frystar með dóms­úr­skurði í Bret­landi árið 2010 og við þá máls­með­ferð sór Jón Ásgeir að hann ætti ekk­ert meira en það sem þar var til­greint. Slita­stjórnin var ekki sann­færð og réð meðal ann­ars rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Kroll til að reyna að hafa upp á frek­ari eignum sem hún grun­aði Jón Ásgeir um að hafa komið und­an. Sam­kvæmt fryst­ing­ar­beiðn­inni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, var slita­stjórnin meðal ann­ars að leita að afrakstri sölu snekkju, sem bar heitið OneOOne og var skráð til heim­ilis á Cayman-eyj­um.

OneOOne nafnið var ekki gripið úr lausu lofti. Það vís­aði til kenni­leitis sem eig­in­kona Jóns Ásgeirs, Ingi­björg Stef­anía Pálma­dótt­ir, hafði gert að sínu. Hún átti hótel sem hét í höf­uðið á póst­núm­er­inu fræga og mörg félög sem henni tengd­ust báru það sem for­skeyt­i. 

Þrátt fyrir að Ingi­björg hafi sjálf verið umsvifa­mik­ill fjár­festir fyrir hrun og tekið þátt í mörgum áhættu­sömum fjár­fest­inga­æv­in­týrum í slag­togi við eig­in­mann sinn eða ein síns liðs þá virð­ist hún hafi komið nokkuð vel utan hrun­vetr­in­um. Að minnsta kosti hefur henni tek­ist að halda mörgum af sínum helstu eignum á Íslandi og í krafti auðs síns tekið yfir aðrar eign­ir, sem Jón Ásgeir átti áður en lenti í erf­ið­leikum með að halda vegna þrýst­ings kröfu­hafa, rann­sókna sér­staks sak­sókn­ara og upp­þorn­aðs láns­hæf­is. Þar ber helst að nefna stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, 365 miðla, sem Ingi­björg tók yfir eftir að Jón Ásgeir hafði tryggt sér áfram­hald­andi stjórn á því vik­urnar eftir banka­hrun­ið. 

Skipta­stjórar í þrota­búum félaga sem tengj­ast hjón­unum hafa lengi skoðað alls kyns til­færslur á eignum sem áttu sér stað innan þeirra á loka­metr­unum fyrir hrun eða á miss­er­unum eftir það. Með litlum árangri. Pen­ing­arnir virt­ust hafa farið til pen­inga­himna. 

Svo virð­ist þó sem að ein­hverjir pen­ingar hafi reyndar haft áfram­hald­andi við­veru í mann­heim­um. Í skjölum lög­fræði­stof­unnar Mossack Fon­seca frá Pana­ma, sem láku út í fyrra og eru nú til umfjöll­unar í fjöl­miðlum víða um heim, er varpað ljósi á hvert hluti þeirra fór. Hann fór til Panama.

Jón Ásgeir og Ingi­björg bæði með pró­kúru

Í októ­ber 2007 stofn­aði panamíska lög­fræði­stofan Mossack Fon­seca félag fyrir Lands­bank­ann í Lúx­em­borg, sem kom fram við skrán­ing­una fyrir hönd við­skipta­vinar sín­ar. Félagið átti að heita OneOOne Enterta­in­ment S.A. Í tölvu­pósti vegna skrán­ing­ar­innar var lögð sér­stök áhersla á staf­setn­ingu á nafni félags­ins. Hún yrði að vera algjör­lega rétt. 

Þetta kem­ur fram í gögnum frá Mossack Fon­seca sem þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung kom­st ­yfir og deildi með alþjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vík­ ­Media og 109 öðrum fjöl­miðlum víðs­vegar um heim. 

Í stjórn félags­ins voru skipuð þau George Allen, Car­men Wong, Yvette Rogers, Jaqueline Alex­ander og Verna De Nel­son. Öll voru þau starfs­menn Mossack Fon­seca og sitja í stjórnum þús­unda félaga sem stofnuð eru af fyr­ir­tæk­inu fyrir kúnna sem vilja næla sér í skatta­legt hag­ræði á lág­skatta­svæð­um, fela eignir eða vilja eiga félög í Panama af ein­hverjum öðrum ástæð­um. Vert er að taka fram að ekk­ert ólög­legt þarf að vera við það að eiga félög eins og þau sem Mossack Fon­seca stofn­aði í bíl­förmum fyrir við­skipta­vini sína. Flestu venju­legu fólki þykir það hins vegar afar óvenju­legt og fjar­lægt.

Í fund­ar­gerð stjórnar hins nýstofn­aða félags, sem er dag­sett 2. októ­ber 2007, kemur fram að pró­kúru­hafar félags­ins séu Ingi­björg Pálma­dóttir og Jón Ásgeir Jóhann­es­son. Þ.e. öll völd yfir eignum þess eru í höndum þess­ara tveggja aðila frá stofn­un. Þau máttu taka lán eða lána fé félags­ins án nokk­urra tak­markanna. Vald stjórn­ar­manna í félag­inu var að fullu fram­selt til þeirra tveggja í þrjú ár, fram til árs­ins 2010.

Í skjölunum hér að ofan sést að Jón Ásgeir Jóhannesson var með full yfirráð yfir panamíska félaginu og gat stýrt því eins og hann vildi. Endanlegur eigandi þess er þó eiginkona hans, Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir.
Samsett mynd

Þau gögn um þetta félag sem Kjarn­inn hefur fengið aðgang að í gegnum sam­starf sitt við Reykja­vik Media eru ákaf­lega víð­ferm. Þar sem hjónin höfðu fullt vald yfir OneOOne fram á árið 2010 er þó lítið um sam­skipti við Mossack Fon­seca vegna félags­ins frá stofnun þess 2007 og fram til 2010. Strax í jan­úar það ár er sendur tölvu­póstur þar sem óskað er eftir því að starfs­menn Mossack Fon­seca, sem sátu í stjórn OneOO­ne, fylltu út skrán­ing­ar­eyðu­blað til að heim­ila Ingi­björgu að opna banka­reikn­ing fyrir félagið hjá sviss­neska bank­anum Credit Suisse í Lúx­em­borg. Í kjöl­farið var einnig farið fram á að nafni félags­ins yrði breytt í Moon Capi­tal S.A. Það nafn hljómar ugg­laust kunn­ug­lega í eyrum margra, enda er meiri­hluta­eign­ar­hald Ingi­bjargar á 365 miðlum að mestu í gegnum félag sem ber sama nafn, Moon Capital, en er skráð í Lúx­em­borg.

Sá sem stóð að sam­skipt­unum fyrir hönd raun­veru­legra eig­enda félags­ins var Þor­steinn Ólafs­son, fyrrum starfs­maður Lands­bank­ans í Lúx­em­borg, sem þá var orð­inn annar fram­kvæmda­stjóra nýs fyr­ir­tækis sem fyrrum starfs­menn íslenskra banka þar í landi höfðu þá stofn­að, Arena Wealth Mana­gement. Þor­steinn var á árum áður þekkt sveita­balla­stjarna á Íslandi þar sem hann söng með hljóm­sveit­inni Vinir vors og blóma. Þann feril gaf hann þó upp á bát­inn fyrir eign­ar­stýr­ing­ar­draumana. 

Þorsteinn Ólafsson er á milli Ingibjargar og Jóns Ásgeirs á þessari frægu mynd sem tekin er í óþekktum skíðaskála árið 2006. Á myndinni má sjá marga helstu leikendur í íslensku útrásinni fyrir hrun.

Sam­kvæmt frétt sem birt­ist í Við­skipta­blað­inu í ágúst 2009 tók Arena Wealth Mana­gement, sem ein­beitir sér að eign­ar­stýr­ingu fyrir ríka við­skipta­vini, til starfa í lok árs 2008. Að því stóðu fyrrum starfs­menn Lands­bank­ans og Kaup­þings í Lúx­em­borg. Í frétt Við­skipta­blaðs­ins er rætt við Þor­stein, sem segir að Arena hafi fyrst og fremst verið að „að­stoða þann við­skipta­manna­hóp sem var fyrir í Lúx­em­borg og ein­stak­lingar í hópnum hafa byggt upp á síð­ustu 10 til 15 árum.“ Með öðrum orðum tóku nokkrir íslenskir eign­ar­stýr­ing­ar­menn úr föllnu íslensku bönk­unum í Lúx­em­borg nokkra stóra íslenska kúnna og stofn­uðu nýtt fyr­ir­tæki í utan­um­hald um eignir þeirra.

Á meðal þeirra eru Jón Ásgeir Jóhann­es­son og Ingi­björg Stef­anía Pálma­dótt­ir.

OneOOne verður Moon Capi­tal sem verður Guru Invest

Nafna­breyt­ingin á félag­inu var stað­fest af fyr­ir­tækja­skránni í Panama þann 16. mars 2010. Sam­kvæmt tölvu­póstum frá Þor­steini, full­trúa eig­enda Moon Capi­tal í sam­skiptum þeirra við Mossack Fon­seca, var mik­il­væg­asta úrlausn­ar­efni næstu mán­aða sem eftir fylgdu að gera sam­komu­lag við slita­stjórn Glitnis vegna skulda sem Fjár­fest­inga­fé­lagið Gaumur og 101 Chalet, félag í eigu Gaums, höfðu stofnað til við bank­ann og voru komnar fram yfir gjald­daga án þess að félögin ættu fyrir þeim. Sam­an­lögð skuld þeirra var tæp­lega þrír millj­arðar króna. 

Líkt og lesa má nánar um hér greiddi Moon Capi­tal hluta þeirrar upp­hæðar sem greidd var til að komið væri í veg fyrir að slita­stjórn Glitnis gengi á félögin og gæti þar með knúið þau í gjald­þrot. Sú greiðsla sem innt var af hendi sam­an­stóð af 200 millj­ónum krónum í reiðufé og 2,2 millj­örðum króna sem greiddar voru með skulda­bréfum útgefnum af Íbúða­lána­sjóði, svoköll­uðum HFF-bréf­um.

Þegar gerð sam­komu­lags­ins var í höfn var ráð­ist í aðra nafna­breyt­ingu á félag­inu í Panama. Sem fyrr var það Þor­steinn Ólafs­son hjá Arena sem óskaði eftir breyt­ing­unni og sendi hann tölvu­póst þess efnis 23. sept­em­ber 2010 til Mossack Fon­seca. Moon Capi­tal skyldi nú heita Guru Invest S.A.

Eftir þetta snú­ast flest tölvu­póst­sam­skipti Þor­steins við Mossack Fon­seca vegna Guru Invest um að stjórn­ar­menn­irnir sem settir voru inn í félagið þurfi að skrifa undir allskyns lána­samn­inga sem Guru Invest var að gera við rekstr­ar­fé­lög í Evr­ópu eða til að opna banka­reikn­inga í nafni þess hjá alþjóð­legum bönk­um. Flest félag­anna eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið tengd Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni í fjöl­miðlaum­fjöllun um þau. Svo virð­ist því sem umrædd félög hafi sótt sér rekstr­arfé til Guru Invest á Panama. Gögnin opin­bera líka að Guru Invest á hlut í félag­inu sem á rekstur íþrótta­vöru­versl­un­ar­innar Sports Direct á Íslandi. Lesa má nánar um það hér.

Lánað til MyM-e 

Eitt félag­anna heitir MyM-e Limited. Það er með heim­il­is­festi í Bret­landi og sér­hæfir sig í fjöl­miðla­þjón­ustu fyrir ein­tak­linga og fyr­ir­tæki og grein­ingu á fjöl­miðlaum­fjöllun um smá­sölu­mark­að. Í frétt DV um fyr­ir­tækið frá árinu 2012 seg­ir: „Um er að ræða eins konar fjöl­miðla­vakt þar sem fyr­ir­tækið velur og tekur saman fréttir um það helsta og mik­il­væg­asta sem er að ger­ast hverju sinni í heimi við­skipt­anna og sendir til við­skipta­vina sinna. Þessi þjón­usta fyr­ir­tæk­is­ins kall­ast My-retail media. Á heima­síðu félags­ins kemur fram að þessi þjón­usta sé hins vegar aðeins byrj­unin á „MyM-e-­bylt­ing­unn­i“. 

Fyr­ir­tækið hefur einnig reynt fyrir sér í hefð­bundn­ari fjöl­miðl­um. Það kom meðal ann­ars að stofnun íþrótta­síð­unnar sports­direct­news.com sem Óskar Hrafn Þor­valds­son, fyrrum frétta­stjóri Stöðvar 2, var síðar ráð­inn til að stýra. Síðan vann sér það til frægðar að bera á borð ævin­týra­lega óáreið­an­legar og oft á tíðum rangar fréttir úr heimi ensku knatt­spyrn­unn­ar. Fræg­asta dæmið var þegar hún hélt því fram að Newcastle United, félag í eigu Mike Ashley eig­anda Sports Direct og við­skipta­fé­laga Jóns Ásgeirs, væri að fara að kaupa stórstirnið Wayne Roo­ney frá Manchester United. Mið­ill­inn baðst síðar afsök­unar á frétt­inni, við­ur­kenndi að hún væri ósönn og fjar­lægði hana af síðu sinni. Sports­direct­news.com náði ekki að festa sig í sessi í heimi knatt­spyrnu­frétta og er ekki til leng­ur. 

Í fréttum á Íslandi á þessum tíma var ætið greint frá því að Mike Ashley væri eig­andi MyM-e Limited. Sam­kvæmt Panama­skjöl­unum er það ekki alls kostar rétt. 

Í hlut­hafa­sam­komu­lagi sem þar er að finna kemur fram að Guru Invest og nýstofnað félag á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, Gar­dienne Nominees No. 1 Ltd. væru stærstu eig­endur félags­ins. Sá sem kom fram fyrir hönd Guru Invest við und­ir­ritun sam­komu­lags­ins var Þor­steinn Ólafs­son. Fyrir Gar­dienne skrif­aði Gunnar Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Baugs og nán­asti sam­starfs­maður Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, undir fyrir hönd félags­ins JMS Partners Ltd.. Það félag höfðu hann, Jón Ásgeir og Don McChart­hy, þá stjórn­ar­for­maður House of Fra­ser, höfðu stofnað á árinu 2010. Auk þess var Sara Lind Þrúð­ar­dóttir á meðal eig­enda í gegnum félagið Biki ltd. Hún var á þessum tíma fram­kvæmda­stjóri MyM-e Ltd. en hafði áður starfað sem upp­lýs­inga­full­trúi Baugs Group.

Sam­kvæmt Panama­skjöl­unum lán­aði Guru Invest MyM-e ltd. tugi þús­unda punda að minnsta kosti tví­vegis á næstu árum. Fyrst í apríl 2012 og síðan í lok októ­ber 2013. Þá var lán sem hið breska Guru Capi­tal Ltd. hafði veitt MyM-e Limited upp á 72 þús­und pund færð til Guru Invest í Panama á árinu 2013.

Töskur, herra­klipp­ingar og húð­hreinsun

Guru Invest lán­aði ýmsum fleirum félög­um, sem Jón Ásgeir og félagar hans komu að, fé á árunum sem eftir fylgdu. Eitt þeirra fyr­ir­tækja var Moncri­ef, sem fram­leiðir hágæða­tösk­ur. Guru Invest keypti hlut í Moncrief og lán­aði félag­inu mörg hund­ruð þús­und pund á næstu árum. Eitt skjal­anna sem Þor­steinn Ólafs­son sendi til Mossack Fon­seca svo stjórn­ar­menn Guru Invest gætu und­ir­ritað það var merkt „Guru bridge loan agreem­ent – JAJ“. Það má því ætla að Jón Ásgeir, sem skamm­stafar nafnið sitt með þeim hætti, hafi komið að lán­veit­ing­unni. Jón Skafta­son, sem starfar fyrir Jón Ásgeir, kemur einnig fram fyrir hönd Guru Invest vegna Moncri­ef, sam­kvæmt skjöl­un­um. 

Annað fyr­ir­tæki sem fékk lán frá Guru var Cutis Develop­ments, sem rekur ProSkin húð­hreins­un­ar­keðj­una í Bret­landi. Það fékk lán upp á 100 þús­und pund í maí 2012 til að fjár­magna rekstur sinn, kaupa tæki og opna tvær nýjar ProSkin stofur í júní sama ár. Enn eitt slíkt fyr­ir­tæki er Mur­dock, sem rekur dýrar hár­greiðslu­stofur fyrir karl­menn í London. Sam­kvæmt frétt breska dag­blaðs­ins Tel­egraph frá árinu 2013 sett­ist Jón Ásgeir í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins það ár. Það gerði Jón Skafta­son einnig.

Guru átti líka beint í ýmsum félög­um. Í jan­úar 2013 sendi Þor­steinn Ólafs­son póst á Mossack Fon­seca og sagði þar að í við­hengi væri skipu­lag félags sem heitir Richmond Group/Richmond Brands. Það félag er skráð til heim­ilis á Seychelles-eyj­um, sem er þekkt skatta­skjól. Í póst­inum segir Þor­steinn enn fremur að í við­heng­inu sjá­ist að Guru Invest sé hlut­hafi í félag­inu. Skjalið sem er í við­hengi er við­skipta­á­ætlun fyrir verk­efni sem kall­að­ist „He­arts and Minds“. Verk­efnið snérist um að opna og reka litlar skart­gripa­versl­anir undir merkjum hins danska Pand­ora inni í versl­unum House of Fra­ser í Bret­landi. Guru Invest á, sam­kvæmt áætl­un­inni, sjö pró­sent hlut í Hearts and Minds. Aðrir eig­endur eru Marc Robbert Rasmus­sen, sem á 51 pró­sent hlut og félag sem kallað er HFS en er ekki skil­greint nánar í áætl­un­inni. Richmond fékk, sam­kvæmt skjöl­um, 776 þús­und punda lán frá JMS Partners í gegnum annað félag á Seychelles-eyju, Stratton Hold­ings Limited.

Þótt Jón Ásgeir hafi haft pró­kúru hjá Guru Invest, að minnsta kosti framan af, er Ingi­björg eig­in­kona hans skráður eini eig­andi félags­ins sam­kvæmt skjölum Mossack Fon­seca. Í júní 2012 sendi Þor­steinn Ólafs­son póst á Mossack Fon­seca og bað um að gefin yrði út ný pró­kúra á Ingi­björgu Pálma­dóttur fyrir Guru Invest. Sú sem hann hafði var frá þeim tíma sem félagið var kallað OneOOne Enterta­in­ment. 

Engin efn­is­leg svör

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Jón Ásgeir og Ingi­björgu á þriðju­dag þar sem þau voru spurð út í aðkomu sína að félag­inu OneOOne Enterta­in­ment, sem breytt­ist síðar í Moon Capi­tal S.A. og heitir síð­ast þegar af frétt­ist Guru Invest S.A. Á meðal þeirra svara sem óskað var eftir voru upp­lýs­ingar um hvaðan þeir fjár­munir sem vistaðir eru í Guru Invest í Panama hafi kom­ið, hverjar eignir félags­ins eru og hvort að fé úr Guru Invest hafi runnið til félaga eða ein­stak­linga á Íslandi. Þar var einnig spurt hvort eignir Guru Invest hafi verið á meðal þeirra eigna sem til­greindar voru í umfangs­miklum skulda­upp­gjörum þeirra við kröfu­hafa á Íslandi sem fram hafa farið á und­an­förnum árum og beðið um upp­lýs­ingar um hvar Guru Invest greiðir skatta og gjöld. Þá var einnig spurt af hverju félagið væri skráð með heim­il­is­festi á Panama. 

Ingi­björg svar­aði fyr­ir­spurn­inni á mið­viku­dag með eft­ir­far­andi hætti: „ef fengið fyr­ir­spurnir í dag frá fleirum miðlum en þínum og hef svar­að.  Ég hef engu við það að bæta, þú getur pikkað upp það sem þegar er haft eftir mér. Að öðru leyti eins og ég hef áður sagt, þá tjái ég mig ekki um ein­stök við­skipti, þar er trún­aður milli við­skipta­fé­laga.“

Rúmum klukku­tíma áður en svarið bar­st hafði birst stutt frétt um Ingi­björgu á frétta­vef DV sem eng­inn var skrif­að­ur­ ­fyr­ir. Þar sagði hún: „„Ég hef verið búsett erlendis til fjölda ára. Þar af leið­andi er ég skatt­greið­andi á Íslandi ein­ungis að því leyti sem tekur til­ m­inna per­sónu­legra eigna, fyr­ir­tækja og tekna inn­an­lands. Það hefur löng­um verið ljóst að ég hef stundað við­skipti erlend­is, og er það ekk­ert ­laun­ung­ar­mál, og í gegnum það tengst fjölda félaga erlend­is, sem í ein­hverj­u­m til­vikum kunna að flokk­ast sem aflands­fé­lög.“ Þá sagði hún einnig að ávallt hafi verið staðið skil á sköttum og gjöldum af þeim félögum sem henni tengj­ast.

Umfjöllun Kjarnans úr Panamaskjölunum

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None