Sigmundur Davíð upplýsir ekki um hvenær Wintris keypti skuldabréf á bankana

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var eigandi Wintris þegar félagið keypti skuldabréf á íslensku bankana skömmu fyrir hrun. Félagið lýsti 523 milljóna kröfum í bú þeirra. Hann vill ekki upplýsa hvenær skuldabréfin sem mynda kröfuna voru keypt.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tilkynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra 5. apríl. Hann boðaði fulla endurkomu í stjórnmálin í byrjun viku.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tilkynnti um afsögn sína sem forsætisráðherra 5. apríl. Hann boðaði fulla endurkomu í stjórnmálin í byrjun viku.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, vill ekki upp­lýsa um hvenær félagið Wintris, sem skráð er til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, keypti skulda­bréf útgefin af föllnu bönk­unum þremur sem það átti. Sig­mundur Davíð var helm­ings­eig­andi félags­ins þegar það keypti umrædd bréf.

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum um nákvæm­lega hvenær umrædd skulda­bréf höfðu verið keypt og hvað hefði verið greitt fyrir bréf­in. Fyr­ir­spurn þess efnis var send 27. júní síð­ast­lið­inn. Svar barst frá Jóhann­esi Þór Skúla­syni, aðstoð­ar­manni Sig­mundar Dav­íðs, fyrr í þess­ari viku, tæpum mán­uði eftir að fyr­ir­spurnin var send.

Þar segir að um sé að ræða kröfur sem stofn­uð­ust fyrir fall bank­anna, vegna skulda­bréf á bank­ana sem keypt voru fyrir fall þeirra og að engar kröfur hafi verið keyptar á eft­ir­mark­aði eftir banka­hrun. Hann seg­ist ekki vera með lista yfir dag­setn­ing­arnar og að langt sé um liðið síðan að hann sá þær. Jóhannes Þór seg­ist enn fremur ekki hafa „beinan aðgang“ að upp­lýs­ing­un­um. „Nú, eins og þá, hefur ekki verið birt beint yfir­lit um eignir Önnu Stellu [eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs] í félag­inu, enda eru það mjög per­sónu­legar upp­lýs­ingar og ein­hvers staðar hlýtur fólk að draga lín­una. Þrátt fyrir það hafa þau hjónin birt ítar­legri upp­lýs­ingar um fjár­mál sín en nokkrir aðrir sem tengdir eru stjórn­mál­u­m,“ sagði í svari Jóhann­esar Þórs.

Auglýsing

Lýstu kröfum upp á 523 millj­ónir

Sig­mundur Davíð var skráður annar eig­andi Wintris þegar félagið lýsti kröfum í slitabú föllnu bank­anna þriggja. Hann seldi síðar helm­ings­hlut sinn í félag­inu til eig­in­konu sinnar á einn banda­ríkja­dal á síð­asta degi árs­ins 2009.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. MYND: Birgir Þór HarðarsonWintris lýsti sam­tals kröfum upp á 523 millj­­ónir króna í bú ­bank­anna þriggja. Í svari sem Sig­mundur Davíð birti á heima­síðu sinni, við spurn­ingu sinni um af hverju Wintris ætti kröfur á föllnu bank­anna, sagði m.a.: „Þús­undir spari­fjár­eig­enda lögðu íslensku bönk­unum til fjár­magn á árunum fyrir efna­hags­hrun­ið, bæði með inn­lán­um, pen­inga­mark­aðs­sjóðum og skulda­bréf­um. Félag Önnu var eitt  þeirra sem átti pen­inga inni hjá bönk­unum í formi skulda­bréfa, þ.e. hún lán­aði bönk­unum pen­inga. Líkt og hjá öðrum voru þessi kaup gerð í góðri trú um að staða bank­anna væri betri er raun varð en eins og flestir muna var láns­hæfi íslensku bank­anna metið í besta mögu­lega flokki (AAA) áður en þeir féllu. Þessar vænt­ingar stóð­ust ekki og efna­hags­hrun var stað­reynd. Frá upp­hafi hefur hefur Anna gert sér grein fyrir að tjón hennar næmi hund­ruðum millj­óna króna og að mögu­leikar á end­ur­heimtum væru ákaf­lega tak­mark­að­ir. Í kjöl­far þess að gömlu bank­arnir féllu og sættu slita­með­ferð var kröfum lýst í slitabú þeirra eins og lög um gjald­þrota­skipti boða. Félagið hefur aldrei selt vog­un­ar­sjóðum kröfur og það hefur aldrei keypt kröfur á eft­ir­mark­aði (þ.e. eftir hrun bank­anna). Meðal krafna voru víkj­andi skulda­bréf, sem telj­ast sam­kvæmt gjald­þrota­rétti eft­ir­stæðar kröf­ur, og eru að fullu tap­að­ar. Ekki liggur fyrir hverjar end­an­legar end­ur­heimtur verða af heild­inni en búast má við að þær nemi um 16 pró­sent af lýstum kröf­um. Áætlað tjón vegna þess­ara skulda­bréfa nemur því hund­ruðum millj­óna króna.“

Miðað við þær ætl­uðu end­ur­heimtir sem Sig­mundur Davíð hefur gefið upp má gera ráð fyrir að Wintris fái um 84 millj­ónir króna greiddar alls úr slita­búum föllnu bank­anna.

Þykja óvenju­legar fjár­fest­ingar

Íslensku bank­arnir voru komnir í mik­inn vanda strax í lok árs 2007. Erlendir stór­bankar hófu að gjald­fella lán til stórra íslenskra kúnna í byrjun árs 2008 og tak­marka mjög lána­mögu­leika íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þeim leyst ein­fald­lega alls ekki á íslensku blik­una og af því voru sagðar mýmargar frétt­ir.

Wintris var stofnað síðla árs 2007, þegar óveð­ur­skýin voru þegar byrjuð að hrann­ast fyrir ofan íslensku bank­anna. Sér­fræð­ingar sem Kjarn­inn hefur rætt við hafa sett stórt spurn­ing­ar­merki við að slíkt félag, í eigu ein­stak­linga, hafi verið að taka jafn stórar stöður í skulda­bréfum íslensku bank­anna á síð­ustu mán­uð­unum fyrir hrun. Það hafi fyrst og síð­ast, við eðli­legar aðstæð­ur, verið stórir fag­fjár­fest­ar, fjár­mála­fyr­ir­tæki, fjár­fest­inga- eða vog­un­ar­sjóðir og líf­eyr­is­sjóð­ir, sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boðum íslensku bank­anna.

Þegar við bæt­ist að Sig­mundur Davíð full­yrðir að hluti krafna Wintris sé til­komin vegna víkj­andi skulda­bréfa þá þykja fjár­fest­ingar félags­ins enn sér­kenni­legri. Víkj­andi skulda­bréf er ein­fald­lega eins og lán án veða. Þ.e. alllir aðrir lán­veit­endur fá borgað á undan þeim sem á slíkt. Af hverju ætti Wintris að hafa keypt slík skulda­bréf af banka sem mjög aug­ljós­lega var í vanda?

Við því hafa ekki svör og Sig­mundur Davíð vill ekki upp­lýsa hvenær félagið keypti umrædd bréf utan þess að aðstoð­ar­maður hans full­yrðir að þau hafi verið keypt fyrir banka­hrun, en ekki á eft­ir­mark­aði þegar kröfur á bank­anna seld­ust á hrakvirði. Ekki er hægt að leita að stað­fest­ingu á þessum full­yrð­ingum í árs­reikn­ingum Wintr­is. Þeir eru ekki til.

Sig­mundur Davíð snýr aftur

Sig­mundur Davíð til­kynnti um fulla end­ur­komu sína í stjórn­mál með bréfi til félags­manna Í Fram­sókn­ar­flokknum á mánu­dag og aðsendri grein í Morg­un­blaðið á þriðju­dag. Í bréf­inu sagði hann að end­ur­koman myndi vekja við­brögð, jafn­vel ofsa­fengin en slík væri „ nú sem fyrr til marks um að and­stæð­ingar telji sér að sér standi ógn af okk­ur. “ Sig­mundur Davíð boð­aði einnig að flokks­menn muni fá send upp­lýs­ingar um öll þau álita­mál tengd honum sem upp kunni að koma sam­hliða end­ur­komu hans inn í stjórn­mál­in.

Hann kom síðan skýrt á fram­færi þeirri skoðun sinni að kosn­ingar ættu ekki að fara fram fyrr en í vor og að flokkur hans hefði upp­fyllt flest fyr­ir­heit sín við kjós­end­ur. „Skyldur okkar eru við þá sem höfðu trú á okkur og studdu og við sam­fé­lagið í heild en ekki við þá sem vilja losna við okk­ur.“

Alþingi kemur saman á ný 15. ágúst næst­kom­and­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None