Greinilega eitthvað mikið að vinnumarkaðnum

Vinnumarkaðsfræðingur segir að endurskoða þurfi verklag í kringum kjarasamninga í ljósi endurtekinna verkfalla afmarkaðra hópa. Forsætisráðherra tekur í svipaðan streng. Lög á flugumferðarstjóra eru þau 15. síðan árið 1985.

Alþingi setti lög á aðgerðir flugumferðarstjóra í vikunni. Það er í fimmtánda sinn sem slíkt er gert síðan árið 1985. Vinnumarkarðsfræðingur segir að greinilegt sé að eitthvað mikið sé að vinnumarkaðnum.
Alþingi setti lög á aðgerðir flugumferðarstjóra í vikunni. Það er í fimmtánda sinn sem slíkt er gert síðan árið 1985. Vinnumarkarðsfræðingur segir að greinilegt sé að eitthvað mikið sé að vinnumarkaðnum.
Auglýsing

Gylfi Dal­mann Aðal­steins­son, vinnu­mark­aðs­fræð­ingur og dós­ent á félags­vís­inda­sviði Háskóla Íslands, segir greini­legt að eitt­hvað mikið sé að í skipu­lag­inu á vinnu­mark­aðnum í ljósi þess að svo virð­ist sem að ekki sé hægt að gera kjara­samn­inga hjá ákveðnum hóp­um. Það sé samt sem áður baga­legt að stjórn­völd kippi ítrekað úr sam­bandi þeim samn­ings­rétti launa­fólks sem sé stjórn­ar­skrár­var­inn og varði mann­rétt­inda­sátt­mál­ann. 

„Það virð­ist vera í lagi hjá fjöl­mennum hópum eins og versl­un­ar­fólki og iðn­að­ar­mönn­um,“ segir hann. „En svo eru afmark­aðir hópar sem hafa mikil völd í sam­fé­lag­inu þar sem verk­fall hefur víð­tæk áhrif, sem virð­ast ekki ná að semja, og þar er verið að beita verk­falls­vopn­in­u.“

Nauð­syn­legt að end­ur­skoða skipu­lagið í heild

Gylfi segir þessa hópa, sem beita verk­falls­vopn­inu, yfir­leitt ekki vera þá launa­lægst­u. 

„Það þarf að skoða skipu­lagið og vinnu­lagið í kring um þetta,” segir hann. „Eins og Hicks bendir á, eru verk­föll bein afleið­ing mis­heppn­aðs kjara­samn­inga­fer­ils þar sem samn­ings­mark­mið hafa ekki verið nægi­lega skýr og oft og tíðum ákveðið ósam­ræmi á milli vænt­inga þeirra sem koma að samn­inga­borð­in­u.“

Auglýsing


Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra tók í svip­aðan streng á Morg­un­vakt­inni á Rás 1 í morg­un. Hann sagði greini­legt að eitt­hvað þurfi að end­ur­skoða í kerf­inu í ljósi þess að þessir litlu hópar, sem geta í raun sett sam­fé­lagið á hlið­ina með verk­föll­um, séu að fara fram á mun meiri launa­hækk­anir heldur en gengur og ger­ist í kjara­samn­ing­um.

„Það er eitt­hvað að í þessu kerfi“

Gylfi bendir á í því ljósi að bæði lækna­fé­lögin hafi þurft 88 samn­inga­fndi til að ná sam­an. 

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson„Það er eitt­hvað að í þessu kerfi, skipu­lagi og reglu­verki. Vinnu­lög­gjöfin frá 1938 býr til rammann um hvernig á að haga þegar deilur eru á vinnu­mark­aði hvernig eigi að leiða þær til lykta,“ segir hann og bætir við að í til­felli flug­um­ferða­stjóra þá voru þeir að koma úr löngum kjara­samn­ingi, til fimm ára, en þeir hafi dreg­ist aftur úr á þeim tíma. Sumir hópar njóti ekki launa­skriðs­ins og að vissu leyti sé því ekki gott að vera með langa samn­inga. 

Lög á aðgerðir flug­um­ferð­ar­stjóra vegna kjara­deilu þeirra sem Alþingi sam­þykkti á mið­viku­dags­kvöld eru fimmt­ándu kjara­að­gerða­lögin frá árinu 1985. Sam­kvæmt nýju lög­unum hafa flug­um­ferð­ar­stjórar til 24. júní til að semja, en tak­ist það ekki verður skip­aður gerð­ar­dómur til að úrskurða um laun þeirra. 

Fimmtán lög vegna verk­falls­að­gerða síðan 1985

Lög á aðgerðir vegna kjara­deilna hafa verið nokkuð algeng síð­ustu ár. Á árunum 1985 til 2010 gripu stjórn­völd tólf sinnum inn í kjara­deil­ur, við lít­inn fögnuð verka­lýðs­hreyf­inga. Á sama tíma voru 166 verk­föll ver­ið. Á árunum 2011 til 2016 hafa fimm lög verið sett á vegna kjara­deilna, með flug­virkja­lög­unum með­töld­um. 

Í grein Gylfa og Frið­riks Frið­riks­sonar lög­fræð­ings frá árinu 2010, Lög og verk­föll á Íslandi frá 1985 til 2010, er farið yfir allar laga­setn­ingar sem stjórn­völd hafa sett á starf­stéttir vegna kjara­deilna og verk­falla á tíma­bil­inu. Gylfi vinnur nú að frek­ari við­bótum við grein­ina í ljósi aðgerða stjórn­valda und­an­farin ár vegna kjara­deilna. 

Flug­freyjur 1985 


Fé­lagar í Flug­freyju­fé­lagi Íslands fóru í verk­fall þann 23. októ­ber 1985, en verkallið var bannað með lögum degi síð­ar. Rökin voru meðal ann­ars þau að með verk­fall­inu myndi fjöldi ferða­manna þessa stærsta flug­fé­lags lands­ins þurfa að breyta ferða­á­ætl­unum sín­um.  

Mjólk­ur­fræð­ingar 1986

Félags­menn Mjólk­ur­fræð­inga­fé­lags Íslands fóru í verk­fall 24. mars 1986. Lög voru sett á degi síðar með þeim rökum að kröfur þeirra væru langt umfram það sem eðli­legt geti talist og auk þess fæli verk­fall þeirra í sér mikla röskun í mjólk­ur­fram­leiðslu og verð­mæta­tjón­i. 

Far­menn 1986

Félags­menn í Skip­stjóra­fé­lagi Íslands og Sjó­manna­fé­lagi Reykja­víkur sem störf­uðu á far­skipum fóru í verk­fall 30. apríl 1986, en það var stöðvað með bráða­birgða­lögum 9. maí 1986 og voru lögin síðar sam­þykkt. Rökin voru að verk­fallið hafi valdið veru­legri röskun á flutn­ingum til og frá land­inu og skapað erf­ið­leika í helstu útflutn­ings­grein­um. 

Arn­ar­flug 1986

Félags­menn í Flug­virkja­fé­lagi Íslands, þ.e. flug­virkjar og flug­vélstjórar sem störf­uðu hjá Arn­ar­flugi hf., fóru í verk­fall 10. júlí 1986, en það var stöðvað með bráða­birgða­lögum 11. júlí 1986 sem voru síðar stað­fest. Rökin voru meðal ann­ars þau að ef vinnu­deilan haldi áfram muni hún hafa í för með sér stöðvun alls milli­landa­flugs og inn­an­lands­flugs félags­ins og „senni­lega gera verk­efni þess að píla­gríma­flugi frá Alsír til Jeddah að engu, en það á að hefj­ast 19. júlí n.k.“ er segir í athuga­semd með frum­varp­in­u. 

Bráða­birgða­lög um aðgerðir í efna­hags­málum 1988

Með þessum lögum voru allar vinnu­stöðv­anir sem áttu að bæta kjör fólks á annan hátt en lögin gerðu ráð fyrir bann­aðar í heilt ár. Þetta var gert til að tryggja að tryggja aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til að verja geng­is­breyt­ingu krón­unn­ar. 

Brott­fall kjara­samn­inga BHMR 1990

Alþingi mat það svo að koma yrði í veg fyrir víxl­verk­anir launa og verð­lags og fella úr gildi launa­hækk­un­ar­á­kvæði kjara­samn­inga milli aðild­ar­fé­laga BHMR og fjár­mála­ráð­herra frá maí 1989 og hlið­stæð ákvæði í kjara­samn­ingum aðild­ar­fé­laga BHMR við aðra við­semj­end­ur. Lögin voru kærð til Hæsta­rétt­ar, sem dæmdi fjár­mála­ráð­herra til greiðslu umsamdra launa­hækk­ana. 

Herj­ólfur 1993

Félags­menn Stýri­manna­fé­lags Íslands sem störf­uðu á Herj­ólfi fóru í verk­fall 3. febr­úar 1993, en það var bannað 23. mars, sjö vikum síð­ar. Rökin voru meðal ann­ars þau að verk­fallið hafi haft áhrif á atvinnu­ör­yggi ann­arra skip­verja og þeirra sem vinna á skip­inu. Verk­fallið hafi valdið marg­vís­legri rösk­un, tjóni og vöru­skorti í Vest­manna­eyj­u­m. 

Sjó­menn 1994

Sjó­manna­sam­band Íslands, Far­manna- og fiski­manna­sam­bands Íslands utan Vest­fjarða, Vél­stjóra­fé­lags Íslands, Vél­stjóra­fé­lags Suð­ur­nesja og Vél­stjóra­fé­lags Vest­manna­eyja fóru í verk­fall á fiski­skipum 2. til 5. jan­úar 1994. Verk­fallið var stöðvað með bráða­birgða­lögum 14. jan­ú­ar, sem voru sam­þykkt. Rökin voru þau að ítrek­aðar sátta­til­raunir hafi ekki borið árangur og vinnu­deilan hafi valdið víð­tæku atvinnu­leysi meðal ann­arra laun­þega. Deilan muni hafa alvar­legan skaða fyrir íslenskt atvinnu­líf og valda óbæt­an­legu tjóni.

Sjó­menn 1998

Félags­menn í sam­tökum sjó­manna á fiski­skipum fóru í verk­fall 3. febr­úar 1998, en á þeim tíma voru vinnu­stöðv­anir bann­að­ar. Alþingi setti lög á verk­fallið eftir tæpa tvo mán­uð­i. 

Sjó­menn 2001

Félags­menn sam­taka sjó­manna á fiski­skipum fóru í verk­fall 16. mars 2001 og sam­tök útvegs­manna settu verk­bann á sjó­menn frá sama tíma. Vinnu­stöðv­unum var frestað til 1. apr­íl. Lög­gjaf­inn mat það sem svo að vinnu­stöðv­unin myndi óleyst valda óbæt­an­legu tjóni fyrir atvinnu­lífið og ríkir almanna­hags­munir voru í húfi. 

Grunn­skóla­kenn­arar 2004

Félag grunn­skóla­kenn­ara og Skóla­stjóra­fé­lags Íslands sem störf­uðu hjá sveit­ar­fé­lögum fóru í verk­fall 20. sept­em­ber 2004, en verk­falls­að­gerðir þeirra voru bann­aðar sam­kvæmt lög­um. Alþingi stöðv­aði verk­fallið 13. nóv­em­ber, 

Flug­virkjar 2010

Flug­virkjar hjá Icelandair fóru í verk­fall 22. mars 2010 en vinnu­stöðv­anir voru bann­að­ar. Síð­ustu kjara­samn­ingar flug­virkja voru fram­lengdir til 30. nóv­em­ber. 

Atvinnu­flug­menn 2014

Félags­menn Félags íslenskra atvinnu­flug­manna hjá Icelandair fóru í verk­fall 9. maí 2014. Lög voru sett á verk­fallið sex dögum síð­ar, 15. maí, með þeim rökum að það hafi áhrif á um sex hund­ruð flug til og frá land­inu og um hund­rað þús­und far­þega. Gríð­ar­legir sam­fé­lags­legir og efna­hags­legir hags­munir væru í húfi. 

Sjó­menn 2014

Félags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands sem störf­uðu á Herj­ólfi fóru í verk­fall 5. mars 2014, en því var frestað með lögum til og með 15. sept­em­ber 2014. Lögin voru sam­þykkt 2. apr­íl, þó að ekki hafi verið um algert verk­fall að ræða heldur yfir­vinnu­bann og vinnu­stöðvun um helg­ar. Rökin voru þau að aðgerð­irnar hafi nei­kvæð áhrif á atvinnu­starf­semi í Vest­manna­eyjum og íbúa sem reiða sig á Herj­ólf til að kom­ast til og frá eynn­i. 

BHM og hjúkr­un­ar­fræð­ingar 2015

Hluti aðild­ar­fé­laga Banda­lags háskóla­manna fóru í verk­föll á mis­mun­andi tímum árið 2015 og hjúkr­un­ar­fræð­ingar fóru í ótíma­bundið verk­fall 27. maí. Lög voru sett á kjara­mál þess­ara hópa og verk­föll þeirra bönn­uð. Rökin voru þau að tjónið sem verk­föllin höfðu valdið hafi verið mikið og við­ræður hafi reynst árang­urs­laus­ar. Lögin voru sam­þykkt 13. júní 2015. 

Flug­um­ferð­ar­stjórar 2016

Alþingi var kallað saman á mið­viku­dags­kvöld 8. júní til að sam­þykkja lög inn­an­rík­is­ráð­herra á yfir­vinnu­bann flug­um­ferð­ar­stjóra. Þeir hafa frest til 24. júní til að ná samn­ing­um, ellegar verður skip­aður gerð­ar­dómur sem ákveður laun þeirra. Rökin voru fyrst og fremst nei­kvæð áhrif aðgerð­anna á ferða­­þjón­ust­una á Ísland­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None