Gamla brýnið má ekki fá að stjórna

37 ára gamall leikstjórnandi Ungverja er einn mikilvægasti hlekkurinn í leik liðsins.

Gera
Auglýsing

Zoltán Gera er kannski ekki fræg­asti eða virt­asti leik­maður í Evr­ópu, en hann er mik­il­vægur hlekkur í leik Ung­verja, sem Íslend­inga mæta í dag. Hann er áhuga­mönnum um enska bolt­ann af góðu kunn­ur, en hann lék í tíu ár í ensku úrvals­deild­inni, við ágætan orðstír, með West Bromwich Albion, 2004 til 2008 og aftur 2011 til 2014, og með Ful­ham lék hann á árunum 2008 til 2011.

Klókur miðju­maður

Gera þykir klók­ur ­leik­mað­ur, tækni­lega afbragðs­góður og næmur fyrir veik­leikum á vörn and­stæð­ing­ana. Hann spil­aði sinn fyrsta leik fyrir WBA haustið 2004, en er nú kom­inn aftur í heima­land­ið, þar sem hann leikur með Fer­encvá­ros. Það er sterkasta lið lands­ins.

Auglýsing

Í leiknum gegn Aust­ur­ríki í fyrstu umferð­inni, þar ­sem Ung­verjar unnu nokkuð óvænt 2-0, þá lék Gera sem varn­ar­tengiliður á miðj­unni. Í und­ankeppn­inni var hann lyk­il­mað­ur, og var ýmist aft­ar­lega á miðj­unni eða fremsti miðju­mað­ur. Útsjón­ar­semi hans nýt­ist vel á báðum stöð­u­m, en eftir því sem reynslu­bank­inn hefur orðið stærri, þá hefur hann færst aftar á völl­inn, eins og oft vill verða. Hann hefur reynst Íslend­ingum erf­ið­ur, í gegnum tíð­ina, og skor­aði meðal ann­ars glæsi­legt skalla­mark í leik Íslands og Ung­verja­lands árið 2008, en Ung­verjar hafa sigrað í sjö af tíu viður­eignum þjóð­anna.Má ekki fá að stjórna

Spræk kyn­slóð leik­manna, sem nú er að bera lið Ung­verja uppi, hefur notið góðs af reynsl­unni hjá Gera, en knatt­spyrnu­stjór­inn, Bernd Stock, hefur sagt að Gera færi lið­inu ró og geti stjórnað leiknum þegar á þarf að halda. Hann leikur með núm­erið 10 á bak­inu og er oft í hlut­verki ­leik­stjórn­anda. Ung­verja­land hefur líkt og Ísland verið að klifra upp styrk­leika­lista FIFA með góðum úrslit­um, og er stefnan sett á að kom­ast upp úr riðl­inum á EM.

Íslenska liðið þarf að passa að Gera fái ekki að verða ­með þræð­ina hjá sér og stjórna leikn­um. Ef það er hægt að draga út eitt­hvað ­at­riði, sem var ekki nógu gott í leiknum gegn Portú­gal, þá var það hversu illa ­gekk hjá íslenska lið­inu að halda bolt­anum innan liðs­ins og byggja upp sókn­ir. Þó það gangi upp þegar Ísland liggur til baka í stífri vörn, og beitir skynd­i­sókn­um, þá þarf Ísland líka að geta tekið frum­kvæðið og stjórnað leikj­um, einkum gegn liðum eins og Ung­verja­landi, þar sem knýja þarf fram sig­ur.

Gylfi Sig­urðs­son og Aron Einar Gunn­ars­son ráða vel við það verk­efni, á góðum degi, að leyfa Gera ekki að stjórna hrað­an­um, en það má samt ekki van­meta leik­menn eins og Gera, þó hann sé orð­inn gam­all og spil­i ekki lengur í deild þeirra bestu. Hann varð 37 ára gam­all 22. apr­íl ­síð­ast­lið­inn en er enn í góðu formi, og einn besti leik­mað­ur­inn í Ung­verja­landi.

Hann lék einna best tíma­bilið 2009 til 2010, en hann var þá kjör­inn leik­maður árs­ins hjá Ful­ham. Hann hefur leikið 90 lands­leiki og er leik­reyndastur úti­leik­manna Ung­verja­lands.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None