Háskólastúdínan sem varð ein afkastamesta leyniskytta Rauða hersins

Ómar Þorgeirsson, sagn- og markaðsfræðingur búsettur í Moskvu, kynnti sér sögu leyniskyttunnar goðsagnakenndu - sem þekkt var undir viðurnefninu „Lafði Dauði“.

Ómar Þorgeirsson
Pavlichenko
Auglýsing

Sig­ur­dag­ur­inn 9. maí er mik­ill há­tíð­ar­dagur í Rúss­landi ár hvert en þá minn­ast Rússar bæði sigra og fórn­a Rauða hers­ins í „Föð­ur­lands­stríð­inu mikla“ á árunum 1941-1945. Dag­skrá ­Sig­ur­dags­ins í Moskvu í ár var nokkuð hefð­bundin með til­heyr­andi her­sýn­ingu þar ­sem meira en tíu þús­und her­menn mar­ser­uðu um Rauða torg­ið, ásamt því að sýna helstu hern­aðar far­ar­tæki rúss­neska hers­ins.

Sam­kvæmt rúss­nesku RT-frétta­stof­unni var her­sýn­ingin í ár þó frá­brugðin að því leyti að nú mar­ser­uðu einnig rúss­neskar herkonur í fyrsta skipti á Rauða torg­inu á Sig­ur­dag­inn. Ekki kem­ur þó fram í umfjöll­un­inni af hverju herkonur hafa ekki tekið þátt í her­sýn­ing­unn­i til þessa. Hvernig sem því líður þá er sann­ar­lega vel til fundið að konur eig­i ­full­trúa í hinni árlegu her­sýn­ingu - til heið­urs kyn­systrum sínum sem lögð­u sitt að mörkum fyrir Rauða her­inn í Föð­ur­lands­stríð­inu mikla.  

Konur í fremstu víg­lín­u ­stríðs­á­taka

Því hefur verið haldið fram að á­kveðið for­dæmi fyrir beinni þátt­töku í stríðs­á­tökum hafi verið sett af rúss­neskum konum á tímum fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar, en þá skráðu þús­und­ir­ kvenna sig í her­inn og sinntu þar marg­vís­legum störf­um. Sagn­fræð­ing­ur­inn Lauri­e ­Stoff, höf­undur bók­ar­innar They ­Fought for the Mother­land, full­yrðir reyndar að Rússar hafi verið ein­u ­stríðs­að­il­arnir sem tefldu mark­visst fram konum í bar­dögum í fremstu víg­línu í fyrri heims­styrj­öld­inni.

Auglýsing

Þá eru heim­ild­ir ­fyrir því að Komm­ún­ista­flokk­ur Sov­ét­ríkj­anna hafi allt frá árinu 1931 staðið fyrir her­þjálfun í skólum þar sem ­stelpum jafnt sem strákum voru kennd und­ir­stöðu­at­riði her­þjálf­un­ar. Síðar hef­ur sov­éska stríðs­myndin Chapa­yev frá árinu 1934, í leik­stjórn bræðr­anna Georgi og Sergei Vasilyev, einnig verið talin á meðal áhrifa­valda fyrir konur til að ­ganga í her­inn. Ástæðan er sú að í mynd­inni fer leik­konan Var­vara Mya­snikova á kostum sem kven­hetjan Anka en hún var gjarnan vopnuð vél­byssu og varð um­svifa­laust að miklu átrún­að­ar­goði á meðal fjölda kvenna í Sov­ét­ríkj­un­um.

Konur í Sov­ét­ríkj­unum höfðu því ein­hver fót­spor til að feta í og ein­hverjar fyr­ir­myndir til að sam­svara sig við og líta upp til þegar síð­ari heims­styrj­öldin skall á. En eig­in­legar ástæð­ur­ þess að svo margar konur ákváðu að ganga til liðs við Rauða her­inn í Föð­ur­lands­stríð­inu mikla gegn nas­istum hafa þó eflaust verið jafn ólíkar og þær voru marg­ar. Þær konur sem vildu berj­ast í fremstu víg­línu þurftu hins vegar að ­sýna það og sanna, miklu fremur en karl­ar, að þær hefðu hug­rekkið og dráp­seðlið ­sem til þurfti í stríðs­á­tök­um. 

Goð­sögnin „Lafði Dauði“ verð­ur­ til

Lyud­mila Mik­hailovna Pavlichen­ko ­fædd­ist 12. júlí árið 1916 í smá­bænum Belaya Tserkov í nágrenni Kænu­garðs í Úkra­ínu. Pavlichenko var því 24 ára gömul þegar nas­istar hófu inn­rás inn í Sov­ét­ríkin þann 22. júní árið 1941, en hún var þá að læra sagn­fræði í háskóla. Pa­vlichenko ákvað hins vegar að skrá sig sem sjálf­boða­liði í her­inn og var með­ þeim fyrstu sem svör­uðu kall­inu eftir mikið mann­fall hjá Rauða hernum í upp­hafi ­stríðs­átak­anna. Henni stóð þá til boða að verða hjúkr­un­ar­kona en hún­ ­neit­aði og taldi sig hafa ­meira fram að færa með því berj­ast í fremstu víg­línu með riffil í hönd. Pavlichen­ko hafði reyndar lagt stund á skot­fimi frá unga aldri og gat sýnt fram á skír­tein­i ­sem und­ir­strik­aði hæfi­leika hennar með riffil­inn. Það var hins vegar ekki fyrr en hún sýndi í verki hversu góð skytta hún var að hún fékk end­an­lega inn­göngu í her­inn sem leyniskytta, eftir að hún drap sína fyrstu tvo óvina­her­menn í nokk­urs konar „inn­töku­prófi“.

Pavlichenko var fljót að skapa sér orð­spor sem af­burða­skytta þegar hún tók þátt í vörn Rauða hers­ins í hafn­ar­borg­inni Ódessu á norð­vest­ur­strönd Svarta­hafs. Á aðeins tveimur og hálfum mán­uði á svæð­inu drap hún alls 187 óvina­her­menn. Pavlichenko hélt svo upp­teknum hætti þegar her­deild hennar var send til að verja Seva­stopol á Krím­skaga, eftir að nas­istar og ­banda­menn þeirra höfðu náð yfir­ráðum í Ódessu.

Pavlichenko var búin að berj­ast í meira en átta mán­uði í Seva­stopol þegar hún særð­ist illa. Á þeim tíma­punkti var hún komin með 309 dráp á óvina­her­mönnum skráð á sínu nafni. Pavlichenko var ­fyrir vikið kölluð „Lafð­i Dauði“ (e. „Lady Deat­h“) í fjöl­miðlum og orðin að sann­kall­aðri goð­sögn í Sov­ét­ríkj­unum og víð­ar. Af þeim ­sökum sáu yfir­völd í Kreml sér leik á borði til að nýta sér vin­sæld­ir ­leyniskytt­unnar og aft­ur­köll­uðu hana úr fremstu víg­línu í júlí árið 1942 og ­sendu hana þess í stað í afar mik­il­vægan leið­ang­ur, utan Sov­ét­ríkj­anna.  

Diplómat­ísk sendi­ferð fyr­ir­ Sta­lín

Pavlichenko var send í op­in­berar heim­sóknir til­ ­Banda­ríkj­anna, Kanada og Bret­lands frá ágúst til nóv­em­ber árið 1942. Hlut­verk Pa­vlichenko var fyrst og fremst að reyna að sann­færa ráða­menn þjóð­anna að ráð­ast gegn nas­istum í Vest­ur­-­Evr­ópu, en á tíma heim­sókn­anna stóðu Sov­ét­menn í ströngu í Orr­ust­unni um Stalín­grad.

Pavlichenko varð þannig fyrsti her­maður Sov­ét­ríkj­anna til þess að heim­sækja Hvíta húsið þegar hún heim­sótt­i Frank­lin Roos­evelt Banda­ríkja­for­seta og eig­in­konu hans, Eleanor Roos­evelt. Pa­vlichenko og for­seta­frúin náðu að sögn sér­stak­lega vel saman en leyniskytt­an ­naut almennt mik­illa vin­sælda á ferða­lagi sínu um Banda­rík­in. Hinn þekkt­i ­banda­ríski þjóð­laga­söngv­ari Woody Gut­hrie samdi meðal ann­ars lagið „Mis­s Pa­vlichen­ko“ henni til heið­urs.En þrátt fyrir að Banda­rískir ­fjöl­miðlar hafi að mestu leyti hrósað Pavlichenko í hástert voru einnig dæmi um ­blaða­greinar sem settu út á útlit hennar og klæða­burð. Leyniskyttan var því ekki alltaf sátt með margar spurn­ingar sem hún fékk frá þar­lend­um ­blaða­mönn­un­um. Gremja hennar kom þannig ber­sýni­lega í ljós í við­tali við Time mag­azine þar ­sem hún svar­aði gagn­rýn­is­rödd­unum fullum hálsi. „Ég klæð­ist ein­kenn­is­bún­ing­i mínum með stolti. Á honum hangir orða Leníns. Hann hefur verið úta­t­aður blóði í bar­daga. Það er hins vegar aug­ljóst að það skiptir banda­rískar konur meira máli hvort að klæðst sé silki nær­fötum eða ekki undir her­klæð­un­um. Hvað ein­kenn­is­bún­ing­ur­inn raun­veru­lega stendur fyr­ir, skilja þær alls ekki,“ var haft eftir Pavlichen­ko.

Goð­sögnin lifir áfram

Þrátt fyrir að litið hafi verið á sendi­ferð Pavlichenko sem vel heppn­aða þá þurfti Rauði her­inn að bíða í tæp tvö­ ár eftir því að banda­menn réð­ust loks­ins inn í Vest­ur­-­Evr­ópu með inn­rásinni í Norm­andí. Á þeim tíma­punkti var Rauði her­inn kom­inn með yfir­hönd­ina á aust­ur­víg­stöðvum en tími Pavlichenko í fremstu víg­línu var aftur á móti lið­inn. Hún var þá búin að hækka í tign innan hers­ins og búið að sæma hana æðstu ­medalíu sem „Hetja Sov­ét­ríkj­anna“. Pavlichenko hélt þó áfram að ­þjóna Rauða hernum út stríðið þar sem hún þjálf­aði og und­ir­bjó leyniskyttur fyrir stríðs­á­tök.

Að stríðslokum snéri Pavlichen­ko ­sér aftur að námi og útskrif­að­ist sem sagn­fræð­ingur frá Rík­is­há­skól­anum í Kænu­garði í lok árs 1945. Síðar flutti hún til Moskvu og vann við rann­sókn­ir ­fyrir Sov­éska sjó­her­inn en hún varð einnig áber­andi í bar­áttu upp­gjafa­her­manna ­fyrir betri kjör­um. Pavlichenko var aðeins 58 ára þegar dó, þann 10. októ­ber árið 1974, en hún var jörðuð í Novodevichy kirkju­garð­inum í Moskvu.

Minn­ing Pavlichenko var heiðruð ­með ýmsum hætti en tveimur árum eftir dauða hennar var til að mynda gefið út frí­merki ­með mynd af leyniskytt­unni en það var einnig gert þegar stríðs­á­tök stóðu sem hæst í síð­ari heims­styrj­öld­inni árið 1943. Síðar hafa verið skrif­aðar marg­ar bækur og blaða­greinar um hetju­dáð Pavlichenko og jafnan fjallað um afrek henn­ar á goð­sagna­kenndan hátt. Þá var nýlega gerð kvik­mynd um ævi Pavlichenko sem ber ­tit­il­inn „Bar­dag­inn um Seva­stopol“ og var hún frum­sýnd í byrjun apríl 2015.Athygli vakti að kvik­myndin var fram­leidd með­ að­komu fjár­magns frá bæði Rúss­landi og Úkra­ínu og því talað um menn­ing­ar­legt sam­starfs­verk­efni, á afar við­kvæmum tímum í sam­skiptum land­anna vegna stöðu mála á Krím­skaga - En eitt er þó víst, að goð­sögnin um Lafði Dauða” mun halda áfram að lifa góð­u ­lífi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None