Gamla brýnið má ekki fá að stjórna

37 ára gamall leikstjórnandi Ungverja er einn mikilvægasti hlekkurinn í leik liðsins.

Gera
Auglýsing

Zoltán Gera er kannski ekki fræg­asti eða virt­asti leik­maður í Evr­ópu, en hann er mik­il­vægur hlekkur í leik Ung­verja, sem Íslend­inga mæta í dag. Hann er áhuga­mönnum um enska bolt­ann af góðu kunn­ur, en hann lék í tíu ár í ensku úrvals­deild­inni, við ágætan orðstír, með West Bromwich Albion, 2004 til 2008 og aftur 2011 til 2014, og með Ful­ham lék hann á árunum 2008 til 2011.

Klókur miðju­maður

Gera þykir klók­ur ­leik­mað­ur, tækni­lega afbragðs­góður og næmur fyrir veik­leikum á vörn and­stæð­ing­ana. Hann spil­aði sinn fyrsta leik fyrir WBA haustið 2004, en er nú kom­inn aftur í heima­land­ið, þar sem hann leikur með Fer­encvá­ros. Það er sterkasta lið lands­ins.

Auglýsing

Í leiknum gegn Aust­ur­ríki í fyrstu umferð­inni, þar ­sem Ung­verjar unnu nokkuð óvænt 2-0, þá lék Gera sem varn­ar­tengiliður á miðj­unni. Í und­ankeppn­inni var hann lyk­il­mað­ur, og var ýmist aft­ar­lega á miðj­unni eða fremsti miðju­mað­ur. Útsjón­ar­semi hans nýt­ist vel á báðum stöð­u­m, en eftir því sem reynslu­bank­inn hefur orðið stærri, þá hefur hann færst aftar á völl­inn, eins og oft vill verða. Hann hefur reynst Íslend­ingum erf­ið­ur, í gegnum tíð­ina, og skor­aði meðal ann­ars glæsi­legt skalla­mark í leik Íslands og Ung­verja­lands árið 2008, en Ung­verjar hafa sigrað í sjö af tíu viður­eignum þjóð­anna.Má ekki fá að stjórna

Spræk kyn­slóð leik­manna, sem nú er að bera lið Ung­verja uppi, hefur notið góðs af reynsl­unni hjá Gera, en knatt­spyrnu­stjór­inn, Bernd Stock, hefur sagt að Gera færi lið­inu ró og geti stjórnað leiknum þegar á þarf að halda. Hann leikur með núm­erið 10 á bak­inu og er oft í hlut­verki ­leik­stjórn­anda. Ung­verja­land hefur líkt og Ísland verið að klifra upp styrk­leika­lista FIFA með góðum úrslit­um, og er stefnan sett á að kom­ast upp úr riðl­inum á EM.

Íslenska liðið þarf að passa að Gera fái ekki að verða ­með þræð­ina hjá sér og stjórna leikn­um. Ef það er hægt að draga út eitt­hvað ­at­riði, sem var ekki nógu gott í leiknum gegn Portú­gal, þá var það hversu illa ­gekk hjá íslenska lið­inu að halda bolt­anum innan liðs­ins og byggja upp sókn­ir. Þó það gangi upp þegar Ísland liggur til baka í stífri vörn, og beitir skynd­i­sókn­um, þá þarf Ísland líka að geta tekið frum­kvæðið og stjórnað leikj­um, einkum gegn liðum eins og Ung­verja­landi, þar sem knýja þarf fram sig­ur.

Gylfi Sig­urðs­son og Aron Einar Gunn­ars­son ráða vel við það verk­efni, á góðum degi, að leyfa Gera ekki að stjórna hrað­an­um, en það má samt ekki van­meta leik­menn eins og Gera, þó hann sé orð­inn gam­all og spil­i ekki lengur í deild þeirra bestu. Hann varð 37 ára gam­all 22. apr­íl ­síð­ast­lið­inn en er enn í góðu formi, og einn besti leik­mað­ur­inn í Ung­verja­landi.

Hann lék einna best tíma­bilið 2009 til 2010, en hann var þá kjör­inn leik­maður árs­ins hjá Ful­ham. Hann hefur leikið 90 lands­leiki og er leik­reyndastur úti­leik­manna Ung­verja­lands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None