Framundan er lokakeppni Evrópumeistaramótsins í Frakklandi í sumar og má gera ráð fyrir ennþá einu metinu hjá Íslandi þegar örugglega vel yfir 10% þjóðarinnar verður í Frakklandi að styðja landsliðið. Nýverið völdu þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback þá leikmenn sem munu spila og ætlum við að skoða aðeins í hvaða deildum leikmennirnir spila í. Kjarninn fékk Magnús Agnar Magnússon, umboðsmann fótboltamanna, til að horfa yfir svið fótboltans í Evrópu. Hann ákvað að fara eftir styrkleikalista UEFA hvað varðar deildirnar.
Byrjum á því að skoða hvernig styrkleikalisti UEFA er í dag: