Velkomin í góðærið

Efnahagslífið er á blússandi siglingu.

byggingar bygging framkvæmdir
Auglýsing

Það er allt á fullu í íslensku efna­hags­lífi. Kaup­máttur launa er hærri en hann hefur nokkurn tím­ann verið áður, sam­kvæmt launa­vísi­tölu. Einka­neysla jókst um 4,8% í fyrra sam­kvæmt Hag­stofu Íslands og því er spáð að hann verði tals­vert meiri í ár. Á fyrsta árs­fjórð­ungi mæld­ist vöxt­ur­inn 5,6%. Íslend­ingar hafa slegið met í útlanda­ferðum og íbúðir hafa ekki selst hraðar síðan 2007. Sömu sögu er að segja af bygg­ing­ar­krön­um, sem hafa ekki verið fleiri frá 2007. Flestir grein­endur eru enda sam­mála um að góð­æri sé kom­ið. Kjarn­inn tók saman nokkur dæmi. 

Met í útlanda­ferðum slegið

Líkt og greint var frá fyrir helgi settu Íslend­ingar met í útlanda­ferðum í júní síð­ast­liðn­um. Þá fóru 67 þús­und Íslend­ingar til útlanda í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl. Útlanda­ferð­irnar höfðu aldrei áður verið eins margar í einum mán­uði frá því að taln­ingar Ferða­mála­stofu hófust, en áður var metið slegið í júní 2007, þegar 54.800 Íslend­ingar fóru til útlanda. 

Ferða­­mála­­stofa telur að ekki sé ólík­­­legt að Evr­­ópu­­mótið í fót­­bolta hafi haft tals­verð áhrif á töl­­urn­­ar. „Í því sam­­bandi er vert að slá þann varnagla að hugs­an­­lega er óvenju algengt að fleiri en eina brott­­för sé að ræða hjá sömu ein­stak­l­ing­­um. Slíkt er þó ekki hægt að segja fyrir um með neinni vissu,“ segir Ferða­­mála­­stofa. Fjöl­margir fóru aftur til Frakk­lands með ýmsum leiðum eftir að Ísland komst upp úr riðli sínum á EM og einnig þegar liðið komst í átta liða úrslit á mót­in­u. 

Auglýsing

Ef rýnt er nánar í töl­urnar sést að brott­farir Íslend­inga fyrstu sex mán­uði þessa árs voru rétt tæp­lega 254 þús­und tals­ins, meira en nokkuð annað ár frá því að mæl­ingar Ferða­mála­stofu hófust. Árið sem kemst næst þessum fjölda er 2008, en fyrri helm­ing þess árs fóru Íslend­ingar í rétt tæp­lega 230 þús­und utan­lands­ferðir á fyrri hluta árs­ins, örlítið fleiri en árið 2007, þegar það voru tæp­lega 228 þús­und ferð­ir. Með þessu áfram­haldi fer árið í ár létt með slá fyrra met árs­ins 2007, þegar Íslend­ingar fóru í 469.885 utan­lands­ferð­ir. 

Íbúðir ekki selst hraðar í tæpan ára­tug 

Þá hafa íbúðir á Íslandi ekki selst eins hratt og þær gera nú í tæpan ára­tug, eða frá fyrr­nefndum júní 2007. Ein­ung­ist tekur nú um sjö vik­ur, eða 1,87 mán­uði, að með­al­tali að selja íbúð­ar­hús­næði miðað við veltu á fast­eigna­mark­aði í apr­íl. Eina dæmið um hrað­ari veltu á mark­aði var í júní 2007, sam­kvæmt hag­vísum Seðla­banka Íslands. 

Þá hefur gengið hratt á fram­boð eigna. Þannig var fram­­boð af ­sér­­býl­is­­eignum á sölu ríf­­lega 900 í apríl 2012, en fjöld­inn var kom­inn niður í 320 í apríl á þessu ári. Sömu sögu er að segja af fjöl­býl­is­­eign­­um. Þær vor­u tæp­­lega 1.900 í apríl 2012 en voru um 900 í apríl síð­­ast­liðn­­­um. 

Bygg­ing­ar­kran­arnir að ná 2007 

Ummæli Roberts Z Ali­ber hag­fræð­ings um bygg­ing­ar­krana á Íslandi fyrir hrun vöktu mikla athygli. Hann sagði að það þyrfti bara að telja kran­ana til að sjá ofþenslu í efna­hags­líf­inu. Sam­kvæmt sam­an­tekt Braga Fann­ars Sig­urðs­son­ar, sem heldur úti síð­unni visitala.is og heldur utan um gögn um skoð­aða bygg­ing­ar­krana, höfðu 157 bygg­ing­ar­kranar verið skoð­aðir af Vinnu­eft­ir­lit­inu á fyrri helm­ingi þessa árs. Það eru ekki endi­lega allt virkir kran­ar, en þykir gefa vís­bend­ingu um ástand­ið. Það eru litlu færri en fyrri hluta áranna 2007 og 2008. Árið 2007 voru 364 bygg­ing­ar­kranar skoð­aðir af Vinnu­eft­ir­lit­inu. Árið 2008 voru þeir 310, en þeim fækk­aði veru­lega á síð­asta árs­fjórð­ungi þess árs, þegar hrunið varð. Árið í fyrra fór yfir árið 2008, með 318 skoð­uðum bygg­ing­ar­krön­um, en í ár stefnir í enn meiri aukn­ing­u. 

Í Morg­un­blað­inu í gær er rætt við Árna Jóhanns­son, for­stöðu­mann bygg­inga- og mann­virkja­sviðs Sam­taka iðn­að­ar­ins, og hann segir að þrátt fyrir þessa fjölgun sé upp­bygg­ing í land­inu enn á upp­hafs­stig­um. „Þetta er rétt að byrja. Það sem er ólíkt við það sem var á árunum fyrir hrun að upp­bygg­ing inn­viða er ekki hafin af neinu viti. Fyrir utan Þeista­reyki og Búr­fells­virkjun er ekk­ert í gangi hjá hinu opin­bera. Allt var á fleygi­ferð á vegum hins opin­bera fyrir hrun. Það er ekki svo núna. Upp­bygg­ingin er studd af einka­geir­an­um.“ Spreng­ingin fyrir hrun hafi einnig verið í íbúð­ar­hús­næði fyrir hrun en það sé ekki enn til­fellið nú. 

Tölu­verður fjöldi nýbygg­inga er á skipu­lagi, sér­stak­lega í Reykja­vík, á næstu árum. Hafa verður í huga að upp­bygg­ing af þessu tagi fór nærri því að stöðvast eftir hrun og hefur þörfin því safn­ast upp. Það vantar enn tals­vert upp á að fram­boðið mæti eft­ir­spurn­inni eftir hús­næði, eins og Arion banki kemur inn á í grein­ingu sinni um horfur á fast­eigna­mark­að­i. 

Fleiri sjón­vörp flutt inn en fyrir hrun

Í síð­ustu viku tók grein­ing­ar­deild Arion banka saman áhuga­verðar upp­lýs­ingar um vöru­skipti. Þar kemur meðal ann­ars fram að vöru­inn­flutn­ingur til Íslands á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins svipar mjög mikið til þess sem var á árunum 2006 til 2008. Allir helstu liðir inn­flutn­ings hafa auk­ist frá því að efna­hags­bat­inn hófst á Íslandi, og vöru­inn­flutn­ingur jókst um 48% af raun­virði frá 2010 til 2015. 

Þegar rýnt er nánar í tölur um inn­flutn­ing kemur einnig ýmis­legt áhuga­vert í ljós, til dæmis það að fleiri sjón­vörp voru flutt inn á fyrstu fimm mán­uðum þessa árs en árin 2006 og 2008. Tæp­lega þrettán þús­und sjón­vörp voru flutt inn á þessu ári, 12.888 tals­ins. Sömu sögu er að segja af þvotta­vél­um, og inn­flutn­ingur á kæli- og frysti­tækjum er meiri en hann var árið 2008. 

Þá voru ríf­lega tíu þús­und fólks­bílar fluttir til Íslands á fyrstu fimm mán­uðum þessa árs, mjög svipað því sem var árið 2006. Mun­ur­inn nú er auð­vitað sá að aukn­ing í inn­flutn­ingi bíla er að stórum hluta vegna fjölg­unar ferða­manna sem þurfa fleiri bíla­leigu­bíla. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None