Hefur ríkisstjórnin slegið met í að svara fyrirspurnum?

Umræður sköpuðust um fyrirspurnir og svör í þinginu í síðustu viku. Bjarni Benediktsson taldi met hafa verið slegið í bæði fyrirspurnum og svörum hjá þessari ríkisstjórn. Kjarninn ákvað að sannreyna það.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Ég ger­i ekki ráð fyrir að margir sem gegnt hafa ráð­herra­emb­ætti hafi svarað jafn mörgum fyr­ir­spurnum og sá sem hér stend­ur. Reynd­ar hefur stjórn­ar­and­staðan sett sér­stakt met í því að leggja ­fyr­ir­spurnir fyrir ráð­herrana. Þeim hefur verið svarað í áður­ ó­þekktum mæli. Ekki liggja fyrir jafn mörg svör eftir fyrri ­rík­is­stjórnir og eftir þessa rík­is­stjórn. Það eru bara ekki ­dæmi um annað eins.“

Þetta ­sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra á þingi í síðust­u viku, þegar þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar höfðu kvartað yfir því að Bjarni hafi ann­ars vegar svarað skrif­legri fyr­ir­spurn frá­ Krist­jáni Möller um Borg­un­ar­málið með ófull­nægj­andi hætti, og hins vegar að fyr­ir­spurn Krist­jáns til munn­legs svars frá Bjarna hafi ekki verið sett á dag­skrá þó óskað hafi verið eftir því þann 26. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Er það rétt hjá Bjarna að met hafi verið sett í því að leggja fram fyr­ir­spurnir og er það rétt að fyr­ir­spurnum hafi ver­ið svarað í áður óþekktum mæli? Kjarn­inn ákvað að kanna mál­ið.

Auglýsing

Hafa svarað 69% fyr­ir­spurna

Á þessu kjör­tíma­bili, með rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og ­Sjálf­stæð­is­flokks, hafa verið lagðar fram 1156 fyr­ir­spurnir til­ munn­legs og skrif­legs svars til ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar og ­for­seta Alþing­is. Af þessum 1156 hefur sléttum 800 fyr­ir­spurn­um verið svar­að. Það er ríf­lega 69% svar­hlut­fall við fyr­ir­spurn­um.

Á síð­asta kjör­tíma­bili, þegar Sam­fylk­ing og Vinstri græn voru í rík­is­stjórn, voru lagðar fram 1607 fyr­ir­spurnir til ráð­herra og ­for­seta. Þar af var 1068 fyr­ir­spurnum svar­að, eða ríf­lega 66% allra fyr­ir­spurna. Ef tekið er mið af stöð­unni á sama tíma á síð­asta kjör­tíma­bili, það er fram til 26. apríl á þriðja ­þing­vetr­in­um, fer svar­hlut­fallið niður í tæp­lega 62%. Þá eru fyr­ir­spurn­irnar 1275 og svörin 788. Í þessum út­reikn­ingum er þingið vorið 2009, þegar Vinstri græn og ­Sam­fylk­ingin skip­uðu minni­hluta­stjórn, talið með þessu ­kjör­tíma­bili þar sem ummæli Bjarna snér­ust um rík­is­stjórnir en ekki hrein kjör­tíma­bil. Minni­hluta­stjórnin er því sama rík­is­stjórn og sú sem tók svo við sem meiri­hluta­stjórn eftir kosn­ingar 2009. 

Hefur farið miklu lægra

Ann­að ­stutt kjör­tíma­bil var milli 2007 og 2009, þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Sam­fylk­ing mynd­uðu rík­is­stjórn. Á þessu tíma­bili voru lagð­ar­ fram 478 fyr­ir­spurnir og 209 þeirra var svar­að, eða tæp­lega 44% ­fyr­ir­spurna.

Milli­ ár­anna 2003 og 2007 starf­aði rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og ­Sjálf­stæð­is­flokks. Á því kjör­tíma­bili voru lagðar fram 1851 ­fyr­ir­spurn­ir, og 822 þeirra var svar­að. Þetta er 44% svar­hlut­fall. ­Rík­is­stjórn sömu flokka svar­aði 47% fyr­ir­spurna kjör­tíma­bil­ið 1999-2003, þegar 638 af 1359 fyr­ir­spurnum var svar­að. Kjör­tíma­bil­in þar á undan var svar­hlut­fallið 52% 1995-1999 og 38% 1991-1995.

Nið­ur­stað­an er því sú að svar­hlut­fall rík­is­stjórn­ar­innar við fyr­ir­spurn­um á þessu kjör­tíma­bili er vissu­lega hærra en þeirra rík­is­stjórna sem á undan henni fóru. Í hreinum fjölda svara hefur þessi rík­is­stjórn nauman vinn­ing sé miðað við 26. apr­íl, hefur svarað 800 fyr­ir­spurnum á meðan síð­asta rík­is­stjórn hafði á sama tíma kjör­tíma­bils svarað 788. Þá verður aftur að hafa í huga að á því kjör­tíma­bili er vor­þingið 2009 talið með. Hins vegar höfðu fleiri fyr­ir­spurnir ver­ið lagðar fyrir ráð­herra síð­ustu rík­is­stjórnar á sama tíma á síð­asta kjör­tíma­bili, það er til og með 26. apríl árið 2012. Þá höfðu 1275 fyr­ir­spurnir verið lagðar fyrir ráð­herra og for­seta þings­ins, en nú eru þær sem fyrr segir 1156 tals­ins. Það hefur því ekki verið sett sér­stakt met í fyr­ir­spurnum á þessu kjör­tíma­bil­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None