Gamla brýnið má ekki fá að stjórna

37 ára gamall leikstjórnandi Ungverja er einn mikilvægasti hlekkurinn í leik liðsins.

Gera
Auglýsing

Zoltán Gera er kannski ekki fræg­asti eða virt­asti leik­maður í Evr­ópu, en hann er mik­il­vægur hlekkur í leik Ung­verja, sem Íslend­inga mæta í dag. Hann er áhuga­mönnum um enska bolt­ann af góðu kunn­ur, en hann lék í tíu ár í ensku úrvals­deild­inni, við ágætan orðstír, með West Bromwich Albion, 2004 til 2008 og aftur 2011 til 2014, og með Ful­ham lék hann á árunum 2008 til 2011.

Klókur miðju­maður

Gera þykir klók­ur ­leik­mað­ur, tækni­lega afbragðs­góður og næmur fyrir veik­leikum á vörn and­stæð­ing­ana. Hann spil­aði sinn fyrsta leik fyrir WBA haustið 2004, en er nú kom­inn aftur í heima­land­ið, þar sem hann leikur með Fer­encvá­ros. Það er sterkasta lið lands­ins.

Auglýsing

Í leiknum gegn Aust­ur­ríki í fyrstu umferð­inni, þar ­sem Ung­verjar unnu nokkuð óvænt 2-0, þá lék Gera sem varn­ar­tengiliður á miðj­unni. Í und­ankeppn­inni var hann lyk­il­mað­ur, og var ýmist aft­ar­lega á miðj­unni eða fremsti miðju­mað­ur. Útsjón­ar­semi hans nýt­ist vel á báðum stöð­u­m, en eftir því sem reynslu­bank­inn hefur orðið stærri, þá hefur hann færst aftar á völl­inn, eins og oft vill verða. Hann hefur reynst Íslend­ingum erf­ið­ur, í gegnum tíð­ina, og skor­aði meðal ann­ars glæsi­legt skalla­mark í leik Íslands og Ung­verja­lands árið 2008, en Ung­verjar hafa sigrað í sjö af tíu viður­eignum þjóð­anna.Má ekki fá að stjórna

Spræk kyn­slóð leik­manna, sem nú er að bera lið Ung­verja uppi, hefur notið góðs af reynsl­unni hjá Gera, en knatt­spyrnu­stjór­inn, Bernd Stock, hefur sagt að Gera færi lið­inu ró og geti stjórnað leiknum þegar á þarf að halda. Hann leikur með núm­erið 10 á bak­inu og er oft í hlut­verki ­leik­stjórn­anda. Ung­verja­land hefur líkt og Ísland verið að klifra upp styrk­leika­lista FIFA með góðum úrslit­um, og er stefnan sett á að kom­ast upp úr riðl­inum á EM.

Íslenska liðið þarf að passa að Gera fái ekki að verða ­með þræð­ina hjá sér og stjórna leikn­um. Ef það er hægt að draga út eitt­hvað ­at­riði, sem var ekki nógu gott í leiknum gegn Portú­gal, þá var það hversu illa ­gekk hjá íslenska lið­inu að halda bolt­anum innan liðs­ins og byggja upp sókn­ir. Þó það gangi upp þegar Ísland liggur til baka í stífri vörn, og beitir skynd­i­sókn­um, þá þarf Ísland líka að geta tekið frum­kvæðið og stjórnað leikj­um, einkum gegn liðum eins og Ung­verja­landi, þar sem knýja þarf fram sig­ur.

Gylfi Sig­urðs­son og Aron Einar Gunn­ars­son ráða vel við það verk­efni, á góðum degi, að leyfa Gera ekki að stjórna hrað­an­um, en það má samt ekki van­meta leik­menn eins og Gera, þó hann sé orð­inn gam­all og spil­i ekki lengur í deild þeirra bestu. Hann varð 37 ára gam­all 22. apr­íl ­síð­ast­lið­inn en er enn í góðu formi, og einn besti leik­mað­ur­inn í Ung­verja­landi.

Hann lék einna best tíma­bilið 2009 til 2010, en hann var þá kjör­inn leik­maður árs­ins hjá Ful­ham. Hann hefur leikið 90 lands­leiki og er leik­reyndastur úti­leik­manna Ung­verja­lands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None