Er austurhluti Úkraínu að týnast?

eastukra
Auglýsing

Síð­ast­liðið ár hefur fennt yfir átökin í aust­ustu héröð­u­m Úkra­ínu þar sem rúss­neskir aðskiln­að­ar­sinnar ráða ríkj­um. Vopna­hlé hef­ur hald­ist en frið­ar­samn­ingar engu að síður ekki virt­ir. Við slíkar aðstæður er veru­lega hætta á að svæði hrein­lega týn­ist. Þau stjórna sér sjálf en al­þjóða­sam­fé­lagið lítur ekki við þeim.

Áminn­ing

Söng­konan Jamala steig á svið 14. maí síð­ast­lið­inn og ­sigr­aði Eurovision söng­keppn­ina þvert á allar spár. Jamala er 32 ára gömul og ættuð frá Krím­skaga. Faðir hennar er af Tat­ara-ættum en lagið sem hún flutt­i, „1944“, fjallar einmitt um nauð­ung­ar­flutn­inga þess þjóð­flokks frá Krím­skaga til­ Úz­bekistan á tímum Stalíns. Talið er að um 230.000 manns hafi verið reknir af skag­anum og tug­þús­undir soltið til bana á leið­inni. Í dag er atburð­ur­inn skil­greindur sem þjóð­ar­morð. Rúss­ar, sem spáð hafði verið sigri, urðu æfir, ­sök­uðu Úkra­ínu­menn um póli­tískan áróður og hót­uðu að snið­ganga keppn­ina að ári. Póli­tískur áróður er bann­aður sam­kvæmt reglum Eurovision en lag­inu var hleypt í gegn vegna þess að það fjall­aði um sögu­lega atburði en ekki nútím­ann. Flest­ir Úkra­ínu­menn og þar á meðal for­seti lands­ins, Petro Poros­hen­ko, við­ur­kenna þó ­fús­lega að lagið sé inn­blásið af atburðum sein­ustu ára. Lagið minnir okk­ur ­nefni­lega sterk­lega á inn­limun Rússa á Krím­skaga og stríðið í Don­bass, aust­ust­u héröðum Úkra­ínu.

Auglýsing


Krím

Í febr­úar 2014 hófust óeirðir á Krím­skaga.Þetta var vegna ­bylt­ing­ar­innar á Mai­dan-­torgi í Kiev skömmu áður og hall­ar­bylt­ing­ar­innar gegn ­for­set­anum Viktor Yanu­kovich sem var mjög hallur undir Rússa. Meiri­hluti íbú­a (um 2/3) á Krím­skaga eru af rúss­neskum ættum og sögu­lega séð er svæð­ið rúss­neskt. Eitt af fyrstu verkum sov­éska leið­tog­ans Nikita Khrus­hchev var að ­færa Krím­skaga frá Rúss­landi til Úkra­ínu sem gjöf. Það var árið 1954. K­hrus­hchev var Rússi en hafði sterka teng­ingu við Úkra­ínu og hafði búið þar ­lengi. Innan Sov­ét­ríkj­anna skipti þessi skipt­ing í raun ekki miklu máli þar sem bæði Úkra­ína og Rúss­land lutu Kreml. En þegar Sov­ét­ríkin leyst­ust upp í upp­hafi ­tí­unda ára­tug­ar­ins varð þetta skyndi­lega hita­mál. Rússar gagn­rýndu rétt­mæt­i til­færsl­unnar og einnig lög­mæti hennar þar sem mjög fáir með­limir æðsta ráðs Sov­ét­ríkj­anna voru sam­an­komnir til að sam­þykkja flutn­ing­inn. Um þetta var deilt í nokkur ár þangað til Rússar gáfu sig árið 1997 og við­ur­kenndu yfir­ráð Úkra­ínu­manna á Krím­skaga. Aftur á móti hélt málið áfram á skag­anum sjálfum þar ­sem íbú­arnir deildu sín á milli og rúss­neskir þjóð­ern­is­sinnar hétu því að einn dag myndi skag­inn sam­ein­ast Rúss­landi á ný.

Það dylst engum að Rússar sjálfir áttu sinn þátt í óeirð­un­um í febr­úar 2014. Óein­kenn­is­klæddir víga­menn voru sendir yfir landa­mærin til að ­skipu­leggja, taka þátt í og aðstoða við yfir­töku rúss­neskra aðskiln­að­ar­sinna. Hlut­irnir gerð­ust mjög hratt á þessum tíma. Þann 11. mars lýsa leið­tog­ar að­skiln­að­ar­sinna yfir sjálf­stæði Krím­skaga, 16. mars er hald­in ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort ganga eigi Rúss­landi á hönd og 18. mars inn­lim­uð­u Rússar skag­ann form­lega. Á innan við mán­uði hafði eitt Evr­ópu­ríki tekið um 27 ­þús­und fer­kíló­metra og um 2 millj­ónir íbúa af öðru Evr­ópu­ríki. Það duld­ist engum að þetta var þaul­skipu­lagt og það sem merki­leg­ast er að þetta var að ­mestu leyti blóð­laust. Úkra­ínu­stjórn og Vest­ur­veldin beittu ekki her­valdi en ­for­dæmdu yfir­tök­una þó harka­lega. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan þar sem 96% höfð­u ­sam­þykkt að gang­ast Rússum á hönd var afgreidd sem brand­ari. Úkra­ínu­menn og fleiri hópar á skag­anum höfðu snið­gengið hana. Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa neit­að að við­ur­kenna yfir­tök­una og er hún þess í stað skil­greind sem her­nám. Í kjöl­farið á yfir­tök­unni voru Rússar reknir úr G8, hópi helstu iðn­ríkja heims, og ýmsar aðrar þving­anir settar bæði á ríkið sem og ýmsa rúss­neska valda­menn.

Don­bass

Eftir inn­limun Krím­skaga brut­ust út óeirðir Úkra­ínu­manna af rúss­neskum ættum víðs vegar í aust­ur­hluta lands­ins. Hvergi þó meiri en í hér­uð­unum Donetsk og Luhansk, aust­ast í land­inu, við landa­mæri Rúss­lands­. Ó­eirð­irnar hörðn­uðu þar og brut­ust út í alvöru stríðs­á­tök þó að mann­fall væri ekki mik­ið. Rússar hafa aldrei viljað við­ur­kenna þátt sinn í stríð­inu en ljóst er að þeir sendu óein­kenn­is­klædda her­menn, vopn og vistir yfir landa­mærin til­ að aðstoða aðskiln­að­ar­sinn­ana. Þann 11. maí 2014 voru haldn­ar ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur í báðum héröð­unum þar sem aðskiln­að­ar­sinnar héldu því fram að sjálf­stæði frá Úkra­ínu hefði verið sam­þykkt með miklum meiri­hluta. Hvorki Úkra­ína né alþjóða­sam­fé­lagið hefur þó við­ur­kennt þess­ar ­at­kvæða­greiðsl­ur. Degi seinna var lýst yfir sjálf­stæði ríkj­anna Donetsk og Lu­hansk.

Bar­dagar héldu áfram þar sem úkra­ínski stjórn­ar­her­inn og að­skiln­að­ar­sinnar skipt­ust á að vera í sókn. Alþjóða­sam­fé­lagið reyndi þá að grípa í taumana og semja um vopna­hlé og frið á svæð­inu, undir for­ystu Francois Hollande Frakk­lands­for­seta. Frið­ar­við­ræð­urnar fóru fram í Minsk, höf­uð­borg Hvíta Rúss­lands, í sept­em­ber 2014 og febr­úar 2015. Þar náð­ist sam­komu­lag um vopna­hlé og að héröðin myndu ganga aftur inn í Úkra­ínu en fá aukna sjálf­stjórn­. Vopna­hléið hefur að mestu leyti hald­ið, utan við nokkrar skærur snemma árs 2015, en treg­lega hefur gengið að fá leið­toga aðskiln­að­ar­sinna til að und­ir­bú­a héröðin undir sam­ein­ingu. Einnig hefur gengið illa að fá stjórn­völd í Kiev til­ að skipu­leggja kosn­ingar og fleira sem nauð­syn­legt er fyrir sam­ein­ing­u. Van­traustið og úlfúðin er ein­fald­lega ennþá of mikil milli stríðs­að­il­anna og ­þjóð­ern­is­kenndin sem er í hæstu hæðum báðum megin er ekki til að liðka fyrir sam­ein­ingu. Staðan í dag er nán­ast óbreytt. Aðskiln­að­ar­sinnar stjórna stórum ­svæðum og óvíst hver fram­tíð þeirra verð­ur. Þau eiga meira að segja á hættu að verða svokölluð týnd ríki.

Týndu ríkin

Týnd ríki eru þau sem eru sjálf­stæð í raun og veru en njóta ekki við­ur­kenn­ingar alþjóða­sam­fé­lags­ins. Sum ríki (Ísra­el, Palest­ína, Kósóvó, Norður og Suður Kórea o.fl.) eru ekki við­ur­kennd af öllum ríkjum inn­an­ ­Sam­ein­uðu þjóð­anna. Týndu ríkin eru hins vegar við­ur­kennd af ein­ungis örfá­um ­ríkj­um, sum eng­um. Hér eru nokkur af þeim helstu.

Transni­stría

Íbúa­fjöld­i                            Rúm­lega 500.000

Til­heyr­ir­                               Mold­óvu

Við­ur­kennt af                   Engum

Transni­stría er land­ræma á landa­mærum Mold­óvu og Úkra­ín­u. ­Sjálf­stæði var lýst yfir 2. sept­em­ber 1990 og um mitt ár 1992 braust út stríð milli Transni­str­íu­manna og Mold­óvu­manna þar sem Rússar studdu þá fyrr­nefnd­u. Landið er það eina í heim­inum sem enn skartar sov­éskum fána.

Suður Ossetía

Íbúa­fjöld­i                            Rúm­lega 50.000

Til­heyr­ir­                               Georgíu

Við­ur­kennt af                   Rúss­land­i, Venes­ú­ela, Ník­aragúa, Nauru

Lýstu yfir sjálf­stæði 21. des­em­ber 1991 og í kjöl­far­ið braust út stríð við Georg­íu­menn sem stóð fram á sum­arið 1992 þar sem Rúss­ar ­börð­ust við hlið Ossetíu­manna. Árið 2008 braust aftur út stríð milli þjóð­anna og efld­ust þá tengsl Suður Ossetíu og Rúss­lands. Síðan 2015 hafa Rússar í raun ­stýrt rík­inu fyrir þá, sbr. fjár­mál, vel­ferð­ar­mál, landamæra­vörslu o.fl.

Abk­hazía

Íbúa­fjöld­i                            Um 250.000

Til­heyr­ir­                               Georgíu

Við­ur­kennt af                   Rúss­land­i, Venes­ú­ela, Ník­aragúa, Nauru

Abk­haz­íu­menn lýstu yfir sjálf­stæði þann 23. júlí árið 1992. Þá braust út stríð við Georg­íu­menn sem stóð yfir í rúmt ár og nutu Abk­haz­íu­menn ­stuðn­ings Rússa. Georgískir borg­arar voru strá­felldir og flæmdir burt af ­svæð­inu. Bar­dagar milli þjóð­anna hófust aftur í tengslum við stríðið í Suð­ur­ Ossetíu árið 2008.

Nagorn­o-Kara­bakh

Íbúa­fjöld­i                            Um 150.000

Til­heyr­ir­                               Azer­bai­jan

Við­ur­kennt af                   Engum

Deilur Armena og Azera eiga sér langa for­sögu og skær­ur hófust á svæð­inu áður en Sov­ét­ríkin féllu. 2. sept­em­ber árið 1991 lýstu Armen­ar á Nagorn­o-Kara­bakh svæð­inu yfir sjálf­stæði. Hinir fornu fjendur héldu í stríð, ­Ar­menar með hjálp Rússa og Grikkja og Azerar með hjálp Tyrkja. Tug­þús­und­ir­ ­fór­ust og um milljón manns þurftu að flýja heim­ili sín. Stríð­inu lauk um mitt ár 1994 og Nagorn­o-Kara­bakh menn sitja nú á stærra landi en þeir gerðu kröfu um í upp­hafi.

Norður Kýpur

Íbúa­fjöld­i                            300.000

Til­heyr­ir­                               Kýpur

Við­ur­kennt af                   Tyrk­landi

Árið 1974 var gert valda­rán á Kýpur þar sem reynt var að ­sam­eina eyj­una Grikk­landi. Tyrkir gerðu inn­rás nokkrum dögum seinna og hófust þá miklir fólks­flutn­ing­ar. Kýp­ur-Grikkir flúðu suður en Kýp­ur-Tyrkir norð­ur­. Árið 1983 lýstu Kýp­ur-Tyrkir loks yfir sjálf­stæði og tyrk­neski her­inn tryggð­i ­ör­yggi þeirra.

List­inn er alls ekki tæm­andi. Til eru fleiri ríki sem njóta ekki við­ur­kenn­ingar alþjóða­sam­fé­lags­ins s.s Sóma­líland og Vest­ur­-Sa­hara í Afr­íku og eyjan Taíwan í Kína­hafi. Önnur slík ríki hafa verið inn­limuð inn í móð­ur­rík­in, sbr. Tjétjénía inn í Rúss­land árið 2000 og Krajina inn í Króa­tíu árið 1995.

Vandi týndra ríkja

Týnd ríki eiga yfir­leitt við tölu­verða erf­ið­leika að stríða. Þau eru fjár­hags­lega óstöðug og almennt eru lífs­kjör betri í því ríki sem þau klufu sig frá. Þau eru einnig mjög háð þeim ríkjum sem studdu þau til­ ­sjálfs­stjórnar í upp­hafi, sem í mörgum til­fellum er Rúss­land. Rússar hafa stutt sín týndu ríki bæði hern­að­ar­lega og fjár­hags­lega en að öðru leyti reynist þessum ríkjum mjög erfitt að fá erlenda aðila til að fjár­festa. Það er bæð­i ­vegna þess að ríkin er óstöðug og bar­dagar gætu blossað upp hvenær sem er og einnig sú laga­lega óvissa sem fylgir þeim. Týndu ríkin eru ekki aðilar að al­þjóða­sátt­málum og óvíst hvort að alþjóða­lög og samn­ingar haldi innan þeirra. Þau geta heldur ekki alger­lega treyst á stuðn­ings­ríki sín til að sinna varn­ar­málum fyrir sig. Mjög stór hluti af rík­is­út­gjöldum fer í her­inn og landamæra­gæslu. Þar sem þessi ríki eru yfir­leitt fámenn er því minna eftir til að nota í vel­ferð­ar­mál. Spill­ing er mikil og skipu­lögð glæp­a­starf­semi einnig. Inn­viðir sam­fé­lags­ins, svo sem lög­gæsla og dóms­kerfi, eru ein­fald­lega of veik­ir til að takast á við þetta. Ofan á þetta bæt­ist flótta­manna­vandi þar sem ­deil­urnar eru yfir­leitt af þjóð­ern­is­legum toga. Annað hvum­leitt vanda­mál fyr­ir­ í­búa týndu ríkj­anna er land­leysi þeirra.  ­Vega­bréf þeirra eru einskis nýt nema þá til að ferð­ast til þeirra örfá­u landa sem við­ur­kenna þau. 

Taktísk þol­in­mæði (stra­tegic pati­ence) er aðferða­fræði sem ­gjarnan hefur verið beitt gegn aðskiln­að­ar­sinn­um. Í þess­ari aðferða­fræði fel­st ­lítið annað en opin­ber for­dæm­ing, við­skipta­þving­anir og bið­lund. Von­ast er til­ að íbúar týndu ríkj­anna muni í tíð og tíma fá nóg af stöð­unni og þrýsta á um að ­sam­ein­ingu. Þessi stefna hefur þó ekki virkað að neinu viti. Að ein­hverju leyt­i er það vegna þess að lífs­kjör í móð­ur­rík­inu eru ekk­ert endi­lega mikið betri en í því týnda. Ríki á borð við Mold­óva og Georgía eru með þeim fátæk­ustu í Evr­ópu. Einnig hafa Rússar reynst nokkuð sterkur bak­hjarl. Síðan má ekki van­meta þátt ­þjóð­ern­is­stefn­unn­ar, sem er mjög sterk á þessum svæð­um. Týndu ríkin hafa hald­ist á floti í ald­ar­fjórð­ung og jafn­vel leng­ur.

Geta Donetsk og Lu­hansk orðið týnd ríki?

Týndu ríkin hafa hingað til verið smá og fámenn, þetta eru ­svæði sem aldrei heyr­ist neitt frá í fjöl­miðlum nema þá í tengslum við ­stríðs­á­tök. Nú í apríl komst Nagorn­o-Kara­bakh í frétt­irnar fyrir skærur við landa­mæri rík­is­ins. Í fyrstu virð­ist það óhugs­andi að þetta geti orðið örlög Donetsk og Luhansk. ­Svæðið sem aðskiln­að­ar­sinnar ráða yfir er mjög víð­feðmt og á því búa sam­tals um 3,5 milljón manns. Þetta eru gam­al­gróin iðn­að­ar­héröð sem skiptu Sov­ét­rík­in ­miklu máli en hafa reyndar mátt muna fífil sinn feg­urri sein­ustu ár þar sem lífs­gæðum hefur hrakað umtals­vert. Svæðið er einnig mik­il­vægt vegna ­náma­graftrar á kolum og öðrum jarð­efn­um. Getur svo mik­il­vægt svæði orð­ið draugur innan alþjóða­sam­fé­lags­ins?

Stefna Rússa virð­ist vera sú að festa Donetsk og Luhansk í þessu móti. Rúss­land ber ábyrgð á til­vist flestra týndra ríkja, beint eða ó­beint, og sú stefna hefur gef­ist vel fyrir þá. Með þessu ná þeir að hafa áhrif innan ríkja sem flest hafa flúið í faðm Vest­ur­veld­anna eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. Þetta setur þau ríki úr skorðum og elur á úlfúð og deil­um. Ríki á borð við Úkra­ínu, Mold­óvu og Georgíu eiga erf­ið­ara með að ganga inn í sam­bönd á borð við NATO eða ESB með slík átök í sínum garði. Segja má að Rússar hafi stigið yfir lín­una þegar þeir inn­lim­uðu Krím­skaga og það hefur komið þeim veru­lega í koll. Sú aðgerð hefur reynst þeim mjög dýr, bæði vegna aðlög­unar skag­ans sjálfs að Rúss­landi og for­dæm­ingar og efna­hags­þving­ana alþjóða­sam­fé­lags­ins. Inn­limun Donetsk og Luhansk er því ekki inni í mynd­inni. Óbreytt ástand hentar Rússum hins vegar mjög vel.



 Ljóst er að þver­móðska Úkra­ínu­manna og vest­ur­veld­anna mun ekki liðka fyrir sam­ein­ing­u lands­ins. Ef að Donetsk og Luhansk eiga að ganga aftur inn í Úkra­ínu er ágætt að líta til Transni­str­íu. Mold­óvu­menn hafa brugðið á þann leik að liðka fyr­ir­ við­skipt­um, sam­skiptum og ferða­lögum til og frá Transni­stríu og það hef­ur ­gef­ist vel. Sam­skiptin hafa gengið svo vel að fjöl­margir íbúar beggja ríkj­anna von­ast nú eftir sam­ein­ingu, eftir ald­ar­fjórð­ungs aðskiln­að. Það mun þó taka tíma rétt eins og sam­ein­ing í Úkra­ínu mun gera. Lyk­ill­inn eru góð sam­skipti og minn­i ­þjóð­ern­is­hyggja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None