Átta hlutir sem þú þarft að vita um EM 2016

Ísland tekur þátt í lokamóti Evrópumeistaramóts karla í knattspyrnu í fyrsta sinn. Fyrir þá sem ekki fylgjast reglulega með fótbolta getur verið erfitt að átta sig á hvað snýr upp og hvað niður.

Rooney EM 2016 kort
Auglýsing

Evr­ópu­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu hefst með opn­un­ar­leik Frakka og Rúm­ena í Par­ís í dag. Ísland tekur þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í fyrsta sinn í knatt­spyrnu­sög­unni. Það er því ekki að undra að þeir Íslend­ingar sem ekki fylgj­ast reglu­lega með fót­bolta viti ekk­ert hvað við erum búin að koma okkur útí. Hér eru nokkrar algengar spurn­ingar sem þú þorðir ekki að spurja og svör við þeim.

Hvernig fer mótið fram?

Alls hlutu 24 lið þátt­töku­rétt á Evr­ópu­meist­ar­mót­inu (EM) í ár. Mótið er leikið í fimm skref­um; riðla­keppni, 16 liða úrslit­um, 8 liða úrslit­um, und­an­úr­slitum og úrslit­um. Lið­unum er skipt í sex riðla þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Liðin fjögur leika svo öll þrjá leiki, einn við hverja þjóð í riðl­in­um, sam­tals sex leik­i. 

Þá tekur úrslita­keppnin við og gilda nú nýjar reglur ef lið standa jöfn eftir 90 mín­útna leik. Þá tekur við fram­leng­ing og ef ekki tekst að finna sig­ur­veg­ara í fram­leng­ingu þá er gripið til víta­spyrnu­keppni. Tvö lið úr hverjum riðli kom­ast í 16 liða úrslit auk fjög­urra liða sem lentu í þriðja sæti í riðl­unum sín­um. Þar ræður árangur lið­anna í þriðja sæti því hvort liðið kom­ist áfram. 

Auglýsing

Sig­ur­veg­arar úr átta leikjum í 16 liða úrslitum kom­ast þá áfram í 8 liða úrslit og fjögur lið þaðan áfram í und­an­úr­slit. Sig­ur­veg­ar­arnir úr þeim tveimur leikjum takast svo á í úrslitum 10. júlí.

Á Ísland séns á að verða evr­ópu­meist­ari?

Það verður að telj­ast í besta falli mjög langsóttur draum­ur. En miði er mögu­leiki! Grikkir mættu til leiks árið 2004, léku allar stærstu knatt­spyrnu­þjóðir Evr­ópu grátt með þaul­skipu­lögðum varn­ar­leik og stóðu á end­anum uppi sem sig­ur­veg­ari. Svo það er allt hægt.

Þeir sem eru að telja lukku­dís­irnar sín­ar, halda að him­in­tunglin standi akkúrat rétt eða eru bara til í að eyða nokkrum krónum geta opnað upp­á­halds veð­bank­ann sinn og sett á Ísland til að sigra mót­ið. Ef Ísland vinnur svo má búast við að upp­hæðin 125-fald­ist. Þeir allra bjart­sýn­ustu ættu samt að setja pen­ing á Albani sem taldir eru ólík­leg­ast­ir. Gróð­inn verður samt fínn ef allt gengur upp; upp­hæðin mun ekki nema 500-fald­ast. (Miðað er við stuðla bet365 fimmtu­dag­inn 9. jún­í).

Hvenær eru leikir Íslands?

Íslenska liðið hefur nú komið sér fyrir í bæki­stöðvum sínum í Ann­ecy-­le-Vi­eux í vest­ur­hluta Frakk­lands. Liðið leikur alls þrjá leiki í riðla­keppn­inni og aldrei á sama stað. Það hefur reynst íslenskum stuðn­ings­mönnum nokkur haus­verk­ur, enda um nokkuð langan veg að fara milli leikja. Ísland er í F-riðli með Portú­gal, Aust­ur­ríki og Ung­verja­landi.

Keppn­is­staðir Íslands eru merktir app­el­sínugul­ir. Aðrir keppn­is­staðir eru merktir fjólu­blá­ir.

Ísland leikur fyrsta leik sinn þriðju­dag­inn 14. júní í Sain­t-Étienne, ekki langt frá Ann­ecy-bæki­stöðv­un­um. Leik­ur­inn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og munu okkar menn etja kappi við Portú­gal. Með Portú­gal leikur Christ­i­ano Ron­aldo, einn besti leik­maður heims. Portú­gal hefur aldrei orðið Evr­ópu­meist­ari en varð í öðru sæti á eftir Grikkjum árið 2004.

Annar leikur Íslands í riðla­keppn­inni verður gegn Ung­verjum laug­ar­dag­inn 18. júní í Marseille í Suð­ur­-Frakk­landi. Leik­ur­inn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Ung­verjar eru góðir í fót­bolta og harðir í horn að taka enda skipa þeir nú 20. sæti á list­anum yfir sterk­ustu fót­bolta­þjóðir heims. Ung­verja­land hefur aldrei orðið Evr­ópu­meist­ari en urðu í þriðja sæti árið 1964.

Síð­asti leikur Íslands í riðla­keppn­inni er gegn Aust­ur­ríki mið­viku­dag­inn 22. júní í Par­ís. Leik­ur­inn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma, svo gera má ráð fyrir að fót­boltaunn­endur muni vilja fara fyrr heim úr vinn­unni þann dag­inn. Aust­ur­ríki hefur aldrei unnið mótið enda aðeins tekið þátt tvisvar. Það voru tvö síð­ustu mót árið 2008 og 2012. Aust­ur­ríki er 10 sæti yfir bestu fót­bolta­þjóðir í heimi og hefur aldrei farið hærra.

Hverjir eru sig­ur­strang­leg­astir á mót­inu?

Frakkar eru, áður en mótið hefst, taldir sig­ur­strang­leg­astir í veð­bönk­um. Frakkar hafa tvisvar orðið Evr­ópu­meist­ar­ar, fyrst árið 1984 og svo árið 2000. Þýska­land er sú þjóð sem er talin eiga næst mestan séns á að hreppa gullið, rétt á undan Spán­verj­um.

Hvaða stór­stjörnur mæta til leiks?

Christiano Ronaldo, Wayne Rooney, Zlatan Ibrahimovich og Thomas Müller.

Evr­ópa er mikil fót­bolta­álfa og þaðan koma margir af bestu leik­mönnum heims. Þeir sem ekki fylgj­ast reglu­lega með fót­bolta ættu samt að hafa heyrt nöfn á borð við Christ­i­ano Ron­aldo, Wayne Roo­ney, Zlatan Ibra­himovich og Tomas Müll­er.

Hversu lengi stendur mót­ið?

Mótið stendur í heilan mánuð frá 10. júní til 10. júlí. Leikið er á tíu leik­vöngum vítt og breitt um Frakk­land og í öllum helstu borgum lands­ins. Ísland keppir 14. júní, 18.júní og 22. júní í Sain­t-Étienne, Marseille og Par­ís. Leikir Íslands gætu orðið fleiri komumst við í úrslita­keppn­ina.

Í hvaða litum spilar Ísland?

Landsliðstreyjur Íslands á EM 2016.

Ísland tekur tvo bún­inga með sér til Frakk­lands. Aðal­bún­ing­ur­inn er blár og vara­bún­ing­ur­inn er hvít­ur. Mark­menn­irnir spila hins vegar í öðru­vísi treyj­um. Þær geta verið eit­ur­grænar eða svart­ar, eftir því við hvaða þjóð kappi er att.

Hverjir unnu síð­ast og þar áður?

Keppnin fer fram á fjög­urra ára fresti og hefur gert síðan 1960. Í síð­ustu tvö skipt­in, árið 2012 og 2008, hefur Spánn staðið uppi sem sig­ur­veg­ari. Fyrrum herra­þjóð okk­ar, Dan­ir, hafa einu sinni unnið árið 1992.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None