Mannvirkin hafa risið en þau eru of gölluð og hafa þurft miklar endurbætur.
Mynd: EPA

Þýski flugvallarskandallinn

Fyrir 20 árum var ákveðið að byggja skyldi nýjan flugvöll fyrir Berlín. Völlurinn átti að vera tilbúinn 11 árum síðar en hver skandallinn hefur rekið annan svo völlurinn er ekki nærri því tilbúinn. Borgþór Arngrímsson kynnti sér málið.

Árið 1996 ákváðu þýsk stjórn­völd að byggja nýjan flug­völl ásamt til­heyr­andi flug­stöð við Berlín. Hann skyldi leysa af hólmi þá þrjá flug­velli sem fyrir voru og þeim yrði lok­að: Tempel­hof, skammt sunnan við mið­borg Berlín­ar, Tegel, norð­vestan við mið­borg­ina og Schö­nefeld, átján kíló­metrum sunnan við borg­ar­miðj­una. Nýja flug­stöðin átti að rísa skammt frá Schö­nefeld og ein flug­braut gamla flug­vall­ar­ins yrði hluti nýja vall­ar­ins. Þegar ákvörðun um nýja flug­völl­inn var tekin var jafn­framt til­kynnt að hann, ásamt flug­stöð­inni, yrði tek­inn í notkun árið 2007. Stjórn­völd og flug­mála­yf­ir­völd voru bjart­sýn; ell­efu ár til stefnu og þessi nýi ofur­flug­völl­ur, eins og hann var kall­að­ur, fékk nafnið Flug­hafen Berlin Brand­en­burg Willy Brandt, skamm­stafað BER.

Mála­ferli

Ekki voru allir jafn ánægðir og stjórn­völd með þessar fyr­ir­ætl­an­ir. Schö­nefeld svæðið er á mörkum Berlínar og sam­bands­rík­is­ins Brand­en­burg. Margir íbúar á þessu svæði voru mjög ósáttir við að fá þennan risa­flug­völl svo að segja í tún­fót­inn, fram­kvæmd­irnar myndu hafa í för með sér að 300 manna þorp sem stóð á hinu fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði yrði jafnað við jörðu og byggja yrði nýtt þorp skammt frá flug­vall­ar­svæð­inu. Að lok­um, eftir miklar og tíma­frekar samn­inga­við­ræð­ur, fóru almenn­ingur og sveit­ar­fé­lög í Brand­en­burg með málið fyrir dóm­stóla. Mála­ferlin stóðu yfir í tíu ár og nið­ur­staðan var sú að heim­ildin til að byggja flug­völl­inn stóð. Þá var árið 2006 gengið í garð.

Ný áætlun og fram­kvæmdum hraðað

Nú var aug­ljóst að ofur­flug­völl­ur­inn BER kæm­ist ekki í gagnið árið 2007. Bygg­ing­ar­nefnd flug­vall­ar­ins til­kynnti að fram­kvæmdum yrði hraðað og að BER yrði tek­inn í notkun í lok októ­ber árið 2011. Þetta töldu margir mikla bjart­sýni en bygg­ing­ar­nefndin taldi áætlun sína raun­hæfa. Gert var ráð fyrir að völl­ur­inn gæti árlega annað 27 millj­ónum far­þega og vandað skyldi mjög til allra hluta, bæði hinna tækni­legu og yfir­bragðs flug­stöðv­ar­inn­ar. „Hlið Berlín­ar“ sagði for­maður bygg­inga­nefnd­ar­innar í ávarpi sínu á hátíð­ar­sam­komu í til­efni þess að fram­kvæmd­irnar væru hafn­ar, við­staddir lyftu glös­um. Jafn­framt var til­kynnt að Tempel­hof-flug­vell­inum yrði lokað árið 2008 og Tegel og Schö­nefeld yrðu í notkun þangað til nýi völl­ur­inn BER yrði til­bú­inn.

Aftur frestað, nú til 3. júní 2012

Í júní 2010 til­kynnti for­maður bygg­ing­ar­nefndar að BER yrði ekki til­bú­inn til notk­unar fyrr en í byrjun júní 2012. Það væri lof­orð nefnd­ar­innar að sú dag­setn­ing stæð­ist, fleiri frest­anir kæmu ekki til greina. Hann hefði kannski betur sleppt þessu lof­orði því þetta var ekki í síð­asta sinn sem hann þurfti að til­kynna um frest­un. Í maí 2012 var til­kynnt að völl­ur­inn yrði til­bú­inn 17. mars 2013, þarnæst var nefnd dag­setn­ingin 27. októ­ber 2013, síðan var svo talað um 2016 en engin dag­setn­ing nefnd.

Kannski 2018, kannski 2019

Nú er löngu ljóst að engar flug­vélar lenda á BER á þessu ári. Tals­menn bygg­inga­fram­kvæmd­anna eru orðnir gætn­ari í tali en áður og gefa nú engin lof­orð og nefna allar dag­setn­ingar með fyr­ir­vara. Árið 2017 hefur heyrst nefnt en sér­fræð­ingar sem eitt þýsku dag­blað­anna ræddi við taldi að árið 2019 væri raun­hæf­ara, „eftir hádegi“ bætti hann við og brá fyrir glettni í augn­krók­um. Hvort það verður árið 2017, 2018, 2019 eða jafn­vel enn seinna sem BER kemst í gangið veit eng­inn.

Blaðamönnum var boðið að skoða mannvirkin þar sem nýja flugstöðin á að opna árið 2012.
Mynd: EPA

Hvað hefur farið úrskeið­is?

Spurn­ingin er ein­föld og það er svarið líka: allt. Allt sem hugs­ast get­ur, og kannski líka allt óhugs­an­legt hefur farið úrskeið­is. Í fyrstu gekk allt eftir áætl­un, það er að segja eftir tíu ára sein­kun­ina sem áður var get­ið. Flug­stöðv­ar­bygg­ing­arnar þutu upp og þegar frétta­mönnum var boðið að skoða fram­kvæmd­irnar árið 2012 voru þeir á einu máli um að flug­stöðin yrði glæsi­legt „hlið Berlín­ar“ eins og bygg­ing­ar­nefnd­ar­for­mað­ur­inn hafði kom­ist að orði, sex árum fyrr. En ekki var þó allt sem sýnd­ist.

Fúsk

Árið 2012 skip­aði þýska þingið sér­staka rann­sókn­ar­nefnd. Henni var ætlað að kom­ast að ástæðum þess að bygg­ingu flug­stöðv­ar­innar (það gekk prýði­lega að leggja braut­irn­ar) seink­aði svo mjög og hvað hefði farið úrskeið­is. Skýrsla nefnd­ar­innar er löng, mörg hund­ruð blað­síður og ekki er ofmælt að hún sé svört, kolsvört. Engin leið er að gera grein fyrir nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar en í stuttu máli sagt er skýrslan áfell­is­dómur yfir nær öllum þeim sem komið hafa við sögu bygg­inga­fram­kvæmd­anna. Sam­tals eru nefndir í skýrsl­unni hvorki meira né minna en 150 þús­und gall­ar, smáir og stór­ir. Eng­inn einn, að mati skýrslu­höf­unda, ber ábyrgð á öllum þessum göllum og því verður eng­inn dreg­inn til ábyrgð­ar. Yfir­borg­ar­stjór­inn í Berlín Klaus Wower­heit, sem setið hafði í því emb­ætti í 13 ár sagði af sér í hitteð­fyrra en hann var stjórn­ar­for­maður BER um ára­bil. Meðal þess sem fjallað er um í skýrsl­unni er að 600 eld­traustir veggir, mis­langir og háir, reynd­ust ekki eld­traustir þegar að var gáð og þess vegna þurfti að fjar­lægja þá alla og setja nýja í stað­inn. Svo­kallað úða­kerfi (eld­varna­kerfi) reynd­ist alls ófull­nægj­andi og sömu sögu er að segja um loft­ræsti­kerfi. Það reynd­ist ekki loft­ræsta með full­nægj­andi hætti og því þurfti að setja upp annað og öfl­ugra. Þá tók ekki betra við því að í ljós kom að loftið í flug­stöðv­ar­bygg­ing­unni reynd­ist ekki hafa nægi­legt burð­ar­þol fyrir nýja kerfið og um tíma var ótt­ast að loftið kynni að falla nið­ur. Sér­fræð­ingur sem vann að burð­ar­þolsút­reikn­ingum á loft­inu var alls ekki neinn sér­fræð­ing­ur, vissi afar tak­markað um burð­ar­þol en síðar kom í ljós að hann hafði stungið seðlum í vasa þess sem réð hann til verks­ins.

Klaus Wowerheit sagði af sér sem stjórnarformaður BER vegna tafanna.
Mynd: EPA

Mesta bygg­inga­klúður í sögu Þýska­lands

Fjöl­miðlar í Þýska­landi og reyndar víðar hafa margoft fjallað um þetta sem sumir þýskir stjórn­mála­menn kalla mesta klúður í þýskri hönn­un­ar- og bygg­inga­sögu. Sumir þeirra hafa lýst yfir að rétt­ast væri að rífa flug­stöðv­ar­húsið og byrja aftur frá grunni. Einn vildi gera húsið að „Safni mis­tak­anna“ þar sem gestir greiddu aðgangs­eyri til að sjá þessa „klúð­ur­bygg­ingu“ eins og þing­mað­ur­inn orð­aði það.

Kostn­að­ur­inn marg­faldur og flug­stöðin þegar orðin of lítil

Upp­haf­leg fjár­hags­á­ætlun gerði ráð fyrir að BER myndi kosta 1.7 millj­arða Evra (236 millj­arða íslenska) en sú upp­hæð hefur marg­fald­ast og nýjasta áætlun hljóðar uppá 5.4 millj­arða Evra (750 millj­arða íslenska). Jafn­vel talið að end­an­leg tala verði enn hærri. Það sem kannski er alvar­leg­ast er þó sú stað­reynd að flug­stöðin er lík­lega þegar orðin of lítil en far­þega­fjöld­inn sem fer um Schö­nefeld og Tegel er nú næstum sá sami og gert er ráð fyrir að BER geti ann­að. Þarf þá ekki bara að stækka þennan nýja völl? spyr kannski ein­hver. Það er hins­vegar ekki svo auð­velt. Það er nefni­lega mjög þröngt um flug­stöð­ina og litlir mögu­leikar á stækk­un. Þýskir stjórn­mála­menn hafa viðrað þann mögu­leika að Tegel verði opinn áfram og þar gerðar nauð­syn­legar end­ur­bæt­ur. Hvort sú verður raunin leiðir tím­inn í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar