Jack White samdi vinsælasta stuðningslag í heimi. Óvart.

Seven Nation Army kom fyrst út árið 2003 á hljómplötunni Elephant. Hálfu ári eftir útgáfuna heyrðist það á bar í Mílanó og þá var ekki aftur snúið. Lagið er nú eitt helsta stuðningslag fjölda íþrótta um allan heim.

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa látið í sér heyra í stúkunni í Frakklandi. Eitt vinsælasta stuðningslagið kemur úr óvæntri átt.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa látið í sér heyra í stúkunni í Frakklandi. Eitt vinsælasta stuðningslagið kemur úr óvæntri átt.
Auglýsing

Knatt­spyrnu­unn­endur um alla Evr­ópu eru að fylgj­ast með fót­bolta í beinum útsend­ingum frá Frakk­landi. Margir af bestu knatt­spyrnu­mönnum heims eru þar mættir til að keppa um einn af stóru titl­unum í þess­ari vin­sæl­ustu íþrótt í heimi. Mótið dregur einnig að sér fjölda stuðn­ings­manna til að fylgj­ast með lönd­unum 24 keppa. Búist er við að sam­tals muni tvær og hálf milljón manna mæta á alla leik­ina á mót­inu. Allur þessi fjöldi er kannski ekki aðal­at­riðið í útsend­ing­unum en við heyrum vel í þeim.

Þannig hafa erlendir miðlar flutt fréttir af ógn­vekj­andi liðs­hrópum íslensku stuðn­ings­mann­anna á leik Íslands og Portú­gal á þriðju­dag. Þeir sem fylgst hafa með íslenska lands­lið­inu í fót­bolta þekkja þetta orðið vel og fá jafn­vel ennþá gæsa­húð þegar allur mann­skar­inn hrópar „HÚHH!“ eftir tvo slætti á trommu. Vel heyr­ist í Íslend­ing­unum í útsend­ingu á rúss­nesku frá leiknum við Portú­gali.

En þó íslensku stuðn­ings­menn­irnir skeri sig úr með frið­sælum en ógn­vekj­andi fagn­að­ar­látum þá eiga þeir það sam­eig­in­legt með stuðn­ings­mönnum nær allra hinna þjóð­anna að söngla amer­ískt rokklag þegar best læt­ur. Stefið úr White Stripes-lag­inu Seven Nation Army er nefni­lega eitt útbreiddasta íþróttafagn í heim­in­um, eins ólík­lega og það kann að hljóma.

Mis­skildi Sal­vation Army

Lag­ið, sem er fyrir löngu orðið eitt vin­sælasta lag The White Stripes, kom fyrst út í byrjun mars árið 2003. Jack White, for­sprakki dúós­ins í The White Stripes, hafði verið að und­ir­búa sig fyrir tón­leika í Ástr­alíu þegar hann setti óvart saman nokkra hljóma. Hann spurði félaga sinn um leið hvað honum fynd­ist. „Þetta er svosem ágætt,“ svar­aði félag­inn og hló en Jack White var ósam­mála. Honum leið eins og að hafa rek­ist á gull.

Auglýsing

Lagið kom síðan út á fjórðu breið­skífu hljóm­sveit­ar­innar sem fékk nafnið Elephant. Jack White not­aði hug­takið „Seven Nation Army“ sem grunn að texta við lag­ið. „Seven Nation Army“ þýðir ekki neitt fyrir neinum heldur er það, að sögn höf­und­ar­ins, það sem hann mis­heyrði í æsku þegar talað var um „Sal­vation Army“.

Lagið náði aldrei neitt ofboðs­lega hátt á almennum vin­sælda­listum og fylgdi hefð­bund­inni hlust­un­ar­kúrvu popp­laga; Topp­aði hratt áður en vin­sæld­irnar fjör­uðu út. Efst fór það þó í fyrsta sæti á hlið­ar­lista Bill­bo­ar­d-list­ans banda­ríska. Lagið var þess vegna löngu búið að missa flugið þegar það heyrð­ist á bar í Mílanó hálfu ári síðar þar sem stuðn­ings­menn belgíska fót­boltaliðs­ins Club Brugge sátu að sum­bli fyrir leik liðs­ins við stór­liðið AC Mílan í Evr­ópu­keppn­inni. Stefið hreif stuðn­ings­menn­ina sem hófu að humma með: „Da… da-DA-da da DAAH DAA­H“.

Oh…oh-OH-oh oh OHH OHH

Á 33. mín­útu leiks­ins skor­aði Club Brugge á San Siro-vell­inum og það fyrsta sem heyrð­ist úr stúku Belganna var stefið sem þeir höfðu heyrt á barn­um. Brugge vann leik­inn 1-0 svo stuðn­ings­menn­irnir sungu alla leið til Belgíu þar sem lagið varð að marka­lagi liðs­ins. Seven Nation Army var spilað hátt og snjallt úr hljóm­tækjum heima­vall­ar­ins þegar Brugge skor­aði og hefur verið síð­an.

Francesco Totti, leik­maður Roma og lands­liðs­maður frá Ítal­íu, varð svo upp­veðr­aður af lag­inu þegar hann lék með Roma gegn Brugge í Belgíu í febr­úar 2006 að hann fór bein­ustu leið eftir leik og keypti plöt­una. Og þegar Ítalir mættu til leiks á heims­meist­ara­mót­inu í Þýska­landi þetta sama ár var stefið úr Seven Nation Army orðið að fagni stuðn­ings­manna Ítal­íu.

Ítalía komst alla leið í úrslita­leik­inn á HM 2006 og vann í eft­ir­minni­legum leik þegar stjarnan Zinedine Zida­ne, í franska liði and­stæð­ing­anna, stang­aði Marco Mater­azzi og fékk fyrir vikið rautt spjald. Ítölsku stuðn­ings­menn­irnir sungu svo „Oh…oh-OH-oh oh OHH OHH“ alla leið heim til Ítalíu og söng­ur­inn barst heim í stofu til áhorf­enda um allan heim.

Ekk­ert jafn fal­legt og þegar lögin verða þjóð­lög

Jack White var vit­an­lega þakk­látur Ítöl­unum fyrir að gera lagið hans að eins konar þjóð­lagi, jafn­vel þó því fylgi að um leið verði upp­runi lags­ins óljós. „Það er ekk­ert eins fal­legt og þegar fólk hrífst af lag­línum og kemur þeim fyrir í hofi þjóð­lagatón­list­ar,“ lét White hafa eftir sér þegar hann var inntur eftir við­brögðum við því að lagið hans væri orðið að íþrótta­söng.

Lagið er ekki aðeins vin­sælt meðal stuðn­ings­manna knatt­spyrnu­liða. Í Banda­ríkj­unum fylla ruðn­ings­lið marga af stærstu leik­vöngum heims í hverri viku góðan part úr ári hverju. Þar hefur stefið úr þessu fyrsta lagi Elephant-­plöt­unnar einnig orðið að fagn­að­ar­lagi stuðn­ings­manna fjöl­margra liða.

Það er raunar alveg magnað að sjá mynd­bönd úr stúk­unum þar sem tug­þús­und manns sveifla sam­litum treflum og kyrja þetta vin­sæla stef. Maður getur vart ímyndað sér hvernig er að vera staddur í stúkunni.

Lagið fær að hljóma víðar á íþrótta­leik­vöngum og í mun fleiri útgáfum en hér hefur verið talið upp. Les­endum er bent á nokkuð ítar­lega yfir­ferð yfir notkun lags­ins meðal íþróttaliða um víða ver­öld á Wikipediu.

Til­valið Bond-lag

Jack White hafði hins vegar aðrar hug­myndir um lagið þegar það var til­bú­ið. Hann hafði ákveðið að geyma það, svona ef ske kynni að ein­hver myndi biðja hann um að semja lag við James Bond-­mynd. Hann komst þó að þeirri nið­ur­stöðu að ólík­legt væri að hann myndi nokk­urn­tíma fá að semja slíkt lag svo því var þru­mað á plöt­una Elephant með The White Stripes sem kom út árið 2003. Platan er frá­bær og er af mörgum talin vera besta verk hljóm­sveit­ar­inn­ar. Til marks um það komst hún í 390. sæti á lista Roll­ing Sto­ne-­tíma­rits­ins yfir 500 bestu plötur allra tíma.

Í mynd­band­inu hér að neðan ræðir Jack White við Jimmy Page, gít­ar­leik­ara Led Zepp­el­in, og The Edge, gít­ar­leik­ara U2, um lagið og kennir þeim að spila það með sér.

Það er kannski kald­hæðni örlag­anna sem réð því að Jack White var síðar beð­inn um að semja upp­haf­slag Bond-­mynd­ar­innar Quantum of Solace sem kom út árið 2008. Lag­ið Another Way to die flutti hann með banda­rísku söng­kon­unni Aliciu Keys, og þótti þeim hafa tek­ist mis­jafn­lega til. Und­ir­ri­aður telur þetta lag hins­vegar til bestu Bond-laga.

Rétt er að geta þess að Seven Nation Army komst nýverið aftur á topp­lista í Banda­ríkj­unum í fyrsta sinn síðan árið 2003. Lagið er notað við stiklu úr nýjum tölvu­leik, Battlefi­eld 1, sem kemur út í haust. Seven Nation Army er þar í nýjum bún­ingi og heldur drunga­legri en í upp­runa­legri útgáfu Jack og Meg White. Og upp­runa­lega lagið sjálft? Það hljómar svona á Elephant frá árinu 2003:



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None