Icesave, þorskastríðin og fávís lýður ganga í endurnýjun lífdaga

Icesave
Auglýsing

Þrátt fyrir að um þrjú og hálft ár sé síðan að EFTA-­dóm­stól­inn hafn­aði öllum kröfum Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA (ESA) í Ices­a­ve-­­mál­inu svo­­kall­aða, að morgni dags þann 28. jan­úar 2013, er umræðum um málið síður en svo lok­ið. Sam­kvæmt leit Kjarn­ans í fjöl­miðla­vakt Credit­info hefur það komið fyrir í alls 321 mis­mun­andi fréttum það sem af er árinu 2016.  

Á því hálfa ári sem liðið er af árinu 2016 hefur Ices­ave komið fram í fleiri fréttum en það gerði allt síð­asta ár, þegar á málið var minnst í 291 slíkri. Raunar hefur verið oftar minnst á Ices­ave í ár en allt árið 2014 líka.

Árið 2016 á þó enn langt í land með því að ná Ices­a­ve-ár­inu mikla, árinu 2013, í fjölda frétta þar sem minnst var á mál­ið. Á því ári voru alls gerðar 914 fréttir hjá íslenskum fjöl­miðlum þar sem Ices­ave kom með ein­hverjum hætti fyr­ir.

Auglýsing

Ástæða þess að Ices­ave hefur ratað svona sterkt inn í umræð­una að nýja hér­lendis er auð­vitað yfir­stand­andi kosn­inga­bar­átta milli þeirra sem sækj­ast eftir því að verða næsti for­seti Íslands. Sú bar­átta hefur oft snú­ist fyrst og síð­ast um afstöðu fram­bjóð­enda til mis­mun­andi Ices­a­ve-­samn­inga. Þar hefur einn fram­bjóð­andi, Davíð Odds­son, verið afar dug­legur við að ásaka ann­an, Guðna Th. Jóhann­es­son, um að hafa ekki haft rétta afstöðu til þeirra.

Þorska­stríðið snýr aftur

For­seta­kosn­ing­arnar hafa líka snú­ist, að ein­hverju leyti, um afstöðu for­seta­fram­bjóð­enda til þorska­stríð­anna, sem stóðu yfir á árunum 1958 til 1976. Í yfir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu hefur Davíð einnig gagn­rýnt Guðna fyrir skrif hans og ræður um þau.

Alls hafa þorska­stríðin komið fyrir í 98 fréttum sem unnar hafa verið af íslenskum fjöl­miðlum á þessu ári. Athygli vekur að 93 pró­sent þeirra frétta voru gerðar eftir að Davíð til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta í byrjun mars síð­ast­lið­ins.

Það hafa verið fleiri fréttir gerðar á Íslandi þar sem minnst er á þorska­stríð á síð­ustu tveimur mán­uðum en voru gerðar sam­an­lagt árin 2014 og 2015. Vert er að taka fram að 40 ár voru liðin frá því að síð­asta þorska­stríð­inu lauk þann 1. júní síð­ast­lið­inn. Þau tíma­mót höfðu þó ekki afger­andi áhrif á frétta­skrif um mál­ið. Þau hafa fyrst og síð­ast tengst for­setaslagn­um.

Fávís kemst í tísku

Guðni Th. hefur einnig  verið gagn­rýndur harð­lega, sér­stak­lega af Dav­íð, stuðn­ings­mönnum hans og Morg­un­blað­inu, fyrir ummæli sem hann lét falla í fyr­ir­lestri í Háskól­anum við Bif­röst árið 2013. Þar fjall­aði hann um aðalátaka­mál for­seta­kosn­ing­anna 2016, þorska­stríð­in, Ices­ave og Evr­ópu­sam­band­ið. Í fyr­ir­lestr­inum sagði Guðni Th: „„Jess, Íslandi allt og spurn­ingin vakn­ar: Er fávís lýð­ur­inn aftur að pródúsera „rang­ar“ sam­eig­in­legar minn­ing­ar? Og kemur enn til kasta okkar sagn­fræð­ing­anna því því er ekki að leyna í okkar hópi eru þeir til, og kannski er ég þar fram­ar­lega þó ég segi sjálfur frá, sem hafa lýst efa­semdum um þessa sýn en vissu­lega aðrir tekið í sama streng.“

Í kjöl­farið var athygl­inni beint að ræðu sem Davíð Odds­son hélt árið 2002, þegar til stóð að leggja Þjóð­hags­stofnun nið­ur. Þá sagði Dav­íð: „Það hlut­verk Þjóð­hags­stofn­un­ar, að upp­fræða fávísan eða fyr­ir­tæki og félög, hefur gjör­breyst.“

Alls hefur verið talað um ein­hverja sem eru fávísir 59 sinnum í íslenskum fjöl­miðlum á þessu ári, þar af 43 sinnum á síð­ustu þremur mán­uð­um. Orðið fávís hefur því, í ein­hverri mynd, komið oftar fyrir í fréttum íslenskra fjöl­miðla það sem af er árinu 2016 en það gerði þorra árs­ins 2013, og öll árin 2014 og 2015 sam­an­lagt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None